Skagablaðið


Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Séra Pálmi Matthíasson flutti síð- degis í gær fróðlegan pistil á Dagskrá á Rás 2, þar sem hann fjallaði um þátt fjölmiðla þegar slys eru annars vegar. Sérstaklega vís- aði séra Pálmi til sjóslyssins hörmu- lega í Hornafjarðarósi í vikunni og átaldi fjölmiðla fyrir ónærgætni í umfjöllun sinni. Flest af því sem séra Pálmi hafði fram að færa var í senn hárrétt og tímabært. Eitt atriði í máli hans vakti hins vegar sérstaka athygli undirrit- aðs, atriði sem hann er engan veg- inn sammála. Séra Pálmi varpaði fram þeirri spurningu hvort nauðsynlegt hefði verið að tilgreina strax nafn skipsins sem í hlut átti. Undirritaður, sem sjálfur þekkir slysafregnir af biturri reynslu, er þeirrar skoðunar að rangt hefði verið að nefna ekki nafn skipsins strax og fréttin barst um slysið. Með nafnleynd hefði kvíða og sorg þeirra ættingja, sem hlut áttu að máli, verið frestað um nokkrar klukkustundir í hæsta lagi. Sorginni hefði aldrei verið afstýrt. Á móti hefði komið að ættingjar allra þeirra sjómanna, sem hugsanlega gátu átt leið um þessar slóðir á þeim tíma er slysið varð, hefðu beðið í angist og óvissu. Hefði það verið betri kostur? Það vakti óneitanlega athygli undirritaðs þegar ríkisútvarpið greindi frá því snemma i morgun, að Bandaríkjamenn ætluðu að launa Jórdönum þátttöku þeirra í ráðstefnunni um frið fyrir botni Miðj- arðarhafs með því að veita þeim milljarða styrk til hernaðaruppbygg- ingar? Er það ekki hámark tvískinn- ungsins að ætla sér að kaupa frið með vopnum? Ljóst virðist á öllu að lítið verður um samninga á þessari ráðstefnu. Bæði fsraelar og Arabar standa óbifanlegir á grundvallarskoðunum sínum og virðast ekki tilbúnir til þess að slaka á í neinu tilliti. Þátt- taka þeirra í friðarráðstefnunni hef- ur mælst misjafnlega fyrir á heima- slóðum eins og óeirðir og árásir, síðast í gær, bera best vitni um. Merkilegt má það teljast, að ísra- elar, Guðs útvalda þjóð eins og þeir telja sig jafnan, skuli ekki búa yfir meiri bróðurkærleik en raun ber vitni. í raun ótrúlegt í Ijósi þeirra hörmunga sem yfir þá þjóð hafa dunið. I stað fyrirgefningar, umburð- arlyndis og kærleika virðast þar- lendir ráðamenn hafa máltækið „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ að leiðarljósi. Er nokkur von til þess að friður náist við Miðjarðarhafbotn á meðan slíkur þankagangur ræður ríkjum? Sigurður Sverrisson Skagamenn á toppi 1. deikiarinnar í körfuknattleik eftir 80:77 sigur á Breiðabliki: í Skagamenn héldu sigurgöngu sinni í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik áfram um helgina er þeir unnu sætan sigur á Breiða bliki, 80 : 77 eftir að hafa leitt 45 : 37 í hálfleik. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína og er á toppi deildarinnar. í sætum sigri eikurinn gegn Blikunum á Hannesar Hjálmarssonar, fyrr- Frískur stúlknahópur sem lagði málinu lið. Góður árangur af „Nonænu dagsueiki11: Söfnuðu 300 þús kr. Hátt í þrjú hundruð nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands söfnuðu um 300 þúsundum króna sl. fimmtudag í átaki undir yfirskriftinni „Norrænt dagsverk“. Féð sem safnaðist verður sent til aðstoðar bág- stöddum börnum í Brasilíu. Þetta gekk framar vonum,“ sagði Óskar Guðbrandsson, einn þeirra sem stóðu að átak- inu. „Við vorum reyndar svart- sýn til að byrja með, þar sem lít- ill áhugi virtist fyrir þcssu. En úr ATVINNA Læknaritari óskast til starfa við Sjúkrahús Akra- ness í 80% stöðu. Fáist ekki læknaritari með löggildingu kemur til greina að ráða aðila með stúdentspróf eða hlið- stæða menntun. Umsóknarfrestur framlengist til 15. nóvember. Upplýsingar gefur Rósa Mýrdal, yfirlæknarit- ari, í síma 93- 12311. iföstudag var þrælskemmtileg- ur á að horfa fyrir um 200 áhorf- endur þrátt fyrir mistök á báða bóga. Skagamenn náðu fljótt yfirhöndinni og héldu henni allt til loka. Sem fyrr segir var munurinn í hálfleik átta stig og sigurinn virt- ist öruggur þar til alveg í lokin er fór að draga til tíðinda. Blikun- um tókst tvívegis að minnka muninn í eitt stig, í síðara sinnið eftir ótrúlega þriggja stiga körfu um þjálfara Skagamanna. Eric Rombach innsiglaði hins vegar sigurinn með tveimur vítaskot- um, 80 : 77. Eric var langstigahæstur Skagamanna með 37 stig í leikn- um. Hann hefur nú skorað 103 stig í þeim þremur leikjum sem þúnir eru eða 34,3 stig að meðal- tali. Jón Þór Þórðarson, sem var ólíkur sjálfum sér, skoraði 11 stig og Garðar Jónsson 9. Aðrir skor- uðu minna. — GJ. Karatemenn á Skaganum efndu um síðustu helgi til æfingabúða í sal Brekkubæjarskóla og íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þar komu saman um 110 karateunnendur, þar af 60 utan Akraness. Þjálf- arar voru þeir Sensei Poh Lim, 4. dan, og Ólafur Wallevik, 3. dan. Búðirnar heppnuðust mjög vel og hefur stjórn Karatefélagsins Þórs- hamars á Akranesi óskað eftir að koma á famfæri innilegum þökkum til forráðamanna Brekkubæjarskóla, beggja íþróttahúsanna og Bjarnalaugar fyrir ómetanlegan stuðning. því rættist svo um munaði og þegar upp var staðið höfðu um 280 nemendur lagt þessu lið.“ A meðal þess sem nemendurn- ir tóku sé fyrir hendur má nefna að skólakórinn söng fyrir heimil- isfólk á Dvalarheimilinu Höfða, annar hópur setti upp skákmót, enn annar stóð fyrir íþróttamóti og einn hópurinn fór í leikskóla bæjarins og sýndi Rauðhettu við óskipta hrifningu barnanna. Þá vann stór hópur í einn dag á veg- um bæjarins við ýmis störf. Valey Björk Guðjónsdóttir Þorvarður Magnússon Eftir að hafa grisjað stofn karltippara á Skaganum lítillega að undanförnu mætti Katla Hallsdóttir ofjarli sínum í getraunaleikn- um um helgina. Þorvarður Magnússon lét ekki hnika sér til og stóð að endingu uppi sem öruggur sigurvegari, fékk 7 rétta, Katla ekki nema 5. Barátta kynjanna heldur hins vegar áfram því Katla tilnefndi Valeyju Björk Guðjónsdóttur sem arftaka sinn. Spár þeirra Þorvarðar eru ekki ólíkar en á þeim er áferðarmunur hvað varðar aukamerkin sem öllu skipta þegar upp er staðið. Valey Björk Þorvarður Arsenal — West Ham 1 1 Coventry — Chelsea 1X2 1 Liverpool — Crystal Palace 1 1 Luton — Everton 2 X2 Norwich — Nottm. Forest IX 1 2 Notts Co — OldhamX 2 QPR — Aston ViIIa 1 2 1 2 Sheff. Wed. —Tottenham 1 2 1X2 Southampton — Manch. City 2 2 Wimbledon — Leeds Utd. 2 1 2 Leicester — Ipswich X2 2 Swindon Town — Newcastle 1 1 g Akraneskaupstaður ^ — Innheimtustjóri Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir áföllnum en van- goldnum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteigna- gjöldum til bæjarsjóðs Akraness, hafnargjöldum til hafnarsjóðs Akraness, gatnagerðargjöldum B og öðrum lögboðnum gjöldum auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lögtök mega fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Akranesi, 29. október 1991 Bæjarfógetinn a Akranesi. Skagablaðið 5 Fullt nafn? Herdís Hólm- fríður Þórðardóttir. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 31. janúar 1953 á Akranesi. Starf? Heimavinnandi hús- móðir, sjúkraliði. Hvað líkar þér best í eigin fari? Hvað ég er hreinskilin og jákvæð. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Skip- stjóri, var alveg ákveðin í því. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? íslenska og saga. Ertu mikið fyrir blóm? Já! Hef ánægju af blómum. Hver er uppáhaldslitur þinn? Blár. Ferðu oft með Akraborg- inni? Nei ekki oft, fer frekar landleiðina. Áttu eða notarðu tölvu? Nei, nota ekki tölvu. Hefur þú farið hringveg- inn? Nei, ekki alveg. Á eftir að fara yfir brýrnar á Skeiðará til þess að geta sagt já. Ferðu oft í gönguferðir? Stundum. Mætti gera meira af því. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Nei, frekar lítið. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Fiskur, kjöt, ristað brauð. Ferðu oft í bíó? Nei, en kemur fyrir. Stundar þú stangveiðar? Já stunda laxveiðar með fjöl- skyldunni. Er með bakterí- una. Áttu einhver gæludýr? Nei. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Já, en nota bókasafnið lítið. Hverju myndir þú breyta hér á Akranesi ef þú gætir? Að sjálfstæðismenn fengju að stjórna bæjarfélaginu. Draumabíllinn? Jeppinn minn. Ertu mikið fyrir tónlist — hvernig? Já alla tónlist nema þungarokk. Hvað hræðistu mest? Ég er mest hrædd þegar óveður er í aðsigi. Sækirðu tónleika Já, ein- staka sinnum (Hjá tónlistar- skólanum). Notarðu bílbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Já, alltaf. Fylgist þú með störfum bæjarstjórnar? Já, það geri ég- Verksmiðjuutsala! Verksmiðjuútsala verður laugardaginn 2. nóvember, frá kl. 10.00 til 16.00, í verksmiðju okkar að Kalmansvöllum 1. Meðal annars á útsölunni: barnabuxur á 1 — 6 ára, kvenbuxur, stórar stærðir. Einnig mikið úrval af efnisbútum og ýmiskonar smávöru. AKRÓ HF. KALMANSVÖLLUM 1 — AKRANESI verður haldin laugard. 2. nóv. í Hótel Akranes Akraness útnefnd HUOMSVEETIN SVEITIN kr. 3.200,- kr. 3.600,- kr. 1.500,- Miðapantanir hjá Gunnari Sigurðssyni frá kl. 18-19 mánudaga - fimmtudaga, heimasími 12188. Miða- pantanir skulu sóttar íHótel Akranes fimmtudaginn 31. októberkl. 20.00 — 22.00. Pantiðmiða tímanlega! Látið í ykkur heyra! 5ímnn er nnoz Neytendafélag Akraness Tækjaleigau cr opin manudaga til í'östudaga frá kl. 8 - 12 og 13 - 16. Vcrndaðiir viimustaður Dalbraut 10 - Sími 12991 Auglýsið í Skagablaðinu Qleraugnaþjónusta Vesturíands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 SÍM111100 (SÍMSVARI) Myndín sem setti allt á annan endann í Bandaríkjunum. NEWJACKCITY New Jack City Myndin sem setti allt á annan endann í Bandaríkjunum. Þetta er mikill spennutryllir sem slegið hefur ræki- lega í gegn ytra. SÝND KL. 21 í KVÖLD (FIMMTUDAG) OG FÖSTUDAG. Eddi klippi- krumla (Edward Scissorhands) Toppmynd með leik- stjóranum Tim Burton, sem gerði myndirnar „Batrnan" og „Beetle- juice“. Þessi verðurekki síðri. Eddi klippikrumla- toppmynd, sem á eng- an sinn líka! SÝND KL 21 Á SUNNUDAGOGMÁNU DAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.