Skagablaðið


Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 8
Skýrsla Akraneskaupstað- ar fyrir síðasta ár hefur vakið athygli fyrir fleira en mikið og gott upplýsingas- treymi. Skýrsluna skreyta skemmtilegar myndir af nokkrum unglingum bæjar- ins í „hlutverkum" fullorð- inna. Krakkarnir fengu frjálsar hendur við túlkun sína á hlutverkunum og tókst vel til. Ekki fengu þó allar myndirnar náð fyrir augum „kerfisins", m.a. mynd af Böðvari Guðmundssyni í gervi lögreglumanns, þar sem hann hallaði sér mak- indalega upp að löggubílnum með pylsu í hægri hendi. Pylsan er hins vegar á bak og burt á myndinni í skýrslunni. Samkvæmt skýrslunni góðu var fjöldi heimilis- fastra á Dvalarheimilinu Höfða 72 á síðasta ári. Bið- listinn er enn verulegur eða 80 manns, þar af eru 28 í brýnni þörf fyrir að komast inn. Meðalaldur íbúa á Höfða var 86 ár í fyrra. Slysavarnafélag íslands áætlar að um 20 þúsund börn komi á ári hverju á slysa varðstofur á landinu. Félagið er því um þessar mundir að hefja landsátak undir kjör- orðinu „Vörn fyrir börn“. Á meðal þess sem gert verður er að dreifa leiðbeiningar- bæklingi inn á öll heimili landsins. Þar verður m.a. bent á helstu slysagildrur á heimilum. Rauðakrosshúsið í Reykja vík hefur nú tekið í noktun svokallað „grænt“ símanúmer í tengslum við símaþjónustu sem rekin hef- ur verið fyrir unglinga sem eiga við vandamál að stríða. Mikill hluti símtalanna hefur komið af landsbyggðinni en með „græna" númerinu reiknast sama gjald fyrir símtal í Rauðakrosshúsið og ef hringt væri innanbæjar á viðkomandi stað. „Græna“ númerið í Rauðakrosshúsinu er 99 - 6622. Rafmagn fór tvívegis af bænum á mánudag og olli það nokkurri furðu margra. Hér var sæmilegasta veður en ekki þurfti að fara lengra en inn í Hvalfjörð til þess að komast í fárvirði. Talið er að útslátturinn hafi átt sér stað í Kollafirði. Mikil selta safnaðist á línurnar þar sem sjó skóf af firðinum. „Það er kjaftæði og bull að fólk vilji bara sjá farsa. Hann er enda erfiðasta leikform sem hugsast getur og einungis á færi snillinga,“ sagði Inga Bjarnason, leikstjóri, er Skagablaðið ræddi við hana í vik- unni. Inga hefur verið ráðin til þess að leikstýra verki William Heine- sens, Leikurinn um snillingana vonlausu eins og það heitir í endur- skoðaðri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Leifur Þórarinsson, tónskáld, er að semja nýja tónlist við verkið. Eg gefst ekki auðveldlega upp,“ sagði Inga og bætti því við að á næstunni ætlaði hún sér að sækja kaffitíma vinnustaða til þess að leita uppi karlmenn í þessi hlutverk. „Það hljóta að finnast leikarar hér eins og ann- ars staðar. Sagt er að 94% þjóð- arinnar vilji á svið,“ sagði hún. Samlestur á verkinu er þegar hafinn. Meginþorri stærri hlut- verka er þegar frágenginn. Enn vantar þó karlmenn á aldrinum 45 - 65 ára í fjögur hlutverk. „Ég trúi ekki öðru en við fáum þá karlmenn til liðs við okkur sem á skortir. Menn geta haft samband við mig eða Steingrím Guðjóns- son, formann Skagaleikflokks- ins,“ sagði Inga. Inga er reyndur leikstjóri og leikari. Hún hóf ung afskipti af leikstjórn og setti upp tvö verk úti á landi fyrir um 20 árum. Hún hafði síðan lítið af leiklist á landsbyggðinni að segja fyrr en 1989 er hún setti upp Sölku Völku á Egilsstöðum við storm- andi lukku Austfirðinga. I fyrra setti hún svo upp Gísl á Blöndu- ósi. „Vera mín á Egilsstöðum verkaði á mig eins og frelsun. Málið er nefnilega það að við at- vinnufólkið lærum ekki minna af samskiptum okkur við áhuga- fólkið en það af okkur. Ég er orðin þeirrar skoðunar að list sem ekki er mannbætandi sé einskis virði.“ En af hverju Leikurinn um snillingana vonlausu á Akranesi? „Ég setti það einfaldlega sem skilyrði fyrir því að koma hingað að sett yrði upp almennilegt verk. Þetta verk Heinesens hent- ar mjög vel hér. Þar er fjallað um alþýðufólk í sjávarplássi í kring- um 1920 og ég tel að verkið hafi sterka skírskotun til Akraness." Það orð hefur farið af Ingu að hún sé frek en hún vill ekki viðurkenna það. „Ég er kröfu- hörð og vil ná eins miklu út úr fólki og mögulegt er. En ég er líka búin óendanlegri þolinmæði og venjulega fer mér að þykja vænt um það fólk sem ég vinn með,“ bætir hún við. Inga er ómyrk í máli í garð stjórnvalda á íslandi sem hún segir ætla að skera niður styrki til menningarmála, þ.m.t. litlu leik- félaganna úti á landi. „Þegar kreppan reið yfir Bandaríkin jós Roosevelt forseti fé í menningar- starfsemi. Hann gerði sér grein fyrir því að þannig fengi einstakl- ingurinn tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr. Listin gaf fólki von og trú á sjálft sig þótt illa áraði. Því miður bera stjórn- völd á íslandi ekki skynbragð á þetta.“ Sigurður Gizurarson, bæj- arfógeti, er á förum héð- an frá Akranesi ef marka má viðtal við hann sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. Þar var fjallað um fyrirhug- aðar breytingar á lögsagnar- umdæmum sem taka gildi 1. ágúst á næsta ári. Sigurður sagðist verða hættur í em- bætti þegar þær tækju gildi. Svo kann að fara að efnt verði til sérstaks Akra- fjallshlaups í tengslum við 50 ára afmæli bæjarins á næsta ári. Ef vel tekst til gæti þetta orðið að árlegum viðburði. Vegalengdin umhverfis fjall- ið er um 32 km þannig að hér er um að ræða hlaup sem er mitt á milii hálfs og heils maraþonhlaups. Einnig er hugmyndin að bjóða upp á 4 og 10 km hlaup samhliða Akrafjallshlaupinu ef af verður. Þessi hugmynd mun nú vera í frekari athugun. Belgar hafa nýverið út- nefnt það sem þeir kalla „leikfang ársins 1990". Fyrir valinu urðu Cube - it frauð- plastkubbarnir scm Verslun- arþjónustan hér á Akranesi hefur einkaumboð fyrir hér- lendis. Haraldur Ingólfsson var í vikunni útnefndur „prúðasti leikmaður 2. deild- ar íslandsmótsins í knatt- spyrnu í ágústmánuði." Það er VISA íslandi sem stendur að útnefningunni í samvinnu við KSÍ. Skagamenn hafa kunnað vel að meta myndina Úlfadansar (Dances with Wolves) eins og aðrir. AIls sáu 730 manns myndina á þremur sýningum hér í vik- unni. iHHaHW' JS If 1 ‘ n | w ? ° 1|&ff Þau létu nepjuna ekki á sig fá krakkarnir í 4. bekk SS í Brekkubæjarskóla þar sem Skagablaðið rakst á þau niðri á sementsbryggju í fyrri viku, þar sem þau voru að búa sig undir að munda veiðistangirn- ar. Krakkarnir voru þarna á ferð ásamt kennara sínum, Sigríði Skúladóttur. Heim- sóknin niður á bryggju var lið- ur í samfélagsfræðikennslu barnanna. Ætlunin var að renna fyrir fisk og ef eitthvað veiddist átti kryfja hann og skoða í kjölfarið. Síðan verða börnin frædd frekar um sjávar- útveginn og stöðu Akraness sem útgerðarbæjar. Myndin hér að ofan var tekin af börn- unum og Sigríði þar sem þau leituðu skjóls við sements- bretti á bryggjusporðinum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.