Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1992, Síða 1

Skagablaðið - 09.01.1992, Síða 1
Ragga Rur, „Iþrótta- maðurársins 1991“ Ragnheiður Runolfsdóttir var í síðustu viku kjörin „íþrótta- maður ársins“ af íþróttafrétta- mönnum eins og rækilega hefur verið tíundað í fjölmiðlum síð- ustu dagana. Hún bætti svo enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn á mánudagskvöld er hún var út- nefnd „Iþróttamaður Akraness“ í sjötta sinn á síðustu sjö árum. ví miður var hún farin af landi brott þegar kjörið var kunngert en það kom í hlut for- eldra hennar að taka við verð- laununum í hennar stað. Ragn- heiður hlaut yfirburðakosningu í báðum tilvikum. Hún hlaut 310 stig af 380 mögulegum í fyrra kjörinu en hér heima hlaut hún fullt hús stiga, 100 af 100 mögu- legum. Ragnheiður er aðeins önnur konan í sögunni til að hljóta titil- inn „fþróttamaður ársins" og jafnframt annar Akurnesingur- inn til að hljóta þessa útnefn- ingu. Guðjón Guðmundsson, sundkappi, hlaut titilinn árið 1972. — Sjá nánar á bls. 5 í blaðinu í dag. Frá vinstri Sigurður Ragnarsson í Blikkverki, þá Eggert Benedikt, Jón H., Porsteinn og loks Jón G. með rykmœlibúnaðinn ósamsettan að hluta og hlífðarkassana fyrir framan sig. Á myndina vantar Hjört. Ragnheiður hampar bikarnum glœsilega sem fylgir nafnbótinni „íþróttamaður ársins“ á heimili foreldra sinna í síðustu viku. Starfsmenn Islenska jámblendifélagsins hanna og smíða einstæðan rykmælibúnað: Starfsmenn íslenska járn- blendifélagsins hafa undanfarin misseri unnið að þróun og hönn- un á búnaði sem mælir þéttleika ryks í útblæstri kísiljárnsofns. Sýnt hefur verið fram á beint samspil á milli rykmagns og rekstrarhagkvæmni ofnins. Minna ryk leiðir af sér hagkvæm- ari rekstur. Tækið, sem byggir á notkun leysigeisla við mæling- una, hefur þegar verið selt í nokkrum eintökum til Noregs. ggert Benedikt Guðmunds- son, rafmagnsverkfræðing- ur, er einn þeirra starfsmanna ís- lenska járnblendifélagsins sem unnið hefur að tilraunum og þróun á þessum búnaði. Hann sagði í samtali við Skagablaðið, að sú hugmynd að mæla rykmagn væri margra ára gömul. Hins vegar hefði það ekki verið fyrr en á árinu 1989 að farið var að vinna skipulega að því að hanna búnað sem nýst gæti til þessara mæ- linga. „Ástæða þess að við fórum út í það að reyna að þróa okkar eigin búnað var sú að ekki voru til neinir mælar á markaðnum sem hentuðu þeim aðstæðum sem við búum við. Flestir voru þess eðlis að þær mældu rykmagn í reyk sem búið var að sía. Svona tæki þarf að geta gefið okkur upplýs- ingar jafnharðan, áður en rykið er síað úr reyknum, og það var einfaldlega ekki til. Pví réðumst við í það að hanna það.“ Tækið sem þeir Grundartanga- menn hafa þróað og hannað mælir þéttleika ryks í útblæstri frá ofninum. Til jress er notaður leysigeisli. Komið er fyrir tækja- búnaði sitt hvoru megin á reyk- háfnum og borað gat á hann. Geislanum er skotið í gegn og við hinn endann er tæki sem mælir útkomuna. Geislinn hefur þá eiginleika að hann getur mælt mjög rykmettaðan reyk. Því hef- ur tækið reynst mjög vel við að- stæður eins og þær sem eru við kísiljárnvinnslu að Grundar- tanga. „Markmiðið með þessum til- raunum er fyrst og fremst það að auka hagkvæmni í rekstrinum. Eftir því sem minna ryk fer út fer minna hráefni til spillis,“ sagði Eggert. Auk Eggerts hafa margir starfsmenn íslenska járnblendi- félagsins lagt hönd á plóginn við þróun og hönnun þessa mælibún- aðar. Má þar m.a. neína Jón Gunnlaugsson, véltæknifræðing, Hjört Gunnarsson, rafmagns- tæknifræðing og eðlisfræðingana Jón Hálfdanarson og Þorstein Hannesson. Samvinna hefur ver- ið við Raunvísindastofnum há- skólans um þetta verkefni. Samið hefur verið við Blikk- verk sf. hér á Akranesi um smíði kassa utan um búnaðinn og lauk Eggert miklu lofsorði á handverk starfsmanna Blikkverks. Banastys í fyrrakvöld Banaslvs varö a AManesatlegg].u;mum skammt utan bæjar- markanna, um kl. 18.30 í fyrrakvöid. Þar rákust saman lítil fólksbifreiö og pallbifreíð, sem kom m gagnstæðri átt Falið er aö ökumaðut fólksbifreiðarinnat hai'i látist samstundis við árekstur- inn, sem varð mjög harður. Ökumaður pallbifrciðarinnar slasað- Fyrsta barn ársins á fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness reynd- ist sveinbarn frá Skálpastöðum I í Borgarfirði. Það fæddist að morgni 3. janúar. Litli guttinn var 3540 grömm að þyngd og 52 sm að lengd. Foreldrar eru Hildur Jósteinsdóttir (t.v. á mynd) og Bjarni Guðmundsson. Síðar sama dag kom fyrsti Skagamaður ársins í heiminn. Það kom í hlut þeirra hjóna Steinunnar Sigurð- ardóttur (t.h. á mynd) og Bjarna Vésteinssonar að leggja hann til. Þeim fæddist stúlka, 3545 grömm að þyngd og 53 sm að lengd.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.