Skagablaðið


Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 5
Skagablaðið Skaaablaðið Skagaleikflokkurinn hefur að undan- förnu sýnt verkið Leikurinn um snilling- ana vonlausu eftir William Heinsen. Ein- hverra hluta vegna hefur aðsóknin að þessu góða verki verið mjög dræm. Skagamenn fá þó lokatækifæri til þess að berja það augum á laugardagskvöld. Undirritaður varð þeirrar ánægju að- njótandi að sjá þetta verk sl. föstudags- kvöld. Aðstæður höguðu því þannig að hann komst ekki fyrr. Óhætt er að segja að sýninginn hafi hitt í mark. Leikarar skiluðu sínu með mikilli prýði, allir með tölu. Nokkrir þeirra vinna eftirminnilegan leiksigur með frammistöðu sinni í þess- ari sýningu, kannski enginn eins og Þór- hallur Jónsson. Vart er of djúpt í árinni tekið að segja að þessi uppsetning Skagaleikflokksins beri vott um mikið áræði. Verkið er langt — verður þó aldrei langdregið, þökk sé frammistöðu leikara og leikstjóra — og textinn er á köflum mergjaður. Auðvitað reynir misjafnlega mikið á leikarana eftir hlutverkum en þau sem bera hitann og þungann af textanum koma honum mjög vel til skila. Bjarni Jónsson skirfaði leikdóm um frumsýninguna í síðasta Skagablaði. Undirritaður getur heilshugar tekið undir þau orð hans, að þessi uppsetning sé í sjálfu sér dulítið kraftaverk. Ekki má gleyma tónlistinni, sem setur mjög mark sitt á leikinn. Svo mjög, að langt er síð- an undirritaður hefur heyrt tónlist falla jafn vel að verki og í þessari uppfærslu. Ástæða er til þess að hvetja Skaga- menn til þess að láta síðustu sýninguna ekki renna úr greipum sér. Uppsetningin er einkar vel heppnuð í alla staði; Skagaleikflokknum til sóma og bæjar- búum til ánægju og yndisauka í skamm- deginu. Undirritaður hafði það á orði, líkast til á þessum sama vettvangi fyrir réttu ári, að fjöldi sölufólks sem bankaði á hús- dyrnar kvöld eftir kvöld væri kominn langt fram úr því sem eðlilegt mætti teljast. Vart hefur liðið það kvöld í vikunni, að ekki hafi einhver bankað upp á til þess að selja hitt og þetta; lax, harðfisk, jóla- pappír,- skraut og -kort. Ekki er ætlunin að amast við sölu af þessu tagi, sem oft er í þágu góðs málefnis, heldur hinu að allir þurfi að berja að dyrum á sama tíma. Eitt kvöldið komu t.d. fjórir sölu- menn. Er ekki hægt að skipuleggja þetta eitthvað betur? Af hverju geta félög ekki tekið sig saman um að dreifa þessari sölu sinni á haustmánuðina í stað þess að hópast öll að á sama tíma árs, í sjálf- um jólamánuðinum þegar almenningur á fullt í fangi með að láta enda mætast þótt þetta bætist ekki við? Með betri skipulagningu mætti ná mun betri ár- angri á þessum vettvangi. Sigurður Sverrisson PP Nýjung í Akraneskirkju: ELDFUGLINH FLÝGUR! Hin frábæra hljómsveit Eldfuglinn skemmtir Skagamönnum á þrumudans- leik á laugardagskvöld, frá kl. 23 - 03. ■ FIMMTUDAGUR: Leifur Óskarsson, trúbador, skemmtir til kl. 01. ■ FÖSTUDAGUR: Diskótek frá kl. 23 - 03. Jólahlaðborð Byrjum með glæsilegt jólahlaðborð á morgun, föstudag. Tilvalið fyrir litla sem stóra hópa svo og einstaklinga sem viija lyfta sér upp í skammdeginu. Jóla- glöggin að sjálfsögðu á sínum stað! PANTIÐ TÍMANLEGA! Strompurinn býður ennfremur upp á lokkandi sérréttamatseðil og svo hinar Ijúffengu pizzur úr eldofni. ÞAÐ FER ENGINN í JÓLA- KÖTTINNÁ STROMPINUM! WLá Vinatta — traust Barngóður maður um þrítugt óskar eftir að kynnast stúlku á svipuðum aldri. Er ágætlega stæður og hef ýmis áhugamál. Er reglusamur. Trúnaði heitið. Svar sendist í pósthólf 170, 300 Akranesi, merkt „Vinátta —traust“ fyrir 15. desember. ENN ER TIMI TILAÐ SAUMA! ★ Kjólavelúr, dragtaefni, ullarefni í fjöl- breyttum litum. ★ Einnig jólaefni, gardínur, jóladúkar, löberar og handklæði. ★ Krakkar! Jólagjöfina fyrir pabba og mömmu fáið þið hjá okkur. S J Á U 3VI S T! NÝJA LÍNAN KIRKJUBRAUT 18 - SÍMI 11350 ,^Vftansöngur á aðventu“ Sú nýbreytni verður tekin upp vilja eiga kyrrláta stund í kirkj- í helgihaldi Akraneskirkju nú á aðventunni að alla fimmtudaga kl. 18.15 verður í kirkjunni helgi- stund sem nefnist „Aftanstund á aðventu.“ Fyrirhugað er að hver stund standi í um það bil 20 mínút- ur. Stundirnar verða byggðar upp á tónlistarflutningi, ritning- arlestri og fyrirbænum og einnig á almennum söng. Það er von þeirra sem að þess- um stundum standa, að þeir sem unni að loknum vinnudegi sjái sér fært að koma og taka þátt í helgihaldi aðventunnar. Fimmtudaginn 5. desember (í kvöld) verður orgelleikur. Fimmtudaginn 12. desember syngur Guðrún Ellertsdóttir að- ventusálma. Fimmtudaginn 19. desember syngja Dröfn Gunnarsdóttir, Helga M. Aðalsteinsdóttir og Unnur Arnardóttir nokkur að- ventulög í þrísöng. (Fréttatilkynning frá Akraneskirkju) LOKASYNEVG! Skagaleikflokkurinn verður með lokasýningu á „Leiknum um snillingana vonlausu11 eftir William Heinesen, laugardaginn 7. desember kl. 20.30. Leikstjóri: Inga Bjarnason Tónlist: Leifur Þórarinsson Miðasala í Efnalauginni Lísu og í Bíóhöllinni sýningardag frá kl. 19.00. Missið ekki afþessum menningarviðburði. Skaijjalciknokkiiriiui Hafirðu Tl smakkað víh - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! TONAFLOÐí Búnaðarbankanum Eftirtalda daga veröur boöið upp á tónlist í Búnaðar- bankanum, á milli kl. 14.00 og 15.00: Dagana 6., 13. og 20. desember: Skólahljómsveit Akraness. Dagana 10. og 17. desember: Nemendur Tónlistar- skóla Akraness. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Kirkjubraut 28 - Sími 12700 5 Iikið magn fata hefur borist í söfnunina sem Júgóslav- inn Luka Kostic og Svetlana, kona hans, hafa gengist fyrir til stuðnings stríðshrjáðum löndum sínum í Júgóslavíu. Skagablaðið leit inn til þeirra í fyrradag, þar sem þau hjón voru að koma reiðu á allt það magn sem borist hefur. Tekið verður á móti fötum í dag og á morgun frá kl. 18 -19. Athugasemd Viðar Magnússon, formaður Kaupmannasamtaka Vest- urlands, hefur óskað eftir að árétta það sem fram kom í leiðara Skagablaðsins í síðustu viku, að það séu ekki samantekin ráð kaupmanna að veita við- skiptavinum sínum ekki stað- greiðsluafslátt. Slíkt sé á valdi hvers og eins. Þessu er hér með komið á framfæri. Akraneskirkja Laugardagur 7. desember Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu Vinaminni, kl.13.00, í umsjón Axels Gústafssonar. Sunnudagur 8. desember Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sönghópurinn æfir í safnað- arheimilinu kl. 10.30. Myndasýnig. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Fermingarbörn aðstoða við framkvæmd guðþjónustunar. Vænst erþátttöku ferming- arbarna og forráðamanna þeirra. Aðventuhátíð kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Fjöl- breytt dagskrá. Einsöngur, Halldór Vilhelmsson og Guðlaug- ur Viktorsson, kórsöngur, almennur söngur, hljóðfæraleikur, upplestur. Ræðumaður Sturla Böðvarsson, alþingismaður. Fimmtudagur 13. desember Aftanstund á aðventu kl. 18.15, með tónlist, ritningarlestri og bæn. Einsöngur Guðrún Ellertsdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR B Akraneskaupstaður — Hafnarstjóri Auglýsing starfs hafnarvarðar Hér með er auglýst laust til umsóknar starf hafn- arvarðar viö Akraneshöfn. Laun samkvæmt kjara- samningum Akraneskaupstaöar og STAK. í starfinu felst daglegt eftirlit með starfsemi á vegum hafnarinnar, hafnsaga, eftirlit með hafnar- mannvirkjum, vigtun o. m. fl. Áskilið er að umsækjendur hafi skipstjórnarrétt- indi. Umsóknarfrestur er til 12. desember næstkom- andi. Upplýsingar um starfið veita yfirhafnarvörður í síma 93-11361 og hafnarstjóri í síma 93-11211. Hafnarstjórinn á Akranesi Akurnesingar! Við erum flutt að Kirkjubraut 4 Það er vandasamt verk og kallar á góða samstarfsaðila að byggja upp trausta arkitekta- og verkfræðiþjónustu. Árið 1991 höfum við notað til uppbyggingar á ýmsum sviðum og átt mjög gott samstarf við fyrirtæki og verslanir hér í bæ. Dæmi: Tölvur, hugbúnaður, húsgögn, rafbúnaður og -tæki, iðnaðarmenn og margt fleira. Verð og gæði eru sambærilegt við það besta. Höfuðborgin er spennandi að skoða en . . . sækjum ekki vatnið yfir lækinn. VT - TEIKNISTOFAN HF. KIRKJUBRAUT 4 - SÍMAR 11085 & 11785 LBhJ SlM111100 (SÍMSVARI) Lömbin þagna SÝND í KVÖLD (FIMMTU- DAG) KL. 23.15. BrdceWillis ifUDSON •ÍAWK Hudson Hawk Hann var frægasti inn- brotsþjófur í sögunni og nú verður hann að sanna það með því að ræna mesfu verðmætum sögunar. Meiriháttar grínmynd með Bruce Willis í aðalhlutverki, ásamt mörgum öðrum góð- um leikurum. SÝNDÍKVÖLDOGANN- AÐ KVÖLD KL. 21. Skjald- bökurnar 2 (Teenage Mutant Ninja Turtles 2) „Ninja Turtles" eru komnar aftur með meira grín og fjör en nokkru sinni fyrr. Myndin er að gera allt vitlaust erlend- is. Mynd fyrir alla fjölskyld- una. SÝND Á SUNNUDAG KL. 170G21 OG Á MÁNUDAG KL. 21.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.