Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 4
Skagablaðið Skagablaðið Stöönun á íslenskum hlutabréfa- markaði undanfarnar vikur hefur komið mörgum, sem hugði gott til glóðarinnar með vænti góðrar ávöxt- unar á sín bréf, í koll. Eftir gífurlega þenslu á þessum markaði undan- farin ár virðist nú sem henni sé lokið, a.m.k. í bili. Liðin er sú tíð að menn geti meira en tvöfaldað eign sína á einu ári eins og t.d. gerðist í fyrra. íslenskur hlutafjármarkaður er mjög ungur og ákaflega óþroskað- ur. Eftir tiltölulega litla hreyfingu fyrstu árin, þar sem aðeins þeir sem áttu nægt sparifé til að moða úr, keyptu bréf og högnuðust vel á, greip ríkið til þess ráðs að bjóða hlutafjárkaupendum skattaafslátt. Tilgangurinn var að örva hlutabréfa- sölu. Hann náðist og reyndar gott betur. Eins og íslendinga er siður hljóp landanum slíkt kapp í kinn á þessu sviði eins og öðrum að nán- ast öll fáanleg hlutabréf seldust upp. Skipti engu hvaða fyrirtæki áttu í hlut; hvort þau voru vel eða illa stæð, vel eða illa rekin. Allt seldist. Markaðurinn er nú að súpa seyð- ið af þessu kaupæði. Gengi hluta- bréfa rauk upp úr öllu valdi á meðan eftirspurnin var nánast ótæmandi. í mörgum tilvikum eru bréf fyrirtækja allt of hátt skráð. Svo hátt, að ef til innlausnar kæmi í stórum stíl gætu þau á engan hátt staðið undir henni. Þau færu einfaldlega á hausinn. Mörg hlutafélög sem hugðu gott til glóðarinnar í haust hafa rekið sig á að eftirspurnin er ekki lengur fyrir hendi. Markaðurinn er mettur að sinni. Ekki hjálpar heldur til að ríkið er að kippa að sér hendinni smátt og smátt varðandi skattaafslátt og hefur dregið verulega úr þeim fríðindum sem fylgja hlutafjárkaup- um. Þótt tilgangurinn með skattaafs- lætti hafi á sínum tíma verið góður er því vart að neita, að þessi afslátt- ur er nú kominn á villigötur. í frétta- bréfi Kaupþings í október segir m.a. um þessi mál: „Margir telja, að eðlilegra hefði verið að skattaafsláttur fengist að- eins ef viðkomandi hlutafélag nyti peninganna sem verslað væri fyrir. Þá kæmu eingöngu til greina hluta- félög sem eru að sækja sér viðbót- arfjármagn á hlutabréfamarkaði. Rótgróin fyrirtæki sem eru með ný hlutafjárútboð og þau sem eru að feta fyrstu sporin á markaði ættu aðeins að njóta þess. Spurningin núna er hvort ekki sé búið að vekja áhuga fólks á hlutabréfum og orðið tímabært að skattaafsláttur nái að- eins til hlutabréfakaupa á frum- markaði." Sigurður Sverrisson Þorsteinn J. Vilhjálmsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem af mögum er talinn frumlegasti út- varpsmaður landsins í dag, efndi á laugardag til námskeiðs í þáttagerð fyrir væntanlega þátttakendur í Útvarp Akranes sem haldið verður í fimmta sinn á næstunni á vegum Sundfélags Akraness. Peir sem sóttu námskeiðið luku miklu lofsorði á Þorstein, sem sagðist sjálfur hafa haft bæði gagn og gaman af því að koma hingað upp á Akranes. Myndin hér að ofan var tekin er Þorsteinn leiðbeindi þátttakendum um ranghala útvarpsmennskunnar. OrgeHónleiar í Akraneskiifcju á laugardag: Prnnner leikur verk JS Bach Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi verða orgeltónleik- ar í Akraneskirkju.Þar mun Dr. Orthulf Prunner orgelleikari við Háteigskirkju leika orgelverk eftir Johann Sebastian Bach á Cristensen orgel Akraneskirkju. Orgel Akraneskirkju er 32 radda orgel frá Bruno Crist- ensen orgelbyggeri Aps í Dan- mörku. Það var vígt 3.júlí 1988 og þykir mjög gott og vel heppn- að hljóðfæri. Nú í haust hefur Akranes- kirkja gengist fyrir orgeltónleika- röð með einum orgeltónleikum í mánuði hverjum og eru þetta þriðju tónleikarnir. Aður hafa leikið þau Dr. Karen De Pastel frá Vínarborg og Friðrik Vignir Stefánsson, orgelleikari við Grundarfjarðarkirkju. Dr. Orthulf Pruner er fæddur í Vínarborg og nam orgelleik við Kirchenmusikschule der Erdi- özese í Vínarborg og kirkkju- tónlist við tónlistarháskólann í sömu borg. Kennarar hans í orgelleik voru Anton Heiller og Peter Planyavasky. Orthulfhefur sótt námskeið m.a. hjá Helmuth Walcha í Frankfurt og André Isoir í París. 1974 hlaut Orthulf 2. verðlaun í keppni fyrir unga organista í Haslach í Austurríki. Orthulf hefur verið kantor og organisti við Háteigskirkju í Reykjavík frá 1979 og haldið fjölda tónleika á íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 17.00 og eru aðgöngu- miðar seldir við innganginn. (Fréttatitkynning) Vegna þrengsla í síðasta Skagablaði gátum við ekki birt lista yfir nýja borgara. Við bætum úr því hér og birtum hann ásamt þeim tveimur börnum sem komu í heiminn í vikunni: 23. október kl. 23.15: stúlka, 3675 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreidrar: Guðbjörg Níelsdóttir og Smári Hrafn Jónsson, Lerki- grund 2, Akranesi. 25. október kl. 09.58: drengur, 3750 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Garðar Jónsson, Vallarbraut 7, Akranesi. 29. október kl. 22.05: stúlka, 3100 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Laufey Skúladóttir og Pétur Óðinsson, Brekkubraut 11, Akranesi. 30. október kl. 09.21: drengur, 4165 g að þyngd og 54 sm á lengd. Foreldrar: Heiðrún B. Georgsdóttir og Ólafur Óskarsson, Laugarteig, Bæjarsveit. 4. nóvember kl. 10.26: drengur, 3910 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Anney Ágústsdóttir og Heimir Guðmundsson, Heiðargerði 5, Akranesi. 6. nóvember kl. 03.37: stúlka, 3200 g að þyngd og 47 sm á lengd. Foreldrar: Rósa Guðrún Gunnarsdóttir og Hafþór Hafþórsson, Hlíðarvegi 23, Siglufirði. Sannkölluð „sprenging“ hefur orðið í leikaramál- um Skagaleikflokksins. Framan af hausti sárvatnaði karlmenn í hlutverk en nú hefur ræst úr svo um munar. Mikill fjöldi fólks, karlar og konur, hefur á síðustu vikum gengið til liðs við Skagaleik- flokkinn þannig að þar sann- ast hið fornkveðna, að mað- ur kemur í manns stað. Lítið hefur farið fyrir fram- takssemi á atvinnusviðinu í miðbæ Akraness síðustu misseri en undanfarið hefur aldeilis orðið breyting þar á. Verslunin Nína opnaði fyrir skömmu glæsilega verslun eftir breytingar sem staðið hafa yfir í tvö ár og þá hefur PC Tölvan stækkað aðstöðu sína til mikilla muna og auk- ið vöruúrval sitt. Þá er stutt síðan Hugi Harðarson, kaup- maður í Óðni, opnaði nýja, glæsilega verslun, Roxy. All- ar þessar verslanir setja mjög mark sitt á miðbæinn og lífga hann upp svo um munar. Fréttir af skotveiðimönn- um að undanförnu, m.a. í Skagablaðinu, hafa ekki beint verið tii þess fallnar að auka orðspor þeirra. Lög- reglan á Akranesi hefur ósk- að eftir því við Skagablaðið að það beini þeim tilmælum til handhafa byssuleyfa að þeir athugi hvort leyfi þeirra séu enn í gildi. Notkun skot- vopna án tilskilins leyfis varðar sektum. Félagar í Kiwanisklúbbn- um Þyrli hafa sent erindi inn til bæjarstjórnar, þar sem þeir bjóðast til þess að gera gamla vitann á Breiðinni upp fyrir fasta fjárhæð. Vinnuna leggja þeir sjálfir fram. Hug- mynd þeirra mun vera að gera vitann mjög veglega upp þannig að hann verði til prýði öllum þeim er hann skoða. Róið með5000króka á mann Gæftir eru stirðar og afli yfirleitt ekki neitt sérstakur. Búast má við að menn herði nú sóknina á sjóinn eins og hægt er „til að tvöfalda“ eins og það heitir í dag að stunda línuveiðar frá nóvember til febrú- arloka. Þá hefur landaður afli haft vægi í aflakvóta þannig að eitt tonn reiknast aðeins 0,5 tonn í afla. Þannig má „tvöfalda“. Þetta fyrirkomulag ýtir undir Þetta svarar til þess að róið hefði brjálæðisleg vinnubrögð við verið með 75 bala á dagróðrum á sjósókn smábáta, bæði hvað línu en þá var algengt að hafa um varðar sóknarhörku og það gíf- urlega magn veiðarfæra sem þessar skeljar leggja í sjó í svar- tasta skammdeginu. Ekkert er til sparað, hver einasta stund er nýtt til hins ítrasta. Jafnvel í rysjóttu tíðarfari er gripin hver stund sem eitthvað dúrar á milli lægða og ríflega það. Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi wku Landssamtök ITC (þjálfun í mannlegum samskiptum) á ís- landi efna til námskeiðs á Akra- nesi laugardaginn 16. nóvember 1991, sem ber yfirskriftina Breyttu áhyggjum í uppbyggj- andi orku! Fólki utan ITC samtakanna er hér með gefinn kostur á að njóta þeirrar þjálfunar, sem sam- tökin bjóða sínum félagsmönn- um. Á námskeiði þessu er farið í grundvallaratriði mælskulistar- innar með markvissan málflutn- ing að leiðarljósi, sem hjálpar fólki að öðlast meira sjálfstraut. í starfi ITC hefur margoft komið í ljós að fólk býr yfir leyndum hæfileikum, sem bíða Guðrún L. Norðdhal skrifar þess að koma í ljós, en nám- 400 króka í bala. Slík útgerð hefði vafalaust verið flokkuð undir þrælahald ef reynt hefði á tilburði til slíkra athafna. Þá voru 40 balar dagskammtur 6 manna áhafnar í róður á 200 tonna báti. Þetta sýnir vel hve sjómenn á smábátum leggja gífurlega hart Ef það magn veiðarfæra, sem algengt er nú að menn rói með, kannsi tveir á 6 - 10 tonna báti, er borið saman við það sem tíðk- aðist á vertíðarskipum, sem voru 20 - 30 sinnum stærri með 6 manna áhöfn, kemur eftirfarandi ( ljós: 5000 krókar á mann í dag þykir ekki neitt sérstakt að róið sé með 20 bala, hver með minnst um 500 krókum í, þótt aðeins tveir séu á báti, eða 5000 krókar á mann í dagróðrum. Leiðrétting Nafn Margrétar Guðbjarts- dóttur var rangt ritað í Skagablaðinu í síðustu viku. Hún var ranglega sögð Guð- björnsdóttir. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Þá mátti misskilja í frétt um tón- leikahald á vegum Tónlistarfél- ags Akraness fyrir stuttu, að svokallaðir Gerðubergstónleikar væru jafnframt áskriftartónleik- ar. Hið rétta er að þetta eru að- skilin verkefni. Handbolti - Meistaraflokkur karla: ÍA — UBK íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudaginn kl. 18.30. Handknattloiksfóla skeiðin sem þetta og reyndar allt starf ITC, hafa hjálpað fólki að finna leynda hæfileika, þeim sjálfum til gagns og gamans. Leiðbeinendur eru ITC félagar úr hinum ýmsu deildum samtak- anna og munu þeir miðla af reynslu sinni og veita hverjum nemenda persónulega ráðgjöf. Aðeins verður takmarkaður fjöldi á þessu námskeiði. Nemendur fá í hendur möppu með ýmsum gagnlegum upplýs- ingum og verkefnum, sem leið- beinendur munu fara í gegnum með nemendum. Þetta námskeið kostar einung- is kr. 4.800,- en ITC félagar gefa vinnu sína til kynningar á sam- tökunum og er þetta því einstakt tækifæri, sem Skagamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Allar frekari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Norðdahl í síma 91 _ 46751. Félagasamtök — einstaklingar! Getum tehið að okkur vinnu í veislum og einkasamkvæm- um. Erum vanar. Upplýsingar í síma 12725 (Júnía) og 11643 (Brynhildur). Geymið auglýsinguna! Orgeltónleikar Orgeltónleikar verða í Akraneskirkju laugardaginn 9. nóvember 1991, kl. 17.00. Dr. Orthulf Prunner leikur orgelverk eftir Johann Sebastian Bach. SÓKNARNEFND segir vikuna 28. október - 2. Sæbjörn 2.140 2 Lína nóvember: Síldin 2.040 2 Lína Bátur Afli/kg Róðrar Veiðaf. Reynir 2.000 3 Net ísak 7.760 2 Lína Sunna 1.870 1 Lína Ebbi 6.670 3 Lína Aron 1.815 3 Lína Valdimar 5.940 3 Net Leifi 1.720 3 Lína Stapavík 5.465 2 Lína Markús 1.180 2 Lína Bresi 4.845 4 Lína Sæþór 700 2 Lína Margrét 4.220 2 Lína Þytur 570 1 Lína Enok 3.600 2 Lína Ver 520 1 Lína Neptúnus 3.380 3 Lína Salla 490 2 Lína Dagný 3.255 2 Lína Bergþór 470 3 Net Særún 3.040 2 Lína Guðrún 370 1 Lína Keilir 2.370 1 Lína Rún 290 1 Lína Auður 2.305 3 Lína Máni 205 1 Net að sér til að ná sínum afla. Því ætti fólk ekki að renna öfundar- augum til þeirra þegar góðir afla- dagar koma því þeir dagar eru ansi margir þegar eftirtekjan er rýr. Og þeir eru líka óáir dagarn- ir sem frátök eru vegna veðurs og þá er ekkert að hafa í aðra hönd og hýran létt í vasa. Stóra spurn- ingin er: Hve lengi getum við hangið á þeim afla sem menn geta lifað af á með aukinni sókn með enn meiri veiðarfærum? Aflinn rýrnandi Aflinn eykst ekki í réttu hlut- falli, hann fer heldur rýrnandi. Hærra fiskverð bjargar í bili en það eru takmörk þar líka og því ekki endalaust hægt að reikna með þeim möguleika þegar búið verður að taka upp erlenda Evrópumynt eða fastmúra okkar gömlu, þreyttu krónu við þá pen- inga sem í gildi verða í hinunt nýju Bandaríkjum Evrópu (EB) og því efnahagssvæði sem við erum að tengjast. Við erum nefnilega líka að sigla þar inn í harða veröld framtíðar, þar sem við setjum ekki leikreglurnar einir lcngur. Ekki er hægt að segja með réttu lengur að útlitið mjög bjart í þessari atvinnugrein, sem um var rætt hér að framan. Óvíst er um hvaða stefnu fiskveiðimálin taka í meðförum stjórnvalda í framtíðinni. Veiðileyfagjald eða skattlagning í einhverju formi er yfirvofandi. Það er verið að rétt- læta það fyrir landslýð, að klína henni á höfuðatvinnuveginn því þar hafi menn það svo gott. Og útlendingarnir eru á leiðinni aft- ur á íslandsmið . . . Afli smábátanna var sem hér Strompurinn svikur ekfci! Kvöldstund á Strompinum, helsta matargerðarmu5teri Skagamanna, svíkur engan sannan unnanda góðs matar. Við bjóðum upp á fjölbreyttan sér- réttamatseðil og gómsætar pizzur úr eigin eldofni. Álegg samkvæmt eigin vali eða ákveðinni forskrift. ir Báran opin í kvöld til kl. 01. 1c Diskótek annað kvöld til kl. 03. it Dúndurdansleikur á laugardag frá k1.23-03. liótel Akranes - Báran - Btrompur- inn, þörf þrenning fyrir þá sem vilja „lyfta sér upp" í skammdeginu. Atvinua IjölhrautaskóliVcsíiirlamU á Akrancsi auglýsir laus störf frá 1. janúar 1992. Tvö störf við ræstingu era laus til umsóknar. Hvort ræstingarsvæði er um það bil 300 fermctrar. Upplýsing- ar veitir húsvörður í síma 12544 milli kl. 11.00 og 12.00. Laust er starf á skrifstofu. Starfshlutfall er 75% og ráðið er í starfið til eins árs. Viðkomandi þarf að geta unnið öll almcnn skrifstofustörf. Starflð felur í sér mikil samskipti við nemendur og starfsfólk skólans. Góð kunnátta í íslensku er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 12544. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember næstkomandi. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fá má á skrif- stofu skólans. Fjölbrautoskótí Vesturlands Vogabraut 5 — sími 12544 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) Á flótta (Run) Þessi þruma er framleidd af sama framleiðanda og gerði metaðsóknarmyndina „Turner og Hooch“, Ray- mond Wagner. „Ungur nemi er á ferða- lagi, en er sakaður um morð og líf hans breytist skyndi- lega í öskrandi martröð.“ Þrumumynd sem þú skalt sjá. SÝND KL. 21 í KVÖLD (FIMMTUDAG) OG FÖSTU- DAG. Sofið hjá óvininum (Sleeping with the enemy) Julia Roberts hefur aldrei verið jafn vinsæl og einmitt nú eftir leik sinn í þessari mynd. Stórkostleg mynd, sem all- ir verða að sjá. SÝND KL. 21 Á SUNNU- DAG OG MÁNUDAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.