Skagablaðið


Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Mikil meiðsli í liði Skaga- manna komu í veg fyrir að liðið næði að sýna sitt besta í fjölliðamóti í körfu sem fram fór í Stykkishólmi fyrir nokkru. Þrátt fyrir meiðsli fjögurra manna náðu Skagamenn að vinna tvo leiki af fimm. Þeir unnu Skalla- grím 53 : 44 og Snæfell 61 : 47. Þeir töpuðu hins veg- ar fyrir Njarðvík, 49 : 67, og Val, 36 : 59 og Þór, 52 : 56. Akurnesingar ganga í gegnum sannkallaða eldskírn við endurkomu sína í 1. deildina í knattspyrnu næsta vor. Þeir mæta fyrst KR og Val á útivelli og svo Fram á heimavelli. Erfiðari byrjun er varla hægt að hugsa sér. Skagamönnum hefur geng ið upp og ofan í keppni sinni í „B - liða“ deildinni svokölluðu. Þeir töpuðu, 31 : 36, fyrir B - liði Hauka á sunnudag. Sveinbjörn Ein- arsson skoraði 11 mörk í þeim leik. Þá töpuðu þeir 27 : 30 fyrir B - liði HK í síðustu viku. Þar skoraði Hjörtur Hjartarson 11 mörk. Þeir unnu hins vegar ÍH 27 : 26, á föstudag í fyrri viku. Fyrsta punktamót KSÍ í innanhússknattspyrnu í vetur fer fram hér á Akranesi á laugardag. Keppni hefst kl. 10 og lýkur með úrslitaleik kl. 19.30. Sextán lið mæta til keppni, öll 1. deildarliðin auk sex liða úr 2. deild. Skagamenn leika í riðli með KA, Fram og Grindavík. Tvær ungar sunddrottn- ingar, Margrét Guð- bjartsdóttir og Dagný Hauksdóttir, hafa báðar unn- ið sér rétt til þátttöku á Innanhússmeistaramóti ís- lands í sundi þrátt fyrir ung- an aldur. Margrét er fædd 1979 en Dagný 1978. Fátítt er að svo ungt sundfólk keppi á IMÍ. Elefu sundmenn frá Akranesi hafa þegar tryggt sér þáttökurétt á mótinu, sem fer fram síðar í vetur. Verðlaunahafar á Björgvinsmótinu í skák um helgina. Björgvinsmótid í skák um síðustu helgi: AmarogGuimarunnu Ágæt þátttaka var í Björgvins- mótinu í skák fyrir unglinga sem haldið var í annað sinn um helg- ina. Það voru bræðurnir Helgi og Björgvin Daníelssynir sem gáfu verðlaun til mótsins í minningu Björgvins, bróður þeirra, sem lést ungur. eppt var í tveimur flokkum eins og í fyrra. f eldri flokki sigraði Gunnar J. Scott með 5 vinninga. Annar varð Þórður Guðmundsson með 3 vinninga og í 3. sæti varð Kári Þór Matt- híasson, einnig með 3 v. í yngri flokknum sigraði Arnar Dór Hlynsson með 7 vinninga. Annar varð Reynir Leósson með 6 v. og þriðji Sæmundur Árnason með 5 v. Aðalþjálfarastarf Sundfélags Akraness: Tekur Ragga við? Flest bendir nú til þess að Ragnheiður Runólfsdóttir leysi Steve Cryer af hólmi sem aðal- þjálfari Sundfélags Akraness eft- ir að núgildandi samningur við Cryer rennur út um mánaðmótin ágúst/september á næsta ári. ð sögn Hafsteins Baldursson ar, formanns SA, hefur fé- lagið átt viðræður við Ragnheiði vegna þessa og á nánast aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Hugmyndin er að samhliða aðal- þjálfarastarfinu gegni Ragnheið- ur starfi framkvæmdastjóra fé- lagsins. Ragnheiður undirbýr sig nú af kappi fyrir Olympíuleikana í Barcelona á næsta ári. Hún hefur í hyggju að draga sig að mestu í hlé frá keppni eftir að þeim lýkur. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA —Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 l J Tryggvi Bjarnason, hdl. Símar 12770 og 12990 Vidtalstimar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eítir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. Réttingar og sprautun. BRAUTIN HI Dalbraut 16 S 12157 jgn —J TRÉSMÍÐI Hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 - Heimasími 12299 VÉLAVINNA Leigjum út flestar gerdir vinnu- SICílFI AIT v®^a' Önnumst jarðvegsskipti ,'U| 1ogútvegummöl sandog mold. Faxabraut 9 Q örUgg þjónusta. S 13000 Jaðarsbakkalaua Jaðarsbdkkdlaug er opin alTa virHa daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. MÁLALXCi Getum bætt \ið okkur vcrkcfhum í alliliða málningar- vinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð cða tíma\inna. UTBRIGÐI SF. Jaðarsbraut 5 S 12828 & 985-39119 ToppsæGð fyrir bí? Skagamenn fengu Ijótan skell gegn Hetti á Egilsstöðum í 1. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik á laugardag. Lokatölur urðu 84 : 65 heimamönnum í vil eftir að staðan hafði verið 45 : 26 í leikhléi. Vonir Skagamanna um efsta sætið í deildinni hafa dvínað verulega í kjölfar tveggja tapleikja í röð. kki þarf að hafa mörg orð um fyrri hálfleikinn á Egils- stöðum. Að skora ekki nema 26 stig í heilum hálfleik er afleitt í körfuknattleik. Skagamenn tóku sig á í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn í 10 stig um tíma. Síðan féll allt í sama farið aftur og heimaliðið sigldi fram úr. Jón Þór Þórðarson skoraði 18 stig fyrir ÍA í þessum leik, Garð- ar Jónsson 17, Jóhann Guð- mundsson og Eric Rombach 8 stig hvor og Egill Fjeldsted 7. I leiknum gegn ÍR um fyrri helgi, sem Skagamenn töpuðu 77 : 100, skoraði Eric 27 stig, Jón Þór 16, Garðar og Heimir Gunn- laugsson 12 stig hvor. Skagamenn mæta Keilufélagi Reykjavíkur hér heima annað kvöld kl. 20.30. Þetta er síðasti heimaleikurinn fyrir jól. Keilu- félagið er langlakasta liðið í deildinni að flestra mati. Guðbjörn Tryggvason Getraunahaukurinn Guðbjörn Tryggvason var hætt kominn um helgina er hann mætti Sigþóru Ársælsdóttur. Það var ekki fyrr en í næstsíðasta leik seðilsins að hann tryggði sér jafntefli. Bæði fengu þau 7 lciki rétta. au Guðbjörn og Sigþóra verða því að mætast á nýjan leik til þess að fá fram úrslit. Guðbjörn er þegar með annan fótinn í úrslitakeppninnni sem hefst um miðjan janúar en nái Sigþóra 9 réttum um helgina eða meira þarf að grípa til útsláttarkeppni á milli þeirra sem eiga möguleika á sæti þar. Karl Þórðarson er einn öruggur, náði 10 réttum í haust en þrír aðilar hafa náð 9 réttum. Aston Villa — Manch. City Sigþóra Guðbjörn 1 2 X Everton — West Ham 1 1 Luton Town — Leeds Utd. 2 2 Manch. Utd. —Coventry 1 1 Norwich — Crystal Palace 1X2 X2 QPR — Sheff. Utd. 1 IX Sheff. Wed. —Chelsea 1 1 Southampton — Liverpool 2 2 Tottenham — Notts County 1 1 Wimbledon — Oldham 1 IX Midlesbrough — Swindon Town IX 1 Watford — Derby County 1 2 X2 Wolves — Sunderland 1 2 1X2 Skagamenn stóðu sig vel á fjölliðamóti í minni bolta sem fram fór um fyrri helgi. Þeir léku í B - riðli og unnu sig upp í A- riðil með sigri á Val, 34 : 31, og Haukum, 32 : 30. Þeir töpuðu hins veg- ar fyrir ÍR, 40 : 56. Glæsileg- ur árangur engu að síður. Magnús Kristjánsson, fyrrum markvörður Skagamanna í knattspyrn- unni og þjálfari liðsins, fékk fyrir skömmu afhent gull- merki KSÍ á 70 ára afmælis- degi sínum. Það var Jón Gunnlaugsson, sem á sæti í stjórn KSÍ, sem afhenti Magnúsi gullmerkið. Fanta - mótið í knatt- spyrnu 6. flokks hefur á liðnum árum reynst góð tekjulind. Svo var einnig í ár þvi aðstandendur mótsins hafa afhent Knattspyrnufé- lagi ÍA kr. 1.225.000 í mann- virkjasjóð félagsins. Þessir fjármunir koma sér vel við þá miklu uppbyggingu sem nú ^tendut^fiijUefingasvæðim^

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.