Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 6
Skagablaðið Kjöri „Knattsppumanns og -konu Akraness'1 lýst á uppskeruhátíð Knattspymufélags ÍA á laugardaginn: Luka Kostic og Ragnheiður kjörin GÁSS og Magic - Tipp voru einu tipphóparnir á Skaganum sem náðu 9 rétt- um um helgina. Aðrir hópar fengu færri rétta. GÁSS og Magic - Tipp hafa tekið af- gerandi forystu í leiknum, GÁSS með 96 rétta, Magic - Tipp með 93 rétta. Aðrir hópar eru nokkuð langt á eft- ir en óhætt er þó að segja að bæði Hafey og Ernir eigi enn raunhæfa möguleika á sigri í hópleiknum. Aðrir koma varla til greina. Uppskeruhátíð yngri flokk anna í knattspyrnu, sem vera átti á sunnudaginn hefur verið frestað um viku. Hún verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu sunnudaginn 17. nóvember. Hörður Jóhannesson hef- ur verið ráðinn þjálfari Skallagríms fyrir næsta sumar. Hann leysir Sigurð Halldórsson af hólmi, sem þjálfað hefur Borgnesingana sl. 3 ár. Skagamenn gerðu jafn- tefli, 27 : 27, gegn B - liði ÍR í „B - liða“ deildinni sl. föstudag á útivelli. Viktor Viktorsson tekur við viðurkenningu sem efnilegasti leikmaður yngri flokkanna úr hendi Gunnars Sigurðssonar, formanns Knattspyrnufélags ÍA. Karl Þórðarson tekur við Drago- styttunni úr hendi formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar. Luka Kostic og Ragnheiður Jónasdóttir voru um helgina útnefnd „Knattspyrnumaður og -kona Akraness 1991“ á uppskeruhátíð Knattspyrnufélags IA, sem fram fór á laugardagskvöld. Uppskeru- hátíðin heppnaðist framúrskarandi vel og hjálpaðist þar allt að; góð stemning, afbragðs matur, úrvals skemmtiatriði og mikið fjölmenni. Heiðursgestur kvöldsins var Eggert Magnússon, formaður Knatt- spyrnufélags ÍA. Hann kom færandi hendi eins og nánar er skýrt frá hér að neðan. Þeim Luka og Ragnheiði var vel fagnað við afhendinguna sem og öðrum þeim er fengu viðurkenningar. Þau Luka og Ragnheiður hömpuðu bæði glæsilegum bikurum sem Alfreð W. Gunnarsson, gullsmiður í Eðalsteininum, hefur gefið. Bjarki Gunnlaugsson var út- nefndur efnilegasti leikmaður meistraraflokks karla en í meist- araflokki kvenna var íris Steins- dóttir útnefnd. Hún fékk einnig viðurkenningu sem besti knatt- spyrnudómarinn á Akranesi. Arnar Gunnlaugsson fékk út- nefningu sem besti leikmaður 2. flokks karla og Magnea Guð- laugsdóttir í meistaraflokki kvenna. Efnilegasti leikmaður 2. flokks karla var kjörinn Pálmi Haraldsson en í 2. flokki kvenna var það Berglind Þráinsdóttir sem var kjörin efnilegust. Viktor Viktorsson fékk Donna bikarinn afhentan sem efnilegasti leikmaður yngri flokkanna. Það voru þjálfarar 3.-6. flokks karla sem stóðu að því kjöri. Fjórir leikmenn meistara- flokks karla fengu viðurkenning- ar á uppskeruhátíðinni fyrir til- tekinn leikjafjölda. Haraldur Ingólfsson fyrir 150 leiki og þeir Sigursteinn Gíslason og Alex- ander Högnason fyrir 100 leiki. Þá fékk Karl Þórðarson viður- kenningu fyrir 357 leiki en hann hefur ákveðið að leggja kepp- nisskóna á hilluna. Karl hafði í nógu að snúast þetta kvöld. Hann tók við Drago - styttunni frá KSÍ sem fyrirliði Skagamanna en liðið var útnefnt prúðasta lið 2. deildar í sumar. Þá afhenti Eggert Karli fagran skjöld frá KSI til minningar um „20 ára flekklausan feril" eins og sagði á honum. Karl og Laufey Sigurðardóttir fengu síðan bæði viðurkenningar sem „Sáðmenn Búnaðarbankans". Karl fékk út- skorinn ask en Laufey prjóna- stokk. Báðir gripirnir voru fagur- lega útskornir af Þórarni Ólafs- syni. Auk þess fengu eiginkona Karls og eiginmaður Laufeyjar blómvönd frá bankanum. Laufey hafði sömuleiðis í nógu að snúast á uppskeruhátíðinni. Hún tók þar formlega við verð- launum, sem átti að afhenda henni á uppskeruhátíð 1. deildar kvenna í haust. Laufey var þar útnefnd „leikmaður 1. deildar" auk þess sem hún varð marka- kóngur deildarinnar. Þá fengu Laufey og Arnar Gunnlaugsson bæði viðurkenn- ingu sem markakóngar meistara- flokka Skagamanna í sumar. Auk 100.000 gjafar Búnaðar- bankans, sem getið er um annars staðar í blaðinu, afhenti félags- skapurinn JBS félaginu 150.000 krónur að gjöf. Er ekki að efa að þessir peningar koma sér vel í starfinu sem framundan er. Án þess að það tilheyri beint uppskerukvöldinu er ekki úr vegi að geta þess að Skagamenn áttu fimm leikmenn í úrvalsliði 2. deildar karla og 1. deildar kvenna samkvæmt kjöri íþrótta- blaðsins fyrir stuttu. Það segir meira en mörg orð um styrk lið- anna. • iim hel|>in:i. Hún synti á 2:50,11 mín. Rakel varð í 4. sæti þrátt fyrir að hún væri að keppa við sér mun eldri stúlkur. Þá setti hún Akranesmet í 100 m bak- sundi á 1:20,95 mín. fc|riðja Akranesmetið féll er Berglindi Fróðadóttur, Gauta “Margrét Guðbjartsdóttir Johanncsson og Hall Þór Sig- synti 200 m bringusund meyja á urðsson, svo nokkrir scu 3:04,30 mín. Hún bætti eldra nefndir. metið um fjórar sekúndur. Fleíri Skagamcnn stóðu sig „Það cr grcinilegt á öllu að mjög vel á mötinu. Má þar það stefnir í mjög spennandi nefna Benedikt Jón Sigmunds- keppni í Bikarkeppni SSÍ,“ son, Karl K. Kristjánsson, sagði Stcvc ('iver. pjálfari „Ef marka má árangur sund- fólks að undanförnu verður þetta sénnilega sterkasta bikar- keppnin ura árabil Mct þeirra Rakctar og Margrctar scgja ckki alla söguna því báðar hafa þær tryggt sér þátttökurctt á Meistaramóti Islands í sundi með frammistöðu sinni þrátt iyrir að vcra ckki ncma 12 ára,“ Laufey Sigurðardóttir með fangið fullt af verðlaunum. Skagamenn á toppmm Skagamenn eru enn á toppi 1. deildarinnar í körfuknattleik eft- ir nauman sigur á Reyni hér heima sl. föstudag, 81 : 76. Þar með hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína og aldrei byrjað keppnistímabilið jafn vel. Sigurinn gegn Reyni var sann- gjarn þótt hann væri ekki stór. Skagamenn leiddu með fimm stigum í hálfleik, 41 : 36, og sá munur hélst að meira eða minna leyti út leikinn. Skagamenn léku þennan leik ekki ýkja vel, geta mun betur. Mestu munaði um slakt skor Eric Rombach sem hefur verið iðinn við stigaskor í fyrstu leikjunum. Á móti kom að Jón Þór Þórðar- son sýndi loks sitt rétta andlit og skoraði 35 stig. Eric skoraði hins vegar ekki nema 12 stig, Garðar Jónsson og Egill Fjeldsted voru með 8 stig hvor, aðrir minna. Næsti leikur Skagamanna er í kvöld gegn ÍS á útivelli. Næsti heimaleikur er hins vegar gegn Víkverja annan föstudag. — GJ. Valey Björk Guðjónsdóttir Gísli Gíslason Þegar krosstrén bregðast er ekki annað eftir en að leita til sjálfs bæjarstjórans. Þau urðu enda viðbrögð Þorvarðar Magnússonar eftir að Valey Björk hafði lagt hann að velli í getraunaleiknum um helgina, 7 : 6. Gísli brást að vanda vel við áskoruninni og lagði til grundvall- ar röð sinni djúpstæða þekkingu á ensku knattspyrnunni frá árunum 1968 - 1980. Hvort það kemur að gagni er svo önnur saga. Valey Gísli Barnsley — Bristol Rovers IX 1 Brighton — Middlesbrough 2 2 Bristol C — Sunderland 1 IX Charlton — Blackburn 1 X Ipswich — Cambridge 1 1X2 Newcastle — Grimsby Town X2 X Port Vale — Millwall X2 X Portsmouth — Oxford 1 1 Southend — Swindon Town 1X2 X2 Watford — Leicester City 2 X2 Wolves — Derby County 1 2 X Huddersfield — Birmingham 2 X2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.