Skagablaðið


Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 8
flttW KIRKJUBRAUT 4-6 Skagat aðið flíílfl KIRKJUBRAUT 4-6 Verulegur samdráttur hef- ur verið í aðsókn að Jað- arsbakkalaug það sem af er árinu. Ef tölur frá í fyrra eru skoðaðar kemur í ljós að sam- drátturinn fyrstu 9 mánuði ársins nemur 6.500 manns. Mánuðina maí — september í ár voru gestir í laugina 10.000 færri en í fyrra. Þau mistök urðu í mynda- texta með frétt á forsíðu Skagablaðsins í síðustu viku er sagt var frá fyrirhugaðri rannsókn á rörunum í Jaðars- bakkalaug, að sagt var að annar rörbúturinn væri úr nýju röri. Hið rétta er að bútarnir eru jafngamlir, ann- ar er úr galvaniseruðu röri, hinn úr plaströri. Undanfarið hefur verið unnið að því að endur- skoða fjárhagsáætlun Akra- nessbæjar. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst eru tekjur og útgjöld bæjarins það sem af er árinu sam- kvæmt áætlun að mestu. Kjartan Kjartansson, formað- ur Hjálparsveita skáta á Akranesi, tekur við Lands- bjargarskildinum úr hendi Ólafs Proppé, formanns Landsbjargar. Hjálparsveit skáta á Akra- nesi gerðist um síðustu helgi aðili að Landsbjörg — landssambandi björgunar- sveita. Um 700 manns víða að af landinu sóttu stofnfund samtakanna. Vegna þessara tímamótu bjóða aðildarsveit- ir LB almenningi til „opins húss“ um næstu helgi. Hér á Akranesi gefst fólki kostur á að kynna sér starfsemi Hjálp- arsveita skáta á sunnudaginn frá kl. 14-18. Aðsetur henn- ar er í Skátahúsinu við Háholt. Ssamþykkt var á fundi íþrótta- og æskulýðs- nefndar í Munaðarnesi fyrir skömmu að óska eftir þvf við Afmælisnefnd bæjarins, sem komið var á fót vegna 50 ára kaupstaðarafmælis Akraness á næsta ári. að hún hlutist til um að komið verið upp merk- ingum sem auðkenni öll helstu kennileiti í bænum svo og göngu- og skokkleiðir inn- an bæjarmarkanna. Það er hvergi slegið af í Sláturhúsinu að Laxá, enda handtökin mörg. Stefnir í slátrun 12.000 fjár í sláturhúsinu að Laxá í Leirársveit: „Góður starfsandi“ “legir HalKreður Vilhjálmsson, sláturhússtjóri í samtali við Skagablaðií Slátrun gengur vel í sláturhúsi SS við Laxá í Leirársveit. Gert er ráð fyrir því að alls verði slátrað um 12.000 fjár áður törninni lýk- ur að sögn Hallfreðs Vilhjálms- sonar, sláturhússtjóra. Stefnt er að því að slátrun Ijúki 24. októ- ber. egar Skagablaðið leit þar við á mánudagsmorgun var búið að slátra tæplega 3000 fjár og stærsta lambið nýkomið í hús. Dilkurinn, sem kom frá Meðal- felli í Kjós, reyndist vega 26,6 kíló, hátt í tvöfalda meðalþyngd dilka sem slátrað hafði verið. Meðalfallþungi þeirra dilka sem þá var búið að slátra var 14,8 kg. Alls starfa 43 manns við slátr- unina að sögn Hallfreðs og lætur nærri að tveir þriðju hlutar starfsmanna séu konur. Kjarni starfsmanna er hinn sami og ver- ið hefur undanfarin ár en mikil ásókn var í vinnu við slátrunina í haust. Fimmtán manns eru á bið- lista eftir vinnu. „Hér er góður starfsandi,“ sagði Hallfreður. Slátrað er alla daga vikunnar frá kl. 8 á morgnana til kl. 19 á kvöldin. Vinna hefst þó fyrr því kl. 6 alla morgna er mannskapur- inn kominn á stjá. Unnið er til hádegis alla laugardaga að auki. Auk fjár úr hreppunum sunnan Skarðsheiðar er í ár slátrað fé úr Kjósarhreppi svo og úr nokkrum hreppum norðan Skarðsheiðar. Mikil ásókn hefur verið í slát- urkaup að Laxá. Allt tiltækt slát- ur seldist í lok síðustu viku. Hall- freður sagði venjuna þá að selt væri slátur sem næmi 2/3 hluta heildarfjölda slátraðs fjár. Hann sagði söluna svipaða og undan- farin ár, ekki væri merkjanleg mikil breyting þar á. Sláturhúsið að Laxá hefur nú hlotið löggildingu. Fyrir nokkr- um misserum var gerð gangskör að því að loka minni sláturhúsum víða um land. Hallfreður sagði marga nú þeirrar skoðunar, að halda eigi í litlu húsin. Það skapi ákveðið jafnvægi til móts við þau stærri og gefi bændum möguleika á valkosti. Hallfreður sláturhússtjóri með stœrsta dilkinn, 26,6 kg. Þórði Ólafssyni, kylfingi, hefur verið veittur 10 þúsund króna ferðastyrkur vegna farar hans á Doug Sanders golfmótið í Aber- deen í sumar. Þórður stóð sig frábærlega á mótinu og hafn- aði í 4. sæti. Sigurður Jónsson hjá Arsenal skoraði eitt fjögurra marka varaliðs fé- lagsins um síðustu helgi. Sig- urður fær enn ekki að spreyta sig með aðalliði félagsins og virðist engrar náðar njóta fyrir augum George Graham, stjóra félagsins, Skagaleikflokkurinn kem- ur til með að setja upp leikritið Glataðir snillingar innan nokkurra vikna í leik- stjórn Ingu Bjarnason. Uppsetningin hér er að því leytinu merkileg, að verkið er í nýrri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonai. Hann hafði áður þýtt verkið en var ekki sáttur við þá gerð og lagði blátt bann við að hún yrði notuð áfram. Ekki aðeins skartar Skaga- leikflokkurinn nýrri þýð- ingu við uppsetningu Glat- aðra snillinga heldur verður einnig frumflutt ný tónlist við verkið, samin af Leifi Þórar- inssyni, tónskáldi. Það er ekki nóg að bjóða upp á nýja þýðingu og frumsamda tónlist ef ekki fást leikarar. Skagaleikflokk- urinn stendur nú frammi fyrir nokkrum vanda varðandi mönnun í karlhlutverk í Glötuðum snillingum. Ekki eru vandræði með fólk í önn- ur hlutverk en karlana skortir. Þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig á sviði ættu að hafa samband við Skaga- leikflokkinn hið fyrsta því æfingar fara að hefjast. Valdimar Ólafsson var kjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Vest- urlandi á fyrsta aðalfundi fé- lagsins um helgina. Auk hans voru kosnir í stjórnina Jón Þór Sturluson, varaformað- ur, Ásgeir Ásgeirsson, gjald- keri, Hilmar Jóhannesson, ritari og meðstjórnendur Sig- urgeir Sigurðsson og Gunnar Sturla Hervarsson. Öll stjórnin er frá Akranesi að Jóni Þór undanskildum en hann er frá Stykkishólmi. Á fundinum voru einnig kjörn- ar umhverfis- og stjórnmála- og verkalýðsnefndir. Stefnt er að því að efna til opinnar umræðu annan hvern föstu- dag, fyrst í Röst.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.