Skagablaðið


Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið * Leiklistar- uámskeið Námskeið fyrir 10 — 14 ára krakka verður haldið í vetur. Allir, sem áhuga hafa, mæti í kjallara íþróttahúsins við Vesturgötu, laugardaginn 2. nóv- ember kl. 13.00. Skni>iileikflokktivinu Fulltrúar á aðalfundinum í Eyjum með rokið í bakið og Heimaklett í baksýn. Niðuiskurði ríkis fagnað Allir veikomnir. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða, sem héldu aðalfund sinn í Vestmannaeyjum um fyrri helgi, lýstu yfir eindregnum stuðningi sín- um við niðurskurð ríkisútgjalda í ályktun aðalfundarins. Formanns- skipti urðu í samtökunum á aðalfundinum. Sigurður Sverrisson, Skagablaðinu, tók við formennsku af Páli Ketilssyni, Víkurfréttum í Keflavík, sem gegnt hafði henni sl. tvö ár. Aðalfundurinn samþykkti völd til að stíga skrefið til fulls, e Leftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða, haldinn í Vestmannaeyjum 18. -20. októ- ber 1991, lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun fjármálaráð- herra, að segja upp því eina ein- taki af hverju aðildarblaða sam- takanna sem keypt var. Aðalfundurinn hvetur stjórn- BENSINSALA ESSO A0 KIRKJBRAUT 39 LOKAR Bensínsölu Esso að Kirkjubraut 39 (gömlu Fólksbílastöðvarinnar) verður lok- að 1. nóvember 1991. Um leið og við þökkum öllum sem áttu viðskipti við okkur þar í gegnum árin, bjóðum við þá velkomna í viðskipti í Skútuna við Þjóðbraut 9. Góð þjónusta á góðum stað! Skútan Þjóðbraut 9 — Sími 12061 [°J Olíufélagið Esso, Breiðargötu 1 — sími 11394 L0GFRÆÐIÞJ0NUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti mLögmannsstofan Kirkjubraut 11 Tryggvi Bjarnason, hdl. X Símar 12770 og 12990 Vidtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. TRESMSÐI Hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 - HeimasTmi 12299 Jaðarsbakkalaug Jdðarsbakkalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. Réttingar og sprautun. BRAUTIN HF. Dalbraut 16 5? 12157 VELAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu SKTIFl hW ðnnumst jarðvegsskipti l'U| LJ" ogútvegummöl sandog mold. Faxabraut 9 S 13000 Fljót og örugg þjónusta. MAiKIKO Gctum bætt við okkur vcrkcfnum í alhhða málningar- vinnu. HRAUNUM - SAXDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð cða tmmvhma. UTBRIGÐI SI’. Jadarsbraut 5 ® 1232S & 985-29119 segja upp öllum fjölmiðlaáskrift- um og afnema alla flokkspóli- tíska útgáfustyrki. Þar með sitja allir fjölmiðlar við sama borð. Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða ítrekar, að blöð innan samtakanna vilja standa á eigin fótum, án ríkis- styrks. Engu að síður álítur fund- urinn, að hið opinbera mætti í mun ríkari mæli en gert er, nýta sér þá þjónustu sem blöðin bjóða upp á.“ Það var mál aðalfundarfulltrúa að fundurinn í Eyjum hefði verið langsamlega glæsilegasti fundur samtakanna til þessa. Hjálpaðist þar allt að; fullkomin fundarað- staða, vel heppnaður fundur, frábærar móttökur auk stór- skemmtilegar skoðunarferða sem boðið var upp á. Eyjablöðin Fréttir og Dagskrá stóðu að undirbúningi fundarins. Var á öllu greinilegt að blöðin höfðu lagt sig í líma við að vanda eins mikið til undirbúningsins og kostur var. Sá undirbúningur skilaði sér í besta fundi í sögu samtakanna. Tveir stjórnarmenn gengu úr stjórn samtakanna á aðalfundin- um, þeir Jóhannes Sigurjónsson, Víkurblaðinu, Húsavík, og Guð- mundur Ingi Jónatansson, Bæjarpóstinum, Dalvík. í þeirra stað komu í stjórnina Fríða Proppé, Fjarðarpóstinum, Hafn- arfirði og Sigurjón Sigurðsson, Bæjarins besta, ísafirði. Afram sátu í stjórn Sigurður Sverrisson, Skagablaðinu, Páll Ketilsson, Víkurfréttum, Keflavík og Gísli Valtýsson, Fréttum, Vestmanna- eyjum. Á fyrsta fundi stjórnar var Sigurður kjörinn formaður, Fríða ritari og Gísli gjaldkeri. Leiðréttingar Olína Elín Árnadóttir var ranglega nefnd Elínbjörg Árnadóttir í síðasta Skagablaði. Beðist er velvirðingar á þessum klaufalegu mistökum. Þá var ekki samræmi á milli fyrirsagnar og fyrstu línunnar í grein Gísla Einarssonar í síðasta blaði. Or- sökin er sú að fyrirsögninni var breytt á síðustu stundu. Hins vegar láðist að samræma inngang greinarinnar þeirri breytingu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. AÐALFUNDUR Aðalfundur Sundfélags Akraness verður haldinn í félagsaðstöðunni að Jaðarsbökkum mánudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn hvattir til þess að mæta. STJÓRNIN Akraneskirkja Helgihald fellur niður næstkomandi laugardag og sunnu- dag (2. og 3. nóvember) vegna messuferðar kirkjustarfsfólks. Fimmtudagur 7. nóvember Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.