Skagablaðið


Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 1
35. TBL. 8. ÁRG. Launamál sumarstarfs- manna íþrótta- og æskulýðsnefndar komu til umræðu á árlegum „Munað- arnessfundi" nefndarinnar fyrir stuttu. Borin voru sam- an laun starfsmanna á vegum nefndarinnar og ýmissa ann- arra sumarafleysingamanna hjá öðrum bæjarfyrirtækjum, rafveitu og hitaveitu. f fund- argerðinni segir m.a. um þetta: „Fram kom ótrúlegur og óskiljanlegur mismunur á launum þessara starfsmanna, t.d. eru flokksstjórar í vinnu- skóla í lægsta Iaunaflokknum af áðurnefndum störfum og 5 flokkum lægri en t.d. ungl- ingar í áhaldahúsi bæjarins. Samþykkt var að óska eftir skýringum hjá bæjarstjórn á þessu launamisrétti og óska eftir að þetta verði lagfært strax.“ Mikill áhugi virðist á leik- list á meðal ungmenna bæjarins ef marka má aðsókn að félagsfundum Skagaleik- flokksins. Þar hefur ungt fólk sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í vetrarstarfinu. Um það er ekkert nema gott að segja nema hvað verkefnin fyrir þennan hóp eru takmörkuð. Því er í ráði að koma á fót einhvers konar námskeiði fyrir þessa krakka þannig að þau fái einhver verkefni við hæfi. „Það er ótækt að finna þessum unglingum ekki vett- vang þegar þau leita til okkar,“ sagði Steingrímur Guðjónsson, formaður Skagaleikflokksins. Samþykkt var á ofan- greindum fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar að beina því til bæjarstjórnar að nú þegar verði farið út í kaup á nothæfu útihátalarakerfi og palli sem hentar sem yfir- byggt svið á útisamkomum. Nefndin fagnaði því að há- tíðahöldin vegna 17. júní í ár skyldu vera innan fjárhags- áætlunar en mótmælti jafn- framt þeim niðurskurði sem verið hefur á fjármagni til hátíðahaldanna undanfarin ár. Bæjarráð Akraness boð- aði fyrir skömmu for- ráðamenn verktakafyrir- tækisins Neista hf. á sinn fund. Tilefni boðunarinnar var umgengni um sorphaug- ana sem hefur ekki alltaf þótt nægilega góð á þessu ári. Bæjarráðsmenn munu m.a. hafa gert forráðamönnum fyrirtækisins fulla grein fyrir því að þeir leggja ríka áherslu á að haugarnir séu eins snyrtilegir hverju sinni og kostur er. Byltingaikenndar tillögur ráðherraskipadrar nefndar um fækkun sveitarfélaga á landinu: Sveltarfélögum á Vesturlandi fækkað úr 37 í aðeins 4 - 6? Nefnd á vegum félagsmálaráðherra leggur til í skýrslu, sem leggja átti fram á Alþingi í gær eða dag, að sveitarfélögum á landinu verði stórlega fækkað. Á Vesturlandi eru nú 37 sveitarfélög en nefndin leggur til að þeim verði fækkað þykir. efndin skiptir Vesturlandi upp í það sem hún kallar „fjögur athugunarsvæði“; 1) Borgarfjarðarsýsla sunnan Skarðsheiðar og Akranes, 2) Borgarfjarðarsýsla norðan Skarðsheiðar, Mýrasýsla og Borgarnes, 3) Snæfellsnes- og Flnappadalssýsla og 4) Dala- sýsla. Úttekt nefndarinnar á kjör- dæminu er mjög ítarleg og tekur tillit til allra hugsanlegra sam- 4-6, eftir því hvernig hentugast vinnuþátta sveitarfélaga innan þess sem nú þegar eru fyrir hendi. Einnig er fjallað um erf- iðleika sem kynnu að koma upp við sameiningu, sérstaklega á Snæfellsnesi, þar sem íbúar inn- nessins sækja þjónustu að því er best verður séð jöfnum höndum til Stykkishólms og Borgarness. Hvað varðar svæðið sunnan Skarðsheiðar er nú þegar fyrir hendi veruleg samvinna við Akranes á ýmsum sviðum. í Óhætt er að segja að lcita þurfi langt aftur í tímann til þess að finna samjöfnuð við þann handagang í öskjunni er ríkti á fæðing- ardeild .sjiikrahússins í síðustu viku. Eigi færrí en 10 hörn lilu þá dagsins Ijós og þai af kontu þrju þeirra í heiminn á aðeins 22 mínútna kafla að morgni sí. mánudaas. Það fvrsta kom í hana veröld kl. 06.20. næsta kl. 06.38 og það þriðja kl. 06.42. — Sjá nánar lista ytír öll hörnin i opnunni. skýrslunni er þó sérstaklega getið um það að í könnun, sem gerð var á meðal íbúa hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar á síðasta ári, hafi áhugi á samein- ingu við aðra hreppa verið tak- markaður. Aðeins í einum hreppi hafi verið meirihluti fyrir slíku. Með sameiningu sveitar- félaganna fimm yrði heildartala íbúanna 5.835 (íbúatala 1. des. ’90). Hvað varðar sameiningu sveit- arfélaga norðan Skarðsheiðar hallast nefndin að tveimur meg- inniðurstöðum. í annarri er gert ráð fyrir skiptingu hreppa í Borg- arfirði í 2 - 3 sveitarfélög. í hinni er gert ráð ráð fyrir að öll sveitar- félög norðan Skarðsheiðar og vestur að Hítará sameinist. Heildarfjöldi íbúa á því svæði yrði 3.316 (1. des. ’90). Um Snæfellsnes segir í skýrsl- unni: „Á Snæfellsnesi er erfitt að finna góðar lausnir á stækkun sveitarfélaga“. Þar liggja til margar ástæður. Um Dalasýslu gegnir öðru máli. Þar liggur að auki fyrir niðurstaða úr skoðana- könnun, þar sem meiriluti íbú- anna er hlynntur því að sýslan öll verði eitt sveitarfélag. Gaf FVA tölvu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi barst fyrir nokkru höfðingleg gjöf frá PC - Tölvunni. Um er að ræða Tatung 386 tölvu með netstýribúnaði og ýmsum aukahlutum til noktunar í verknámsdeild skólans. Nærri lætur að verðmæti gjafarinnar sé um 350 þúsund krónur. Tölvan verður m.a. tengd við tölvufræs- ara sem deildin hefur til umráða og kemur til með að nýtast vel við teiknikennslu og hönnun. Myndin hér að ofan var tekin fyrir skömmu af Sigurði Pétri Haukssyni, eiganda PC - Tölvunnar (lengst t.v.), Þóri Ólafssyni, skólameistara og Þráni Sigurðssyni, kennara við verknámsdeildina við gripinn góða. Körfuknattleiksfélag ÍA brá á það ráð á mánudag að efna til ágóðaleiks fyrir Önnu Mary Snorradóttur, sem bíður nú eftir nýjum líffærum. Skagamenn mættu Borgnesingum í leiknum. Þeir töpuðu reyndar en stóðu engu að síður uppi sem sigurveg- arar því eftir leikinn afhenti Hörður Harðarson, formaður félagsins, Snorra Ólafssyni, föð- ur Önnu Mary, ávísun fyrir inn- komu af leiknum (sjá mynd að ofan). Vilja Teit og Ola aftur Áhangendur Brann í Björgvin, gamla liðsins þeirra Teits og Ólafs Þúrðarsona, óttast nú mjög fall liðsins í 2. deild. í blaðinu Bergens Tidende fyrir helgina gafst áhangendum liðsins kostur á að segja hug sinn um gengi Brann og hvað þyrfti til að koma liðinu í toppbaráttu á ný. Svör margra voru á þá leið að það eina sem dygði væri að fá „íslendingana“ aftur. Viðbrögð Teits við þessum viðhorfum áhang- enda Brann voru e.t.v. ekki í samræmi við vonir þeirra. Teitur sagðist vona innilega að Brann félli ekki í 2. deild en sagði jafnframt að Björgvinjarbúar þyrftu að bíða lengi þar til hann sneri aftur. Brann tapaði um helgina, 0 : 2, fyrir hinu Björgvinarliðinu, Fyllingen. Liðin eru bæði í bullandi fallhættu ásamt Molde og Ströms- godset. - Kristinn R., Ósló

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.