Skagablaðið


Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 07.11.1991, Blaðsíða 10
Skagablaðið Framkvæmdastjóraskif>ti verða formlega hjá ís - Arctic í dag, fimmtudag. Ástdís Kristjánsdóttir tekur þá við af Ásgeiri Eiríkssyni, sem tekur á morgun við stöðu bæjarritara í Mosfells- bæ. Ástdís, sem er fertug að aldri, er einhleyp fimm barna móðir. Hún hefur nýlokið prófi frá Samvinnuháskólan- um en starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá Fisk- vinnslunni á Seyðisfirði og þar áður hjá SH. Svo virðist sem ekki ríki fullur jöfnuður á milli Akraness og Borgarness þeg- ar vínveitingaleyfi eru annars vegar. Matsnefnd vínveitinga húsa var hér á ferð fyrir skömmu og skoðaði þá m.a. Þrjá vini og einn í baði. Nefndin hafnaði útgáfu vín- veitingaleyfis á þeim forsend- um að ekki færi saman að selja bjór og sælgæti. Þegar eigandi staðarins benti á að þetta virtist fara ágætlega saman í Hyrnunni í Borgarn- esi varð hins vegar minna um svör. Tuttugu börn og unglingar hafa nú þegar skráð sig á leiklistarnámskeið hjá Guð- björgu Árnadóttur. Hópur- inn hittist alla mánudaga kl. 18. Það vakti óskipta athygli á uppskeruhátíð Knatt- spyrnufélags ÍA um helgina, að Búnaðarbanki íslands færði félaginu kr. 100.000 að gjöf vegna frammistöðu meistaraflokks kvenna í sumar. Gunnar Sigurðsson, formaður félagsins, hélt því fram að þetta væri í fyrsta sinn á íslandi sem kvennalið ynni til áheita af þessu tagi. Bravó stelpur! Ættingjar skipverjanna á skólaskipinu Mími RE 3, sem hvolfdi í innsigling- unni í Hornafjarðarósi í byrj- un síðustu viku, fréttu fyrst af slysinu í gegnum fjöl- miðla. í fréttatilkynningu frá SVFI að félagið hafi fengið þetta staðfest. í til- kynningunni segir ennfrem- ur: „Sú meginregla hefur gilt í umfjöllun um alvarleg slys, að tryggt sé að nánustu ætt- ingjar hafi fulla vitneskju um atburði, einkum ef um mannslát er að ræða, áður en fréttir eru sagðar eða birtar. SVFÍ beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fjölmiðla, að reynt verði að halda þessar reglur og mun félagið fram- vegis sem hingað til greiða fyrir því í samvinnu við fjöl- miðla að þetta megi takast.“ Snorri Magnússon, þroskaþjálfi, hélt á sunnudaginn fróðlegan fyrirlestur um sund ungbarna. Fjöldi foreldra sótti fyrirlesturinn og á eftir var haldið niður í Bjarnalaug, þar sem Snorri sýndi kenningar sínar í verki. Kenningarnar byggjast m.a. á því, að því fyrr sem börn séu sett í sund þeim mun hraðar þroskist hreyfingar þeirra. Fyrirlestri og sýnikennsklu hans var mjög vel tekið og hittust ntargar þeirra mæðra, sem þarna mættu með börn sín, í lauginni síðdegis í gær. Þær hafa í hyggju að halda uppteknum hætti. Því hefur verið komið á framfæri við Skagablaðið að því væri vel tekið ef hægt væri að bæta að- stöðuna í búningsklefunum lítið eitt. Það sem helst skortir eru felliborð, þar sem hægt er að leggja ung- börnin á meðan þau eru þurrkuð og klædd. Laugin er höfð sérstaklega heit á miðvikudögum, m.a. vegna mæðra með ungbörn, og kunna þær hlutaðeigandi bestu þakkir fyrir. Sundfélag Akraness hefur ákveðið að efna til „Út- varps Akraness“ í fimmta sinn síðustu helgina í þessum mánuði eða fyrstu helgina f desember. Undirbúning- svinna er þegar hafin. Lögð verður áhersla á vandaða dagskrá nú sem endranær. Skagaleikflokkurinn borg- ar hæstu leigu allra á- hugamannaleikfélaga á land- inu samkvæmt samantekt sem gerð hefur verið þar að lútandi. Þá greiðir flokkurinn sömuleiðis hæsta gjald sem þekkist fyrir sýningarað- stöðu. Forráðamenn Akra- neskaupstaðar eiga von á bréfi frá leikflokknum, þar sem vakin er athygli á þessu. Rúmlega tuttugu manns sóttu um stöðu inn- kaupastjóra hjá Þorgeir & Ellert hf. Til starfans hefur verið ráðinn Sigurgeir Sveinsson, vélaverkfræðing- ur frá Reykjavík. Ragga á sigurbraut vestra Ragnheiður Runólfsdóttir hefur undanfarið unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í mótum vestanhafs. Þann 11. október sl. keppti hún á skólamóti Alabamaháskóla og vann sigur í báðum greinunum sem hún keppti í. Tími hennar í 200 m baksundi var 2:28,60 mín. og í 100 m bringusundi 1:14,80 sek. Keppt var í 50 metra braut.Viku síðar keppti hún með skólaliði Ala- bamaháskóla í keppni við Tenn- essee - háskóla. Þar var einnig keppt í 50 metra braut. Ragga sigraði í 100 m bringusundi á 1:13,02 mín. og í 200 m bringu- sundi á 2:38,32 mín. Um helgina sigraði Alabama - háskóli háskólann í Louisiana með 134 stigum gegn 59. Þar sigraði Ragga í 100 jarda bringu- sundi á 1:03,90 mín. og í 200 jarda bringusundi á 2:17,90 mín. I báðum greinum hafði hún um- talsverða yfirburði yfir næstu keppendur. Það hefur vakið athygli vestra að Ragga keppir nú undir merkj- um íþróttabandalags Akraness en ekki Alabama - háskóla, þar sem hún er orðin of gömul til þess að vera gjaldgeng sem kepp- andi á vegum skólans. Ragga verður 25 ára þann 19. þessa mánaðar. Sýndubrotúr Svanavatninu Þeir Luka Kostic og Karl Þórðarson fóru á kostum á upp- skeruhátíð Knattspyrnufélags ÍA, sem fram fór í Hótel Akra- nes sl. laugardagskvöld. Að vanda var boðið upp á mörg eldfjörug skemmti- atriði en dans þeirra Kostic og Kalla, þar sem þeir sýndu brot úr Svanavatninu, vakti meiri kátínu en flest. Til þess að auka áhrifamátt sýningarinnar enn frekar var Karl klæddur eins og sannri ball- erínu sæmir og Luka státaði af risahreðjum, sem komið hafi verið fyrir í buxum hans. Ljósmyndari Skagablaðsins var að sjálfsögðu á staðnum og festi þennan skemmtilega við- burð á filmu. Hótel Akranes fékk heim- sókn frá matsnefnd vín- veitingahúsa í sömu yfirreið og Þrír vinir og einn í baði. Nefndin gerði ýmsar kröfur um úrbætur innanhúss vildi staðurinn halda vínveitinga- leyfinu. Hótelið hefur sex mánuði til þess að koma um- beðnum úrbótum í kring áður en nefndin kemur aftur í heimsókn. Þrír ökumenn voru teknir af lögreglunni á Akra- nesi grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Sögur hafa gengið í bæn- um þess efnis undanfarið að forráðamenn Haraldar Böðvarssonar hf. hafi verið á ferð í Færeyjum nýverið til þess að ganga frá kaupum á togara þar. Haraldur Stur- laugsson, framkvæmdastjóri HB hf., tjáði Skagablaðinu, að vissulega hefðu menn frá fyrirtækinu verið í Færeyjum nýverið, en engin kaup hefðu verið gerð. Hið rétta væri að togari hefði verið skoðaður þar. Það væri liður í þeirri viðleitni að leita að hentugu skipi fyrir fyrirtækið. Æfingar á leikritinu Leikurinn um hina vonlausu snillinga, sem Inga Bjarnason setur upp með Skagaleikflokknum, eru nú um það bil hálfnaðar. Leifur Þórarinsson semur nýja tón- list við verkið. Æfingar á henni eru þegar hafnar með 10 manna hljómsveit.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.