Skagablaðið


Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 4
4 Sá merki atburður átti sér stað í gærdag, að tíu hagsmunaaðilar af Vesturlandi opnuðu sérstaka skrif- stofu í Reykjavík. Frá þessu er greint á forsíðu Skagablaðsins. Það vakti aftur á móti óskipta at- hygli undirritaðs að hann var eini fulltrúi fjölmiðlastéttarinnar á þess- um tímamótum. Hver svo sem ástæðan er hlýtur að teljast merki- legt að enginn annar fjölmiðill skyldi sýna þessu áhuga. Sá grunur læð- ist að undirrituðum að þeir hafi ein- faldlega ekki verið boðaðir á staðinn. Hver svo sem skýringin kann að vera er Ijóst að þarna misstu Vest- lendingar af kærkomnu tækifæri til þess að vekja á sér athygli. Bæjar- stjóri nefndi Vesturland réttilega „týnda fjórðunginn" við þetta tæki- færi. Hætt er við að hann verði á- fram jafn týndur og fyrr ef ekki er gert meira til þess að vekja athygli á því sem er að gerast innan hans. Hamrað hefur verið á því á þess- um vettvangi og skal enn gert, að Vestlendingar fá ekki neina athygli fjölmiðla landsins nema þeir geri eitthvað til þess sjálfir. Reynslan hefur sýnt okkur það að til þess að fá náð fyrir augum stóru fjölmiðl- anna þarf að koma til móts við þá í mun ríkari mæli en gert er. Mörgum Vestlendingnum svíður sárt að sjá og heyra með jöfnu milli- bili fréttir frá öðrum landshlutum á sama tíma og þögn ríkir um Vestur- land í flestum fjölmiðlum. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að koma til móts við fjölmiðla sýni þeir ekki viðleitni í að koma til móts við okkur. Þjóðarsálin fór kollhnís af ham- ingju eftir óvæntan en sanngjarnan sigur íslendinga á Spánverjum í undankeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli í gærdag. Þótt auðvitað eigi allir leikmenn liðsins hrós skilið verður ekki undan því vikist að útnefna Ásgeir Elíasson sigurvegara dagsins. Val hans á landsliðshópnum fyrir þennan leik vakti miklar umræður og deilur og þá einkum sú ákvörðun hans að nýta ekki krafta Atla Eð- valdssonar. En Ásgeir stóð fast við sína ákvörðun og tefldi jafnvel enn djarfar er hann stillti fimm Frömur- um upp í byrjunarliðinu. Mestu máli skiptir að sögulegur sigur vannst og þá ekki síður hitt, að íslenska landsliðið lék í fyrsta sinn í háa herrans tíð knattspyrnu sem þjóðin getur verið stolt af. Vonandi markar þessi leikur tímamót í þeim efnum þótt ekki sé ástæða til að blindast af óvæntri velgengni. Til hamingju með gærdaginn Ásgeir og landsliðsmenn! Sigurður Sverrisson Skagablaðið Skaaablaðið Þarf þúfnabana á Höfðabrautina? Þá er sumri tekið að halla oe haustið á næsta leiti. Þetta sumar hef- ______ há Það er bó varla til neins b\ i og haustið ur verið með bestu sem komið hafa hér um slóðir. Allur gróður hefur tekið við sér í góðviðrinu og prýðir margan fallegan garðinn í bænum. Mjög hefur gatnakerfi bæjarins tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum árum, með undantekningum þó eins og oft vill verða þegar að mörgu þarf að hyggja. — Litið annað en poliar Þegar vætusamt er þá er gatan lítið annað en pollar og meira en það því stórar tjarnir eru víða á henni. Þessi gata er ekki löng eða 168 m mæld á löggilt mælihjól sem lögreglan notar við störf við umferðaróhöpp. Hér við götuna búa 156 íbúar ásamt 24 íbúum sem búa við Jaðarsbraut 39 - 41 og notast eingöngu við Jaðars- braut til aðkomu, samtals 180 íbúar. Ef deilt er í götulengdina með íbúafjölda koma 0,93 metr- ar í hlut hvers íbúa. Hafi margar götur í bænum minna en 0,9 lengdarmetra á hvern íbúa finnst mér það skrýtið. Þá kem ég aftur að því hvaða sjónarmið ráða ferðinni hjá ráðamönnum bæjar- ins í gatnagerðarmálum. Óljósan grun hef ég nú um það, að einhverjir fræðingarnir hjá bænum viti hvernig gatan er umferðar því þegar vora tekur koma gulklæddir starfsmenn bæjarfélagsins og kasta olíumöl í stærstu holurnar. Þessi gatnavið- gerð endurtekur sig síðan á haustin. Hvaða sjónarmið eru höfð að leiðarljósi þegar ákveðið er hvaða gata er lagfærð hverju sinni fæ ég hins vegar ekki skilið. Fyrir um 25 árum var lagt bundið slitlag á Höfðabrautina. Mun það hafa átt að vera einhver tilraun með olíumöl. Ef ráða- menn bæjarins hafa ekki farið um götuna, sem ég leyfi mér að efast um, þá vildi ég benda þeim á að koma hér á svæðið og at- huga hvernig þessi tilraun fyrir- rennara þeirra hefur tekist. Igi er eftir henni er eins og ekið sé eftir þýfi. Þar sem ég veit að ráðamennirnir vilja sem flest fyr- ir bæjarbúa gera myndi ég vilja benda þeim á tæki sem kannski væri hægt að fá lánað. Þetta áhald er til upp á Hvanneyri og nefnist þúfnabani. Þetta tæki er reyndar komið til ára sinna en einmitt þess vegna tel ég það hæfa vel á þessa öldnu gatnagerðarframkvæmd hér á Höfðabraut. Trúlega myndi það slétta stærstu hólana á götunni ef honum væri ekið hér um nokkrar ferðir. Tækist þetta vel myndum við, íbúarnir við Höfðabraut, kannski losna við að fara í stígvél til þess að komast út í bíl ef við ætluðum að skreppa á milli húsa í vætutíð. Mikið er af bílum hér í götunni eins og gefur að skilja þar sem margir búa. Flestir vilja hafa bíla sína hreina og eru því oft að þvo þá. Það er þó varla til neins því drulluausturinn úr pollunum sér til þess að slíkt er til lítils. Tals- vert er hér af börnum og því æði nóg að starfa fyrir mæður við að skipta um föt á krökkunum. í pollana sækja þau eins og allir vita. Svo eru hér að lokum nokkur varnaðarorð til þeirra sem aka hér um Höfðabrautina: Aka hér um þykir þraut, það sér fáir velja. Holurnar á Höfðabraut í hundruðum má telja. Eins og sjá má afþessari mynd er Höfðabrautin ekki beint rennileg ásýndum í vatnsviðri. Pollarnir erufleiri en tölu verður á komið. Til leigu 3ja herb. íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 12055. Til sölu Citroen Axel árg. '87, skoðaður '92. Öll skipti möguleg. Uppl. í síma 11539. Til sölu barnabílstóll og barnasæti á reiðhjól. Uppl. í síma 11603. Óska eftir að kaupa nett sófasett og ryksugu. Uppl. í síma 11569. Til sölu Honda MTX 50 árg. '83. Verð 30 þús. stgr. Uppl. í síma 12620 (Árni). Til sölu eldhúsborð og 4 stólar, Silver Cross barna- vagn og vagnpoki og bílstóll fyrir 0-9 mán. Einnig göngugrind og hoppróla. Uppl. í síma 12988. Heimilisköttur er i óskilum. Hvítur með grábröndótta rófu og haus. Uppl. í síma 12368. Til sölu tónjafnari, tvöf. segulb. og plötuspilari. allt nýtt. Selstódýrt. Uppl. í síma 11539. Villibváðaweisla hjá Fons Þúfnabaninn Þessum „gatnabótum" fylgir hins vegar sá ókostur að gatan verður svo óslétt, að þegar keyrt Meistarakokkurinn Fons. Francois Sælkerar á Skaganum hafa ástæðu til þess að kætast þessa dagana því veitingahúsið Stromp urinn býður upp á villibráðar- veislu næstu fjóra daga. Meistara kokkurinn Francois Fons ætlar að kitla bragðlauka matargesta eins og hann best getur. Af feng- inni reynslu má fullyrða að eng- inn verður svikinn af þeim rétt- um sem boðið verður upp á. Strompurinn hefur að undan- förnu viðað að sér úrvals- ÖTQERÐARMENN! Til línuveiða höfum til sölu uppsetta ITnu, ábót, bala o. fl. Dæmi um verð: Uppsett ITna, 6 mm norsk, 420 króka, ólituð á kr. 8.214,— bjóðið. LÍTIÐ INN OG KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ! NOTASTOÐIN hf. I SIMAR 12303 & 12703 & hráefni; hreindýri, gæs, svart- fugli og fleira góðgæti sem mat- reitt verður á ýmsa lund. Á meðal forrétta má nefna hreindýrapaté, pipargrafna villi- gæsabringu, villigæsaljúfmeti og hreindýra“karoline“ með madeirasósu. í aðalrétt verður m.a. boðið upp á pönnusteikt hreindýrakjöt með einiberja- sósu, pönnusteikta hreindýra- bógsneið með gráðostapipar- Stolið úr bíl Hliðarrúður voru brotnar í tveimur bílum þar sem þeir stóðu á planinu hjá Olís - Nesti um helgina. Úr öðrum bílnum var stolið útvarpstæki. Nýr læknir á SA Hafsteinn Guðjónsson hefur frá 1. september sl. verið ráðinn sem sérfræðingur í þvag- færaskurðlækningum við Sjúkra- hús Akraness. sósu, pönnusteikt gæsamedaillon svartfugl með bláberjasósu og pönnusteikta gæsabringu með rjómaostasósu. í eftirré'tt verður m.a. boðið upp á pönnukökur með bláberjarjóma. Auk villibráðarréttanna verð- ur boðið upp á hefðbundinn mat- seðil. Sérstakt þriggja rétta til- boð verður í gangi og mun hag- stæðara en keyptir eru einstakir réttir. FUNDARBOÐ Fundur verður í kjallara íþróttahússins við Vest- urgötu (Leikhúskjallaranum), mánudaginn 1. októ- ber kl. 20.30, með Ingu Bjarnason, leikstjóra. Hús til sölu Til sölu stórt tveggja hæða einbýlishús á góðum stað í bænum. Bein sala eða skipti á minni eign. Nánari upplýsingar í síma 13306. HAUSTLAUKAR Nú er rétti tímiim til að setja niður haust- laukana. Kannið úrvalið hjá okkur. Hafnarsjóður Akraness óskar hér með eftir tilboðum í verkið „Kranabryggja og trégrind á ferjubryggju“ á hafnarsvæði Akraneshafnar. Verkið felst í því að byggja upp og ganga frá löndunarbryggju fyrir smábáta og að byggja upp trégrindur á milli steyptra kerstólpa vestanmegin á ferju- bryggju. Verklok eru 28. febrúar 1992. Útboðsgögn eru til sýnis og afhendingar á VT - Teiknistofunni hf., Kirkju- braut 4, Akranesi. Skilatrygging er kr. 10.000,-. Tilboðum skal skila til VT - Teiknistofunnar hf. fyrir föstudaginn 11. október 1991, kl. 14.00 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem viðstaddir verða. Hafnarsjóður Ækraness Upplýsingarm skrifstofu h—, LaMáJMúJ SÍM111100 (SÍMSVARI) The Doors Sýnd kl. 21 í kvöld, fimmtu dag, og föstudag. Ástargildran Sýnd kl. 23.15 á föstudag og kl. 21 á þriðjudag. Með lögguna á hælunum Sýnd kl. 21 ásunnudag og mánudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.