Skagablaðið - 05.12.1991, Page 1

Skagablaðið - 05.12.1991, Page 1
Gissur Þór Ágústsson, formaður Húsnædisnefndar, um gerðardóminn í máli TGM og Akranesbæjan n Hvomgur getur hrósað sigrí :(( Skagablaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gissuri Þór Ágústssyni, formanni Húsnæðisnefndar Akraness, í kjölfar fréttar blaðsins um niðurstöðu gerðardóms í máli Trésmiðju Guðmundar Magnússonar gegn Akraneskaupstað í síðustu viku: Vegna umfjöllunar um nýfall- til 15. júlí 1990 um að skila því. inn gerðardóm og viðskipti Þessa dagsetningu stóðst verk- við Trésmiðju Guðmundar Magnússonar (TGM) og yfirlýs- ingar Emils Þ. Guðmundssonar vill undirritaður upplýsa eftirfar- andi varðandi umrætt mál: Afhendingardráttur 1. Þann 25. september 1990 samþykkti bæjarráð samhljóða á fundi sínum að svipta verktaka verkinu, enda voru bæjarráðs- menn sammála um að við- skilnaður verktaka á íbúðunum væri ekki í samræmi við samn- inga, einnig voru sumir kaupend- ur að íbúðunum á götunni. Samkvæmt samningi við verk- taka átti verkinu að vera lokið þann 1. júní 1990 en verktaki hafði fengið viðurkenndan frest Nýr formaður stjómarSR Kri.stján Sveinsson hefur verið skipaður formaður stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins af Jón Sigurðssyni, iðnaðarráðherra. Skipan hans verður staðfest af Al- þingi í dag eða á morgun. Þar með er endi bundinn á þá „stjórnarkreppu“ sem ríkt hefur undanfarna mánuði í kjölfar þess að Eið- ur Guönason, fyrrverandi formaður, varð ráðherra. Sú regla hefur gilt að ráðherrar gegni ekki formannsstöðu hjá SR. Auk Kristjáns sitja í stjórn SR þau Ingi Björn Alberts- son, Steinunn Sigurðardóttir, Inga Harðardóttir og Friðjón Þórðarson. taki ekki frekar en aðrar sem hann hafði sett fram um verklok. Nánast allan þann tíma sem á verkinu stóð var TGM í deilum við undirverktaka sína, jafnvel svo að þeir lögðu niður störf og neituðu að halda áfram með verk sín nema fá greitt beint frá Hús- næðisnefnd Akraness, sem var samþykkt að hluta til, fyrst og fremst til að þoka verkinu áfram. Voru deilur þessar svo alvar- legar að þrír þessara undirverk- taka eru nú í málaferlum við TGM varðandi viðskipti sín um umrætt verk. Féll á formsatriðum 2. Niðurstaða gerðardóms varðandi mál þetta er vissulega vonbrigði fyrir bæjaryfirvöld, en niðurstaða dómsins að mati undirritaðs er byggð fyrst og fremst á tæknilegum túlkunar- atriðum. í dómnum segir meðal annars „Dómurinn lítur svo á að með tómlæti sínu hafi varnaraðili samþykkt að verklok skyldu vera 25. ágúst 1990“. Dómurinn byggir þessa niður- stöðu sína á þvf að verktaki hafi fengið að leggja fram á verkfundi athugasemdalaust eina af fjöl- mörgum verkáætlunum sínum, í það sinn með skilum á verkinu þann 25. ágúst 1990. Mönnum þótti ekki ástæða til á þessum tíma að taka afstöðu til þessarar verkáætlunar þar sem undir- verktakar voru ekki að störfum og höfðu ekki undirritað áætlun- ina. En þrátt fyrir það var sífellt verið að bóka á verkfundum hjá Húsnæðisnefnd að verkið væri ekki í samræmi við áætlun, of fáir menn að störfum og að loka- dagur verksamnings væri 15. júlí 1990. Þrátt fyrir þessar bókanir sá dómurinn ástæðu til að dæma riftunina ólögmæta. Það er skoðun undirritaðs að ef öll formsatriði hefðu verið uppfyllt og verktaki verið sviptur verkinu þegar Húsnæðisnefnd lagði það til við bæjaryfirvöld í júní 1990 hefði niðurstaða dóms- ins orðið önnur. Jafnframt má benda á þáð að ef TGM hefði staðið við sína eigin verkáætlun (þá síðustu sem lögð var fram) með verkskil þann 25. ágúst 1990 hefði að sjálfsögðu ekki komið til riftunar eins og raunin varð á þann 29. september 1990 en þá voru íbúðirnar ekki tilbúnar og miklar vanefndir utandyra. Ósannar yfirlýsingar TGM 3. Yfirlýsingar TGM um 14 milljóna greiðslur bæjarins vegna þessa máls eru ósannar. Hið rétta er að bærinn var dæmdur til að greiða TGM kr. 1.145.778 í aukaverk ásamt dráttarvöxtum að upphæð kr. 736.824 svo og hluta í kostnaði við gerðardóm, kr. 1.373.277, og endurgreiða það geymslufé sem verktakinn átti inni hjá framkvæmdaraðila, kr. 2.598.914. Að sjálfsögðu er lögfræðikostnaður málsaðila þessu til viðbótar en hvor aðili þarf að standa straum af þeim kostnaði fyrir sig. Ljóst má vera að hvorugur að- ili getur státað sig af sigri. Báðir aðilar hafa af því nokkurn kostnð og er það umhugsunar virði fyrir málsaðila varðandi viðskipti sín í framtíðinni. Aðdragandi samnings við TGM 4. Nauðsynlegt er gera grein fyrir aðdraganda þess að Hús- næðisnefnd Akraness samdi við TGM um umrætt verk. Sam- kvæmt lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins skal að öllu jöfnu taka lægsta tilboði í verk sem í eru félagslegar íbúðir. Að öðrum kosti fjármagnar framkvæmdar- aðili mismuninn. Þegar Húsnæðisnefnd stóð frammi fyrir því að TGM var lægstbjóðandi voru ekki önnur ráð en að reyna að tryggja það sérstaklega að skil verktaka væru eðlileg á verkinu. Krafist var aukatryggingar frá verktaka um 5% þannig að verktrygging verk- taka var í heild 15% Þessarar tryggingar var krafist vegna reynslu Akraneskaupstað- ar af umræddum verktaka. Má þar á meðal nefna að nauðsyn- legt var að taka verk af TGM við framkvæmdir raðhúsa við dvalar- heimilið Höfða, svo og að verk- taki skilaði íbúðum sem þáver- andi stjórn verkamannabústaða keypti af TGM, á annað ár of seint með tilheyrandi óþægind- um fyrir væntanlega kaupendur. í ljósi þessara fyrri viðskipta svo og efasemda Húsnæðisnefnd- ar um verktakann komu þessi skil hans undirrituðum ekki á óvart frekar en ummæli Emils Þórs Guðmundssonar í fjölmiðl- um nú undanfarið. Lýsa þau um- mæli framkomu og vinnuháttum forsvarsmanna Trésmiðju Guð- mundar Magnússonar og eru ekki svara verð að mati undirrit- aðs. Að endingu vill undirritaður taka fram að um frekari greinar- skrif verður ekki að ræða af hans hálfu varðandi mál þetta.“ Verelunarmannafélag Reykjavikur kaupir 10 sumarbústaði af Trésmiðjunni Akri: Samningur upp á 41,5 miflj. kr. Trésmiðjan Akur hefur undirritað samning við Verslunarmanna- félag Reykjavikur um smíði á 10 sumarbústöðum sem afhendast eiga í maí á næsta ári. Samningurinn hljóðar upp á 41,5 milljón króna og er að sögn Stefáns Teitssonar, framkvæmdastjóra Akurs, einhver sá stærsti sem fyrirtækið hefur gert. Bústaðirnir, sem hver um sig til lokaðs útboðs á meðal fjög- eru 50 fermetrar að stærð, urra framleiðenda sumarhúsa og verða settir niður í landi Mið- hreppti Akur hnossið. Litlu húsa í Biskupstungum. VR efndi munaði þó á Akri og þeim sem 4 Um næstur kom. Umsamið verð er því sem næst í samræmi við kostnaðaráætlun. Að sögn Stefáns kemur þessi samningur til með að leiða af sér fjölgun starfsmanna hjá Akri. Bæði er þar um smiði og ófag- lærða starfsmenn að ræða. Rekstur Akurs stendur í blóma um þessar mundir og nóg er um verkefni hjá fyrirtækinu. Auk sumarbústaðanna stendur fyrirtækið í byggingu 12 íbúða fyrir Búseta. Þá er Akur með innréttingar í nýbyggingu Höfða og er í vikunni að ljúka við inn- réttingar í Heilusgæslustöðinni. Auk þess hefur verið talsvert um verk fyrir utanbæjaraðila, þar sem Akur hefur tekið að sér hlut- verk undirverktaka. Þversnið af bústað eins og þeim sem VR hefur keypt af Trésmiðjunni Akri. Tvö blöð enn fyrir jól Skagablaðið vill vekja athygli lesenda sinna og auglýsenda á því að aðeins eiga eftir að koma út tvö blöð fyrir jól og þar með á þessu ári. Blaðið verður á ferðinni eftir rétta viku, 12. desember en jóla- blaðið, sem verður litprentað og a.m.k. 24 síður að stærð, kemur út miðvikudaginn 18. desember. Vakin er athygli á því að þeir sem vilja koma efni í jólablaðið þurfa að hafa skilað því af sér í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 13. desember. Auglýsingar þurfa að hafa borist í allra síðasta lagi á hádegi 16. desember.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.