Skagablaðið - 21.11.1991, Side 1

Skagablaðið - 21.11.1991, Side 1
42. TBL. 8. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 VERÐ KR. 150,- Dælustöð í Reykjavík: Þorgeirog Blertátti lægstaboð Þorgeir & EUert hf. á Akranesi átti lægsta boð í búnað og tæki í dælustöð, sem byggð verður á vegum embættis gatnamálastjóra í Reykjavík á næsta ári. Að sögn Haraldar L. Har- aldssonar, framkvæmda- stjóra Þ&E, bauð Þ&E rúm- lega 34,4 millj. í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 33,9 millj. Endanleg ákvörðun um val verktaka verður tekin á mánudaginn. Þrjú skip í slipp á sama tíma hjá Þorgeir & Ellert hf. er nokkuð sem óneitanlega minnir á gamla tíma og betri tíð. Talsvert hefur verið um verkefni hjá fyrirtœkinu undanfarið og hafa skip komið víða að til við- halds og viðgerða. Framleiðsla flœðilína er engu að síður orðinn mjög snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins, sem hefur skipað sér í fremstu röð á því sviði. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu. Hún er vonandi vísbend- ing þess að þetta rótgróna fyrirtœki sé að sigla hœgt og bítandi út úr þeim erfiðleikum sem nagað hafa rœtur þess síðustu árin svo harkalega, að starfsmenn eru nú aðeins um helmingur þess þegarflest var á velgengn- isárunum. Þröstur Þráinsson sigraði í atskákmóti á vegum Taflfélags Akraness sem ný- lokið er. Hann hlaut 12,5 vinninga. Björn Lárusson fékk 12 v., Leó Jóhannesson 9, Pétur Atli Lárusson 8,5 v. og þeir Viðar Másson og Gunnlaugur Sigurbjörnsson 8 v. Atskákæfingar eru í Grundaskóla alla þriðjudaga kl. 20. Rjúpur og dræm veiði á þeim hefur verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur, svo og verðlagning á þessari jóla- krás landsmanna. í Reykja- vík er stykkið selt á 1000 krónur en hér á Akranesi er verðið helmingi lægra eða kr. 500 á hvert stykki. Magni Ragnarsson er einn þeirra manna sem skjóta rjúpu. Hann hefur fengið um 200 fugla í haust og er búinn að selja meginþorrann af feng sínum. Þessa dagana er verið að grafa fyrir nýju íþrótta- húsi á Fáskrúðsfirði. Slíkt þætti e.t.v. ekki fréttnæmt á Akranesi nema fyrir þá sök að húsið er byggt eftir teikn- ingum VT - Teiknistofunnar hf. og er á allan hátt sam- bærilegt íþróttahúsi IA á Jaðarsbökkum. Samsvarandi hús hefur einnig verið byggt í Þorlákshöfn. Keppnisfólk Sundfélags Akraness stendur í ströngu þessa dagana og um helgina er ein helsta keppni vetrarins, 1. deild Bikar- keppni SSÍ. Lið SA er núver- andi bikarmeistari og hefur því titil að verja. Keppnin hefst í Sundhöll Reykjavíkur kl. 20 annað kvöld og síðan aftur kl. 10 á laugardags- morgun. Á sunnudeginum hefst keppni kl. 12.30. Skagablaðið skorar á sund- áhugafólk að renna til Reykjavíkur um helgina og hvetja krakkana til dáða. Það verður fyllt upp í gryfj una eins fljótt og auðið er,“ sagði Sigurjón Skúlason, verktaki er Skagablaðið ræddi við hann í kjölfar frétt- ar um slysagildru við Heið- arbraut í síðasta blaði. „Við erum að skipta þarna um jarðveg og hefðum verið búnir að því hefði ekki kom- ið þessi frostakafli sem verið hefur síðustu daga. Um leið og almennilega hlánar og klakinn í gryfjunni hverfur göngum við í það að fylla þetta." Skagaleikflokkurínn fmmsýnir „Leíkinn um snilKngana vonlausu" á laugardag: .,Stemningin rosalega góð“ Skagaleikflokkurinn frumsýnir á laugardaginn verk William He iensens, Leikurinn um snillingana vonlausu, í leikstjórn Ingu Bjarna- son. Þetta er einhver viðamesta uppsetning leikflokksins á síðari árum því alls taka á milli 40 og 50 manns þátt í henni. ktemningin í hópnum er rosa- Klega góð,“ sagði Steingrímur Tangamenn lánlausir Lánið lék ekki við þá 40 starfsmenn Járnblendi- félagsins sem söfnuðu saman í stóran pott og tippuðu sl. laugardag. Þeir skiluðu inn rúmlega 9000 röðum en fengu „aðeins“ 11 rétta. Vonandi er að lánið fylgi þeim næst og framtak þeirra verði öðrum vinnustöðum hvatning til samskota. Stóri vinningurinn er handan hornsins. Guðjónsson, formaður Skaga- leikflokksins, er Skagablaðið ræddi við hann. „Þarna hefur myndast góður vinskapur á milli fólks sem í mörgum tilvikum þekktist alls ekki áður en æfingar hófust á verkinu.“ Æfingar undir stjórn Ingu Bjarnason hófust í byrjun október en það var þó ekki fyrr en um síðustu mánaðamót að hlutverkaskipan var endanlega frágengin. Þó nokkuð mörg ný andlit eru nú með í starfinu. Ný tónlist hefur verið samin við þetta verk Heiensens af Leifi Þórarinssyni, tónskáldi. Undan- farið hafa staðið yfir æfingar á henni með ellefu manna hljóm- sveit sem leikur á öllum sýning- um verksins. Leikurinn um snillingana von- lausu gerist í Þórshöfn í Færeyj- um í byrjun þessarar aldar. f fréttatilkynningu frá Skagaleik- flokknum segir m.a.: „Hann er fjölskrúðugur hópurinn sem birt- ist á sviðinu og persónusafnið spannar færeyskt samfélag allt frá hinum lægstu til hins hæsta. Menginþráðurinn er spunninn í kringum ævi og örlög fjögurra af snillingunum vonlausu, syni og sonarson veðrahörpusnillingsins Kornelíusar ísaksens." Sem fyrr segir verður verkið frumsýnt kl. 20.30 á laugardag. Önnur sýning verður á þriðj- udag, þriðja á miðvikudag og fjórða á föstudag. Framfeiðsla flæðilína hjá Þorgeir & Blert gengur vel og vekur víða atfiygli: Kanadamenn sýna áhuga Fulltrúar tveggja færeyskra fískvinnslufyrirtækja heimsóttu Þor- geir & Ellert hf. í síðustu viku með kaup á flæðilínum í huga. Þeir ferðuðust einnig til Akureyrar og skoðuðu flæðilínu frá Þ&E sem sett hefur verið upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Fyrirspum um flæðilínurnar hefur einnig borist frá Kanada að sögn Haraldar L. Haraldssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. araldur sagði í samtali við væri bjartsýnn á að samningar tækjust við Færeyingana. Þegar hefði verið sett upp flæðilína frá fyrirtækinu þar í landi og reynsl- an af henni verið góð. Hann kvað viðræður við Færeyingana standa yfir og að nokkur ástæða væri til bjartsýni. Haraldur sagði mikla vinnu fyrirliggjandi í ryðfríu stáli, eink- um í tengslum við flæðilínurnar, en nú færi í hönd daufasti tími skipaviðgerðum og við- haldi. Lítið væri um skip í við- haldi næstu vikuna en von væri á 3-4 skipum í desember. Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um bága stöðu skipasmíðaiðnaðarins. Haraldur sagði það athyglisverða stað- reynd, að á sama tíma og talað væri um 5-6 milljarða samdrátt í framkvæmdum í landinu á næsta ári, eftir að ljóst varð að ekkert verður af byggingu álvers, væri verið að ganga frá samning- um um smíði fiskiskipa erlendis fyrir 4-5 milljarða króna. Haraldur sagði þetta óneitan- lega horfa undarlega við, ekki síst vegna þess að þessar fram- kvæmdir væru að stórum hluta fjármagnaðar með fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum. Með því að færa þessar framkvæmdir inn í landið mætti vega upp að stórum hluta umræddan fyrirsjáanlegan samdrátt.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.