Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 4
4 Afmælisár Akraneskaupstaðar ætlar svo sannarlega að fara af stað með eftirminnilegum hætti. í kjölfar kjörs Ragnheiðar Runólfsdóttur sem „íþrótta- manns ársins" bárust svo þær fregnir í vikunni að endanlega væri búið að á- kveða að velja Hnausaskersleið fyrir göng undir Hvalfjörð og að framkvæmd- ir hæfust eftir 12-15 mánuði. Sú staðreynd, að framkvæmdir við jarðgöng virðast nú loks raunhæfur möguleiki eftir óvissutíma á meðan niðurstaða rannsókna var beðið, er Skagamönnum vafalítið kærkomin. Undirritaður er þess fullviss að tilkoma ganganna á eftir að verða Akranesi til framdráttar svo fremi ráðamenn bæjar- ins bera gæfu til þess að hefja þegar í stað undirbúning fyrir það sem koma skal. Á það hefur áður verið bent á þessum vettvangi að ekki tjói að hugsa sér til hreyfings þegar göngin eru orðin að veruleika. Hefjast verður handa strax og leggja drög að því með hvaða hætti Akranesbær ætlar sér að hafa hag af göngunum. Ekki eru þó allir jafn sáttir við þessi göng. Hér í bæ fyrirfinnast margir sem ekkert vilja með þau hafa og lítil hrifning ríkir á meðal íbúa Innri - Akranes- hrepps. Þeir óttast að með tilkomu ganganna og hugsanlegri vegtengingu vestur fyrir Akrafjall verði grundvellinum kippt undan lífsviðurværi þeirra, þ.e. búskapnum. Ekki verði búandi í hreppn- um með tví- eða þríbreiðan þjóðveg í gegnum hreppinn endilangan. Eflaust hafa Innnesingar sitthvað til síns máls og verður fróðlégt að sjá hver framvind- an verður. Flestir hugsa eflaust sem svo að ekki ætti að vera mikið mál fyrir bændurna í hreppnum að bregða búi og fá að laun- um væna fjárfúglu fyrir jarðir sínar undir þjóðveg. En það erfleira í lífinu en pen- ingar. Þegar stórframkvæmdir á borð við jarðgöng undir Hvalfjörð koma upp togast skiljanlega á tilfinningar viðkom- andi íbúa, sem þykir vænt um sveitina sína, og arðsemissjónarmið þeirra sem að jarðgangagerðinni standa. Óskandi er að sættir náist í þessu máli svo ekki þurfi að koma til illdeilna eða lagaflækja. Hvern stórviðburðinn rekur annan hér á Akranesi á næstunni. Fjölbrautaskól- inn vígir nýjan glæsilegan samkomusal annan föstudag, hátíðardagskrá bæjar- stjórnar verður svo í honum tveimur dögum síðar og ný heilsugæslustöð verður vígð þann 8. febrúar. Nokkrum vikum síðar tekur Tónlistarskóli Akra- ness svo væntanlega í notkun nýtt húsnæði. Það er því óneitanlega kraftur í Akurnesingum í byrjun afmælisársins. Gaman væri ef árið yrði allt jafn við- burðaríkt og upphaf þess. Þrátt fyrir svartsýni í landsmönnum er bjart yfir Akranesi á þessum merkum tímamót- um. Sigurður Sverrisson Margrét Snorradóttir, bankamaðun Afmæiísgríkkur Sennilega er upplausn Sovét- ríkjanna og valdaránstilraunin við Gorbasjov minnisstæðasti at- burður á nýliðnu ári. Fjölskyld- an, ásamt vinum, fór hringveginn í sumar og skemmtum við okkur konunglega. Fengum mjög gott veður á leiðinni og eigum við ör- ugglega eftir að fara hringinn aftur. aukur sonur minn byrjaði í skóla á nýliðnu ári og var það ákaflega stórt skref fyrir mig að „sleppa hendinni" af litla barninu. Ekki má gleyma Tinnu, hundinum okkar, sem við feng- um í febrúar síðastliðnum. Minnisstæðast af íþróttavett- vangi er titill Röggu Run. „íþróttamaður ársins.“ Hún er vel að honum komin. Síðast en ekki síst er minnist- ætt afmælið mitt seinni partinn á árinu, þegar vinum mínum (ef vini skyldi kalla) tókst að stríða mér eftirminnilega með dyggileg- um stuðningi Skagablaðsins. Það er sko örugglega geymt en ekki gleymt. Ég vonast til að geta borgað það með vöxtum og vaxtavöxtum á þessu ári. Viðar Stefánsson, tögreglumaður; Stjómampdunin Þegar litið er yfir liðið ár kem- ur margt upp í hugann. Margir minnisstæðir atburðir, einkum á erlendum vettvangi. Ársins verð- ur áreiðanlega minnst sem eins þess viðburðaríkasta í stjóm- málasögu Evrópu með falli kommúnísmans og öllum þeim hræringum sem því fylgir. Á þeim vettvangi er valdaránstil- raunin í Sovétríkjunum einna minnisstæðust. Hér heima eru kosningarnar minnisstæðastar og ekki síð- ur það sem á eftir gerðist, það er „stjórnarmyndunin", en stjórn- armyndunarviðræður eru enn í fullum gangi að best verður séð. Af Akranesi er aukin bjartsýni í atvinnumálum með sameiningu fiskvinnslufyrirtækjanna og endurskipulagningu Þ&E athygli verð og mun ekki af veita í því bölsýnisfylliríi sem stjórnvöld eru á. Þá ber hæst í minningu liðins árs frábært sumar hvað veðurfar snertir og mun landið svo og landsmenn búa lengi að því. Drífa Bjömsdótir, Ijósmóðin Draumur rættist Árið 1991 var gott ár hvað mig varðar persónulega. Þar er efst á blaði draumurinn um að byggja upp og flytja inn í Kirkjuhvol, sem varð að veruleika. Árið gekk að öllu leyti áfallalaust fyrir sig og allir héldu góðri heilsu. vað varðar bæjarmálin tel ég að upp úr standi líklega mis- heppnuð sameining tveggja stórra fiskvinnslufyrirtækja og frekar bágborðið atvinnuástand. Af hinu jákvæða þá fengum við íþróttamann ársins. Af landsmálum vil ég nefna hertar efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar með til að mynda aukinni skattheimtu og brostnar vonir í stóriðju. Minnisstæðir punktar úr heimsmálunum er náttúrulega hvarf Sovétríkjanna af landa- kortinu og ófriðurinn í nýfrjáls- um ríkjum og Persaflóastríðið. Skaqablaðið Krisb'n EyjóHsdcibr, fóstra: Sólríkt sumar Að rífja upp minniverða at- burði liðins árs getur verið erfitt þegar maður sest niður og ætlar að hugsa hratt. Mér dettur fyrst í hug stríðið við Persaflóa og hvað það var ótrúlega nálægt manni þegar við fylgdumst með því í beinni útsendingu frá er- lendum fréttastofum. f innlendum atburðum var minnisstætt þegar Hekla gamla vakti á sér athygli og spjó eldi og brennisteini í byrjun janúar. 1 Hveradölum brann Skíðaskálinn og var mikil eftirsjá af því fallega húsi sem stóð eins og höll í auðninni. í byrjun febrúar geisaði mesta óveður í manna minnum og sát- um við með rafhlöðuútvarpstæki og við kertaljós og fylgdumst með því gífuriega tjóni sem þessi mikli veðurhamur skildi eftir sig og prísuðum okkur yfir því um leið að það var sunnudagur og flestir heima. Sumarið var sólríkt og skemmtilegt og margar góðar minningar frá því, til dæmis ferðalag austur á firði þar sem allt var skoðað svo sem fjörur, fjöll, kaupfélög og sundlaugar. Ferð með góðum vinum til Akur- eyrar er ofarlega í huga mér og góður árangur Skagamanna, bæði hjá konum og körlum, í knattspyrnu gerði sumarið enn skemmtilegra. Það voru ófáar ferðirnar sem við þeystum á eftir þeim og skildum regnfötin eftir heima. Einn merkilegasti sigur íþrótta fannst mér þó þegar Skallagrím- ur sigraði Grindavík í körfubolta í vetur. Af persónulegum minningum er efst í huga mér þegar dóttirin kom heim eftir árs dvöl erlendis með tilvonandi tengdason okkar. Reynir Þorsteinsson, læknin Persaflóasbíðið Árið 1991 var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Það sem stendur manni helst fyrir hug- skotsjónum eru átökin við Persa- flóa sem maður fylgdist með nán- ast í beinni útsendingu. run kommúnísmans og þau umbrot sem fylgja í kjölfar breytinganna í Austantjaldslönd- um, með mannfórnum sem ís- lendingur á erfitt með að skilja tilganginn með, eiga eftir að hafa mikil áhrif á þróun heimsmála. Ýmsar breytingar á þjóðarbú- skapnum, krepputal og Evrópu- bandalög hafa verið ofarlega á baugi þjóðmálaumræðunar á ár- inu. Oskandi er að lyktir mála verði landanum hagstæð. Ungu strákamir í golfinu blómstruðu og eiga örugglega eftir að gera enn betur. Persónu- lega er mér minnistætt gott veður í sumar sem ég naut til hins ítr- asta og á árinu var unnið að lok- afrágangi nýrrar heilsugæslu- stöðvar sem tekin verður í notk- un bráðlega. 5 Oina Jónsdóttir, kennari: Stórdagurínn 17. janúar Árið 1991 er eftirminnilegt fyr- ir margra hluta sakir. Stórvið- burðir úti í heimi svo sem að hernaðarbandalag leysist upp og stórveldi liðast í sundur. Hér heima hefur mest borið á barlómi, meira en nokkru sinni hefur heyrst um áratuga skeið. Finnst mér það því eftir- tektarverðara þar sem ég hef ver- ið að glugga í 50 ára gömul blöð, og þar einkennast skrif manna af bjartsýni og framfarahug. Af eigin reynslu er mér minn- isstæð 10 daga ferð til Norður — Noregs þar sem ég hafði ekki komið áður og aðrir 10 dagar uppi á hálendi íslands. En sá dagur sem stendur upp úr öllu í minningunni frá síðast- liðnu ári er 17. janúar. Ég átti stórt afmæli þann dag. Það fyrsta sem ég heyrði í fréttum um morguninn var að styrjöld hefði brotist út við Persaflóa og voru það nú ærrar fréttir. Enn seinna um daginn bárust þau tíðindi að gamla Hekla væri byrjuð að gjósa. Og nokkru seinna fréttist að Ólafur Noregskonungur hefði látist þennan sama dag. Svo þetta varð stór dagur, en vænst þótti mér um heimsóknir svo margra vina minna. Það minnisstæðasta ’91 Það er orðinn árviss viðburður að Skagablaðið leitar á þessum tíma til nokkurra bæjarbúa og fær þá til þess að rifja upp minn- isstæðustu viðburði nýliðins árs. Að þessu sinni leituðum við til átta einstaklinga sem brugðust vel við og snöruðu fram minningum frá síðasta ári eins og hendi væri veifað. Eins og eðlilegt má telja kennir ýmissa grasa í upprifjuninni. Það er von Skagablaðsins að lesendur hafi nú sem fyrr gaman af því að lesa þessa upprifjun. S£ra Bjöm Jónsson, sóknaiprestun Árið 1991 markar límamót Þegar horft er um öxl og litið til liðinna stunda, þá liggur það í augum uppi, að árið 1991 verður eitt þeirra ára sem marka tíma- mót í sögu heimsbyggðarinnar. Iupphafi ársins skall Persafóla- styrjöldin á. Þá gerðist það sem aldrei hafði áður átt sér stað hér á íslandi. Við horfðum á al- vöru - styrjöld háða inn í stofum okkar, styrjöld, sem margir ótt- uðust að gæti breiðst út og orðið að þriðju heimstyrjöld 20. aldar- innar, jafnvel gæti orðið um gjör- eyðingarstríð að ræða. í austantjaldslöndum hélt óróleikinn áfram að magnast. Eystrasaltslöndin risu upp og kröfðust sjálfstæðis. Og áður en árið var á enda höfðu sjálf Sovét- ríkin verið lögð niður. Engan hefði órað fyrir slíkum hvörfum í sögunni í upphafi árs. En svo stórir sem þessir at- burðir voru, þá verða máske aðr- ir atburðir sem gerðust hér heima og snerta okkur á per- sónulegri hátt minnisstæðari. Ég minni á Heklugosið í upphafi árs. Lítil stúlka fyrir austan hjálpaði móður sinni á hetjuleg- an hátt við að bjarga systkinum AKreð W. Gunnarsson, guHsmiðun Breyting á einkahögum Það sem upp úr stendur frá nýliðnu ári er breyting á einka- högum mínum og það sem það hefur haft ■ för með sér. Mikill lærdómur hefur hlotist af þessu og mætti hann hafa hlotnast á annan hátt. Af íþróttaviðburðum ársins ber hæst viðurkenning sú sem sunddrottningu okkar, Ragnheiði Runólfsdóttur, hlotn- aðist. „íþróttamaður ársins" hlýtur að vera æðsta takmark íþróttafólks okkar og því hlýtur að vera mikil ánægja að hljóta þennan titil. Til hamingju Ragga! Góður árangur karla- og kvennaliðs Skagamanna í knatt- spyrnu er ofarlega í huga. Einnig keppnisferð með 13 og 14 ára strákum til Norður írlands og Skotlands. Það var lærdómsríkt. Þingkosningarnar í vor og stjórnarmyndunin voru um margt minnisstæður atburður, mikil fylgisaukning á hægri arm- inum og fjölgun þingmanna héð- an af Akranesi, sem miklar vonir eru bundnar við, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Stjórnar- myndunin var um margt mikill forsmekkur að því hvernig stjórnin hefur staðið að málum það sem af er. Þegar ég var í gagnfræðaskóla þá hefði fram- koma sú sem ýmsir valdamenn hafa tileinkað sér þýtt brottrekst- ur úr tíma. sínum út úr brennandi bifreið á Austfjörðum. Sjóslysið mikla við Hópsnes í Grindavík, þegar 5 ungir sjó- menn fórust, skar sárar í hjartað en svo, að það geti gleymst. Erf- itt er að skera úr um það hvern þessara atburða ber hæst í minningunni. Ef til vill gnæfir sumarið sól- bjarta yfir allt annað, dýrðleg- asta og bjartasta sumarið, sem ég hef lifað, eitt fegursta sumarið, sem Guð hefur gefið i. kur á þesari öld. 1 vitund minni verður það ennþá bjartara vegna þess að á árinu sá ég svo marga dökka sorgarskugga á vegferð vina minna í Akranessöfnuði. Þegar sálin ljómaði á meðan sorgin nísti, þá fannst mér mér svo oft dýrðlegt að hugsa til þeirrar staðreyndar, sem eitt af skáldum okkar orðar þannig: „Sástu ekki, vinur,/ að Guðssólin grét/ geislunum, sem þerruðu/ tárin á annarra vanga?“ Fall Sovétríkjanna og komm- únimans eru eflaust minnisstæð- ustu atburðirnir erlendis. Það er einnig minnistætt að íslendingar voru fyrstir til þess að viður- kenna sjálfstæði annarra þjóða sem hefa verið að berjast fyrir sjálfstæði. Við höfum staðið í svipuðum sporum sjálf og því er þetta mjög eðlilegt. Mikið væri þó ánægjulegra ef hægt væri að viðurkenna sjálfstæði þar sem barist hefur verið fyrir því á rit- vellinum en ekki vígvellinum. Hryllilegt er að hugsa til at- burðanna í Júgóslavíu, þar sem bræður berast á banaspjótum. Við vonum að þeim deilum sé endanlega lokið með nýju vopnahléi. Að lokum vil ég þakka sam- ferðamönnum samfylgdina á ný- liðnu ári. Gleðilegt nýtt ár!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.