Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Skaaablaðið 5 íbúum Akraness fjölgaði um sex á síðasta ári. Þótt ekki sé það há tala, aðeins 0,1% fjölgun, er hún engu að síður afar gleðileg í Ijósi þróunarinnar síðustu árin. Eftir nánast stöðuga fjölg- un allt fram til ársloka 1987 er Akurnes- ingar urðu flestir, 5.426 talsins, hefur hallað undan fæti síðustu árin og bæjar- búum fækkað aftur, aldrei þó eins og 1990 er við misstum 124 íbúa í önnur byggðarlög. Með fjölguninni í fyrra, þótt lítil sé, er blaðinu snúið við á nýjan leik. Sett hefur verið fyrir „lekann" til höfuðborgar- svæðisins, leka sem velflest sveitarfé- lög á landsbyggðinni hafa þurft að glíma við undanfarin ár. Þessi ánægjulegu tíðindi ættu að vera Akurnesingum enn frekari hvatning á nýhöfnu ári. Hvatning til þess að virða bæinn sinn og leggja sitt af mörkum til að efla hann. Samfara batnandi atvinnu ástandi fylgir betra mannlíf. Það leiðir svo aftur af sér að hér verður enn betra að búa. Því verður seint neitað að lands- byggðin hefur ekki upp á allt það að bjóða sem höfuðborgarsvæðið býður upp á, einkum hvað varðar úrval þjón- ustu. Sú þjónusta sem landsbyggðar- fólk býr að er hins vegar betri og per- sónulegri en tíðkast handan Flóans. Landsbyggðin hefur einnig þann ótví- ræða kost fram yfir höfuðborgarsvæðið að streita þekkist þar varla. Streita er vandi sem íbúar þéttbýlis um allan hinn vestræna heim heyja vonlitla baráttu við. Vandamálin sem rekja má beint til hennasr eru ófá. Akranes er afar af- slappaður bær og eflaust má það sama segja um marga aðra staði á lands- byggðinni. Slíkt þarf að meta að verð- leikum þegar mænt er á græna grasið handan árinnar. Mestu skiptir fyrir íbúa landsbyggðar- innar að sættast við sjálfa sig og þá stöðu sem þeir eru í. Þeir hafa í flestum tilvikum kosið að búa úti á landi og verða að sætta sig við þá annmarka sem því kunna að fylgja. Ef grannt er skoðað vega kostirnir hins vegar æði oft þyngra. Þetta er því aðeins spurning um gildismat og forsendur þess. Hér á Akranesi eru allar forsendur fyrir blóm- legu mannlífi. Óhætt er að segja að nýja árið byrji vel hér á Akranesi, ekki hvað síst á íþróttasviðinu. Um helgina tryggðu Skagamenn sér íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu í fyrsta skipti í 22 ár. Greinilegt er að hið unga lið Skaga- manna er í góðum höndum hjá Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara. Þessi góði sigur rennir stoðum undir þær vonir, að Akra- nesliðið verði í baráttu efstu liða í 1. deildinni í sumar. Til hamingju strákar! Sigurður Sverrisson Vesturlandsblaðið og HB hf. Eins og flestum Akurnesingum mun nú kunnugt er fjallað býsna ítarlega um sjávarútveg á Akranesi í nýútkomnu áramótablaði Vest- urlandsblaðsins. Stofninn í þeirri umfjöllun er viðtal sem undirritaður tók við Harald Sturlaugsson, framkvæmdastjóra HB hf. Auk þess er þar að fínna styttra viðtal við Elínbjörgu Magnúsdóttur, formann fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness og starfsmann HB hf. Loks er fjallað um þessi mál á forsíðu blaðsins. Undirritaður hefur af því gáfu viðtalsins í síma fyrir birt- c "öruggar spurnir að Haraldur Sturlaugsson hafi kvatt sér hljóðs í kaffistofu starfsfólks HB hf. síðast liðinn fimmtudag og varað við því að taka umrædda umfjöll- un eða hluta hennar of alvarlega. „Pessir blaðamenn eru nú svona og svona . . .“ Þetta hef ég fengið staðfest af starfsmanni sem hlýddi á mál Haraldar og af fleiri ábyrgum aðilum. Vegna þessa finnst mér nauð- synlegt að eftirfarandi komi fram: Viðtal okkar Haraldar fór fram á skrifstofu hans hinn síð- asta Iaugardag fyrir áramót. Það var hljóðritað, en ég vann svo úr efninu eftir bestu samvisku. Har- aldur naut þeirra forréttinda að fá viðtalið í handriti, þótt aðrir viðmælendur mínir hafi jafnan orðið að sætta sig við að fá að heyra ummæli sín lesin upp í síma og dæma af því hvort rétt sé farið með. Haraldur vildi gera umtals- verðar breytingar á viðtalinu fyr- ir birtingu, enda þótt þar væri aðeins gengið út frá því sem hann hafði sjálfur talað inn á segulband. Ég féllst á sumt, en annað ekki. Þref um þetta end- aði með góðu samkomulagi og Haraldur fékk að heyra lokaút- ingu. Hann fékk raunar færi á að bæta við viðtalið eftir að það var komið í umbrot. Báðir kváðumst við sáttir við málalok. Hluti af viðtalinu við Harald var þess eðlis að óhjákvæmilegt var að leita viðbragða hjá full- trúa starfsfólks. Hér á ég við það þegar Haraldur segir að á meðan ekki sé hægt að nýta fjárfestingar HB hf. í landi betur en nú er, það er að segja í átta tíma á dag, sé hætta á að fiskvinnslan flytjist út á sjó („að þetta fari allt út á sjó“). Þessi ummæli eru til á snældu. Ekki er með nokkru móti hægt að misskilja ummæli Haraldar. Þau kölluðu hins vegar á hörð viðbrögð fulltrúa starfsfólksins, eins og sjá má í Vesturlandsblað- inu. Foráðamenn HB hf. kunna að líta þannig á að með þessu hafi ég verið að etja starfsfólki í slag við þá. Þeir sem einhvern skilning hafa á fjölmiðlum og vinnubrögðum þeirra hljóta þó að gera sér grein fyrir því að á hverjum degi leita fjölmiðla- menn viðbragða við hinum og þessum ummælum og atburðum. I þessu tilviki var ekki bara eðli- legt, heldur óhjákvæmilegt, að leita viðbragða hjá fulltrúa starfsfólks. Mér þykir leitt að vera settur í þá aðstöðu að þurfa að setja saman athugasemd eins og þessa hér, enda hef ég engan áhuga á að troða illsakir við Harald Stur- laugsson frekar en aðra. Á hinn bóginn er óþolandi fyrir blaða- mann sem tekur starf sitt alvar- lega að sitja undir því að starfs- heiður hans sé dreginn í efa að ósekju. Ég efast ekki um að Har- aldur Sturlaugsson ræki starf sitt af samviskusemi og eftir bestu getu. Ég reyni að gera slíkt hið sama. Ég hyggst ekki blanda mér frekar í umræðuna um málefni HB hf., að sinni minnsta kosti. Mér finnst hins vegar tímabært að sú umræða færist úr kaffistof- um og eldhúsum yfir á opinberan vettvang, ekki síst hingað í Skagablaðið. Ég hef þann skiln- ing að það sé starfsfólki og for- ráðamönnum HB hf., jafnt sem öðrum bæjarbúum, fyrir bestu að málefni svo mikilvægs fyrirtækis séu rædd af hreinskilni. Það var markmiðið með téðri umfjöllun í Vesturlandsblaðinu. Garðar Guðjónsson. Þorvaldur Guðmundsson, brúnni. skipstjóri á Akraborginni sl. 18 ár, Innanhússmeistarar Skagamanna — fyrsti innanhússtitillinn í 22 ár! Skagamem innanhússmeistarar Glæsimark Sigursteins Gísla- sonar tryggði Skagamönnum sætan sigur á íslandsmeistara- mótinu í innanhússknattspyrnu um helgina. Akumesingar unnu Framara, 3 : 2, í úrslitaleiknum. HAKARL Til a 12974. Iark Sigursteins var sem fyrr segir einstaklega glæsilegt. Aðeins lifðu nokkrar sekúndur af leiktímanum er hann sendi þrumufleyg efst í horn marks Framara frá miðju. Þetta var annað mark hans í leiknum en þriðja markið gerði Þórður Guðjónsson eftir frábæran undir- búning Sigurðar Sigursteinsson- ar. Þetta var fyrsti sigur Skaga- manna á íslandsmótinu innan- húss frá árinu 1970. Það sama ár urðu Skagamenn einnig meistar- ar utanhúss. Óneitalega er þetta góð byrjun á keppnistímabilinu og vonandi að sigurinn á innan- hússmótinu sé ávísun á góða frammistöðu þegar kemur út undir bert loft í sumar. Meistaraflokkur kvenna komst í úrslit innanhússmótsins en hafnaði í 2. - 3. sæti eftir keppni vif> KR op Breiðablik. sem vann TIL SÖLU Einbýlishúsið að Grundartúni 4, Akranesi, er til sölu. Húsið er 167 fermetrar með bílskúr. Bein sala eða skipti á íbúð með bílskúr. Nánari upplýsingar gefur Soffía í síma 12456. Lögffæðiþjónusta — Málflutningur Innheimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Porgeirsson LÖGMAÐIIR Stillliolti 14 S 13183 - Iav 13182 TRESMIÐI Qetum bætt við okkur verkefnum. Smiðum m.a. sol- stofur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. í síma 11024 (Bjami Guðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. Málningarþjónusta Sandspörslum, hraunum, málum, háþrýsti þvottur, sílanböðun. Láttu ábyrga ogsamvisku- sama íagmenn handleika fasteign þína. HÍBÝLAMÁLUN Garðar Jónsson — Sími 12646 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld byggingahusið SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 isið] m BÆJARBUAR! MINNUH A 5% STAMREffiSLUAFSLATT AF FASTEIGNAQJÖLDUM. 6ERID SKIL TÍMANLEGA. Hf. Skallagrímur fagnar 60 ára afmæli sínu í dag, 23. janúan „Var svona vont í sjóinn? Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan að undanförnu í sögu samgangna á sjó á Faxaflóanum. í september síðastliðum var þess minnst að 100 ár voru liðin frá upphafi skipulagðra samgangna um Faxaflóann og í byrjun júní var milljónasti bfllinn frá því að Hf. Skallagrímur hóf rekstur bílferju árið 1974, ferjaður yfír flóann. f dag, 23 janúar er síðan enn einn stórviðburðurinn, því þá fagnar Hf. Skallagrímur, útgerðaraðili Akraborgarinnar, sextíu ára afmæli sínu. orvaldur Guðmundsson, skipstjóri Akraborgarinnar, tók við skipstjórn á skipinu árið 1974 þegar Hf. Skallagrímur keypti bílferjuna frá Noregi sama ár. Hann hefur stjórnað henni farsællega síðan. Þorvald- ur kom gagngert heim til þess að taka við skipstjórn á skipinu en hann hafði áður starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna í Argen- tínu í sex ár. Algjör bylting „Sem betur fer hefur allt geng- ið að óskum í ferðum mínum frá því að ég tók við skipstjórn skipsins og verður vonandi áfram,“ sagði Þorvaldur í samtali við Skagablaðið. „Það var algjör bylting með tilkomu bílferjunn- ar. Áður en fyrri bílferjan kom gat elsta Akraborgin aðeins tekið fjóra bíla í hverri ferð. Bílferjan gat aftur á móti tekið 30 bíla á bíladekkið en gat jafnframt bætt við 15 bílum þegar að mest var með því að setja þá á upphækkað bíladekk. En með tilkomu nýju ferjunnar, sem kom árið 1982, getum við tekið 72 bíla.“ Þorvaldur sagði að aukning á flutningum með farþega og bíla hefði aukist í gegnum árin, þó með nokkrum sveiflum. „Aðal- tíminn hjá okkur eru sumarmán- uðirnir. Sérstaklega júlí og ágúst. Þá er aðalferðamannatím- inn og farþega- og bílaflutningar í hámarki. Það má segja að við flytjum á milli sextíu og átta- tíu þúsund bíla á ári. Metárið í bíla og farþegaflutningum var árið 1986. Þá flutti Akraborgin um 80 þúsund bíla og 275 þúsund farþega.“ Þorvaldur sagði að í áhöfn Akraborgarinnar væru 12 manns á hverri vakt en um 30 manns ynnu hjá útgerðinni. Hjá því varð ekki komist að spyrja Þorvald að því hvaða áhrif væntanleg jarðgangnagerð undir Hvalfjörð gæti haft á rekstur Akraborgarinnar. Akraborgin hagstæðari? ..Ég er ekki rétti aðilinn til þess að tjá mig um það mál,“ sagði Þorvaldur. „En ég veit til þess að engin afstaða hefur ver- ið tekin í þessu máli enn, enda langt í það að slíkt verði að veru- leika. Þegar að þessu kemur sé ég ekkert því til fyrirstöðu að skipið geti siglt á milli Akraness og Reykjavíkur eins og nú. Það mun kosta sitt að ferðast land- leiðina vegna vegatolla og bensín eyðslu. Það gæti því farið svo að það yrði hagstæðara að ferðast með Akraborginni.“ Eins og áður sagði hefur Þor- valdur átt þeirri gæfu að fagna að sigla Akraborginni áfallalaust á milli Akraness og Reykjavíkur öll þessi ár. Hann var spurður að því hvort einhver atburður væri honum minnistæðari en annar á þessum tíma. Vont í sjóinn? „Það get ég ekki sagt en það eru helst ýmis spaugileg atvik sem hafa gerst á þessum tíma sem eru mér minnisstæð. Ég get sagt ykkur frá skemmtilegu at- viki sem gerðist fyrir nokkrum árum. Það var Skagamaður nokkur sem rak bifreiðaverk- stæði hér í bæ. Hann fór oft til Reykjavíkur og keypti gömul bílhræ, sem hann notaði ýmsa hluti úr sem varahluti. Þegar hann var búinn að kaupa bílhræ- in lét hann flytja þau niður á Reykjavíkurhöfn og við hífðum þau um borð þegar við komum suður. Eitt sinn á fögrum sumardegi vorum við nýkomnir til Reykja- víkur og á bryggjunni biðu okkur fjögur beygluð og undin bílhræ frá Skagamanninum. Þegar við höfðum lagst að bryggjunni og vorum að undirbúa okkur að hífa bílana um borð kom þar að einn vegfarandi og horfði lengi undr- andi á bílhræin og spurði: Var virkilega svona vont í sjóinn hjá ykkur strákar?" 'smmmrn i í 1 s ft. i >s • .W. i|l!!!ll!ll!i Björk, Asgeir Oskarsson, Harald Þorsteinsson, Þorsteinn Magnósi og Björgvin Gíslason. MIÐAVERÐ KR. 800,- FYRIRFÉLAGA ÍNFFAKR. 500, Addams fjölskyldan Þá er hún loksins komin á Skagann þessi geggjaöa mynd um furðulegustu fjöl- skyldu allra tíma. Ef þú hefurtil þessa haldið að heimilislífið hjá þér sé eins og það eigi að vera ætt- irðu að berja þessa mynd augum, hún opnar þér nýjan heim! SÝND KL. 21 í KVÖLD, FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG SUNNUDAG. RICHARD DREYFUSS BILL MURRAY Hvað með Bob? (What About Bob?) Þær reka nú á fjörur okkar hver á fætur annarri grín- myndirnar sem slegið hafa í gegn erlendis. Stórstjörnurn- ar Bill Murray og Richard Dreyfuss fara hér á kostum undir leikstjórn hins vel þekkta Frank Oz. SÝND KL. 21 Á MÁNU- DAG OG ÞRIÐJUDAG.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.