Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1992, Síða 1

Skagablaðið - 30.01.1992, Síða 1
4. TBL. 9. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 VERÐ KR. 150,- Ksaterta' Bæjarbúum var boðið upp á risastóra afmælistertu á sunnu- daginn er bæjarstjórnin fagn- aði því að 50 ár voru þá liðin frá því hún kom fyrst saman til fundar. Tertan góða, sem Harðar- bakarí bakaði, var á þriðja metra á lengd og slagaði hátt í metra á breiddina. Enda fór það svo að meira en nóg var fyrir alla gestina, sem voru þó vart færri en 600 talsins. Myndin hér til hægri var tek- in er Hörður Pálsson, bakara- meistari, skar fyrstu sneiðina af kökunni og færði Þorgeir Jósefssyni, öðrum tveggja heiðursborgara Akraness. Atvinnuleysisbótadagar helmingi fæni í fyna en árið 1990: Atviimuleysisvofan hörfar Skráðir atvinnuleysisdagar hér 1990. Til frekari samanburðar blaðið að atvinnuástand nú væri skrá í október í fyrra en 39 árið á Akranesi voru helmingi færri á síðasta ári en árið 1990, sem var það versta í langan tíma í þessu tilliti. Skráðir bótadagar í fyrra voru 17.497 en voru 35.684 árið má geta þess að þeir voru 26.820 árið 1989. Hervar Gunnarsson, formað- ur Verkalýðsfélags Akra- ness, sagði í samtali við Skaga- Skallagrímur sextugur Hf. Skallagrímur fagnaði því sl. fimmtudag að sextíu ár voru þá liðin frá stofnun félagsins. Efnt verður til afmælishófs laugardag- inn 8. febrúar nk. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, brá sér um borð í Akraborgina á afmælisdaginn og afhenti Helga Ibsen, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, blómvönd í tilefni afmælisins. Myndin hér að neðan var tekin við það tækifæri. Á milli þeirra Gísla (lengst t.h.) og Helga eru þeir Þorvaldur Guðmundsson, skipstjóri (annar frá vinstri) og Guðbjartur Hannesson, formaður stjórnar Hf. Skallagríms. betra en á sama tíma í fyrra. Hann sagði þó sérstaklega erfitt að gera samanburð á desember- og janúarmánuðum á milli ára þar sem sérstakar aðstæður sköpuðst oft í þessum mánuðum. Alls voru 119 manns skráðir atvinnulausir sl. mánudag en voru 132 í lok janúar í fyrra. Hervar sagði mjög raunhæft að bera t.d. saman haustmánuði ár hvert. Þegar tölur fyrir októ- ber 1990 og sama mánuð í fyrra eru bornar saman má glöggt sjá að atvinnuástand hefur mjög batnað á milli ára. Þannig voru 13 iðnverkamenn og -konur á áður. Verkamenn voru 3 á skrá en voru 10, fiskvinnslufólk taldi 4 á skránni en 17 árið áður. Þá var enginn sjómaður á skrá í október sl. en 4 í sama mánuði árið áður. „Mín tilfinning segir að at- vinnuástandið sé talsvert betra hér á Akranesi í byrjun þessa árs en þess síðasta. Ég neita því þó ekki að ég ber ákveðinn kvíð- boga fyrir þessu ári í ljósi spá- dóma um samdrátt í samfélag- inu,“ sagði Hervar. „En á meðan ástandið er eins og nú getum við ekki annað en glaðst yfir því að dregið skuli hafa úr atvinnuleys- Ný néfn leikskólanna Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu bæjar- ráðs frá því í síðustu viku, að nöfnum leikskólanna í bænum yrði breytt og þau samræmd. Eftirleiðis nefnist leikskólinn við Akurgerði Bakkasel, leik- skólinn við Víðigerði Akrasel, leikskólinn við Skarðsbraut Vallarsel og leikskólinn við Lerkigrund Garðasel. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sagði í samtali við Skagablaðið í gær, að stefnt yrði að því að merkja skólana mjög fljótlega til þess að flýta fyrir því að þessi nöfn festu sig í sessi á rflcðal bæjar- búa. Nafnbreyting leikskólanna hér á Akranesi er í takt við nýja strauma í samfélaginu. Velflest bæjarfélög, þar sem fleiri en einn leikskóli er, hafa samræmt nöfn þeirra. Umferðariagakærum fækkaði í fyrra Kærum vegna umferðarlaga- brota á Akranesi fækkaði á síð- asta ári samanborið við árið 1990 samkvæmt samantekt Svans Geirdals, yfírlögregluþjóns. Hins vegar voru númer klippt af fleiri bifreiðum í fyrra en árið áður. Kærð umferðalagabrot voru 206 í fyrra en 227 árið 1990. Kærum fyrir hraðakstur fækkaði einnig í fyrra í 95 úr 105. Þá voru kærur fyrir meintan ölvunarakst- ur 38 í fyrra en 45 árið áður. Inn- setningar í fangageymslur voru 291 talsins en 320 árið áður. í 65 tilfellum voru númer k.lippt af bifreiðum en f 60 tilvikum árið 1990. Af ýmsum öðnim málum má nefna að skráð þjófnaðarmál voru 85 talsins, skemmdarverk 170 og árásarmál 25. Kærur vegna lausagangs hesta voru 17 og 14 vegna lausagangs hunda. Annasamasti dagur síðasta árs var 3. febrúar þegar mikið óveð- ur gekk yfir bærinn. Þann dag skráði lögreglan um 100 tilkynn- ingar um tjón og beiðnir um að- stoð á 15 klukkustundum og komst þó ekki yfir að bóka allar tilkynningar vegna anna við hjálparstarf. Skagablaðið hefur fregn- að að brýnt sé fyrir elli- og örorkulífeyrisþega að þeir skili skattframtölum fyrir eindaga. Vegna nýrra og breyttra lagaákvæða gæti komið til skerðingar á tekju- tryggingu dragist að skila skattframtalinu. Bæjarstjórn minntist á fundi sínum á þriðjudag Hannesar R. Jónssonar, fyrr- um bæjarfulltrúa. Hannes sat í bæjarstjórn árin 1970- - 1972 fyrir Frjálslynda og vinstrimenn. Seta hans í bæjarstjórn er einstök í sög- unni að því leyti að hann er eini fulltrúi flokks utan gamla „fjórflokksins" sem náð hefur kjöri í bæjarstjórn Akraness. Lengst af gegndi Hannes starfi verslunarstjóra í verslun SS hér á Akranesi. Dagana 28. febrúar til 1. mars nk. verður efnt til námskeiðs fyrir foreldra og aðstandendur fatlaðra ungl- inga frá tólf ára aldri. Þeir sem standa að námskeiðinu eru Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Styrktarfélaga lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna. Fluttir verða fyrir- lestrar og vinnuhópar skipað- ir. Þeir foreldrar á Akranesi sem áhuga hefðu á nám- skeiðinu ættu að hafa sam- band við Kristínu Jónsdóttur í síma 91 - 682223 kl. 18-19 virka daga eða Lilju Þor- geirsdóttur í síma 91 - 29133 á skrifstofutíma fyrir 14. fe- brúar. Lyn, lið Teits og Ólafs Þórðarsona, komst ekki í úrslit á norska innanhúss- meistaramótinu í knatt- spyrnu um helgina. Tveir leikmanna liðsins meiddust á mótinu. Erling Jóhansson, ættaður héðan af Akranesi, hefur verið ráðinn til aðstoð- ar við þjálfun hjá Teiti. Hann sér um hlaupaæfingar liðsins. Af Ólafi er það títt að hann er allur að koma til eftir erfið meiðsli og er farinn að hlaupa. Lyn fer til Frakk- lands í æfingabúðir um miðj- an febrúar og liðið leikur síð- an í „vetrarseríunni" í Portúgal í mars. K. Reim, Osló. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á eins konar „vina bæjasamskiptum“ við skosku borgina Aberdeen. í tillög- unni er bæjarstjóra falið að kanna möguleika á sam- skiptum á sviði menningar, íþrótta, viðskipta og tækni.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.