Skagablaðið


Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 2
2 Skagablaðið Til leigu stórt herbergi meö sérinngangi og aðgangi að baði. Uppl. í síma 12423. Til sölu Emmaljunga kerra. Uppl. i sima 11036. Til sölu 300 I Ignis frysti- kista. Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma 11970. Til sölu hálft golfsett (kvenmanns). Verð kr. 15 þús. Barnastóll á reiðhjól, verð 2 þús., barnahjól á kr. 2.500, svartar rimlagardínur á kr. 8 þús. Á sama stað fæst gefins gömul AEG þvottavél. Þarfnast lagfæringar. Uppl. i síma 13341 eftir kl. 19. Til leigu 3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 12055. Til sölu mjög vel með farin 75 I Rafha þvottapottur. Einnig lítil loftpressa. Uppl. í síma 11859. Til sölu 4401 frystikista. Uppl. í síma 11887 eftirkl. 18. Óska eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð. Uppl. í síma 92-12875. Til sölu barnakarfa, ýmsir aukahlutirfylgja. Uppl. i síma 13246. Silfurlitt Kalkhoff drengja- reiðhjól hvarf frá Höfðabraut fyrir nokkru. Finnandi vinsaml. hringi í síma 13356. Til sölu 200 lítra 2ja ára gömul GRAM frystikista og fjölrása afruglari. Uppl. í síma 12825. Til sölu nýlegt mjög vandað hljómborð. Uppl. i síma 11244. Til sölu Mitsubishi L300 árg. '81. Ekinn 60 þús. km. Uppl. í síma 11759 eftir kl. 19. Óska eftir lítilli íbúð á leigu sem allra fyrst. Uppl. i síma 91 -74082. Lykill á teygju (sennilega af hjólalási) fannst á Langa- sandi. Uppl. í síma 13246. Til sölu altosaxófónn, Selm- er Bundy. Gott hljóðfæri. Uppl. í síma 11665. Til sölu koja með skáp og skrifborði.EinnigVW„bjalla“, árg. '74, sem þarfnast lag- færinga. Uppl. í síma 12758. Til sölu Britax barnabílstóll. Uppl. í síma 13222. Óska eftir að kaupa 350 - 400 I frystikistu. Uppl. í síma 13315 eftir kl. 20. Til leigu 2ja herb. íbúð í fjöl- býlishúsi á Akranesi. Uppl. í síma 91 - 689229 eða 93 - 12112. Til sölu blátt sófasett; 4ra sæta sófi og tveir stólar. Verð um kr. 30 þús. Einnig Club 8 sófi/rúm. Verð kr. 5 þús. Uppl. í símum 11248 og 12550. Til sölu 6 mán. Victor386 tölva; 60 Mb harður diskur, 2 Mb vinnsluminni, VGAIita- skjárog hugbúnaður. Verð: tilboð. Uppl. í síma 12011 til kl. 18 og 12773 eftir það. Fréttatikynning fiá stjóm Htta* veitu Akraness og Borgarfjarðar ann 7. febrúar síðastliðinn var eftirfarandi tillaga sam- þykkt í stjórn Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar: Stjórn HAB samþykkir að stefna að því, að eftirtaldar breytingar á sölukerfi hitaveit- unnargangi í gildi 1. ágúst 1992. 1. Hætt verði að selja vatn um hemla. 2. Allt vatn verði selt sam- kvæmt rúmmálsmælingu. Gjald fyrir hvern rúmmetra verði leið- rétt í samræmi við reiknað hita- stig við húsvegg. Reikningarnir byggist á áætluðu meðalrennsli í dreifikerfi og tveggja gráðu úti- hita. Nánari útfærsla verður ákveðin, þegar útreikningar liggja fyrir. 3. Innheimt verði mælaleiga til að standa straum af mælakostn- aði. 4. Tekið verði upp fast gjald á íbúðarhúsnæði. Gjaldið miðist við nýtanlega fermetra íbúðar- húsnæðis samkvæmt fasteigna- mati. Fastagjaldið verði sem næst 25% af eðlilegum upphitun- arkostnaði, en notkunargjald lækki tilsvarandi. Hvers vegna er ástæða til að breyta um sölukerfi? Veigamesta ástæðan er sú að vatnsnotkun hefur farið úr bönd- unum. Deildartunguhver er nærri fullnýttur á mestu álags- tímum og með sömu þróun stefn- ir í óefni. Hemlasölukerfið er mjög ó- fullkomið, þó það sé einfalt og á margan hátt þægilegt. Hemlarnir mæla enga notkun heldur tak- marka þeir einungis hámarks- rennslið inn á ofnakerfin. Hemlarnir eru dýrari og við- haldsfrekari en við var búist. Það má gera ráð fyrir verulegri endurnýjun á þeim á næstu árum. Hemlakerfið gefur notendum ekki kost á eðlilegum sveigjan- leika og frjálsræði í notkun heita vatnsins. Hvað vinnst við breytt sölu- kerfi? Óþarfa vatnssóun ætti að vera úr sögunni, því nú verður öll notkun mæld og hver og einn borgar í samræmi við notkun sína. Aðstaða viðskiptavina veit- unnar er jöfnuð verulega með leiðréttingu, hjá hverjum og ein- um, vegna hitataps í dreifikerfi. Reiknuð leiðrétting verður e.t.v. aldrei alveg „rétt“ vegna þess hve rennsli og hitatap í dreifi- kerfinu er síbreytilegt, en ætti að vera til verulegra bóta. Fastagjaldinu er ætlað að dreifa hluta af föstum kostnaði hitaveitunnar á notendur óháð notkun þeirra. Fastakostnaðinn þarf hitaveitan að borga hvort sem nokkuð vatn er notað eða ekki. Fastagjaldið hefur það í för með sér að lækka má verð hvers rúmmetra um 25%. Það er stefnt að því að heildar- tekjur hitaveitunnar haldist óbreyttar. Að sjálfsögðu merkir það ekki að reikningar einstakra notenda verði eins og nú er. Sumir hækka, aðrir lækka. Meg- inatriðið er að hver og einn borgi fyrir það vatn, sem hann notar að teknu tilliti til hita vatnsins. Sölukerfisbreytingin gengur í gildi 1. ágúst 1992. Það gefst því góður tími til undirbúnings fyrir bæði hitaveituna og notendur. Sölukerfisbreytingin verður kynnt betur síðar. Akraneskirkja Laugardagur 5. október: Kirkjuskóli yngstu barnana í safnaðar- heímilinu Vinaminni, kl.13.00, í umsjón Axels Gústafssonar. Föndur. Orgeltónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar í kirkjunni á laugar- dag kl. 17.00. Sunnudagur 6. október: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Messa að Dvalarheimilinu Höfða kl. 15.30. Fimmtudagur 10. október: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beð- ið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR SKÓLARITVÉLAR Verð fra kr. 18 1OO | Stekk|arholtl 8-10 — Akranesi — Simi 1 28 40 Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. K PÍPULAGNIR ■— — KARVELS Múrverk — Flísalagnir — Málun ARhARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 - 5ÍMI 12804 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S* 11075 Öll almenn liósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS YESTURGÖTU 35 (FRÓN) Veisluþjónusta STROMPSIMS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar ísímum 12020 og 11414. — Fórstu í berjamó í ár? Gunnar Guðmundsson: — Ég hef stundum farið en fór ekki í ár. Gunnar Gunnarsson: — Nei, ég fer aldrei núorðið. Fór stundum sem krakki. Sigursteinn Hákonarson: — Já, ég fór í garðinn hjá mér og tíndi rifsber. Jón Guðmundsson: — Ég fór vestur að Langá og tíndi þar fullt af aðalbláberjum. Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglysingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiriksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2, hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.