Skagablaðið


Skagablaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðid 3 Leiðrétting viðdagatal Sú meinlega villa er í af- mælisdagatalinu sem Skaga- blaðið gaf út í tengslum við 50 ára kaupstaðarafmæli Akraness á næsta ári, að stofndagur Lionsklúbbs Akraness er rangur. Hann er sagður 20. október 1956 en rétt dagsetning er 22. apríl. Beðist er velvirðingar á þessu. Þá er rétt að taka fram að þeir sögulegu punktar sem fylgja dagatalinu eru alls ekki tæmandi fyrir bæinn og var aldrei ætlað að vera það. Ekki er þar tilgreindur stofn- dagur allra félaga né heldur allra stærstu fyrirtækjanna. Ef gera hefði átt sögunni tæmandi skil hefði atriðalist- inn orðið allt of langur til að geta rúmast í því plássi sem honum er ætlað á dagatalinu. „L5ggustjama“áveikefhin Leikskólinn við Lerkigrund stóð fyrir skömmu fyrir Umferðarviku fyrir börn skólans. Þar unnu börnin í skólanum verkefni í tengsl- um við það sem þeim var kennt. Fyrir skömmu kom svo Pétur Jó- hannesson, lögregluþjónn í heimsókn og verðlaunaði teikningar barnanna með lögreglustjörnu. Meðfylgjandi myndir voru teknar er Pétur heimsótti hverja hinna þriggja deilda leikskólans. Nordia Ensemblen í Virtaminni annað kvöld: Tónlistarfélag Akraness efnir til tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni annað kvöld, föstudag, kl. 20.30. Á þessum tónleikum kemur fram hópur sænskra og íslenskra hljóðfæraleikara sem starfa saman í Svíþjóð. Hópurinn kallar sig Nordia Ensemblen. Aefnisskrá eru eingöngu verk eftir konur og heitir þessi dag- skrá „Dætur norðurljósanna". Pessir tónleikar verða nokkuð sérstæðir í sinni röð því með hópnum koma tveir ljósamenn sem sjá um að lýsa upp salinn eftir stemningu hvers verks. Þá verður og sérstakur kynnir á tónleikunum en á þessari stundu er ekki ljóst hver það verður. Tónleikarnir eru öllum opnir og eru aðgöngumiðar seldir við innganginn. Skólafólk fær sem fyrr sérstakan afslátt. (Fréttatilkynning) Lítill hluti muna sem seldur verður á basarnum. Hinn árlegi jólabasar heimilis- fólks að Dvalarheimilinu Höfða verður á laugardaginn frá kl. 14 - 15. Undirbúningur fyrir basarinn hefur staðið linnulítið að undan- förnu og margir komið þar við sögu. Nú sem fyrr er það heimilis- fólk og fólk í dagvist sem prjónar, málar á dúka, vefur, pússar og föndrar við sitthvað sem selt verður á basarnum. Undantekningalaust hefur allt það sem boðið hefur verið til sölu á basarnum selst upp á skömmum tíma. Það er því ekki að ófyrirsynju að fólk er hvatt til þess að vera tímanlega á ferðinni vilji það ekki missa af öllum þeim skemmtilegu munum sem boðið er upp á. <;Erasunísiv,n»i Til leigu geymsluhúsnæði, 150 — 200 nr iWánari upplýsingar í síma 12260. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir: Innritun fyrir vorönn 1992 Innritun nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir vorönn 1992 lýkur 5. desember næstkomandi. Sérstök athygli er vakin á meistaramámi fyrir iðnsveina: Allir sem Ijúka sveinsprófil 989 eða síðar þurfa að stunda nám í meistara- skóla til að fá meistararéttindi. Meistaranámið skiptist í 3 hluta: 1.16 einingar í almennu bóklegu námi. (sé þeim ekki lokið er nemendum meðal annars bent á öldungadeild eða nám utan skóla). 2. Rekstrar- og stjórnunargreinar (12 einingar). 3. Bóklegar faggreinar fyrir byggingargreinar og rafiðngreinar. Boðið verður upp á nám í rekstrar— og stjórnunargreinum meistaranámsins á vorönn 1992 fáist næg þátttaka. Umsóknir skulu berast skrifstofu Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Nánari upplýsingar um nám í skólanum má fá á skrifstofu og hjá námsráð- gjöfum í síma 12544. SKOLAMEISTARI er meira en merki FRAKKAR ÚLPUR SKYRTUR PEYSUR BUXUR JAKKAR biMi: ya-i^uu/ r SKÖLABRAUTl 91 AKRANESI^' Melka • (v)i aii n Min'sW'i ak

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.