Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 Skagablaðið ræðir við Margréti Ákadóttur, skiptnema í Bandaríkjunum um jólahaldið þan „Hátíðleikinn ekki sá sami og heima „Þar sem ég dvelst nú er haldið upp á jól og áramót á allt annan hátt en ég á að venjast heima á íslandi,“ sagði Margrét Ákadóttir, sem nú dvelur sem skiptinemi í Oklahoma í Bandaríkjunum, þegar Skagablaðið sló á þráðinn til hennar til þess að forvitnast um jólahald- ið hjá einum af átta skiptinemum frá Akranesi sem héldu jól og ára- mót á erlendri grundu að þessu sinni. Fólkið sem ég dvelst hjá er Sjálft heimilið var mjög lítið mjög trúað og þar af leið- skreytt, mun minna en við þekkj- andi afar kirkjurækið. Við förum t.d. þrisvar í viku til kirkju. Þar er rekið öflugt unglingastarf. Við settum t.d. á svið jólaleikrit sem var sýnt í kirkjunni rétt fyrir jólin. Æfingar á leikritinu hófust í byrjun desember og mátti því segja að með því fann maður að jólin voru að nálgast.“ Fallega skreytt Margrét sagði að skólinn sem hún er í hefði verið skreyttur mjög fallega, mun meira en tíðk- ast í skólum á íslandi. Rétt áður en við fórum í jólafrí var haldið jólaball, þar sem allir nemendur skólans mættu. Eru þeir frá sex ára aldri og upp í sautján ára, en á þeim aldri útskrifast krakkarnir úr skólanum. „Jólatréð var skreytt snemma hjá okkur eða í byrjun desember og sá ég að mestu um þá skreyt- ingu ásamt smáfólkinu á heimil- inu. Ég bý rétt utan við smábæ sem heitir Semenola. Búið var að skreyta verslanir og aðalgöturnar snemma. Fólkið sem ég er hjá var búið að kaupa allar jólagjafir í lok nóvember en eins og sönn- um íslendingi sæmir keypti ég síðustu gjöfina 23. desember. Til fyriimyndar Fréttabréf Ríkismats sjávar- afurða greinir frá því í síð- asta tölublaði nýliðins árs að bæði frystihús Hafarnarins og Haraldar Böðvarssonar hf. séu í flokki þeirra frystihúsa á landsins sem voru með hreinlætis- og búnaðarmál sín til fyrirmyndar á árinu 1991. íslandi. Fyrri hluta Að- fangadags fór ég út að skokka í nágrenninu eins og ég geri venju- lega, en var þó aðeins fyrr á ferð- inni en ég var vön þar sem ég hafði ætlað mér að gefa mér góð- an tíma til þess að hafa mig til fyrir jólahátíðina. Þegar ég kom heim aftur til- kynnti ég heimilisfólkinu að ég ætlaði að fara í mitt fínasta púss og var ekki laust við að þau rækju upp stór augu. Þau sögðu að ég réði svosum í hverju ég væri en það væri engin sérstök hefð fyrir því að klæða sig sér- staklega upp á þessu kvöldi. Hátíðleikann vantaði Síðar um kvöldið voru jóla- pakkarnir teknir upp en einhvern veginn fannst mér vanta allan hátíðleikann. Á Jóladag sem er það alveg eins og er, mér fannst jólin bara alls ekki koma, það er mun meiri hátíðleiki yfir öllu heima. Ég neita því ekki að ég saknaði jólanna heima en jafn- framt er fróðlegt og gaman að kynnast jólunum annars staðar en heima hjá sér.“ aðalhátíðisdagurinn í Bandaríkj- unum fórum við til móður hús- bóndans sem ég dvelst hjá. Komu þá flestir úr fjölskyldunni og var borðaður kalkúni. Á ann- an í jólum var síðan almennur vinnudagur. Ég verð að segja Margrét sagði að svokölluð þakkargjörðarhátíð (Thanks- giving) sem er síðustu vikuna í nóvember væri að mörgu leyti meiri hátíð en sjálf jólin og fjöl- skyldurnar kæmu þá saman til mikillar matar og fjölskylduhá- tíðar. Hún sagði að áramótin væru mjög róleg og lítið gert til hátíðabrigða. Engum flugeldum væri skotið á loft og aðeins fylgst með því í sjónvarpinu. Líkar vel Margrét sagði að sér líkaði dvölin mjög vel. í skólanum væri þó nokkuð mikið félagslff og væri hún meðal annars í blaða- klúbb sem gæfi út skólablað einu sinni í mánuði. Hún sagði að því miður væru ekki mikið stundaðar íþróttir í skólanum, til stæði að vera með frjálsíþróttanámskeið í byrjun mars sem hún ætlaði að taka þátt í auk þess sem hún hleypur mikið sjálf til þess að halda sér í þjálfun. Hún bað að lokum um kveðjur heim til vina og kunningja. Margrét ásamt Bill, heimilisföðurnum, og dœtrunum Jessicu og Juliu. Margrét heldur á ham bjarndýrs sem Bill veiddifyrir nokkrum árum. Hvuttinn heitir Dallas! Sjö börn komu í heiminn á Sjúkrahúsi Akraness í desember frá því Skagablaðið birti síðast lista yfir nýbura. Þau börn fara hér á eftir: 13. desember: drengur, 3880 g að þyngd og 53 sm á lengd. For- eldrar: Hrafnhildur K. Pétursdóttir og Sveinn Kristjánsson, Garðavegi 14, Hvammstanga. 14. desember: drengur, 4015 g að þyngd og 54 sm á lengd. For- eldrar: Jónína Rikka Steinþórsdóttir og Böðvar Ingvason, Höfða- braut 5, Akranesi. 16. desember: stúlka, 4195 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldr- ar; Soffía Eyrún Egilsdóttir og Sigvaldi Jónsson, Hesti, Andakíls- hreppi. 18. desember: stúlka, 3495 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldr- ar: Dóra Sjöfn Valsdóttir og Birgir Sveinsson, Reynigrund 44, Akranesi. 18. desember: stúlka, 3255 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldr- ar: Guðrún Jóna Reynisdóttir og Ágúst S. Ólafsson, Háarifi 57, Rifi. 25. desember: drengur, 3770 g að þyngd og 52 sm á lengd. For- eldrar: Guðrún Gísladóttir og Guðmundur Jónsson, Hjarðarholti 8, Akranesi. 26. desember: drengur, 4070 g að þyngd og 54 sm á lengd. For- eldrar: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir og Timothy Andrew Knappett, Sunnubraut 12, Akranesi. Hér er stærsta tækifærið til að vinna í stórhappdrætti UMBOÐSMENN SIBS A VESTURLANDI: AKRANES: Betribúöin, sími 93-11165 BORGARFJÖRÐUR: Sigríöur Bjarnadóttir, Reykholti, sími 93-51210 BORGARNES: Verslunin Isbjörninn, Egilsgötu 6, sími 93-71120 HNAPPADALSSÝSLA: Högni Gunnarsson, Hjaröarfelli, sími 93-56666 STAÐARSVEIT: Gunnar Bjarnason, Böðvarsholti, sími 93-56699 MALARRIF: Lovísa Olga Sævarsdóttir, sími 93-56749 HELLISSANDUR: Svanhildur Snæbjörnsdóttir, simi 93-66610 ÓLAFSVÍK: Verslunin Þóra, sími 93-61290 GRUNDARFJORÐUR: Bryndís Theodórsdóttir, Grundargötu 42, sími 93-86722 STYKKISHÓLMUR: Esther Hansen, Silfurgötu 17, sími 93-81115 BÚÐARDALUR: Ása Stefánsdóttir c/o Verslun Einars Stefánssonar, sími 93-41121 FELLSSTRÖND: Jóhann G: Pétursson, Stóru-Tungu, simi 93-41479 MIÐINN KOSTAR AÐEINS 500 KR. yy Sarríkojrt - MEÐ MESTU VINNINGSLÍKURNAR

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.