Skagablaðið


Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 Mörg hundruð manns sóttu 10 ára afmælishátíd Grundaskófa um fyrri helgi: Verið meðvituð um mikilvægi skóla a «■ i . || i -i1' 1 ' i 'i'M \ —^sagði Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, ma í háb'ðairæðu sinni Mörg hundruð inanns sóttu afmælishátíð Grundaskóla um fyrri helgi, sem efnt var til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því skólinn hóf starfsemi sína. Boðið var upp á fjölbreytilega afmælisdag- skrá auk þess sem gestum og gangandi var boðið upp á kaffi og með- læti sem nemendur skólans höfðu sjálfir útbúið í samvinnu við kennara sína. uðbjartur Hannesson, sem verið hefur skólastjóri Grundaskóla frá upphafi, sagði m.a. í ræðu sinni á afmælishátíð- inni: „Það var eitt af markmiðum okkar í byrjun að miða kennsl- una við það umhverfi sem skól- inn er í — miða við þá þekkingu og reynslu sem nemendur okkar hafa hér í sínum heimabæ, láta þau læra eitthvað um sitt nánasta umhverfi. Öll eru þessi markmið enn í gildi, leiðirnar að þeim hafa e.t.v. breyst, en við höfum allan tímann verið meðvituð um mikil- vægi skóla í lífi barnanna, nem- endanna í skólanum — og jafn- framt um mikilvægi skóla fyrir það samfélag sem hann er í, fyrir sitt bæjarfélag." Skólastjórinn gat heldur ekki stillt sig um að minnast spaugi- legra uppákoma í skólastarfinu. „Mér eru líka ógleymanlegar sumar stundirnar með nemend- um sem einhverra hluta vegna hafa verið kallaðir í viðtal hjá skólastjóra. Eitt skiptið náði ég mér óvenju vel upp í predikun yfir nemanda sem hafði mætt illa í valtíma. Ég talaði og talaði og þegar ég hafði lokið máli mínu reis nemandinn kurteislega upp, horfði djúpt í augun á mér, rétti mér höndina og sagði: „Þakka þér fyrir, Guðbjartur." Hann var aldrei skammaður síðar. Annað dæmi fylgdi einnig í Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, afhendir ungum nemendum viðurkenningar. ræðunni. „Annar var í hópi fé- laga og sat undir svipaðri predik- un, í þetta skiptið fyrir slagsmál. Einhver í hópnum vildi ræða málin, skýra sín sjónarmið, en þá hvíslaði umræddur einstaklingur: „Ekki segja neitt, samþykktu bara, þá sleppum við fyrr út.“ Boðið var upp á afmælisdag- skrá í íþróttahúsinu á Jaðars- bökkum, bæði fyrir og eftir há- degi. Dagskráin var að stærstum hluta keimlík í bæði skiptin, þó lengri í fyrra skiptið. Þar var auk ávarpa boðið upp á söng og hljóðfæraleik. Sem fyrr segir sóttu mörg hundruð manns afmælishátíð skólans; núverandi og fyrrver- andi nemendur og kennarar, forráðamenn annarra skóla svo og bæjarefélagsins auk fjölda foreldra og annarra velunnara skólans. Bar öllum saman um að afmælishátíðin hefði tekist með miklum glæsibrag og verið skólanum til sóma. Mikið fjölmenni var saman komið í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og hlustaði þar á söng, hljóðfœraslátt og ávörp. Hér er verið að syngja. Veglegt afmælisblað Málverkið sem skólinn fékk frá útskriftarnemum ’88. Margar góðar gjafir Grundaskóla bárust margar góðar gjafir í tilefni 10 ára afmælis- ins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, afhenti skólanum klukku og loft- vog fyrir hönd Akraneskaupstaðar auk þess sem útskriftarnemar frá 1988 gáfu skólanum málverk unnið af þeim Jökli Frey Svavars syni, Hallvarði Jónssyni og Hrannari Haukssyni. Fleiri gjafir má nefna. Fræðsluskrifstofa Vesturlands gaf skól- anum bókina Perlur íslands og þá gaf Fjölbrautaskóli Vestur- lands íslandssögu. Nemendur 10. bekkjar gáfu eftirprentun af mynd Ásgríms Jónssonar og Jensína Valdimarsdóttir hljómdisk. Blóm bárust frá Akraneskaupstað, starfsfólki leikskólans við Lerkigrund, íþróttabandalagi Akraness, Sigríði Önnu Harðar- dóttur og frá nemendum og starfsfólki Brekkubæjarskóla. Veglegt litprentað blað var gefið út í tilefni 10 ára afmælis Grunda- skóla. Umsjónarmenn blaðsins voru þeir Birgir Einarsson, Sveinn Kristinsson og Sigtryggur Karlsson. Eins og nærri má geta kennir ýmissa grasa í afmælisblað- inu. Rætt er við foreldra, kennara og fyrrverandi nemend- ur, auk þess sem ávörp fræðslu- stjóra Vesturlands og forseta bæjarstjórnar Akraness eru í blaðinu. Þá má ekki gleyma á- gripi af sögu skólans sem Guð- bjartur Hannesson ritaði. Skemmtilegasta efnið er hins vegar það sem kemur frá nem- endum sjálfum. Hér er lítið dæmi um gullkorn frá einum nemandanum. Um er ræða smá- sögu í þess orðs fyllstu merkingu. Sagan heitir Hundurin og Barna ræningin. Hún hljóðar svo: „Einu sinni var góður hundur sem hét snati, eitsin var barni stolið þá fór hundurin og bjarg- aði þfí, eit sin kom valtari og hundurin lenti undir.“ Lögmannsstofa Lögmeðiþjónusta — Málflutningur Innlieimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Þorgeirsson LÖOMAÐUR Slíllliolti 14 ® 13183 - Fax 13182 TRÉSMlÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. 5míðum m.a. sól- stcfur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. t síma 11024 (Bjarni Guðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. IDIIh Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^^ byggingahúsið] SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 & Qfx Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓDBRAUT 13 — SÍMI 11722 KRÓKATÚNI 8 — SÍMI11454

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.