Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 4
4 Skaqablaðið___________Skaqablaðið Akraneskaupstaðar fagnar því á þessu ári að fimmtíu ár eru liðin frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Framundan eru hátíðahöld af ýmsu tagi, öll til þess fallin að minna okkur á afmælið með einum eða öðrum hætti. M.a. er von á forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, í opinbera heimsókn á árinu. Fimmtíu ár eru kannski ekki svo ýkja langur tími í sögu bæjarfélags. En um það geta þeir vitnað, sem muna vel eftir árinu 1942, að æði margt hefur breyst á Akranesi frá þeim tíma. Á fimmtíu árum hafa Akurnesingar eign- ast myndarlegt sjúkrahús, stórkostleg uppbygging hefur verið við höfnina, skólabyggingar hafa risið svo og sem- entsverksmiðja. Fjöldi verslana og þjón- ustufyrirtækja hefur hafið starfsemi svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þá er ótalin öll sú almenna uppbygging sem átt hefur sér stað í bænum svo og útþensla bæjarins og fjölgun íbúa. Mikil og ör þróun átti sér stað allt fram til 1980 eða þar um bil. Undanfarin 10 ár eða svo hefur gætt ákveðinnar stöðnunar. Þetta á reyndar ekki aðeins við um Akranes heldur víðast hvar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir þungan róður í atvinnulífinu síðustu árin hefur íbúum hér fækkað lítið, mun minna en víða annars staðar. í sumum tilvikum hefur það komið til af einskærri tryggð við byggðarlagið og trú á það en í öðrum af þeirri einföldu ástæðu að menn hafa verið bundnir átthagafjötrum og ekki getað selt húseignir sínar. vinlega er það svo, að það skiptast á skin og skúrir. Allra síðustu árin hafa einkanlega verið þung í skauti. Síðari hluta nýliðins árs tók þó að rofa til og atvinnuástand í lok ársins var betra en oft áður. Barlómur hefur um allt of langa hríð einkennt landsbyggðarfólk. Vanmetakennd gagnvart þenslunni á Reykjavíkursvæðinu hefur verið áber- andi. Skagamenn hafa sem betur fer að stærstum hluta hætt þessum barlómi, hert upp hugann og horft fram á við. Lausn vandamálanna fæst ekki með því að sitja með hendur í skauti og hrópa á hjálp. Undirritaður hefur enn ekki hitt þann Akurnesing sem ekki er tilbúinn að takast á við nýhafið ár fullur bjartsýni og áhuga. Auðvitað vitum við að öll él birtir upp um síðir. Verði vand- amál á vegi okkar leysum við þau sjálf. Innilegar hamingjuóskir með afmælis- árið bæjarbúar. Árið 1992 á eftir að verða merkisár í sögu Akraness. Undir- ritaður hefur þá trú að þessa árs verði minnst fyrir það að blaðinu var snúið við, blásið til sóknar eftir langvarandi varnarbaráttu. Leggjumst öll á eitt um að gera árið að samfelldum viðburði sem verður í minnum hafður. Sigurður Sverrisson Stórleikur í bikarkeppni KKI annað kvöld: „Geysilega steHct“ - segir Eric Rombach um meistaralið Njarðvfkinga „Það er alveg Ijóst að það er við ofurefli að etja i þessum leik en við getum ekki gert annað en að gera okkar besta,“ sagði Eric Rombach, þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik, er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni um bikarleik Skagamanna gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkinga hér heima kl. 20 annað kvöld. Eftir mjög góða byrjun liðsins hlutunum og ekki komast upp í 1. deildini, þar sem fyrstu með að valta yfir Skagamenn. „Það er alveg ljóst að Njarð- víkurliðið er geysilega sterkt. Sextíu stiga sigur á Skallagrími fyrir stuttu sýnir betur en nokkuð annað styrkleika liðsins. Þessi leikur er hins vegar kærkominn fyrir okkur. Þarna fáum við sem andstæðing eitt besta lið landsins og getum því vel metið styrkleika okkar út frá því.“ Óhætt er að segja að leikurinn á morgun sé einhver mesti við- burður í körfuknattleikssögu bæjarins. Ár og dagur er síðan jafn sterkt lið hefur sótt Skaga- menn heim. Það er því full ást- æða til þess að brýna körfuknatt- leiksunnendur til þess að fjöl- menna í íþróttahúsið annað kvöld og sjá Skagamenn etja kappi við eitt besta lið landsins. ■í 1. deildini, þar sem fyrstu fimm leikirnir unnust, hefur hall- að mjög undan fæti í síðustu leikjum og liðið tapað fjórum sinnum í síðustu sex viðureign- um. „Það er erfitt að benda á ein- hverja eina skýringu á þessu slaka gengi okkar. Þarna kemur margt til, fyrst og fremst skortur á aga á meðal leikmanna og áhugaleysi. Úthaldsleysi hefur einnig hrjáð suma leikmenn okk- ar í leikjunum. Stundum finnst mér ekki laust við að strákarnir ofmeti eigin getu. Það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Eric. Hvað varðaði leikinn á morg- un sagði hann markmið númer eitt að láta meistarana hafa fyrir Þátttakendur á Bárumótinu ásamt aðstandendum mótsins, þjálfara og forráðamönnum Sundfélags Akra- ness. Bámmótið - vel heppnað sundmót þeirra yngstu: „Skemmlilegt mót í alla staði" „Þetta var skemmtilegt mót í alla staði, þar sem 35 ungir sund- menn Sundfélags Akraness öttu kappi, sagði Steve Cryer, aðal- þjálfari Sundfélags Akraness um Bárumótið í sundi sem haldið var á milli jóla og nýárs. Helgi Daníelsson gaf öll verðlaun til mótsins til minningar um systur sína, Báru Daníelsdóttur. Rut Sigurmonsdóttir, Inga Magný Jónsdóttir og Anna Björk Erlingsdóttir hlutu allar hver um sig tvenn gullverðlaun og þær Jóhanna Sveinbjörnsdótt- ir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ein verðlaun hver. „Mót af þessu tagi gerir krökkum, sem sjaldan eiga þess kost á að vinna til verðlauna þeg- ar allir þeir bestu eru á meðal keppenda, kleift að næla sér í verðlaun og kærkomna hvatn- ingu um leið. Þetta er frábært fyrir ungu krakkana,“ sagði Cry- er og bað um að sérstöku þakk- læti yrði komið á framfæri til Helga Daníelssonar fyrir framlag Ragnheiður RunóHsdóttir sundkona kjórin „iþróttamaður ársins11 og „iþróttamaður Akraness": „Þetta er tvímælalaust toppurinn“ Áramótin fengu óvænta framlengingu á Akranesi þegar Ragnheið- ur Runólfsdóttir, sundkonan snjalla, var kjörin íþróttamaður ársins 1991 sl. fímmtudag. Ragnheiður hlaut yfírburðakosningu, hlaut 310 atkvæði af 380 mögulegum. Ragnheiður, sem hélt utan til Bandaríkj- anna að nýju á föstudag eftir jólaleyfí, sneri heim til Akraness rétt fyrir miðnætti eftir kjörið. Tugir manna biðu hennar við heimili for- eldra hennar, kveiktu á blysum og skutu upp flugeldum til þess að fagna kjörinu. Ragnheiður bætti svo um bet- ur á mánudagskvöld er hún hlaut útnefningu sem „íþrótta- maður Akraness 1991.“ Þetta var í sjötta sinn á sl. sjö árum sem hún hlýtur þessa nafnbót. Verð- launin sem fylgja nafnbótinni eru stórglæsilegur bikar sem Helgi Daníelsson og ættingjar Frið- þjófs bróður hans, gáfu. Er leit- un að jafn glæsilegum grip. Það var Ragnheiður Gísladóttir, móðir Ragnheiðar, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd. Átta íþróttamenn kepptu um nafnbótina að þessu sinni. Auk Ragnheiðar voru það þau Brynja Pétursdóttir (badminton), Búi Örlygsson (handknattleikur), Arnar Gunnlaugsson (knatt- spyrna), Þórður Emil Ólafsson (golf), Jón Árnason (hestaíþrótt- ir), Dagur Þórisson (körfuknatt- leikur) og Jón Ingi Þorvaldsson (karate). „Þessar móttökur komu mér algjörlega í opna skjöldu en voru engu að síður stórkostlegar,“ sagði Ragnheiður er Skagablaðið ræddi við hana við heimkomuna. „Þetta er tvímælalaust toppurinn á mínum íþróttamannsferli,“ bætti hún við. Ragnheiður sagði að þessi út- nefning væri henni ótvíræð hvatning á síðasta ári hennar í keppni á meðal hinna bestu. „Auðvitað eru margir kallaðir til hverju sinni en aðeins einn útval- inn. Ég var svo heppnin að hljóta hnossið að þessu sinni en ég tel að ég sé ágætlega að þessu kjöri komin án þess ég vilji vera að hreykja mér hátt.“ Ragnheiður leggur stund á íþróttalífeðlisfræði við háskól- ann í Alabama og lýkur prófum þaðan í vor. í kjölfarið taka svo Olympíuleikarnir í Barcelona við en að því loknu ætlar hún að hætta keppni og snúa sér að þjálfun. Hún hefur þegar gengið frá samningi við Sundfélag Akra- ness þar að lútandi. Tekur við í haust eftir að samningur félags- ins við Steve Cryer rennur út. Við komuna til Akraness af- henti Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Ragnheiði 100 þúsund króna ávísun auk minningspenings sem gefinn er út í tilefni 50 ára kaup- staðarafmæli Akraness. Formað- ur íþróttabandalags Akraness, Magnús Oddsson, færði henni einnig 100 þúsund króna ávísun. Henni bárust einnig blóm, heilla- óskir og kveðjur í tilefni dagsins. „Þessar gjafir eru stórkostleg- ar og í rauninni hefði það alveg nægt mér að sjá allan þennan fjölda taka jafn innilega á móti mér og gert var. Mér er efst í huga innilegt þakklæti til allra sem stutt hafa mig með ráðum og dáð á liðnum árum og ég vonast til þess að þetta kjör staðfesti að sá stuðningur hefur ekki verið til einskis. Nú finnst mér ég loksins hafa gefið öllum velunnurum mínum eitthvað á móti,“ sagði Ragnheiður. Gísli Gíslason, bœjarstjóri, afhenti Ragnheiði 100 þús. kr. ávísun í til- efni kjörsins og minnispening í tilefni 50 ára afmœlis bcejarins. Ragnheiður Gísladóttir, móðir Ragnheiðar Runólfsdóttur, tekur við bikarnum glœsilega sem fylgir nafn- bótinni „íþróttamaður Akraness. “ Vinstra megin við hana er Helgi Daníelsson en hœgra megin er Friðþjóf- ur Firðþjófsson, bróðursonur Helga. Saifur hf Stórleikur í bikarkeppni KKÍ á Akranesi: ÍA — Njarðvík íþróttahúsinu við Vesturgötu föstudaginn 10. janúar kl. 20.30 AKurnesingar! Komið og sjáið eitt allra besta KörfuKnatt- leiKslið landsins etja Kappi við hið unga og efnilega lið 5Kagamanna. TeKst Eric Rombach og félögum í SKagaliðinu að standa uppi í hárinu á Örlygsbræðrunum og Ronday Robinson? 5jón er sögu ríKari. MIS5IÐ EKKIAFSTÆRSTA VIÐBURÐI í KÖRFUKNA TTLEIKS5ÖGU AKRANESS! Verðlaunahafarnir af Skaganum. Frá vinstri: Ólafur Böðvarsson, Jón Ingi Þorvaldsson og Tryggvi Þór Tryggvason. Frækileg frammistaða karatemanna af Akranesi á blandsmótinu í Shotokan karate: Þrír á verðlaunapalliim Keppendur frá Akranesi settu í fyrsta skipti mark sitt á íslandsmót- ið í Shotokan Karate sem fram fór fyrir skömmu. Þrir keppendur héðan unnu til verðlauna, þeir Jón Ingi Þorvaldsson, Tryggvi Þór Tryggvason og Ólafur Böðvarsson. Alls sendu fjögur félög þátt- urðu þeir Jón Ingi, Ólafur og #Atakendur á mótið: Karate- félagið Þórshamar Akranesi, Karatefélagið Þórshamar, Kar- atedeild Breiðabliks og Karate- deild Hauka. Sú deild sá jafn- framt um mótshaldið en keppnin fór fram í Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði. Gunnar Már Gunnarsson komst í úrslit í flokki 16 ára og yngri en keppendur í þeim flokki voru vel á fjórða tug. í hópkata og liðakeppni í kumite Tryggvi í 3. sæti. Kata gengur út á það að ein- staklingur gerir fyrirfram ákveðnar hreyfingar í ákveðinni röð og gefin eru stig fyrir frami- stöðuna. Hópkata gengur út á það sama og auðvitað verða þátt- takendur að verða samtaka. Ku- mite er hins vegar frjáls bardagi tveggja einstaklinga, sem hvor um sig reynir að komast innfyrir varnir andstæðingsins og skora stig. í flokki 8. - 4. kyu í kata (þ.e. flokkur þeirra sem eru með appelsínugult og upp í fjólublátt belti) varð Tryggvi Þór Tryggva- son í 2. sæti en hann er 5. kyu (blátt belti). Jón Ingi, sem er 6. kyu (grænt belti) varð í 1. sæti. Hann varð síðan í 2. sæti í kumite í flokki 8.- 4. kyu. Jón Ingi og Tryggvi kepptu einnig í opnum flokki í kata, þar sem Jón hafnaði í 5. sæti. Þessi árangur þeirra félaga er óneitanlega glæsilegur ekki síst ef tekið er tillit til þess að karate- íþróttin er ekki nema rúmlega ársgömul hér á Akranesi. SÍM111100 (SÍMSVARI) Frumskóg- arhiti (Jungle Fever) Gagnrýnendum ber sam- an um aö þessi mynd sé ein- hver sú allra besta sem kom til landsins á síðasta ári. Bæði Morgunblaðið og DV gáfu henni toppeinkunn. Myndir Spike Lee hafa vakið mikla athygli til þessa og Jungle Fever er enginn efturbátur fyrri verka Lee nema síður sé. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Annabella Sciorra, Spike Lee og Anthony Quinn. SÝND KL. 21 í KVÖLD OG ANNAÐ KVÖLD, FÖSTU- DAG. Beint á ská 21/2 - Lyktin af óttanum Hver man ekki eftir fyrri myndinni. Framhaldið er enn geggjaðra. Af þeim sökum var ekki nóg að nefna mynd- ina bara Beint á ská 2. Að sjálfsögðu eru sömu leikararnir hér og í fyrri myndinni og meira að segja sami leikstjórinn — bara geggjaðri en nokkru sinni. SYND KL. 17 OG 21 Á SUNNUDAG OG KL. 21 Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJU- DAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.