Skagablaðið - 10.10.1991, Page 1

Skagablaðið - 10.10.1991, Page 1
Elínbjörg Magnúsdóttir, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestur- landi, tekur á mánudaginn sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Hún leysir af hólmi Guðjón Guðmundsson sem fer til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í tvær vikur ásamt þeim Steingrími Sigfússyni og Önnu Olafs- dóttur Björnsson. Þingmenn Vesturlands eiga í dag fund með bæjarstjórn Akraness. Þeir hafa að undanförnu verið á yfirreið um kjördæmið og funda með bæjarstjórn Borg- arness í kvöld. Það verður lokahnykkurinn í yfirreið þeirra. Hin nýja aðstaða Akra- borgar við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn hefur í flesta staði reynst mjög vel en þó er einn hængur á henni. Erfitt er að stýra skip- inu að og frá garðinum í hvassviðri af norðan- og norðaustanátt. Þetta kom vel í ljós á mánudaginn þegar skipið varð að sleppa hádeg- isferðinni þar sem það komst ekki frá bryggju vegna roks. Grundaskóli átti 10 ára afmæli sl. sunnudag. Skólayfirvöld ætla að minn- ast afmælisins með veglegri dagskrá í næstu viku. Akraneskaupstaður sendi fyrir nokkru frá sér stórglæsilega ársskýrslu fyrir árið 1990. Mikið upplýsinga- gildi er í skýrslunni bæjarbú- um til upplýsingar og fróð- leiks. Það vakti hins vegar nokkra athygli að nafn ferða- málafulltrúa vantar í listann yfir helstu embættismenn bæjarins þótt hann hæfi störf í október í fyrra. Hins vegar eru bæði nýr garðyrkjustjóri og yfirhafnarvörður til- greindir í skýrslunni. Hvor- ugur þeirra var hins vegar á meðal starfsmanna bæjarins á síðasta ári. Hallur Bjarnason, málara- meistari, hefur keypt „Fólksbílastöðina“ við Kirkjubraut af Olíufélaginu hf. Hugmyndin mun sú að hann flytji málningarvöru- verslun sína af Kirkjubraut 40 skáhallt yfir götuna — að Kirkjubraut 39. Unnendur góðrar popp- tónlistar fá eitthvað fyrir sinn snúð þann 24. þessa mánaðar er Todmobile held- ur hér tónleika á vegum NFFA. Tjarnarbraut væri kannski réttnefni á götuspottanum á þessari mynd sem tekin var við Dvalarheimilið Höfða í vikubyrjun. Um leið og tekur að rigna að ráði safnast mikið vatn í tjarnir við norðvesturgafl hússins. Þar sem bílarnir standa við húsgaflinn er m.a. inngangur eldri borgara í „opið hús“. Þarf vart að taka fram að aðkoman er ekki beint aðlaðandi þegar svona er ástatt. Skagablaðið fékk þær upplýsingar að Höfða að þótt talsvert vatn væri við húsið þegar myndin var tekin væri ástandið oft verra en þetta. Ljóst er að ekki rætist úr fyrr en gengið hefur verið frá svæðinu með bundnu slitlagi eða öðrum viðunandi hætti. Ræðilínukerfin skila fiskviraislufólki stórauknum tekjum: Hundrað mkr á 3 ámm Fiskvinnslufólk hjá Heimaskaga og HB & Có (nú Haraldur Böðv- arsson hf.) hefur haft tæplega 100 milljónir króna í aukin vinnulaun síðustu þrjú árin með tilkomu flæðilínukerfa. Heimaskagi tók upp flæðilínu á miðju ári 1987 og HB & Co hálfu ári síðar. Fréttir af stórhækkuðum bón- us hjá fiskverkafólki hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa vöktu athygli nýverið. Þar sagði að bónusinn hefði hækkað úr 90 - 100 krónum á tímann í tæplega 200 krónur með tilkomu nýrrar flæðilínu, sem fyrirtækið keypti frá Þorgeir & Ellert hf. hér á Akranesi. Sem dæmi má nefna að bónus- inn var 223 krónur á tímann hjá Haraldi Böðvarssyni hf. í síðustu viku. „Okkur þykir lélegt er hann fer niður fyrir 200 krónur,“ sagði Jón Helgason, framleiðslu- stjóri fyrirtækisins. „Þegar við erum að vinna þorsk er bónusinn iðulega rétt undir 300 króna markinu.“ Ef gert er ráð fyrir því að bón- us fiskvinnslufólks hafi hækkað að meðaltali um 100 krónur á tímann með tilkomu flæðilín- anna og að vinnustundir séu 173 í mánuði hefur hver starfsmaður í fiskvinnslu hjá framangreindum fyrirtækjum hækkað árstekjur sínar um tæplega 200 þúsund krónur sl. 3 ár. Þá er miðað við vinnu ellefu mánuði ársins. Starfsmenn í fiskvinnslu hjá Har- aldi Böðvarssyni eru nú um 150 talsins. Krossáhúddi Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu því athygli aðfaranótt föstudags að kross lá á vélarhlíf bifreiðar, þar sem hún stóð við Skagabraut. Mold var á krossin- um og því augljóst að hann hefði verið tekin af leiði í kirkjugarð- inum. Krossinum var komið fyrir á sínum stað á ný. „Ég hef aldrei kynnst slíku á 30 ára ferli sem lögreglumaður,“ sagði Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn, í samtali við Skagablaðið. Talsverðar umræður í bæjarstjórn í fyrradag þegar hún lagði á endanum blessun sína yfir vínveitinga- leyfi til handa veitingastaðn- um Þrír vinir og einn í baði. Þegar gengið var til atkvæða um málið voru fjórir bæjar- fulltrúar samþykkir leyfinu, þrír andvígir en tveir sátu hjá. Leyfið tekur til sölu kranaöls yfir sumartímann. Þeir sem voru andvígir leyf- inu vitnuðu m.a. til nálægðar staðarins við skólann. Það er hins vegar bæjarfógetaemb- ættisins að veita endanlegt leyfi. Slíkt verður þó væntan- lega aðeins formsatriði úr þessu. Tipparar á Skaganum voru virkir í meira lagi í síðustu viku. ÍA var sölu- hæsta félagið innan sölukerf- is íslenskra getrauna, senni- lega í fyrsta sinn í langan tíma. Tatung tölvurnar sem PC - Tölvan hér á Akranesi er með einkaumboð fyrir hér á landi hafa vakið mikla at- hygli samkeppnisaðilanna. Stórfyrirtækið Einar J. Skúlason í Reykjavík hefur sýnt mikinn áhuga á að kom- ast yfir umboðið en Sigurður Pétur Hauksson, eigandi PC - Tölvunnar, er ekki á þeim buxunum að gefa það eftir. Körfuknattleiksvertíðin hefst formlega annað kvöld þegar Skagamenn taka á móti Hetti í 1. deild ís- landsmótsins hér heima. Leikurinn hefst kl. 20 í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Miklar vonir eru bundnar við Eric Rombach sem er óðum að falla inn í liðið og líklegur til stórafreka í deildinni í vetur. Hann hef- ur verið að skora um og yfir 30 stig í leikjum Skagaliðsins að undanförnu. litti nú . . .“ og svo framvegis sungu kylfingar á lokahófi Golf- múbbsins Leynis við dynjandi undirleik Gísla Einarssonar, bæjarfulltrúa og stórnikkara, á laugardagskvöld. Gestir létu ekki sitt eftir liggja í fjöldasöngnum eins og sjá má af þessari mynd. Á henni eru frá vinstri: Birgir Jónsson, Margrét (Lóló) Vilhjálmsdóttir, Arn- heiður Jónsdóttir og Ragnar Helgason. — Sjá nánar frá lokahófínu á bls. 6. Veglegur vinningur í Samkomiilag hefur tekist á milti Skagablaðsins og Kristjáns Sveinssonar, umhoðsmanns Samiimml'erða l.aiiils\iiar hér á Akranesi, að veita l'erðavinning þeim þálttakamla scm nær best- um árangri í getraunaleik Skagalilaðsins cl'tir áramótin. Vegna þessa verður lyrirkomulagi keppninnar breytt et'tir ára- mót. Nú keppa tveir hverju sinni og svo verður fram til jóla. Þeir fjórir spámenn sem na hæsta skori frarn aö þeim tíma taka þátt i lirslitakeppninni sem hefst í januarbyrjun og stendur í 10 vikur. Skor átt;i bestu vikna gtldir. Sigurvegarinn t.ia að launum utanlandsferð mcð Samvirmuferðimi 1 andsyn.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.