Skagablaðið


Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 Fullt nafn? Guðjón Guð- mundsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 13. desember 1949 (einn af þeim) í Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu. Starf? Vélvirki hjá íslenska j árnblendifélaginu. Hvað líkar þér best í eigin fari? Ég reyni að vera réttlátur og fordómalaus. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stúr“? Bifvéla virki. Nú stefni ég að því að verða skemmtilegt gamal- menni og góður afi. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? f>að sem heitir í dag „Mynd- og handmennt“. Ertu mikið fyrir blóm? Já, meðan ég þarf ekki að sinna þeim. Hver er uppáhaldslitur þinn? Get ekki gert upp á milli hvítu og bláu litanna. Ferðu oft með Akraborg- inni? Nei, tvisvar til þrisvar á ári. Áttu eða notarðu tölvu? Nei, er smeykur við tölvur en dáist að þeim úr fjarlægð. Hefur þú farið hringveg- inn? Nei, á Austfirðina eftir. Ferðu oft í gönguferðir? Já, stuttar um neðri - Skagann. Drekkurðu mikið af gosi/ ÖIi? Já, ég er Diet Coke fíkill, drekk minnst 1 lítra á dag. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Fæ aldrei nóg af SS pylsum. Ferðu oft í bíó? Allt of sjaldan. Stundar þú stangveiðar? Fjölskyldan dregur mig með sér einu sinni á sumri til vatna- veiða. Áttu einhver gæludýr? Mjá, kúlulausan kisustrák sem heitir Frissi. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Textað efni í sjóvarpi, blöð og tímarit. Nota ekki bókasafnið. Hverju myndir þú breyta hér á Akranesi ef þú gætir? Ég held að það sé Skaganum fyrir bestu að ég sé ekki að breyta honum neitt. DraumabQlinn? Top - Down De Luxe Rodster Ford árgerð 1934. Ertu mikið fyrir tónlist — hvemig? Er nánast alæta á tónlist, en hlusta mest á blues. Hvað hræðistu mest? Myrkrið og sprautunálar. Sækirðu tónleika Já, síðast fór ég á tónleika meðKKBand. Notarðu bilbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Já að sjálfsögðu — og þá meina ég alltaf. Fylgist þú með stórfum bæjarstjómar? Nei, kannski dálítið í kringum kosningar. Sinawikkonur fögn- uðu 20 ára afmaelinu Þegar leið á kvöldið var húsið opnað fyrir eiginmönnunum og síðan skemmti fólk sér vel fram á nótt. Myndirnar hér á síðunni voru teknar á afmæliskvöldinu. Fráfarandi formaður, Júlía Bjarnadóttir (t.v.), og núverandi formaður, Sigríður Gróa Krist- jánsdóttir. Sinawikkonur minntust þess fyrir stuttu að 20 ár eru liðin frá stofnum félagsins. Kiwanismenn fógnuðu því einnig fyrr á árinu að 20 ár eru liðin frá stofnun fé- lagsskapar þeirra. Konurnar gerðu sér glaðan dag í tilefni afmælisins. Fé- laginu bárust margar árnaðar- óskir, gjafir og kveðjur á þesum tímamótum og einnig komu gest- ir úr Reykjavík til fagnaðarins. Boðið var upp á eldsteikt lamba- kjöt í aðalrétt. iS TNSKA ALFRÆÐI einkunnastigi ein- kunnakvarði: mælikvarði á frammistöðu í námi. Algeng- asti e á fsl. er í tölunum 0 - 10 og eru einkunnir ýmist gefnar í heilum tölum eða brotum, allt niður í tíundu hluta. Ágætiseinkunn er 9,0 - 10,0, fyrsta einkunn 7,25- 9,0, önnur einkunn 6,0 - 7,25 og þriðja einkunn 5,0 - 6,0. Ýmsir aðrir e hafa verið notaðir jafnframt þessum þar sem einkunnir eru ýmist gefnar í bókstöfum eða tölum. Hús til sölu Til sölu stórt tveggja hæða einbýlishús á góðum stað í bænum. Bein sala eða skipti á minni eign. Nánarí upplýsingar í síma 13306. Glatt á hjalla á einu borðinu í afmœlinu. — Jarðvegsskipti undir vatnsmiðlunartank, dæluhús og bílastæði við Hafnarbraut 12. Tæknideild Akraneskaupstaðar fyrir hönd Vatnsveitu Akraness óskar eftir til- boðum í framkvæmdir við jarðvegsskipti undir vatnsmiðlunartank, dæluhús og bílastæði við Hafnarbraut 12. Um er að ræða uppmokstur og akstur á mold, og akstur, útjöfnun og þjöppun á burðarhæfri möl í grunnstæðið. Helstu magntölur: 1. Flatarmál svæðis: 673,0 fermetrar 2. Uppgröftur 1500,6 rúmmetrar 3. Fylling 1295,2 rúmmetrar Framkvæmdatími er til 8. nóvember 1991. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað ekki síðar en þriðjudaginn 15. október, 1991, kl. 11.30. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Forstöðumaður tæknideildar LÖ( — Málfl Vidtalstíi JFRÆÐIÞJÓNUSTA utningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 Tryggvi Bjarnason, hdl. : Símar 12770 og 12990 nar írá kl. 14.30 - 16.00 eda eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar vidgerðir. Réttingar og sprautun. mmm C tLWOCAOQ BRAUTIN HF. Dalbraut 16 S 12157 TRÉSMÍÐI hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 .VÉLAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu- SKTIFl AN' v^a- Ónnumst jarðvegsskipti *'U| þ/u ogútvegummöl sand og mold. ® a?30009 FlíÓt °9 ÖrU" Þiónusta' Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla uirka daga fré kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga fré kl. 9 til 16. Gctum bætt við okkur vcrkcfnum í alhliða málningar- vinnu. HRAUNUM - SAXDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð cða thnavinna. UTBRIGÐI SF. Jaðarsbrant 5 S I2S2S & 985-29119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.