Skagablaðið


Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið Töfratipparamir halda sinu striki Þeir gefa hvergi eftir strákarn- ir í „Magic - Tipp“ í getrauna- hópleiknum hér á Skaga. GASS fylgir þeim eftir eins og skugginn. Báðir hópar fengu 11 rétta um helgina og einnig hóp- urinn Hafey. Aðrir voru með minna. Töfratippararnir eru með 60 rétta eftir sex vikur, einum ieik meira en GÁSS sem er með 59. Ernir eru með 56, Hafey 55, þá Gosarnir og Slúbbert með 53 rétta. Enn eru níu vikur eftir af Skagaleiknum. í AX- leiknum hjá íslenskum getraunum eru Töfratippararnir og GÁSS í fremstu röð. Efsti hópur yfir landið er með samtals 62 rétta en síðan koma tveir með 61, fimm með 60 og fjórir með 59. Aðeins fjórar vikur eru eftir af leiknum hjá ÍG. Bristol C. — Watford 1 1 Cambridge — Sunderland 1 1 Charlton — Bristol Rov. 1 1 Grimsby — Port Vale 1 2 1 Middlesbrough — Wolves 1X2 1X2 Neweastle — Leicester 1 X2 Oxford — Tranmere 2 2 Southend — Millwall 1 2 X2 Swindon — Derby 1 IX Gullið feeri í súginn Kristinn Reimarsson, Osló: Lyn missti af gullnu tækifæri til þess að tryggja sér 2. sætið í norsku 1. deildinni er liðið gerði enn eitt jafnteflið um helgina, nú 1 : 1 heima gegn Sogndal. Urslit annarra leikja voru öll Lyn í hag. Efstu liðin. Viking, Start og Rosenborg töpuðu öll. Viking er efst sem fyrr með 40 stig og er orðið meistari en Start. Rosenborg og Lyn eru öll með 33 stig. Lyn verður því að vinna lokaleik sinn gegn Konsvinger á úti- velli og Start og Rosenborg að tapa stigum. Start á útileik gegn Viking en Rosenborg á heimaleik gegn Lilleström sem er með 31 stig og eygir enn 2. sætið. SamvinnuferðirlLandsýn gáfu veg- lega ferðavinninga fyrir bestan árangur í innanfélagsmótum í sumar. Elín Hannesdóttir (3. f.v.) náði bestum árangri með og án for- gjafar í kvennaflokki. Kristinn Bjarnason (2. f.h.) náði bestum ár- angri án forgjafar í karlaflokki og Arnar Smári Ragnarsson (lengst t.h.) með forgjöf. í flokki unglinga náði Pórður Ólafsson (lengst t.v.) bestum árangri með forgjöf en Eiríkur Jóhannsson (2. f.v.) með forgjöf. Eiríkur fékk 40 þús kr. ferðavinning og Arnar Smári 20 þús. Með fimmmenningunum á myndinni er Kristján Sveinsson, umboðsmaður S/L á Akranesi. Kvenþjóðin ætlar að reynast Karli Þórðarsyni erfið í meira lagi í getraunaleiknum. Karl náði 9 réttum um helgina en Katla Halls- dóttir gerði sér lítið fyrir og náði líka 9 réttum. Arangur þeirra beggja er einkar glæsilegur ekki síst þegar tek- ið er tillit til þess að engin tólfa kom fram um helgina. Karl hefur sýnt ótrúlega getspeki til þessa og verður ekki velt úr sessi svo auðveldlega. Margur er knár . . . þótt hann sé 36 ára! Katla Karl Barnsley — Portsmouth X2 1 2 Blackburn — Plymouth 1 2 1 Brighton — Ipswich 2 1 2 Ekki var allskostar rétt með farið í síðasta Skaga blaði er sagt var að Skaga- menn væru að senda meist- araflokk karla í handbolta til þátttöku í Islandsmóti á ný. Staðreyndin er sú, að aðeins er keppt í 1. og 2. deild í meistaraflokki karla. Þriðja deildin er aðeins „gamni- deild“, þar sem aðallega keppa B - lið „stóru félag- anna“ auk örfárra annarra. íslandsmót 3. deildar er nefnilega ekki til. Hvað sem þessu líður léku Skagamenn sinn fyrsta leik í þessari deild um helg- ina. Þeir mættu Leiftra hér heima og töpuðu 19 : 24. Margt gott sást til leikmanna ÍA en reynsluleysi var áber- andi. Guðjón Þórðarson, þjálf- ari Skagamanna í knatt- spyrnunni, heldur í næstu viku til Þýskalands þar sem hann sækir vikulangt þjálfara námskeið við íþróttaháskól- ann í Köln. Þaðan heldur hann svo til Bratislava í Tékkóslóvakíu, þar sem hann situr þing evrópskra knattspyrnuþjálfara. Haustleikar FVA fóru fram sl. föstudag og tók á annað hundrað manns þátt í sérkennilegum íþrótta- greinum. Á meðal keppnis- greina var kringlukast, þar sem kastað var bakarís- kringlum, og Akraborgar- hlaup, þar sem þátttakendur hlupu með þátttakendur á- kveðna vegalengd og ímynd- uðu sér að þeir væru að missa af Akraborginni. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að framlengja óbreyttan samning við Sund- félag Akraness um rekstur Ijósabekkja í Jaðarsbakka- laug til 1. sept. 1994. Katla Hallsdóttir Karl Þórðarson Strákarnir í sveit Leynis sem unnu íslandsmeistaratitil sveita í eldri flokki unglinga hlutu bikar sem Helgi Daníelsson gaf á 25 ára afmœli klúbbsins. Myndin er af sveitinni. Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, Wiily Blttm- enstein, Kristvin Bjarnason, liðs- stjóri, Þórður Ólafsson og Helgi Dan Steinsson. Kyifingar meo lokanóf Uppskeruhátíð Golfklúbhsins Leynis var haldin sl. laugardag í kjölfar Bændaglímunnar, sem ætíð er síðasta opinbera keppni sumarsins. Við þetta tækifæri voru ýmis verðlaun fyrir liðið sumar afhent. kagablaðið sendi fulltrúa sinn á staðinn til þess að taka myndir af uppákomunni. Stemn- ingin var feikilega góð og félags- heimilið var fullt af eldhressum kylfingum sem nutu góðs matar, fjöldasöngs og svo fengu auðvit- að margir viðurkenningar. Sigurvegari kvöldsins var ungl- ingurinn Eiríkur Jóhannsson. Hann vann nýliðabikarinn, fékk verðlaun fyrir mesta lækkun for- gjafar, úr 36 í 18,4, og vann að auki 40 þús. kr. ferðavinning. Önnur verðlaun í nýliðabik- arnum fékk Helga Rún Guð- mundsdóttir og 3. sætið kom í hlut Ásgeirs Ólafssonar. Elín Hannesdóttir fékk verðlaun fyrir besta þátttöku í mótum í sumar. Hún keppti á 26 mótum, tveimur meira en Birgir Leifur Hafþórs- son. Þórður Ólafsson fékk viður- kenningu fyrir besta skor sumarsins er hann lék á 67 högg- um og jafnaði vallarmetið. í sömu keppni fór hann holu í höggi. Þá fékk Þórður bikar sem Pétur Jóhannesson gaf fyrir best- an árangur kylfings innan GL. Birgir Leifur Hatþórsson fékk verðlaun fyrir það sem kallað var „skemmtileg framkoma“. Bœndaglíman fór fram á laugardag. Þeir Þórður Ólafsson og Birgir Leifur Hafþórsson voru bændur. Eftir harða keppni sigraði lið Þórðar og er hér kampakátt saman komið á mynd. Verðlaunahafar í firmakeppni Leynis. SamvinnuferðirlLandsýn hlutu 1. verðlaun, endurskoðun- arskrifstofa Jóns Þór Hallssonar 2. verðlaun og íslenska járn- blendifélagið 3. verðlaun. Frá vinstri: Hulda Birgisdóttir, sem lék fyrir JÞH, Jón Þór, Kristján Sveinsson frá SIL, Kristvin Bjarnason sem lék fyrir SL, Arn- ar Smári Ragnarsson sem lék fyr- ir IJ og Guðlaugur Hjörleifsson frá IJ. (Sjá efri mynd t.v. við þennan dálk)

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.