Skagablaðið


Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 2
2 Skagablaðið Óska eftir að taka á leigu 2 - 4 herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 11124 eða 91 - 78433. Til sölu Puch skellinaðra. Uppl. í síma 12011. Til leigu 4ra herb. íbúð frá 1. des. Uppl. í síma 91-24345. Til sölu hesthúshluti fyrir 4 hesta. Uppl. í síma 12678 eftir kl. 19. Óska eftir lítilli frystikistu. Uppl. í síma 12646. Óska eftir 2ja - 3ja herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 91 - 626117. Til sölu vel með farin barna- karfa. Uppl. í síma 13246. Hestamenn! Til leigu 4 bás- ar með heyi. Óska eftir not- uðum hurðum. Uppl. í síma 12718 (Ingibergur). Til sölu bílasími. Uppl. í síma 12260. Óska eftir að leigja herbergi eða litla 2 herb. íbúð. Uppl. í síma 12969. Til sölu 4 Pakistanhnakkar, öxlar, drif og fleira í Suzuki Fox 410. Einnig ísskápur, þvottavél, þvottapottur. tveir páfagaukar og búr. Uppl. í síma 11657 á kvöldin. Til sölu svartur leðurjakki með mörgum stórum renni- lásum, stærð 50. Uppl. í síma 12453. Til sölu vatnsrúm, 200 X 215 sm, tvær dýnur. Uppl. í sima 13100. Til leigu stórt herbergi með sérinngangi, baði og ísskáp. Uppl. í síma 12423. Til sölu 4 nagladekk, 165 x 13“, verð kr. 12.500. Uppl. í síma 12642. Til leigu 4-5 herb. íbúð. Uppl. í síma 11738. Vegna kattaofnæmis vant- ar gott heimili fyrir ársgamla vel vanda kisu. Uppl. í síma 11345 á kvöldin. Til sölu vel með farinn Silver Crossbarnavagn. Verðum kr. 25 þús. Uppl. í síma 11687. Til leigu 4ra herb. íbúð í fjöl- býlishúsi. Uppl. í síma 12832 á kvöldin. Til sölu vatnsforhitari. Uppl. í síma 11561 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa lítinn, ódýran gítarmagnara. Uppl. í síma 12417. Lítill hvítur ómerktur kettl- ingur er í óskilum að Skóla- braut 33. Eigandi hringi í síma 12721. Til sölu eldavél. Uppl. í síma 12529. Gírahjól tapaðist frá Eini- grund 6 fyrir nokkru. Hjólið er grátt/appelsínugult með „hrútastýri" og án brettis að aftan. Finnandi hringi í síma 12488. Gullmoli! Fiat Uno 45 árg. '84, Nýyfirfarinn, lítur mjög vel út. Verð kr. 100 þús. stgr. Uppl. í síma 12249 eða 91 - 29223. Vetraistarisemi Kirkjukórs Akraness að komast á fullan skrið: Spemandi starf framundan Kirkjukór Akraness leggur árlega fram mikla vinnu við Akra- neskirkju og er einnig mjög virkur tónleikakór. Allir félagar gefa vinnu sína og renna því launin í sameiginlegan sjóð kórsins sem síðan er notaður til reksturs, svo sem til nótnakaupa og raddþjálfunar, greiðslu launa hljóðfæraleikara og einsöngvara á tónleikum og undir- leikara á kóræfingum. Engu að síður hefur kórinn lagt áherslu á lágt miðaverð á tónleika þrátt fyrir að fyrirsjáanlegur sé halli á viðkom- andi tónleikum. Framundan er spennandi og þróttmikið starf að venju. Kórinn kom t.d. fram í Bíóhöll- inni sl. laugardag ásamt fleiru tónlistarfólki á vegum „Tónlist- ardagsins“. Þann 10. nóvember hyggst kórinn flytja messu í B dúr eftir Joseph Haydn ásamt einsöngvara og hljómsveit. Fleira má telja. Þann 1. desember stefnir kór- inn á flutning kantötu nr. 62 eftir Johann Sebastian Bach ásamt fjórum einsöngvurum og hljóm- sveit. Þann 7. mars á næsta ári er fyrirhugaður flutningur á sálu- messu eða „Requiem“ eftir Gabriel Fauré og í apríl á kant- ötu nr. 106 eftir Johann Sebasti- an Bach. Fyrirhugað er að helga íslenskum tónskáldum starfsemi vorsins og eru ýmsar hugmyndir uppi í því efni. Þykist kórinn þá hafa lagt eitthvað af mörkum í tilefni af „Ári söngsins". Undanfarin ár hefur Kirkjukór Akraness ásamt sóknarpresti og söngstjóra farið árlega í söngferð og heimsótt þá einhvern söfnuð og sungið við guðsþjónustu. Síð- an hefur viðkomandi kór ásamt sóknarpresti sínum komið til Akraness og endurgoldið heim- sóknina. Nýjasta dæmið af þess- um toga var sl. sunnudag er kór Hveragerðiskirkju ásamt organ- istanum Erni Falkner og sr. Tómasi Guðmundssyni, sóknar- presti, önnuðust guðsþjónustu dagsins í Akraneskirkju. Kir- kjukór Akraness heimsótti Hver- agerðiskirkju haustið 1990. Núverandi formaður Kirkju- kórs Akraness er Erna Jóhanns- dóttir. Kórinn getur bætt við sig söngfólki og þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Jón Ólaf Sigurðsson, söng- stjóra, í síma 12996 (heima) eða 13291 (vinna) eða hvern þann kórfélaga sem þeir þekkja. (Fréttatilkynning) stofnuö voru í Bandaríkjunum árið 1956 til þess að auka öryggi fólks með langvinna og hættu- lega sjúkdóma. Þau eru ekki rek- in í hagnaðarskyni og eina markmið þeirra er að tryggja sjúklingum rétta meðferð þegar mikið er í húfi. Margir eru haldnir sjúkdóm- um sem geta versnað skyndilega án þess að gera boð á undan sér. Sumir þessara sjúk- dóma eru þess eðlis að sjúkl- ingurinn getur hvorki tjáð sig né leitað aðstoðar. Þetta getur vald- og í versta tilfelli varanlegum skaða og jafnvel dauða. Medic Alert er kerfi sem kemur til hjálpar í slíkum tilfellum. Medic Alert merkið er borið sem armband eða hálsmen. Á það eru grafnar upplýsingar um sjúkdóm viðkomandi. Hér á Is- landi eru upplýsingar um sjúkl- inga, sem bera Medic Alert merkið, geymdar á Slysavarð- stofu Borgarspítalans. Þangað geta læknar sem fá sjúklinginn til meðferðar, jafnt hérlendis sem erlendis, leitað og fengið um Til leigu 150 - 250 fermetra iðnaðarhúsnæði. “ ‘'-'- — ísíma SKOLARITVELAR Merö frá kr. 18.100,- MAN Stekkjai sf — Síml 1 28 40 Múrverk — Flísalagnir — Málun ARMARFELL 5MIÐJUVÖLLUM 7 — 5ÍMI 12804 011 almenn ljósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMÝNDASTOFA AKRANESS VESTURGÖTU 35 (FRÓN) Alhliða pípulagnir Nýlagnir — Viðgerðir — Breytingar Sími 12584 frá kl. 9 - 12. PÍPULAGNIR KARVELS U/S4 Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRA UT 23 2? 11075 Bifreiðaþjónustan Allar almennar viögerðir og réttingar. HARALDUR AÐALSTEIN5S0N VALLH0LTI1 - SÍMI11 4 77 Lionessur og Medic Alert Medic Alert eru samtök sem ið örlagaríkri töf á réttri meðferð hann upplýsingar hvenær sem er allan sólarhringinn. Medic Alert tryggir þannig að réttar upplýs- ingar séu tiltækar á örstuttum tíma, hvar sem veikindin ber að höndum. Sem dæmi um sjúk- dóma sem leitt geta til alvarlegra veikinda eru hjartasjúkdómar, flogaveiki, sykursýki og alvarlegt ofnæmi, t.d. fyrir lyfjum. Til þess að eignast Medic Alert merki geta sjúklingar leitað til heimilislæknis síns, sem fyllir út eyðublað með nauðsynlegum upplýsingum. Eyðublaðið er svo sent Medic Alert á íslandi, þar sem merkið er búið til. Til að stuðla að aukinni noktun og út- breiðlu Medic Alert hefur Lion- essuklúbbur Akraness ákveðið að gefa Akurnesingum takmark- aðan fjölda merkja á nýbyrjuðu starfsári. (Fréttatilkynning) — Ertu í einhverjum fé- lagsskap? Sigurður Elíasson: — Ég er í m.a. í kór og svo í stjórn Verslunarmannafélags Akra- Þorvaldur Loftsson: — Já, mörgum, t.d. ÍA, Stranda- mannafélaginu og Dans- klúbbnum Duna. Hjördís Símonardóttir: — Nei, engum hefðbundnum félagsskap nema ef vera skyldi starfsmannafélagi SR. Pétur Hansson: — Nei, en ég er gamall skáti, starfa í hjálp- arsjóðnum. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Ámason ■ Lausráönir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiriksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiöur Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Áskriff og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10-17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.