Skagablaðið


Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 7
Skagablaðið SkagaUaðið ræðir við Luka og SveUönu Kcstic um styrjaldarástandið í heimalandi þeiira, Júgóslaviu: jSvipuð tilfinning og hjá gyð- ingum í Þýskalandi nasismans" „Yið erum mjög áhyggjufull yfir þessu hræðilega ástandi sem nú ríkir heima í Júgóslavíu. Við erum í nær daglegu sambandi við ætt- ingja okkar til þess að fá fréttir og vera viss um að þeir séu heilir á húfi,“ sagði Júgóslavinn Luka Kostic er Skagablaðið ræddi við hann og konu hans, Svetlönu, fyrir stuttu. Vegna þeirra atburða sem nú eiga sér stað í heimalandi þeirra hafa þau ákveðið að dveljast á Akra- nesi í vetur ásamt Igor, syni þeirra. Þau hjón eru Serbar en búa í Króatíu. Þau þekkja því betur en nokkrir aðrir hér í bæ ástandið í Júgóslavíu og undirrót þeirrar stöðu sem nú er þar komin upp. Heimili þeirra í Júgóslavíu er ara landa yfir falli alræðisins ber- einmitt á því svæði, þar sem hörðustu átökin hafa átt sér stað ast skyndilega fréttir af átökum og togstreytu í þessum löndum undanfarið. Luka hefur nýlega og af allt öðrum meiði en áður. lokið við að reisa húsið. Undir því er stór kjallari og þar hafa nágrannarnir ásamt tengdamóð- Allt þetta umrót hefur farið að mestu fram án teljandi blóðsút- hellinga með einni undantekn- ur hans, sem einnig býr í næsta ingu þó. í Júgóslavíu berast nágrenni, hafst við á nóttunni bræðurábanaspjótumoglandiðer þegar bardagarnir hafa staðið á barmi borgarastyrjaldar. Yfir- sem hæst. gnæfandi líkur eru á algjöru Munaði litlu Eitt skiptið mátti ekki miklu muna að illa færi. Tengdamóðir hans var þá stödd í húsinu í einni átakahrinunni er skriðdreki kom æðandi eftir götunni fyrir framan húsið og tók að hleypa af skotum. Áður en skothríðin hófst tókst henni að opna alla glugga á götuhlið hússins upp á gátt. Hefði það ekki tekist hefðu rúður og gluggakarmar splundr- ast af þrýstingnum einum saman. Harmleikurinn hefur engu að síður knúið dyra hjá Luka. Einn besti vinur hans og nágranni féll nýlega í átökum við hermenn Króata. Luka sagði að eyðilegg- ing á eignum væru smámunir í samanburði við þá hættu að ætt- ingjar og vinir féllu í átökunum. „Húsið okkar er um tíu kíló- metra utan við borgina Osijek þar sem miklir bardagar hafa verið síðustu vikur. Sprengju- árásir hafa verið gerðar á borgina og næsta nágrenni. Hús skammt frá heimili okkar hafa orðið fyrir skemmdum eða verið eyðilögð í sprengjuárásum. Systur mínar tvær eru búsettar í næsta ná- grenni. Heimili þeirra hafa enn sloppið við skemmdir. Tengda- móðir mín og nágrannar okkar hafa fylgst með húsinu okkar á meðan við erum hér á Akra- nesi,“ sagði Luka. Óveðursský Óveðursský hafa hrannast upp á austurhimni eftir að vindar lýð- ræðis og frelsis hafa leikið um Sovétríkin og lönd Austur- Evrópu að undanföru í kjölfar slökunarstefnu Gorbasjovs Sovét leiðtoga. Eftir fögnuð íbúa þess- hruni Júgóslavneska ríkjasam- bandsins. Landið, sem stendur saman af Serbíu, sem er langstærst, Króatíu, Slóveníu, Bosníu - Herzegóvínu, Montene gro og Makedoníu, er að liðast í sundur. Þann 25 júní sl. lýstu Slóvenía og Króatía yfir sjálfstæði sínu að fengnu samþykki kjósenda. Á næstu vikum er fastlega gert ráð fyrir því að syðsta hérað Júgó- slavíu, Makedónía, lýsi yfir sjálf- stæði fullvalda ríkis eftir yfir- gnæfandi samþykki kjósenda þar. Hvert þessara þjóðarbrota á sér langa sögu. Sem dæmi réðu Tyrkir Makedóníu í fimm aldir og upp úr síðustu aldamótum var landinu skipt á milli Grikkja og Serba. í lok heimstyrjaldarinnar síðari gerði Tító Makedóníu að júgóslavnesku lýðveldi. Fjandmenn „Þótt að við séum Serbar þá Luka og Svetlana á heimili þeirra hér á Akranesi. höfum við búið í Króatíu alla okkar ævi. Ég fluttist til Króatíu með foreldrum mínum á fyrsta ári og sömu sögu er að segja af Luka,“ sagði Svetlana, eiginkona hans. „Hvernig er hægt að út- skýra fyrir fólki þá tilfinningu að vera allt í einu orðinn fjandmað- ur í eigin landi eftir að Króatar lýstu yfir sjálfstæði í júní sl. Til- finningin hlýtur að vera svipuð og hjá gyðingum í Þýskalandi nasismans þegar þeir voru gerðir brottrækir þótt þeir væru Þjóð- verjar eins og allir aðrir í því landi. Nágrannar okkar eru ým- ist Serbar eða Króatar. Við höf- Húsið sem þau eru nýbúin að reisa í nágrenni Osijek. um búið í sátt og samlyndi alla tíð þótt að uppruninn væri ekki sá sami. Allir tala sama tungu- málið. Þeir sem hafa stjórnað í Króa- tíu á síðasta ári hafa stefnt að því ljóst og leynt að lýsa yfir sjálf- stæði hennar og um leið alið á andúð gegn Serbum sem þar eru búsettir. Eg byrjaði að finna fyrir þessu í fyrravetur. Þá fór t.d. að bera mun meira á því en áður að króatískir skólafélagar Igors, sonar okkar, fóru að setja sig á háan hest gagnvart bekkjafélög- um þeirra sem voru Serbar. Kennslubókum var breytt og sögulegar staðreyndir hreinlega falsaðar til þess að gera Serba tortyggilega í augum króatískra barna. Þrátt fyrir þetta höfðu all- ir þeir Króatar sem við þekktum mikla óbeit á þessum áróðri. Við hjónin sneiðum alfarið hjá því að ræða þetta ástand við Igor. Hann er að auki of ungur til að skilja það. Flókin saga Þau Luka og Svetlana sögðu að þjóðernisdeilurnar í Júgó- slavíu ættu sér langa og flókna sögu. Serbía, sem er stærsta og fjölmennasta þjóðarbrotið í Júgóslavíu, væri það eina sem hefði á sínum tíma verið sjálf- stæð þjóð. Hin þjóðarbrotin hefðu yfirleitt verið undir stjórn annarra ríkja. Króatía og Sló- venía hefðu t.d. um tíma verið hluti af austurríska og ung- verska keisaradæminu, Make- donía tilheyrt Búlgörum og lotið yfirráðum Tyrkja. Það hefði ekki verið fyrr en við lok heimstyrj- aldarinnar síðari að Júgóslavía hefði komist endanlega í þá mynd sem hún er nú í. Titó, sem var Króati, komst þá til valda og ríkti til 1979. Frá þeim tíma hafa fulltrúar lýðveld- anna sex skipst á um að halda um stjórnartaumana. Allir hafa þeir verið sakaðir um að draga taum síns lýðveldis á kostnað hinna fimm. Svo er einnig nú þegar fulltrúi Króata er við stjórnvöl- Alið á tortryggni Þau Luka og Svetlana sögðu lengi hafa verið alið á tortryggni á milli þjóðarbrota. Serbar ættu til dæmis enn þann dag í dag erf- itt með að gleyma því að króat- ískir þjóðernissinnar aðstoðuðu nasista við að útrýma á skipu- lagðan hátt um 700.000 Serbum í síðari heimstyrjöldinni. Leiðtog- ar þessara öfgahópa hefðu ýmist náð að flýja land eða ekki verið dregnir fyrir rétt eftir stríðið. Þau sögðu að Króatar hefðu alla tíð lifað óáreittir í samfélagi við önnur þjóðarbrot utan Króatíu, en einhverra hluta

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.