Skagablaðið


Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 1
Verðbólga virðist mæld eftir nýstárlegum að- ferðum hjá þeim sem stjórna ákvörðun gjalds fyrir geymslupláss undir kartöflur á Akranesi. Á aðeins tveim- ur árum hefur þetta gjald hækkað um 60%, úr 1000 kr. á hverja stæðu í kr. 1600. Karl K. Kristjánsson setti Akranesmet sveina í 200 m baksundi um helgina. Þá setti Rakel Karlsdóttir Akranesmet meyja í 100 metra baksundi. Bæði metin voru sett á móti sundfélags- ins Ægis um helgina. Húsfyllir var á tónleikum poppsveitarinnar Tod- mobile í Bíóhöllinni sl. fimmtudag. Gestir skemmtu sér að sögn frábærlega á tón- leikunum og kunnu vel að meta fjölbreytni í tónlistinni og þá ekki síður klæðaburði meðlimanna, sem skiptu æði oft um föt á meðan tón- leikunum stóð. Mun færri sáu hins vegar tónleika GCD á sunnudag enda þeir aug- lýstir með stuttum fyrirvara. Sveitin lék hins vegar fyrir troðfullum sal í hótelinu kvöldið áður. Villikettir eru ekki á verk- sviði neins að þvf er virðist. Kona ein hér í bæ leitaði nýverið eftir aðstoð lögreglu við að koma villi- ketti út úr bílskúrnum hjá sér. Lögreglan vísaði á meindýraeyðinn, sem aftur á móti sagði ketti ekki á sinni könnu og vísaði málinu eitt- hvert annað. Konan gafst ekki upp, herti upp hugann og kom kettinum út á eigin spýtur. GÁSS - hópurinn heldur enn forystunni í get- raunahópleiknum á Skagan- um og var eini hópurinn sem náði 11 réttum um helgina. GÁSS er nú með alls 87 leiki rétta eftir 9 vikur, þremur meira en Magic - Tipp sem er með 84. Síðan koma Ernir með 82 og Hafey með 80. Á landsvísu er GÁSS í 2. sæti ásamt fjórum öðrum hópum með 80 rétta þegar lökustu vikunni hefur verið kastað út. Fjórir hópar eru með 81 réttan fyrir síðustu keppnis- helgina. Umboð Samvinnuferða/ Landsýnar hér á Akra- nesi er nú orðið beintengt við höfuðstöðvar ferðaskrifstof- unnar í Reykjavík. Áður var umboð Úrvals/Útsýnar hér á Akranesi orðið beintengt. Skagamenn eru því óneitan- lega komnir í „gott samband" við umheiminn. Kirkjukórinn til Lundúna Kirkjukór Akraness heldur á morgun áleiðis til Lund- úna, þar sem hann syngur tón- leikamessu í sænsku kirkjunni í borginni á sunnudaginn. Ferð- in verður þó ekki eingöngu bundin við skylduverk því kórmeðlimir ætla einnig að sjá óperur og söngleiki í heims- borginni. Kórinn hefur að undanförnu æft stíft fyrir ferð- ina og þá ekki síður fyrir þau verkefni sem framundan eru í vetur. Nánar er sagt frá starf- semi Kirkjukórs Akraness á blaðsíðu 2 í blaðinu í dag. Guðmundur Páll Jónsson hjá Sundfélagi Akraness um Ijósabekkjasamninginn: „Málið snýst um 100 þúsund“ „Það hefur ckkcrt komið fram sem sannar að breyta hefði átt tekjuskiptingunni á milli Sundfélags Akraness og Akraneskaupstað- ar. Af þeirri ástæðu einni gátum við ekki fallist á að okkar hlutur yrði skertur frá því sem verið hefur,“ sagði Guðmundur Páll Jónsson hjá Sundfélagi Akraness, er Skagablaðið ræddi við hann í kjölfar fréttar í síðustu viku um samning ofangreindra aðila um Ijósabekki í Jaðars- bakkalaug. Það vantaði algerlega í frétt- félagi eins og sundfélaginu er ina, að sundfélagið keypti unnið þróttmikið íþrótta- og þúsundir vinnustunda í sjálf- boðavinnu við að koma félaginu í fremstu röð? Hér er verið að deila um aumar eitt hundrað þús- und krónur. Þær eru sundfélginu mikilvægari en bæjarfélaginu og við munum nota þær vel til upp- byggingar okkar íþrótta- og æskulýðsstarfs," sagði Guð- mundur Páll. umrædda bekki fyrir eigin reikn- ing á sínum tíma. Upphaflegur samningur á milli sundfélagsins og Akraneskaupstaðar var á svipuðum nótum og samningur á milli bæjarins og aðila frá Akur- eyri sem rak Ijósabekki í Bjarna- laug. Bekkjunum var komið fyrir í húsrými, sem ljóst var strax er Jaðarsbakkalaugin var opnuð, að nýttist lítið sem ekkert. Með til- komu bekkjanna hefur þetta rými reynst mikilvægt í rekstrin- um. Ljóst var frá upphafi að allir áhættuþættir í þessum rekstri hvíldu á herðum félagsins," sagði Guðmundur ennfremur. Hann sagði bekkina, sem á sínum tíma hefðu verið nýstárleg fjáröflun og ekki skarast við fjár- öflun annarra félaga, hafa skipt miklu máli fyrir rekstur félagsins. M.a. hefði í fyrsta sinn verið hægt að ráða þjálfara í fullt starf. Það eitt hefði skilað sér í bættum árangri og öflugra starfi. Ótal dæmi væru því til sönnunar. Full ástæða væri til þess að þakka bæjaryfirvöldum mikinn stuðn- ing á liðnum árum, ekki hvað síst í tengslum við rekstur umræddra bekkja. Guðmundur sagði sundfélags- fólk ekki sátt við þann hluta fréttarinnar þar sem sagði, að breyta hefði átt tekjuskiptingu samningsins í samræmi við tillög- ur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ætlaði bærinn sér að gæta hags- muna sinna. „Hagsmuna hverra?" spurði Guðmundur og bætti við: „Hverra hagmuna er það, að í æskulýðsstarf? Hverra hagsmuna er það að fjöldi fólks hefur gefið Ekiðákonu Alvarlegt umferðarslys varð síðdegis í gær er ekið var á konu ofarlega á Kirkjubraut. Hún hlaut m.a. ökklabrot auk ann- arra áverka. Konan var flutt á Sjúkrahús Akraness og síðar til Reykjavíkur til frekari rannsókn- ar. Þá varð harður árekstur á Faxabraut um miðjan dag á þriðjudag. Þar rákust saman tveir bílar og varð að draga báða af vettvangi. Að sögn lögreglu voru ökumenn beggja bifreið- anna fluttir á sjúkrahús til rann- sóknar en meiðsli þeirra reynd- ust minni en talið var. kessar fjórar snjöllu stúlkur gerðu sér lítið fyrir um helgina og settu Islandsmet í 4 x 100 m skriðsundi í flokki meyja. Þær hjuggu heilar 10 sekúndur af gamla metinu, sem var sett árið 1984. Tíminn sem þær fengu var 4:54,63 mín. en gamla metið var 5:04,66 mín. Stöllurnar sögðu metið hafa komið sér á óvart en kannski dreif sú staðreynd þær áfram, að þær voru að keppa við sér eldri andstæðinga í kvennaflokki. Þær sem skipuðu metsveit- ina heita Lára Dóra Valdimarsdóttir, Rakel Karlsdóttir, Margrét Guðbjörnsdóttir og Berglind Fróðadóttir. Æfingabúðir foreldrafélags Skólaliljómsveitar Akraness um helgina: Þátttakendur verða inri 200 Foreldrafélag Skólahljóm- sveitar Akraness gengst um helg- ina fyrir heljarmiklum æfinga- búðum í Brekkubæjarskóla fyrir skólahljómsveitir víðs vegar að af landinu. Um 200 börn og ungl- ingar taka þátt í þessum æfinga- búðum. Þau sem koma lengst að koma alla leið frá Vík í Mýrdal og Hvammstanga. Auk barna og unglinga í Skólahljómsveit Akra- ness verða þarna einnig jafnaldr- ar þeirrar frá Þorlákshöfn, Kefla- vík, Njarðvík og Reykjavík. Lokaþáttur æfingabúðanna verða tónelikar á sal Brekku- bæjarskóla kl. 14.30 á sunnudag. Aðgangur er ókeypis. Hópurinn kemur til Akraness annað kvöld og standa æfinga- búðirnar yfir til sunnudags. Þátt- takendur gista í Brekkubæjar- skóla á meðan dvölinni hér stendur. Stjórn Skólahljómsveitar Akraness samþykkti á fundi sín- um nýverið að koma á fót svo- kallaðri „B - sveit“. Meginþorri þeirra sem nú skipa Skólahljóm- sveit Akraness er kominn á fram- haldsskólaaldur og því talið brýnt að hefja undirbúning stof- unar nýrrar sveitar sem leyst gæti hina af hólmi, að hluta eða að öllu leyti.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.