Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Fullt nafn? Sigurgeir Sveinsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 16. desember 1955 í Reykjavík. Starf? Umsjónamaður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hvað líkar þér best i eigin fari? Sjaldan í vondu skapi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Það sem ég er. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Ég er enn að leita að því. Ertu mikið fyrir blóm? Já. Hver er uppáhaldslitur þinn? Margir góðir, get ekki gert upp á milli þeirra. Ferðu oft með Akraborg- inni? Nei, ekki oft. Áttu eða notarðu tiilvu? Á enga og nota þær sjaldan. Hefur þú farið hringveg- inn? Já. Ferðu oft í gönguferðir? Læt mér nægja að hlaupa 25 km á viku. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Hættur slíku. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Grænmeti með öllum mat. Ferðu offt í bíó? Nei, um einu sinni á fimm ára fresti. Stundar þú stangveiðar? I hófi. Áttu einhver gæludýr? Veit ekki hvað kennararnir og Sjöfn segja um það! Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Nei, nei. Hverju myndir þú breyta hér á Ákranesi ef þú gætir? Neikvæðu hugarfari. Draumabíllinn? Þori ekki að segja frá því, hann kostar um 20 stórar. Ertu mikið fyrir tónlist — hvemig? Nei, er ekki mikið fyrir tónlist. Hvað hræðistu mest? v'ggó- Sækirðu tónleika I neyð. Notarðu bflbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Já, eins og lög kveða á um. Fylgist þú með störfum bæjarstjórnar? Nei, enda finnst mér þau frekar nei- kvæð. Valkostir í félagslegum íbúðum Undanfarin ár hafa íbúðabyggingar á vegum einstaklinga dregist saman en framkvæmdir aukist á vegum opinberra aðila og er þar átt við íbúðabyggingar í félagslega geiranum. Húsnæðisnefndir sveitar- félaganna sjá um framkvæmd og umsjón félagslegs húsnæðis í við- komandi sveitarfélagi en byggt er á lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins nr. 86/1990 og nr. 70/1990 ásamt reglugerð nr. 46/1991. AAkranesi hefur á undan- að ræða þá kaupir viðkomandi förnum þremur árum verið hluta eignarinnar (10 - 30%) en byggt á vegum Húsnæðisnefndar Akraness níu íbúða raðhús, keyptar tíu íbúðir á frjálsum markaði í blokkum og hafin bygging sex íbúða í blokk, sem Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur reyndar yfirtekið. Á veg- um Húsnæðisnefndar Akraness eru í dag 85 félagslegar eignar- íbúðir og ein almenn kauplegu- íbúð. Einnig eru til staðar 14 fé- lagslegar íbúðir sem Félags- málaráð Akraness hefur umsjón með. Valkostir 1. Félagslegar íbúðir, valkost- ir: Þessar íbúðir eru seldar um- sækjendum. Helstu skilyrði til úthlutunar eru: a) Eiga ekki íbúð fyrir eða sambærilega eign. b) Hafa haft í meðaltekjur síð- ustu þrjú árin ekki hærri upphæð en kr. 1.679.288 hjá hjónum og kr. 1.343.431 hjá einstaklingi og kr. 122.395 fyrir hvert barn á framfæri umsækjenda. c) Sýna fram á greiðslugetu sem metin er af Húsnæðisnefnd en greiðslubyrði lána má ekki fara yfir þriðjung af tekjum við- komandi umsækjanda. Þessar íbúðir eru seldar með lánum til 43 ára sem nema 90% af kaupverði, afborgunarlaust á fyrsta ári, vextir 1% á ári skv. núgildandi reglum. Kaupandi út- vegar 19% kaupverðs. Kaupleiguíbúðir 2. Félagslegar kaupleiguíbúð- ir. Skilyrði til úthlutunar eru þau sömu og í lið 1. hér að ofan. Því til viðbótar er valkostur fyrir kaupendur að velja á milli kaupa, leigu með kauprétti og leigu með hlutareign. Ef um sölu íbúðar er að ræða er lánað með sama hætti og til félagslegra eign- aríbúða, en ef um leigu er að ræða þarf leigjandi að ákveða sig um kaup á íbúðinni innan fimm ára. Ef um kaup á hlutareign er ÍS mSKA ALFRÆÐI !*jaKiK«aiM Sementsverk- smiðja ríkisins: verksmiðja í eigu ísl. ríkisins; tók til starfa 1958 og er með starfsemi sína á Akranesi; heyrir undir Iðnaðarráðu- neyti; framleiðir portlands- sement, hraðsement og blöndusement fyrir innan- landsmarkað. Alþ. kýs stjórn Stilfjögurra áraísenn;fram- kvæmdastj.: Guðmundur Guðmundsson og Gylfi Þórð- arson. leigir hinn hluta hennar. leigu- gjald skal standa undir rekstrar- og fjármagnskostnaði fram- að kaupa þessa tegund húsnæðis að hluta til eins og greint er frá í 2. lið hér að ofan. Leiguíbúðir Möguleiki er fyrir sveitarfélög að byggja leiguíbúðir fyrir þá að- ila sem ekki eiga möguleika á að koma sér upp húsnæði á frjálsum markaði eða eftir þeim leiðum grcimr. íbúðirnar kvæmdaraðila. 3. Almennar kaupleiguíbúðir. Skilyrði til úthlutunar eru að umsækjendur séu lánshæfir hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, þ.e. að þeir hafi greitt samfellt í líf- eyrissjóð síðustu 20 mánuði og að þeir standist greiðslumat um greiðslubyrði lána sem fylgir íbúðinni. Þessar íbúðir eru seldar með lánum frá Húsnæðisstofnun sem nema 80% af kaupverði til 43 ára, afborgunarlaus á fyrsta ári, vextir nú 4,5%. Kaupandi leggur til 20% kaupverðs en möguleikar eru á lánveitingu að hluta til fyrir þeim hluta hjá viðkomandi sveit- arfélagi. Einnig er möguleiki á eru fjármagnaðar með lánum frá Húsnæðisstofnun fyrir 90% af kaupverði en sveitarfélagið legg- ur til 10%. íbúðirnar eru síðan leigðar út á vegum félagsmála- ráðs. Leigugjald skal standa und- ir eðlilegum rekstri og viðhaldi viðkomandi íbúða. Akraneskaupstaður hefur val- ið að svo komnu máli að einbeita sér að félagslegum eignar- og leiguíbúðum. Kaupleiguíbúðir eru ekki til staðar sem valkostur nema hjá Búseta, sem er nú með í byggingu sex íbúðir í blokk við Lerkigrund 5. Viðræður standa yfir á milli framkvæmdaraðila og Búseta um kaup á hinum helm- ingi hússins, þ.e. sex íbúðum sem einmg verða í kaupleigu- kerfinu. í haust ákvað Bæjarstjórn Akraness að sækja um til Hús- næðisstofnunar ríkisins heimild til framkvæmda fyrir 10 félags- legum íbúðum og sex leiguíbúð- um. Fáist leyfi fyrir þeirri um- sókn verður skoðað nánar hvort umræddar íbúðir verða byggðar eða keyptar notaðar á markaðn- um. Umsækjendur hjá Húsnæðis- nefnd eru að jafnaði um 30 talsins. Hefur svo verið undan- farin ár þrátt fyrir fjölgun á íbúð- um í bænum eins og að framan greinir. Til úthlutunar koma að jafnaði 15 íbúðir á ári. Nefndinni ber lögum samkvæmt að meta þörf viðkomandi einstaklinga, sem sótt hafa um íbúð, og reyna að leysa vanda viðkomandi. Þessi lagaákvæði eru þess vald- andi að ekki er hægt að mynda biðlista eftir íbúðum heldur fjall- ar nefndin um allar umsóknir sem fyrir liggja þegar íbúð kem- ur inn til úthlutunar. Það er von undirritaðs að of- angreindar upplýsingar varpi nokkru ljósi á þá valmöguleika sem til staðar eru í dag í hinu fé- lagslega íbúðakerfi svo og um störf Húsnæðisnefdnar Akra- ness. Akranesi, 30. október 1991. Höfundur er bæjarritari Akra- neskaupstaðar. „Slitið lag“ Oft hefur verið um það rætt að nauðsynlegt sé að taka til hendinni í eldri hlutum bæjarins og gera átak í að lag- færa gamlar götur og ganga endanlega frá þeim. Deildar- túnið er ein þeirra gatna sem segja má að búi við „slitið lag“ fremur en bundið slitlag. Gat- an var á sínum tíma lögð olíumöl sem er farin að láta verulega á sjá þrátt fyrir að umferð um götuna sé mjög lítil. Engar gangstéttir er að finna við Deildartúnið fremur cn við aðrar götur sem lagðar hafa verið olíumöl. Hver veit nema úr rætist á afmælisári? L0GFRÆÐIÞJ0NUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti -j-S-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 l J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Vidtalstimar frá kl. 14.30 - 16.00 eda eftir nánara samkomulagi. TRESMIÐI hef opnað trésmíðaverkstæði að halmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 Jadarsbakkalaug Jaðarsbdkkalaug er opin alla virka daga frá ki 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerdir. Réttingar og sprautun. BRAUTIN HF. Dalbraut 16 0 12157 VELAVINNA Leigjum út flestar gerðir vinnu SKÍin AN' v®*a' Onnumst jarðvegsskipti l'U| 1.1'* og útvegum möl sand og mold. Faxabraut 9 @ 13000 Fljót og örugg þjónusta. MAIOTIÍG Gctuni bætt \ið okkur vcrkefiium í alliliða málningar- yinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tíma\rwna. LITBRIGÐI SI . Jaðarsbraut 5 S 12328 & »85-2911»

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.