Skagablaðið


Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 10
Skagablaðid Hjálmar Þorsteinsson opnaði sl. laugardag sýn- ingu á verkum sínum í Greve Center ásamt Ivan Dyhr- berg. Sýningunni lýkur þann 14. desember. Nóg er að gera hjá Hjálmari og hann opnar aðra sýningu í City galleríinu í Kaupmannahöfn innan tíðar. Þá á Hjálmar eitt verk í listaverkahapprdætti danska seðlabankans. Hann sýndi þar fyrr á árinu við góðar undirtektir. Br t rotist var inn á sorp- 'hauga bæjarins um helg- ina og verulegt tjón unnið þar á traktorsgröfu. Tilkynnt var um skemmdirnar um kl. 14 á sunnudag en unnið var á haugunum til kl. 19 kvöldið áður. Brotnar voru tvær rúð- ur í gröfunni, leiðslur slitnar úr sambandi og stjórnstangir brotnar. Lásinn á hliðinu að haugunum hafði verið brot- inn upp og þannig komist inn á athafnasvæðið. Lögreglan er með þetta mál til rann- sóknar. Jakob Halldórsson, kvik- myndagerðarmaður frá Akranesi, vann fyrir skömmu til 1. verðlauna fyrir stuttmynd sem hann hefur gert á stuttmyndahátíð í Buffalo í New York ríki. Verðlaunin sem Jakob fékk voru fyrir nýstárlegan stíl og myndmál, þ.e. klippingu á mynd og hljóði. Skagamenn hrukku marg- ir í kút á þriðjudags- morgun er þeir sáu Morgun- blaðið á forstofugólfinu. Bæjarbúar mega eftirleiðis eiga von á því að fá Moggann sinn á sama tíma og höfuð- borgarbúar, þ.e. frá kl. 7 - 8 á morgnana. Stofnað hefur verið félag um þessa þjón- ustu. Petta félag sér um að koma Mogganum til Skaga- manna og Borgnesinga, þar sem umboðsmenn blaðsins sjá síðan um að koma því til lesenda áður en þeir fara til vinnu. Mogginn stendur því loks undir nafni sem morgun- blað. Togarinn Skipaskagi var seldur frá Akranesi fyrir 120 milljónir króna á fimmtu dag í síðustu viku. Kaupandi skipsins er Valdimar hf. í Vogum. Skipinu fylgir nokk- ur hundruð tonna kvóti; karfi, ufsi og ýsa. Skipaskaga var lagt í haust í kjölfar kvótaskerðingarinnar. „Við erum mjög sáttir við þessa sölu,“ sagði Sturlaugur Stur- laugsson hjá Haraldi Böðv- arssyni hf., er Skagablaðið ræddi við hann. Skipaskagi er 293 brúttólesta skip. Á þriðja hundrað manns sótlu fund um málefni unglinga í siðustu viku: .Styrkur að reynslu annana“ Konurnar á Höfða eru ekki neinir eftirbátar karlanna þar á tíksu- sviðinu. Pær héldu sýna tískusýningu á miðvikudaginn í síðustu viku og sýndu þar föt frá versluninni Drangey. Sýningu þeirra var vel tekið eins og hjá körlunum enda tóku þær sig vel út. Sýningardöm- urnar heita Bjarney Hagalínsdóttir, Lilja Ingimundardóttir og María Njálsdóttir. Þessari mynd var smellt af þeim áður en þær hófu sýning- Um 2000á Tónatorgi Talið er að um eða yfir 2000 manns hafi sótt Tónatorgið, markaðstorgið sem Tónlistarfé- lag Akraness gekkst fyrir sl. Hinn „látni“ reyndist vera gína íbúi við Sunnubrautina hrökk í kút um helgina er hann taldi sig sjá látinn mann í námunda við hús sitt. Þegar betur var að gáð reyndist „sá látni“ vera gína, sem stolið hafði verið úr glugga versl- unarinnar Piccadilly. Tilkynnt hafði verið um stuld gínunnar snemma á fimmtu- dagsmorgni. Hafði gluggi í versl- uninni þá verið brotinn, gínunni stolið svo og fötunum sem hún bar. Fötin voru hins vegar á bak og burt þegar gínan fannst, svo og báðir handleggir hennar. Lögreglan hefur málið til rann- sóknar. laugardag. Um 30 aðilar seldu þar ýmis konar varning. A meðal þeirra var einn aðili úr Reykjavík sem frétt hafði af uppákomunni fyrir tilviljun. Lárus Sighvatsson, formaður félagsins, sagðist í samtali við Skagablaðið vera himinlifandi með þær móttökur sem þessi nýj- ung hefði fengið. Lárus sagði jafnframt að stefnt væri að því að efna til annars sambærilegs markaðsdags ef áhugi reyndist fyrir því. Akvörðun þar að lút- andi hefði hins vegar ekki verið tekin. Þótt foreldrar á Akranesi séu ekki hlynntir því á neinn hátt að börn þeirra neyti áfengis ber þeim saman um að þeir geti sætt sig við að fyrsta reynsla ungling- anna af áfengi sé við 16 - 17 ára aldur, eða um það leyti sem þeir fara í framhaldsskóla. Þetta er niðurstaða af mjög fjölmennum fundi um málefni unglinga, sem haldinn var í matsal Haraldar Böðvarssonar hf. á miðvikudags- kvöld í síðustu viku. Geysilegt fjölmenni sótti fund inn eða á þriðja hundrað manns. Andrés Ragnarsson, sál- fræðingur við Unglingaheimili ríkisins, flutti þar mjög fróðlegt erindi og kom inn á flest þau vandamál sem mæta unglingum og foreldrum þeirra á viðkvæmu þroskaskeiði. „Þessi mikli fjöldi kom okkur gersamlega í opna skjöldu,“ sagði Elís Þór Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akraneskaupstaðar, sem stóð að fundinum ásamt Sólveigu Reyn- isdóttur, félagsmálafulltrúa. „Ég er þess fullviss að fundurinn hjálpaði mörgum foreldrum við að taka á þeim vandmálum sem þeir hafa mætt með sína ungl- inga. Það var þeim örugglega styrkur að heyra af reynslu ann- arra foreldra. Þessi mál eru nefnilega ekki svo mikið rædd Hvert sæti í matsal HB hf. var skipað á fundinum um málefni unglinga. alla jafna,“ sagði Elís Þór. Eftir erindi Andrésar var fund- argestum skipt upp í 12 vinnu- hópa. Tvær spurningar voru lagðar fyrir þá alla. Önnur var á þá leið hvenær foreldrar teldu ásættanlegt að unglingar hefji neyslu áfengisneyslu. Hin sneri að útivistartíma unglinga. Þegar hefur verið vikið að svörum við spurningunni. Hvað varðar útivistartímann töldu for- eldrar eðlilegt að unglingar kæmu heim kl. 22.30- - 23.00 virka daga, á miðnætti á föstu- dögum og síðan klukkustund eft- ir að auglýstum skemmtunum á vegum viðurkenndra aðila lyki. Dansleikjum um helgar lýkur kl. 00.30. Elís Þór sagði það hafa komið á óvart hversu keimlík svör vinnuhópanna voru því þeir hefðu ekkert samráð haft sín á milli. Augljóst væri á svörunum að skoðanir foreldra væru mjög svipaðar í þessum málum. Hann sagði vonir standa til þess að hægt væri að gefa niðurstöður fundarins út og dreifa til foreldra næsta haust. Skagablaðið hefur verið beðið um að koma á framfæri þakklæti til fundarboðenda fyrir að koma fundinum á og er það gert hér með. Eins og sjá má var margt um manninn á Tónatorginu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.