Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið is Hörpuútgáfan gefur í ár út aö randa fjölmargar bækur. Margar þeirra eru þegar komnar út, aðrar eru á næstu grösum. Óhætt er að segja að ekki sé fetað í troðnar slóðir í útgáfunni því talsvert ber á Ijóðabókum þótt einnig sé í heildarútgáfunni að fínna það sem oft eru kallaðar „hefðbundnar sölubækur." ændur á hvunndagsfötum er bókarinnar í nýjum búningi. heiti bókaflokks sem Hörpu útgáfan hefur staðið að. Þriðja og síðasta bindi þess kemur nú út. Höfundur er Helgi Bjarna- son, blaðamaður. í fyrri viku kom út bókin Og þá rigndi blómum. Bókin er gef- in út í tilefni 60 ára afmælis Sam- bands borgfirskra kvenna. Þar eru smásögur, ljóð og leikrit 142 borgfirskra kvenna. Ingibjörg Bergþórsdóttir tók saman. Borgfirðingaljóð er síðan nafn á ljóðasafni, þar sem birt eru ljóð eftir 120 núlifandi höfunda. Bók- in er gefin út í tilefni 30 ára af- mælis Hörpuútgáfunnar þann 15. október í fyrra. Umsjón með út- gáfunni hafði Sveinbjörn Bein- teinsson. Þriðja ljóðabókin sem Hörpu- útgáfan gefur út í ár er Kór stundaglasanna eftir Friðrik Guðna Þórleifsson. Þetta er fimmta ljóðabók Friðriks Guðna. Þrjár bækur Hörpuútgáfunnar í ár fjalla um spakmæli. Fyrst ber að telja bókina Óðurinn til lífsins eftir Gunnþór Guðmundsson, Þar er að finna spakmæli og þankabrot höfundar. Önnur bókin er Spakmæli. Þar eru á ferð málshættir frá mörgum löndum; yfir 4000 spakmæli og málshættir. Þetta er önnur útgáfa Gissur Ó. Erlingsson íslenskaði. Sú þriðja í þessum flokki er þriðja útgáfa bókarinnar Þér veitist innsýn. í fréttatilkynningu frá Hörpuútgáfunni segir um bókina: „Bókin inniheldur djúp- stæð lífssannindi sem eru þrung- in göfgi og spaklegri yfirsýn." Þá er ástæða til að nefna sér- staklega bókina Vatnsmelónu- sykur eftir bandaríska rithöfund- inn Richard Brautigan. Gyrðir Elíasson þýddi. Brautigan er heimsþekktur fyrir skáldsögur sínar og ljóð. Sú sérstæða saga sem Hörpuútgáfan gefur út að þessu sinni hefur borið hróður hans víða. Að vanda gefur Hörpuútgáfan svo út þýddar bækur vinsælla höfunda. Má þar nefna bækurnar Svik og njósnir eftir Jack Higgins, Banaráð eftir Duncan Kyle, Tvíburasysturnar eftir Er- ling Poulsen og Hamingjuríkt sumar eftir Bodil Forsberg. Bjarni Valtýr Guðjónsson, Sveinbjörn Beinteinsson og Jón Magnús- son úr útgáfunefnd Borgirðingaljóða. Vatnsmelónu syKur Fréttatilkynning frá Fengsæli Intemationale: Mjög ör fjölgun félaga Forsíða bókarinnar Vatnsmelónu sykur. Oft hafa þær raddir heyrst að kennarar hafí eða gefí sér lítinn tíma til ýmissa félagsstarfa. Karl- kynskennarar í Grundaskóla hafa nú rækilega rekið af sér |)etta slyðruorð. IGrundaskóla er starfandi fél- agsskapur er nefnist Fengsæll. Félagið er að sumu leyti leynifé- lag og fá menn aðeins inngöngu eftir allstranga inntökuathöfn. Allt útlit er fyrir að þessi félags- skapur fari að starfa á alþjóðleg- um grundvelli og verður vikið að því síðar í þessari fréttatilkynn- ingu. Segja má, að félag þetta sé eina virka félag kennara á Akra- nesi en vitað er þó að það hefur verið öðrum og óburðugri félög- um fagurt fordæmi. Vegna eðlis félagsins er ekki mögulegt að gera fulla grein fyrir innra starfi þess en þó er hægt að fullyrða að veiðar og háleitar manneldishugsjónir eru helstu markmið þess (Sjá súlurit yfir þáttun á staðalgildri fram- mistöðu vegna innbyrðisafstöðu félaganna í samhenginu). Starfsár félagsins er frá vori til vors og hófst þetta starfsár á hin- um hefðbundna og sívinsæla vor- veiðiaðalfundi. Hófst fundurinn stundvíslega og var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Voru allar tillögur samþykktar Búnaðarbankinn banki fyrir þig! Fljót og örugg þjónusta — persónulegt viðmót. Innlegg þitt treystir Gagnkvæmt traust er undir- atvinnulíf á Akranesi. staða góðra viðskipta. Opnunartími Búnaðarbankans á Akranesi: Mánudaga til föstudaga frá kl. 9.15 til 16.00. Fimmtudaga er einnig opið frá kl. 17.00 til 18.00. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS KIRKJUBRAUT 28 SÍMI 12700 við mikinn fögnuð fundarmanna en í lok fundarins voru teknir inn nýir félagar. Var það óvenjustór hópur (Sjá súlurit til samanburð- ar) sem sótti um inngöngu að þessu sinni en það er til marks um einstaka mannkosti þeirra sem sóttu um að allir voru teknir inn þrátt fyrir afar ströng inn- tökuskilyrði og „kropsunder- sögelse“. Lauk svo fundinum með hógværri skemmtun og hin- um venjulega veiðiskap. Skipulegt starf liggur að mestu niðri yfir sumarmánuðina en fé- lagar vinna hver eftir sínu höfði að manneldishugsjón félagsins og skila skýrslu um sumarstarfið á haustveiðifundi. A honum er þar að auki unnið að skipulagn- ingu vetrarstarfsins og lagðar fram skipulagsskýrslur hinna ýmsu deilda og farið yfir alþjóð- leg samskipti. Það helsta sem verið er að vinna að í alþjóða- samstarfi er samkeppni um fjöl- þjóðlegt merki félagsins „Feng- sæll Internationale“. Hefir þátt- takan í þeirri samkeppni verið með ólíkindum og bíður dóm- nefndar óvenjulegt starf vegna hennar. í því sambandi verður að benda á að þátttakendur verða að vera félagar. Síðasta framtak félagsmanna var framlag þeirra til afmælis- hátíðar Grundaskóla. Á kvöld- skemmtun sem haldin var öllum starfsmönnum skólans fyrr og síðar lögðu Fengsælsmenn til dagskráratriði sem tók öllu því fram sem sást á því hátíðar- kvöldi. Voru þó öll skemmti- atriði á meðal þess fremsta sem sumir höfðu séð. Er ekki að orð- lengja það, að Fengsæll bókstaf- lega stal senunni og hefir síðan ekki linnt umsóknum um inn- göngu í félagið. Að lokum er vert að benda á að formaður Fengsæls (Sjá símaskrá) mun veita allar upplýsingar lyst- hafendum. Unnið upp úr ársskýrslu endurskoðanda. F.h. Fengsæls Internationale, Almannatengslanefnd. Kvennadeild Frést hefur að stofnuð ha verið kvennadeild Fengsæls Bárunni fyrir u.þ.b. þremu vikum. Talið er að deildin verc kölluð „La‘Læsgnef.“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.