Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 8
Skagablaðið Viðskiptavinir Verslunar Einars Ólafssonar hafa e.t.v. tekið eftir því að neðst á kassakvittunina er nú letrað: „1942 Akranes 1992.“ Þetta er auðvitað gert til þess að minnast fimmtíu ára kaupstaðarafmælis bæjarins og er vissulega til eftir- breytni. Gaman væri ef fleiri fyrirtæki sæju sér fært að geta afmælis bæjarins á einn eða annan hátt þótt kannski verði það ekki með jafn frumleg- um hætti og í þessu tilviki. Sorphreinsunarmenn hugs uðu hlýlega til íbúanna við Höföagrund í ófærðinni sem ríkti hér í síðustu viku. Heita mátti að búið væri að ryðja snjó frá öllum sorp- tunnunum við götuna. Höfðu þeir vösku menn sem annast sorphirðu í bænum á orði að fleiri mættu taka þessa eldri borgara sér til fyrirmyndar því allt of sjaldgæft væri að tii þeirra væri hugsað þegar snjó kyngdi niður. Skákþing Akraness hefst næstkomandi þriðjudag í Grundaskóla. Taflmennska hefst kl. 19.30. Tefldar verða sjö eða níu umferðir, allt eft- ir fjölda þátttakenda. Skák- menn hafa tvo tíma á fyrstu 40 leikina en síðan hálfa klukkustund til að ljúka skákinni. Fimm tonn af fatnaði komu inn í söfnuninni sem þau Luka og Svetlana Kostic gengust fyrir hér á Akranesi fyrir jólin. Eins og Skagablaðið greindi frá voru undirtektir góðar en að magnið næmi heilum fimm tonnum átt víst enginn von á. Þau hjón eru afar hamingju- söm yfir þeim hlýhug sem Akurnesingar og nærsveita- menn sýndu þeim og löndum þeirra. Stofnað hefur verið félag um rekstur auglýsinga- skiltisins sem komið hefur verið fyrir á gafli Versl. Ein- ar Ólafsson. Það eru þeir Magnús Sólmundsson og Svavar Garðarsson sem standa að rekstri skiltisins undir firmaheitinu „Tvisvar 3.“ Vafalítið er leitun að frumlegra firmaheiti hérlend- is. Markmiðið með rekstri skiltisins er að afla fjár fyrir íþróttahreyfinguna. Gunnar Magnússon sigr- aði á árlegu jólahrað- skákmóti Taflfélags Akra- ness og varðveitti þar með titilinn frá fyrra ári. Gunnar hefur verið ákaflega sigursæll á innanfélagsmótum TA undanfarin ár. Fagnaði jólunum á Botnssúlum Landsmenn áttu vonandi flest- ir hverjir notalegar stundir um nýliðin jól og áramót. Jólahaldið hefur á síðari árum fengið á sig þann stimpil að vera frekar hátíð Mammons en Guðs þótt auðvit- að gangi öllum gott eitt til þegar þeir leggja sig fram um að gera allt sem best úr garði. Ekki eru þó allir landsmenn fastir í hefð- bundnu ,Jólamynstri.“ Einn þeirra er Kristinn Einarsson, best þekktur fyrir afrek sín á sviði þreksunds og fjallgöngu. Hann hélt sín jól á Botnssúlum. Kristinn sagði í samtali við Skagablaðið, að hann hefði haft þennan háttinn á undanfarin 6 ár. „Ég var orðinn leiður á þessu hefðbundna jólahaldi og fannst jólaboðskapurinn fara fyr- ir ofan garð og neðan. Ég ákvað því að halda jól fjarri manna- byggðum og líkaði það svo vel að ég hef haldið þeim sið.“ Kristinn hélt að þessu sinni upp á Botnssúlur á Þorláksmessu einn síns liðs og dvaldi þar fram á annan dag jóla er hann sneri heim. Hann sagði jólahaldið hjá sér hafa verið hátíðlegt og á slag- inu sex á Aðfangadag hefði hann kveikt á útvarpinu og hlustað á messuna á meðan hann borðaði jólahangikjötið sitt. „Nei, mér leiðist alls ekki í einverunni. Það viðraði tiltölu- lega vel á mig þar sem ég dvaldi í skála íslenska alpaklúbbsins. Ég notaði tímann til gönguferða og þess á milli las ég bækur sem ég hafði með mér.“ Ekki voru það þó hefðbundnar jólabækur sem Kristinn las þarna efra. Önnur var um norskan mann sem bjó einn síns liðs í litl- um kofa á Svalbarða í heilt ár, hin var um tvo starfsmenn Warn- er Brothers fyrirtækisins sem tóku upp á því á fimmtugsaldri að klífa hæstu tinda hverrar heimsálfu. „Nei, ég var ekki með jólagjaf- irnar með með mér enda hef ég fyrir löngu afþakkað allt slíkt. Ég gef syni mínum alltaf jólagjöf en það er líka eina jólagjöfin sem ég kem nærri,“ sagði Kristinn. Krístinn borðar jólahangikjötið kl. sex á Aðfangadag, einn og yfirgef- inn uppi á Botnssúlum. Fegurðarsamkeppni VestuHands haldin ánýeftir þriggja ára hlé: „Galakvökl" og krýning með reisn Ætlunin er að hefja Fegurðarsamkeppni Vesturlands til vegs og virðingar á ný. Keppnin hefur ekki verið haldin frá því 1989 er Guð- rún Eyjólfsdóttir frá Akranesi sigraði eftirminnilega og hafnaði síðan í 3. sæti í keppninni um ungfrú ísland. Fjórar ungar konur hér á Akranesi hafa fengið umboð fyrir keppnina og sögðu í samtali við Skagablaðið að ætlunin væri að krýna ungfrú Vesturland með glæsi- brag síðustu helgina í mars. Við erum þegar búnar að sigta út nokkrar stelpur sem við viljum gjarna að taki þátt í kepn- inni en við tökum fegins hendi við ábendingum,“ sögðu þær Silja og Rósa Allansdætur, Ingi- björg Eggertsdóttir og Kristný Vilmundardóttir er Skagablaðið ræddi við þær. Eina skilyrðið fyr- ir þátttöku er að vera á aldrinum 18 - 23 ára og hafa ekki átt barn. Þátttakendur mega hins vegar vera heitbundnir. Að sögn stallanna fjögurra er ekki enn búið að ákveða hvort keppnin verður haldin hér á Akranesi eða í Borgarnesi. Ann- ar hvor staðurinn verður fyrir valinu og verður það tilkynnt innan skamms. Ætlunin er að bjóða upp á glæsilegan kvöldverð, skemmtiatriði og svo auðvitað sjálfa fegurðarsam- keppnina. Næstu dagana verður leitað eftir stuðningi fyrirtækja á Vest- urlandi vegna keppninnar. Þegar hafa fengist vilyrði fyrir stuðningi frá Líkamsræktinni svo og Versl- uninni Óðni. Þær Silja, Rósa, Kristný og Ingibjörg sögðu óger- legt að halda keppnina án stuðn- ingsaðila því ljóst væri að þetta fyrirtæki kostaði sitt. „Þátttakendur þurfa að fara í líkamsrækt og ljósaböð, gangast inn á sérstakt fæði auk þess sem þær þurfa að fá tilsögn í snyrt- ingu, laga þarf göngulag þeirra og hreinlega kenna þeim að Máni kominn til hafnar eftir hrakningarnar. ganga á háum hælum. Síðan þarf auðvitað að búa þær undir að koma fram. Allt þetta tekur tíma,“ sögðu þær. Þegar er búið að „sigta út“ nokkra væntanlega keppendur sem fyrr segir en enn vantar stúlkur víðar af Vesturlandi. Markmiðið er að keppendur verði 10 - 12 talsins og verða þeir kynntir í Skagablaðinu og hugs- anlega einnig í Borgfirðingi. Skagablaðið tekur við ábending- um frá fólki sem telur sig vita af stúlkum sem eru gjaldgengar í keppnina. Slíkar ábendingar ber að senda í Pósthólf 170, 300 Akranesi sem allra fyrst. „Hvernig til tekst sjálft úrslita- kvöldið veltur mjög mikið á vel- vild fyrirtækja. Við þekkjum t.d. til í Keflavík þar sem keppnin um Ungfrú Suðurnes hefur unnið sér fastan sess og þar koma fjöl- margir styrktaraðilar við sögu. Við vonumst því eftir að fyrir- tæki á Vesturlandi sýni þessu áhuga og hjálpi okkur við að koma keppninni á að nýju með þeirri reisn sem henni ber.“ Skipverjarnir á Mána voru forsjóninni þakklátir. Tveir menn björguðust farsæl- lega úr sjávarháska á laugardags- morgun er trilluna Mána AK bar upp á grynningar á Flösinni er hún var á útstími á leið í róður. Mjög sterkur straumur var á að- fallinu. Bátsverjar skutu upp neyðar- blysi og barst hjálp á mjög skammri stundu. Það var trillan Mundi sem að endingu dró Mána vélarvana til hafnar. Þrívegis braut á bátnum og skemmdist hann nokkuð en hvorugan báts- verjann sakaði.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.