Skagablaðið


Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Skagablaðið 5 Uimferðarmenning er hugtak sem nær hámarki í umræðunni um verslunar- mannahelgina og svo aftur á þessum tíma árs þegar skyggja tekur. Skólarnir eru hafnir og hættan á slysum á börnum í umferðinni er meiri en aðra tíma ársins. En það þarf að huga að fleiru en börnunum þegar umferðarmenning er annars vegar. Umferðarmenningin hér á Akranesi hefur um langt árabil þótt dálítið sérstök. Hún hefur lengi tekið mið af einhverju sem eitt sinn þótti allt í lagi þegar bílafjöldinn náði ekki hundraðinu. Nú er öldin önnur. Fjöldi bíla eykst stöðugt en göturnar eru áfram hinar sömu. Þrátt fyrir að nú sé meira áríðandi en nokkru sinni að menn sýni tillitssemi í umferðinni, m.a. vegna þrengsla í mið- bænum, fer á köflum æði lítið fyrir henni. Skagamenn aka sinn „rúnt“ lötur- hægt flest kvöld vikunnar. Fyrir venju- legt fólk sem ætlar leiðar sinnar getur umræddur rúnthraði verið meira en lítið hvimleiður. Þeir eru margir sem hafa komið að máli við undirritaðan vegna þessa. Steininn tekur þó fyrst úr þegar kunn- ingjar mætast og stöðva bíla sína, hvorn á sinni akrein, til þess að taka tal saman. Skeyta ekkert um þótt þeir safni fyrir aftan sig langri röð bifreiða sem hvergi komast. Sitja jafnvel fastar en nokkru sinni vogi einhver sér að þeyta horn. Sökum þrengsla í miðbænum eiga vöruflutningabifreiðar oft erfitt um vik við að athafna sig. Oftar en ekki neyðast menn til þess að þverbrjóta allar umferð- arreglur; leggja á miðri götu, uppi á gang stétt eða á öfugum vegarhelmingi. Allt skapar þetta í senn óþægindi og hættu á slysum. Kannski er eina lausnin sú, að takmarka vöruafgreiðslu við þá tíma dags er umferðin er minnst, t.d. fyrir kl. 10 á morgnana og eftir kl. 17 á daginn. Margir hafa spurt: Hvar heldur lög- reglan sig á daginn? Ekki þarf að efast um að löggæslumenn hafa í mörg horn að líta. Hinu verður heldur ekki neitað að það er í þeirra verkahring að sjá til þess að umferðin gangi vel fyrir sig og að leysa úr þeim vandamálum sem þar koma upp, t.d. í tilvikum sem þeim sem hér hefur verið lýst að framan. En það er ekki bara við lögregluna að sakast. Bílastæðaskortur er tiltakanleg- ur í miðbænum. Þar starfar mikill fjöldi fólks sem flest kemur til vinnu sinnar á bílum. Þegar allir eru mættir til vinnu eru bílastæðin í miðbænum orðin af skorn- um skammti þegar viðskiptavini ber að. Sérstaklega er þetta bagalegt við Kirkju- braut og Skólabraut. Umferðarvandinn í miðbænum verð- ur ekki leystur nema með samstilltu átaki þeirra sem hlut eiga að máli, auk- inni tillitssemi og fjölgun bílastæða — hvernig og hvar sem þeir verður svo komið fyrir. Sigurður Sverrisson Fjögur börn komu á ina fyrir skömmu eftir að hafa efnt til hlutaveltu. Þau söfn- uðu kr. 1.280 sem renna til E - deildar Sjúkrahúss Akraness. Börnin heita Ómar Daníel Halli- well, ína Rut, Eygló Hlín og Heba Agneta Stefánsdætur. Þá komu tveir drengir (mynd t.h.) í vikunni nteð kr. 1.220 sem þeir höfðu safnað handa Dvalarheim- ilinu Höfða með hlutaveltu. Þeir heita Davíð Valdimarsson og Svavar Óskarsson. ■ F um helgina FéTagar úr Ungmennafélaginu Skipaskaga ætla um helgina að bjóða bæjarbúum til kaups Skóg- ræktarbókina. Sala bókarinnar er samvinnuverkefni ungmenna- félagshreyfingarinnar á íslandi og Skógræktarfélags Islands. Tilgangurinn með sölu bókar- innar er tvíþættur. Annars vegar að styrkja starf félaganna með ágóða af sölunni og hins vegar að örva áhuga landsmanna á trjá- og skógrækt og stuðla að bættum og markvissari vinnu- brögðum í þeim efnum. Skógræktarbókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hún var gefin út sl. vetur í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands og í minningu Hákonar Bjarnasonar, skógræktarfrömuðar. Forráðamenn Skipaskaga vænta þess að bæjarbúar taki vel á móti sölufólki félagsins þegar það bankar upp með bókina. Þetta gamla hús á horni Bárugötu og Vesturgötu er verið að rífa um þessar mundir. Eins og sjá má af myndinni hefur byggingar- stíll þess verið dálítið sérstakur jsví steinum hefur verið hlaðið inn í sterka bjálkagrind. Gömul brýni bregðast ei! Það verður hvergi slegið af á stórdansleik með Qömlu brýnunum á laugardagskvöld. Þrumustuð frá kl. 23 - 03. PS. Munið betri fötin. í KV/ÖLD: Orri Harðar slær á létta strengi á Bárunni til kl. 01. FÖSTUDAGUR: Myljandi stuð við taktfasta tóna úr diskóbúrinu. Vissara að mæta á dansskónum með létta lund (þó ekki nauta!) LEYFÐID BRAGÐLAUKUNUM AD NJÓTA SÍN Strompurinn býður upp á girnilegan sérréttamatseðil, helgartil- boð og eldbakaðar pizzur HÚSNÆÐI TIL SÖLU Fasteignirnar að Akursbraut 11 — 15 eru til sölu. Allar nánari upplýsingar veitir: FASTEIGNASALAN, Skólabraut 30, sími 11940 Það var hreinlega „rólegt" á fæðingardeildinni í síðustu viku eftir törnina sem þar ríkti vikuna á undan. Fimm nýir borgar- ar skutust í heiminn dagana 3. - 8. þessa mánaðar: 3. október kl. 23.06: drengur, 3565 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: María Gunnarsdóttir og Haraldur Ásgeir Ásmunds- son, Garðabraut 45, Akranesi. 4. október kl. 00.53: stúlka, 3565 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Halla Guðmundsdóttir og Svanur Guðmundsson, Dalsmynni, Eyjahreppi, Snæfells- og Hnappadalssýslu. 4. október kl. 16.45: drengur, 4365 g að þyngd og 54 sm á lengd. Foreldrar: Harpa Davíðsdóttir og Búi Gíslason, Hlíðarbæ 12, Hvalfjarðarströnd. 7. október kl. 22.22: drengur, 4025 g að þyngd og 55 sm á lengd. Foreldrar: Kristín Dögg Hermannsdóttir og Jóhann B. Leifsson, Garðavík 15, Borgarnesi. 8. október kl. 12.32: stúlka, 3775 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Guðbjörg Ólafsdóttir og Reynir Árnason, Kveldúlfs- götu 18, Borgarnesi. Um innsent efni Að gefnu tilefni vill ritstjórn Skagablaðsins árétta að blaðið tekur við aðsendu efni til birtingar svo franiarlega sem það er rit- að undir fullu nafni. Um leið er vakin athygli á því að blaðið áskilur sér rétt til þess að takmarka lengd innsendra greina. Mjög langar greinar koma óhjákvæmilega til með að sitja á hakanum þegar velja þarf og hafna við niðurröðun efnis í blaðið í viku hverri. TIL SÖLU Til 5ölu er fasteignin Suðurgata 103, neðri hæð, ásamt bílshúr (áður Myndbanda- leigan Ás). Mánari upplýsingar í síma 12950. Akraues — uágreuui Hef opnað bifreiðaverkstæði að Kalman- svöllum 3. Allar almennar viðgerðir. TOTOTA — umboð og -þjóuusta. Ó. EYBERG GUÐJ0NSS0N Kalmansvöllum 3 — Sími/Fax: 12218 Skálað fyrir Ijósmyndarann. Ósvikin stemning! Fatafellirinn Mickey nánast „stökk" úr fötunum. Sýningarhópurinn „Góðir gœjar" lét sitt ekki eftir liggja. Heitar konur í Hótelinu Það var þétt setinn bekkur- inn í Hótel Akraness á laugar- dagskvöld þegar boðið var upp á dagskrána „Kaldar nætur — heitar konur“. Um 120 konur skemmtu sér þar konunglega við það sem upp á var boðið. Kvöldið hófst með for- drykk og léttum kvöld- verði en st'ðan var snyrtivöru- kynning frá versluninni Perlu og herrafatasýning frá verslun- inni Nínu. Rúsínan í pylsuend- anum var svo fatafellirinn Mickey sem vakti óskipta lukku viðstaddra. Skagablaðið sendi Ijósm- yndara á staðinn og hann tók meðfylgjandi myndir. M- Árimutn Handknattleikur — meistaraíloklíur karla í íþróttahúsinu við Ves turgötu í kvöld (fímmtud.) ld. 20.30. Miðaverð kr. 300,-. Frítt ivrir 12 ára ogyngri. HKFA ÚTGERÐARMENH! Til llnuveiða höfum til 5ÖIu uppsetta ITnu, ábót, bala o. fl. Dæmi um verð: Uppsett MampiðjulTna, 4 mm 420 Króka, KróKar nr. 7, ólituð á Kr. 6.96S,— bjóðið. LTnubalar, 7 7 ITtra, á Kr. 2.678,— LÍTIÐ IIÍM OG KYNMIÐ YKKUFt MÁLIÐ! NÓTASTÖÐIN hf. SlMAR 12303 & 12703 LÖ( — Málfl Vidtalstíi 3FRÆÐIÞJÓNUSTA utningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 Tryggvi Bjarnason, hdl. r Símar 12770 og 12990 nar frá kl. 14.30 - 16.00 eda eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerdir. Réttingar og sprautun. ■■■ c runoc*no 1 BRAUTIN HF. Dalbraut 16 ® 12157 TRÉSMÍÐI hef opnað trésmíðaverkstæði að halmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — HeimasTmi 12299 VELAVINNA Leigjumút flestar gerdir vinnu- SKTIFl AN" v®*a' Önnumst jarðvegsskipti l'U| ogútvegummöl sandog mold. Faxabraut 9 F1jót og örugg þjónusta. ® 13000 Jaðarsbakkalaug JaðarsbakHalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. mAiwo Gctmn bætt tið okkur vcrkcfnum í alhliða málningar- vinnu. HRAUXUM - SAXDSPORSLUM - MÁLUM. Tilboc,1 cða tíma\ima. UTBRIGÐI SF. 'laðarsbraut 5 S 12828 A 985-29119 SÍM111100 (SÍMSVARI) Hrói höttur Þessi mynd halaði inn hvorki meira né minna en 25,6 millj. dala fyrstu sýning- arhelgina vestra. Stórkostleg ævintýramynd með snillingn- um Kevin Costner í aðal- hlutverki. SÝND KL. 21 í KVÖLD (FIMMTUDAG) OG ANNAÐ KVÖLD. ÍKVENNAKLANDRI I kvenna- klandri (Too Hot to handle) Kim Basinger og Alec Baldwin fara á kostum í þessari gamanmynd sem fengið hefur það sem þeir kalla fyrir vestan, svona „typical" toppaðsókn enda meinfyndin (mean funny). SÝND KL. 21 Á SUNNU- DAG OG MÁNUDAG (MONDAY).

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.