Skagablaðið


Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 5
4 Knattspyrnufélag ÍA hefur gengið frá ráðningu Sigurðar Halldórssonar sem þjálfara 2. flokks karla. Sigurður, sem loksins er að segja má „kominn heim“ leysir Hörð Helgason af hólmi. „Við væntum mikils af störfum Sigurðar," sagði Gunnar Sigurðsson, formaður félagsins í samtali við Skagablaðið. Um leið og Skagamenn geta fagnað endur- komu Sigurðar verða þeir að líkindum að sjá á bak Herði Helgasyni, sem séð hefur um 2. flokkinn. Samkvæmt heimildum Skaga blaðsins eru allar líkur á að Hörður taki við liði Stjörnunnar í Garðabæ. Mikið hefur borið á reiðhjólaþjófnuðum að undanförnu. Aukin tíðni hjólastulda fylgir gjarnan upphafi skólaársins. Þá ber mjög á tilkynningum um tapaða skó og fatnað. Oftar en ekki í þeim tilvikum eru hlutir teknir í misgripum. Lögreglan vill be- ina því til foreldra, að þeir fylgist vel með því hvort óviðkomandi hlutir kunni að slæðast heim með börnunum fyrir slysni. Konur á Akranesi ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð um helgina því Hótel Akranes ætlar að bjóða upp á sérstakt kvöld fyrir þær undir yfirskriftinni „Kaldar nætur — heitar konur“. Parna verður m.a. boðið upp á sýn- ingar á herratískufatnaði og undirfötum karla og snyrtivörukynningu. Suðupunktur kvölds- ins verður svo fatafellirinn Mickey. Ekki er að efa að þetta kvöld á eftir að vekja lukku á meðal kvenna. Skagamenn töpuðu fyrir Snæfellingum með aðeins þriggja stiga mun í Vestur- landsmótinu í körfuknattleik í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 87 : 84 Snæfelli í vil. Borgnes- ingar unnu mótið, sigruðu Snæfell með 10 stiga mun og Skagamenn með 26 stigum, 91 : 65, sl. föstudag. Þröstur Þráinsson sigraði á stigum á helgar skákmóti sem Taflfélag Akraness gekkst fyrir um sl. helgi. Þröstur fékk 5 vinninga eins og Gunnar Magnússon en keppti gegn stiga- hærri andstæðingum. Baldur Bragason hlaut 4,5 v., Steinn Jónsson 4 og Björn Lárusson 3,5. Tefldar voru sex umferðir. Taflfélagð ætlar að efna til atskákmóta tvo næstu þriðju- daga, 8. og 15. október. Teflt verður í Grundaskóla og hefst keppni kl. 19.30. Samkomulag hefur tekist á milli Akranes- kaupstaðar og hinna sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar um rekstur tónlistar- skóla. Mun bæði vera um það að ræða að kennarar sæki út frá Akranesi og að nemend- ur úr sveitunum í kring komi hingað til náms. Þrátt fyrir að Byggðasafnið að Görðum njóti æ meiri vinsælda á meðal ferða- manna vantar safnið um 2 millj. króna til þess að endar nái saman á þessu ári. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmdastjórnar frá því fyrir skömmu. í henni segir m.a., að hætt hafi verið við að mála Garðahúsið að utan vegna þessa fjárskorts. Skuldir Byggðasafnsins jukust um 50% á síðasta ári, úr 5 í 7,5 millj. kr. Megin- skýringin á þeirri skuldaaukningu stafar af flutningi á Sýruparti neðan úr bæ og uppeftir. Varð hann kostnaðarsamari en áætlað hafði verið. Hugmyndir eru uppi um að vegurinn sem Iiggur upp að Skógrækt og golfvelli verði færður niður fyrir safnahúsið að Görðum. Hann liggur nú á milli þess og gamla Garða- hússins. Stjórnendur safnsins hafa áhyggjur af umferðinni og telja að titringur frá götunni geti farið illa með þetta sögufræga hús. Bæjarráð felldi á fundi sínum fyrir stuttu tiílögu frá Félagsmálaráði, þar sem farið var fram á að leikskólahúsnæðið við Háholt yrði boðið dagmæðrum. Tillagan hljóðaði þannig: „Bæjarstjórn Akraness samþykkir að bjóða dagmæðrum til framleigu húsnæði það við Háholt er leikskólinn hefur starfað í, þeg- ar leikskólinn flyst að Lerkigrund hinn 1. september.“ Benedikt Jónmundsson greiddi atkvæði með tillögunni en Steinunn Sigurðar- dóttir og Gísli Einarsson voru á móti. Miðvikudaginn 25. sept. síð- astliðinn, hélt ung mezzó-sópr- ansöngkona sína fyrstu tónleika hér á Skaga, í Safnaðarheimil- inu. Ingveldur Ýr Jónsdóttir hef- ur verið í söngnámi í áratug, þrátt fyrir ungan aldur, bæði hérlendis og ytra og hefur nýlok- ið mastersgráðu í söng frá Man- hattan School of Music í New York. fnisskráin var fjölbreytt. Þar var að finna verk eftir Brahms, Duparc, Weill og fjóra íslenska höfunda; Hallgrím Helgason, Sigfús Einarsson, Sig- valda Kaldalóns og Jón Ásgeirs- son. Megnið af lögunum telst til rómantískra verka. Kurt Weill er þó af öðrum toga, því hann braust út úr hinni þýsku hefð og flutti vestur um haf og gerði tón- list við leikverk. Hallgrímur og Jón eru sprelllifandi tónskáld þó svo þessi lög þeirra teljist í hefð- bundnum stíl. Flutningur Ingveldar þótti mér misgóður. Byrjunin reyndist henni nokkuð erfið, enda lög Brahms ekkert Iéttmeti. En hún náði sér á strik og söng íslensku lögin ágætlega, sérstaklega þó Draumalandið og Betlikerling- una. Eftir hlé komu þrjú frönsk lög Duparcs, feiknarlega falleg ljóðræn lög. Þar fannst mér helst vanta mýkt í röddina á háum tónum. Síðasti hluti tónleikanna var eftir Weill, þrjú lög. í þeim naut Ingveldur sín til fulls, bæði sem leikari og söngvari. Það var glæsilegt. í heildina voru þetta skemmtilegir tónleikar og mikil stemming. Krafturinn í söngnum er nægur en mýktin verður einnig að vera til staðar. Undirleikarinn Kristinn Örn Kristinsson þykir mér einfaldlega sérlega góður. ÚTQERÐARMENN! Til llnuveiða höfum til sölu uppsetta ITnu, ábót, bala o. fl. Dæmi um verð: Oppsett ITna, 6 mm norsk, 420 króka, ólituð á kr. 8.214,— bjóðið. LÍTIÐ INN OG KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ! NÓTASTÖÐIN hf. feyfefe SÍMAR 12303 & 12703 Vetraráætlun Akraborgar Vetraráætlun Akraborgar hófst í október. Morgun- og kvöldferðir á sunnudögum falla niður. Fyrsta ferð á sunnu- dögum frá Akranesi kl. 11.00 og frá Reykjavík kl. 12.30. Aðrar ferðir eru óbreyttar, þ.e.: Frá Akranesi: kl. 8, 11, 14 og 17. Frá Reykjavík: kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Vinsamlegast kynnið ykkur áætlun Akraborgai i síma 12275 og 11095 á Akranesi og 16050 og 16420 í Reykjavík. AFGREIÐSLA AKRABORGAR Skagablaðið___________Skaaablaðið 5 Tíu börn komu í heiminn á Sjúkrahúsi Akraness í síðustu viku: 25. september kl. 11.56: stúlka, 3900 g að þyngd og 54 sm á lengd. Foreldrar: Ragnheiður Thorlacius og Runólfur Sigur- sveinsson, Grenitúni, Hvanneyri. 25. september kl. 14.15: stúlka, 3475 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Sólrún Jörgensdóttir og Sigurður Þór Gunnarsson, Skagabraut 5, Akranesi. 26. september kl. 16.10: drengur, 3555 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Ingibjörg Hulda Björnsdóttir og Viðar Bjarna- son, Jörundarholti 9, Akranesi. 27. september kl. 12.43: drengur, 4445 g að þyngd og 55 sm á lengd. Foreldrar: Dagbjört Anna Ellertsdóttir og Björn Kjartans- son, Jaðarsbraut 37, Akranesi. 29. september kl. 21.25: drengur, 3650 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Bjarnheiður Hallsdóttir og Bjarni Jónsson, Vesturgötu 133, Akranesi. 30. september kl. 06.20: stúlka, 4490 g að þyngd og 56 sm á lengd. Foreldrar: Sigfríður Eggertsdóttir Waage og Guðjón Valgeir Guðjónsson, Skálholtsvík, Hrútafirði. 30. september kl. 06.38: drengur, 3370 g að þyngd og 53 sm á Iengd. Foreldrar: Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Jóhannes Ingi Böðvarsson, Einigrund 8, Akranesi. 30. september kl. 06.42: drengur, 3260 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Sigríður Sigurðardóttir og Jón Ágúst Þorsteins- son, Jörundarholti 44, Akranesi. 30. september kl. 14.00: stúlka, 3805 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Hrönn Helgadóttir og Indriði Jósafatsson, Arnarkletti 14, Borgarnesi. 2. október kl. 04.15: stúlka, 3445 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Magndís Bára Guðmundsdóttir og Reynir Sigur- björnsson, Suðurgötu 62 B, Akranesi. TILBOÐ ÓSKAST Sameignarfélagið Kirkjubrau i 40 óskar hér með eftir tilboðum í innri frágang og innrétt- ingu 3. hæðar húseignar sinnar að Kirkjubraut 40. Verklok eru 31. janúar 1992. Útboðsgögn eru til sýnis og afhendingar á \T-Teiknistofunni hf., Iíirkjubraut 4, Akra- nesi. Skilatiygging gagna er kr. 10.000. Tilboðum skal skilað til VT - Teiknistofunn- ar hf. fyrir mánudaginn 21. október 1991 ld. 14.00 og verða þau þá opnuð þar að viðstödd- um þeim bjóðendum, sem mættir verða. Sameignarféhtgið Kirkjubraut 40 SBí Akraneskaupstaður — Húsnæðisnefnd ÍBÚÐIR ÓSKAST Húsnæðisnefnd Akraness óskar eftir að kaupa tvær tveggja herbergja íbúðir á Akranesi. Tilboð, þar sem fram koma upplýsingar um verð og ástand íbúðanna, afhendingartími og svo fram- vegis, óskast send undirrituðum, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, fyrir 15. október 1991. BÆJARRITARI Mú er komið að því dömur mínar! KALDAR NÆTUR ELDFUGLINN Síðast en ekki síst - í fyrsta sinn á Akranesi hin brennheita hljómsveit ELDFUGLINN heldur uppi fuðrandi fjöri fram á nótt. Hljóm- sveitina skipa: Karl Örvarsson, GrétarÖrvars- son, Hafþór Guðmundsson, Sigurgeir Sig- mundsson og Þórður Guðmundsson. „heitasta" dömukvöld sem hald- ið hefur verið á Vesturlandi verður í hótel Akraness laugardaginn 5. október. húsið opnað kl. 20.50 með kokkteil og léttum kvöldverði. Brennandi dagskrá: Heit herrafatasýning frá hínu. Og enn hitnar... Brennandi herra undirfatasýning frá hínu. Bnyrtivörukynning frá Perlu. W« ?fi Zi.k Suðupunktur kvöldsins...!: hinn danski Mickey lætur fötin flakka. Hynnir kvöldsins: Villi Þór; rakari, dómari og kvennagull, — heitur maður á heitum stað. Höfundur að dagskrá: 5iddý. SELTZER — KYNNING FRÁ SÓL HF. Saumaklúbbar—látið þetta ekki íram hjá ykkurfara! Á miðnætti eru allir karlmenn velkomnirí hótel Akraness. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Fullt hÚ5 af fögrum fljóðum og Mickey kemur aftur fram kl. 01.30. Miðaverð kr. 2.000,- Melri villibrádS STROMPURINN: Villibráðarhvöldin verða framlengd um eina helgi vegna áskorana. Pantið borð tímanlega. Eldbakaðar pizzur. BÁRAN: hinn landsfrægi trúbador 5iggi Björns. skemmtir til kl. 01.00. 5/3- asta sinn á þessu ári. FÖSTUDAGUR: Skólaball hjá Fjölbrautaskóla V/esturlands. Látið í ykkur heyra! 5Tmnn er naoz Neytendafélag Akraness Auglýsið í Skagablaðinu Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig almenna vélavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Tækjaleigau cr opin manudaga til fösmdaga frá kl. 8-12 og 13 - 16. Yerndaður vinnustaður Ilalbraut 10 - Sími 12994 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. 911- Qleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 SÍM111100 (SÍMSVARI) „Kvikmyndavika11 STEPHEN HOPKINS. ÞAÐ EB GLOVER (LETHAL WEAPON) SEM EB í GÓÐU FORMI MEÐ HINUM STÓR SKEMMTILEGA GARY BUSEY. „PREDATOR 2" GERD AF TOPPFRAMLEIÐENDUM. f\öalhlutvcrk: Danny Glover, Gary Rusey, Rubei Kladcs, Maria Alonso. Framlciðendur: Joel Silvcr/Lawrence Gordon. Lcikstjnri: Stcphen Hopkins. Rándýrið 2 (Predator 2) SÝND KL. 21 í KVÖLD, FIMMTUDAG, OG ANNAÐ KVÖLD, FÖSTUDAG. BÖNNUÐINNAN 16ÁRA. Ulfadansar (Dances With Wolves) ÞESSI EINSTAKA MYND VERÐUR Á HVÍTA TJALD- INU HJÁ OKKUR KL. 21 Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG. „ÚLFADANSAR'1 ER EIN- HVER MERKILEGASTA MYND SÍÐARI ÁRA ENDA HLAUT HÚN EIGI FÆRRI EN SJÖ ÓSKARSVERÐ- LAUN! BÖNNUÐINNAN 14 ÁRA.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.