Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 4
4 Skagablaðið Skaaablaðið 5 Akranes hefur heldur betur verið í sviðsljósi fjölmiðlanna undanfarna viku, meira en sennilega nokkru sinni í langan tíma. Þar hefur tvennt eink- um valdið; annars vegar afmælisár bæjarins og sérstök hátíð í því sam- bandi sl. sunnudag svo og frétt, sem Skagablaðið birti sl. fimmtudag, um fyrirhugaða rokktónleika í haust. Hún hefur farið eins og eldur í sinu um land allt. „Nú er lag,“ var einhverju sinni sagt og þau orð eiga vel við í dag. Akranes hefur náð að komast á fjölmiðlakortið með eftirminnilegum hætti og nú ríður á að halda dampi. Það vill okkur Skagamönnum til happs að næg höf- um við tilefnin til þess að vekja á okk- ur athygli. Eftir rúma viku verður t.d. ný heilsugæslustöð tekin í notkun og óðum styttist í að tónlistarskólinn flytji í nýtt húsnæði. Akranes komst einnig eftirminni- lega í sviðsljósið strax í byrjun ársins er Ragnheiður Runólfsdóttir var kjörin „íþróttamaður ársins." Knattspyrnu- menn bæjarins sáu síðan um næstu kynningu er þeir unnu íslandsmeist- aramótið í innanhússknattspyrnu í fyrsta sinn í 22 ár. Oft heyrist því fleygt að íþróttum sé gert allt of hátt undir höfði í fjölmiðl- um, þ.á.m. Skagablaðinu. Það vill hins vegar gleymast að íþróttamenn í fremstu röð eru einhverjir bestu sendi- herrar hvers sveitarfélags. Afrek þeirra kalla á jákvæða umfjöllun, sem bæjarfélgið nýtur ótvírætt góðs af. Undirritaður hefur orðið þess áþreif anlega var að Akurnesingum þykir eins og öðrum vænt um að þeirra sé að góðu getið. Slíkt hafa fjölmiðlar gert í ríkum mæli undanfarið. Skagablaðið birtir á forsíðu í dag frétt þess efnis, að atvinnuleysisdög- um hafi fækkað um helming á síðasta ári samanborið við árið 1990. Þetta eru sannarlega gleðileg tíðindi og rækileg staðfesting þess, að atvinnu- ástand hér var miklu betra í fyrra en fólk gerði sér almennt grein fyrir. Þrátt fyrir að 119 manns hafi verið skráðir atvinnulausir nú í byrjun vik- unnar segir það e.t.v. ekki alla sög- una. Desember- og janúarmánuðir eru að mörgu leyti sérstakir, þar sem í þeim myndast árvissir atvinnuleysis- toppar. Engu að síður er 13 færra á skránni nú en á sama tíma í fyrra eða 10 af hundraði. Slíku ber að fagna í upphafi þess árs, sem þjóðhagsspek- ingar hafa spáð að eigi eftir að verða það erfiðasta í manna minnum. Eflum með okkur samhug og sam- vinnu, treystum tiltrú okkar á bænum okkar og möguleikum hans. Horfum fram á við, tökumst á við vandann og leysum hann sjálf. Tónninn er gefinn. Sigurður Sverrisson Teitur Þórðarson nýtur vaxandi virðingar i Noregi fyrir störf sín sem knattspymuþjáKari: ,Jí meira gaman að þjálfarastarfinu“ Þegar hann hélt hédan af landi brott fyrir fimmtán árum var ætlun- in að dvelja erlendis ■ tvö ár. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Vafa- lítið óraði Teit Þórðarson ekki fyrir því hvað biði hans þegar hann og fjölskylda hans héldu héðan frá Akranesi haustið 1976. Eftir farsælan feril sem leikmaður á íslandi, í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss tók Teit- ur til við þjálfun. Frami hans á þeim vettvangi hefur verið hraður og hann stýrir nú Oslóarliðinu Lyn, sem á síðasta keppnistímbili náði 4. sætinu í norsku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta ári á meðal „hinna stóru“ eftir Iangvarandi dvöl í lægri deildum. Til marks um þá virðingu sem Teitur nýtur má geta þess að honum var sl. vor boðin staða landsliðsþjálfara Norðmanna. Teitur afþakkaði boðið. Hann var enda nýbúinn að ráða sig til Lyn og vildi sanna sig þar áður en hann tæki að sér jafn ábyrgð- arfullt og kröfuhart verkefni sem það er að stýra landsliðinu. Lyn vildi semja við Teit til a.m.k. fjögurra ára en á endanum var fallist á tveggja ára samning. Helmingur samningstímans er nú liðinn og Teitur útilokar ekki að endurnýja samning sinn við Ósló arliðið eftir að keppnistímabil- inu, sem hefst innan nokkurra vikna, lýkur. Teitur dvaldi hér á Akranesi yfir hátíðarnar og Skagablaðið hitti hann að máli daginn áður en hann hélt utan á ný. Ég spurði hann fyrst að því hvort hann væri sáttur við árangur liðsins á síð- asta keppnistímabili. Vel sáttur „Ég held að ég geti verið vel sáttur við árangurinn þótt við næðum ekki því takmarki okkar að tryggja okkur verðlaunasæti (1. - 3. sæti),“ sagði Teitur. „Forráðamenn félagsins eru him- inlifandi með árangurinn. Ég og leikmennirnir settum okkur hins vegar það markmið, svona okkar á milli, að stefna að verðlauna- sæti. Við áttum alla möguleika á að láta þann draum rætast en spiluðum illa úr þeim spilum sem við höfðum á hendi í síðustu leikjunum. Við gerðum mörg jafntefli, 10 alls, en töpuðum ekki nema 4 leikjum, færri en nokkurt annað lið í deildinni. En jafnteflin eru dýr í keppni, þar sem þriggja stiga reglan gildir. Því urðum við að sætta okkur við 4. sætið, með jafn mörg stig og liðið í 3. sæti en lakari marka- tölu. Þetta var sami árangur og við náðum hjá Brann árið áður. Brann slapp hins vegar naumlega við fall á síðasta keppnistímabili, þurfti að leika aukaleiki við félag úr 1. deild um sæti í úrvalsdeild- inni,Tippligan.“ Stutt í vetrarseríuna — Hvernig er með undirbún- ing fyrir komandi keppnistíma- bil? „Við byrjuðum æfingar strax í nóvember af fullum krafti og þótt ég hafi verið hér heima yfir jólin þurftu leikmenn engu að síður að halda sér í formi. Þeir fylgdu því æfingaprógrammi sem ég lagði fyrir. Það er síðan tiltölulega stutt í að vetrarserían svokallaða hefjist hjá okkur. í henni er liðnunum í deildinni skipt niður í riðla, sem leiknir eru einhvers staðar í Evrópu, þar sem veturinn er mildari en hjá okkur í Noregi. Einn riðillinn er kannski í Portúgal, annar á Ítalíu og sá þriðji á Kýpur. Sjálf úrslita- keppni þessa móts fer svo fram í Noregi þegar vorar og vellirnir eru komnir í almennilegt stand.“ — Nú áttuð þið í erfiðleikum með að skora á síðasta keppnis- tímabili þótt liðið léki oftast áferðarfallega knattspyrnu, sannkallaða meginlandsknatt- spyrnu á stundum. Kemurðu til með að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök? „Já, það liggur ljóst fyrir. Ég er þegar búinn að kaupa nokkra leikmenn til Lyn, leikmenn sem ég vænti mikils af. Ég er búinn að kaupa Stein Amundsen frá Lille- ström, Ronnie Johnson frá Eik, landsliðsmann, tvo unga leik- menn frá Sandefjörd auk þess sem við erum í samningum við landsliðsmann sem leikið hefur með IFK Gautaborg. Nokkrir hafa yfirgefið okkar herbúðir en það er mat mitt að við séum með mun sterkari leikmannahóp í ár en í fyrra og við setjum markið hátt.“ Yaxandi fjármagn — Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að svona keppnisfyrirkomulag eins og í vetrarseríunni hljóti að vera dýrt og um leið segir það manni að það hljóti að vera talsverðir pen- ingar í norska boltanum? „Já, það eru talsverðir pening- ar í þessu og fjármagnið fer stöðugt vaxandi. Hvað þessa keppni áhrærir borga félögin sjálf aðeins lítinn hluta þess kostnaðar sem er henni fylgj- andi. Það er Norska Tippligan, en svo heitir úrvalsdeildin hjá okkur, sem greiðir þennan kostnað að mestum hluta. Hún fær árlega verulegar fjárhæðir frá getraunafyrirtæki fyrir það eitt að heita „Tippligan". Svo hefur hún fjölda annarra „sponsora.“ Þjálfun bar óvænt að Það er ekki ýkja langt síðan Teitur lagði fyrir sig þjálfun. Hann segir það hafa komið upp á með tilviljanakenndum hætti árið 1985. Sér hafi verið boðið að kenna hjá sænska knattspyrnu- sambandinu og gert við það tveggja ára samning. Áður en hann var útrunnin höfðu for- ráðamenn Skövde IK samband við hann og buðu honum þjálf- arastöðu. Sá samningur var held- ur ekki útrunninn er Brann kom til sögunnar. í tíð Teits hjá Brann vegnaði félaginu vel, komst m.a. í úrslit bikarkepp- ninnar og náði síðan 4. sætinu í úrvaldsdeildinni, sem var besti árangur félagsins í meira en tvo áratugi. En árangurinn hjá Brann náð- ist ekki án fórna og gagnrýni. Teitur lét strax við komuna þangað að sér sópa og stóð fast á Kiwanishúsinu, Vesturgötu 48, 2. hæð, fimmtudaginn 6. febrúar W. 20.30. Allir vita að auglýsingar, kynningarmál og gott upplýsingaflæði geta skipt sköpum um árangur á nær öllum sviðum í nútíma þjoðfélagi. Þetta er lykilatríði í öllu innra sem ytra 5tarfí fyrírtækja og stofnana. Enginn ætti að láta framhjá sér fara hvert tækifærí til að kynna sér þessi mál og tileinka sér þau. Magnús Pálsson, viðsKiptafræðingur og framhvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis- ins Markmiðs, kemur á fundinn og fjallar um þessi mikilvægu mál. ríomið og kynnið ykkur hvað er að gerast á þessu sviði. Fundurinn er öllum ATAK m » • m mk v q skoðun sinni og hvikaði hvergi frá kenningum sínum um þjálfun. Þetta fór fyrir brjóstið á forráðamönnum féíagsins svo og mörgum stuðningsmönnum en allt kom fyrir ekki. Teitur hélt sínu striki og árangurinn varð betri en félagið hafði átt að venj- ast frá því á gullaldarárum sínum snemma á sjöunda áratugnum. Stormasamt hjá Brann „Ég skynjaði strax andrúms- loftið hjá Brann þegar ég kom þangað. Það markaðist auðvitað af því að klúbburinn var búinn að vera eins og jó- - jó í gegnum árin, ýmist í 1. deild eða þá í fall- baráttu í úrvalsdeildinni. Eilífur ágreiningur í forystu félagsins svo og prímadonnuháttur sumra leikmanna var ekki til þess að bæta andrúmsloftið. Ég gerði mér strax ljóst að þarna þyrfti að viðhafa ný og betri vinnubrögð ef menn ætluðu sér að ná einhverj- um árangri. Ég byrjaði því fljót- lega á að hreinsa til og þegar fyrsta árinu mínu hjá Brann lauk voru 14 leikmenn á braut, svo að segja allt liðið. Margir í þeim hópi voru góðir leikmenn en höfðu einfaldlega ekki það hug- arfar til að bera sem ég krefst af leikmönnum mínum. Ef menn eru ekki reiðubúnir að gefa sig alla í það sem þeir eru að gera geta þeir bara farið eitthvert annað. í stað þessara manna sótti ég leikmenn, einkum í neðri deildirnar og einn sótti ég meira að segja alla leið niður í 6. deild! Auðvitað var þetta gagnrýnt. Sérstaklega er mér minnistætt F rakklandsd völin leiðarljós — Hvað er það í raun sem kveikti áhuga þinn á þjálfun á sínum tíma? „Það er einkum þrennt sem réði því að ég fór út í þetta. Mér fannst þjálfun, sem ég hafði gengið í gegnum, oft æði tilvilj- anakennd, ómarkviss. í Svíþjóð var ég síðan svo heppinn að vera boðið starf hjá sænska samband- inu. Þar kynntist ég m.a. íþrótta- lífeðlisfræði, þætti sem allt of lít- ill gaumur hefur verið gefinn. Þriðji þátturinn sem réði kannski mestu um að ég fór út í þjálfun er að í Frakklandi fannst mér ég í fyrsta sinn komast í snertingu við þjálfun eins og ég hafði hugsað mér að hún ætti að vera. Mér fannst vera hugsun á bak við allt sem þar var framkvæmt. Ég hef alltaf litið mjög upp til franskrar knattspyrnu og geri enn. Ég tel að Frakkar komist næst Brasilíumönnum í því að laða fram fegurð og einfaldleika knattspyrnunnar. Sú reynsla sem ég öðlaðist í Frakklandi hefur verið mér leiðarljós í þjálfuninni, þótt ég hafi bætt þar mörgu við, og ég tel t.d. að sú knattspyrna sem Lyn lék sl. sumar sé í ætt við knattspyrnu eins og hún er leikin í Frakklandi. Þar er megininn- takið að halda knettinum sem lengst því á meðan þú hefur knöttinn gerir andstæðingurinn ekki neitt. Enski boltinn byggir aftur á móti á því að komast sem skjótast upp að marki andstæð- ingsins. Sendingar eru fáar og langar og slíkt leikskipulag gefur andstæðingnum færi á að ná knettinum. Árangur Liverpool í Evrópukeppninni á fyrri hluta síðasta áratugar byggðist m.a. á því að liðið lék meginlandsknatt- spyrnu en ekki hefðbundinn enskan fótbolta.“ Teitur hefur verið framsýnn í þjálfaramenntun sinni og vakið athygli fyrir að beita aðferðum, sem ekki eru á hvers manns færi. Á þingi norrænna knattspyrnu- þjálfara sem fram fór í Osló fyrr í vetur og Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna sótti m.a., flutti aðstoðarmaður Teits erindi um þjálfunaraðferðir hans. Óhætt er að segja að þær hafi vakið geysilega athygli. Teitur hefur ferðast víða um Noreg í haust og vetur og flutt fyrirlestra um þjálfun og þær aðferðir sem hann beitir. En hvað er það sem vekur svo mikla athygli? Einstaklingsbundin þjálfun „Fyrst og fremst er það sú staðreynd að ég þjálfa leikmenn einstaiclingsbundið en þó innan ákveðins kerfis. Leikmenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir hafa afburða knatttækni, aðrir eru sprettharðir og svo eru þeir sem hafa betri yfirsýn og skilning á leiknum en gengur og gerist. Til þessa hefur þjálfun nánast alltaf gengið út á það að setja menn undir sama hatt. Þeir sem ekki geta haldið í við þá fljótustu eru afskrifaðir. Þannig hafa hæfi- leikar þúsunda knattspyrnu- manna farið forgörðum á liðnum árum og áratugum. Það er nefni- lega ekki hægt að setja jafnaðar- merki á milli hraða og getu. Leikmaður, sem er ekki nema miðlungi fljótur að hlaupa, getur engu að síður verið afburða góður. Hann getur bætt upp það sem vantar á hraða með skilningi sínum og útsjónarsemi. í sumum tilvikum er hægt að lagfæra hlaupatækni leikmanna og auka hraða þeirra að miklum mun. Þetta reyndi ég t.d. hjá Brann með góðum árangri. Til þess að útskýra þetta að- eins langar mig að nefna einfalt dæmi. Þegar ég hóf undirbúning- inn fyrir keppnistímabilið setti ég leikmenn í stífa þrekþjálfun. Ég byrjaði á því að finna út há- marksálag sem hægt er að bjóða hverjum einstökum leikmanni. Hann er síðan þjálfaður út frá því. Mínir leikmenn hlaupa t.d. ekki eftir skeiðklukku heldur púlsmæli. Hann er stilltur út frá hámarksgetu hvers og eins. Á hlaupum pípir mælirinn ef við- komandi fer of hratt eða of hægt. Það er hjartslátturinn sem ræður ferðinni ekki skeiðklukkan.“ Vekur athygli — Nú gefur auga leið að þjálf- un með þessum hætti er mun tímafrekari en „venjuleg“ þjálf- un ekki satt? Teitur Þórðarson: „Án stuðnings fjölskyldunnar hefði þetta aldrei gengið upp. „Jú, þetta krefst bæði meiri undirbúnings og meiri tíma við útfærslu. Enda kæmist ég aldrei í gegnum þetta einn míns liðs. Ég nýt aðstoðar 3-4 manna við þjálfunina því það þarf að huga að mörgu. Allar niðurstöður eru skráðar niður og ég fylgist grannt með ásigkomulagi hvers einasta leikmanns. En þótt þetta kunni að hljóma flókið er þetta ekki flóknara en svo að mörg félög í Noregi eru að taka upp þessa þjálfunaraðferð og mér kæmi ekki á óvart þótt margir þeirra þjálfara frá hinum Norður- löndunum sem sóttu ráðstefnuna í Osló í vetur taki þetta upp hjá sínum félögum. Mér berast stöðugt fyrirspurnir vegna þessa.“ Samhliða yfirþjálfarastöðunni hjá Lyn gegnir Teitur í raun stöðu framkvæmdastjóra félags- ins. Hann hefur þar peningafor- ráð en að baki honum er sterkur hópur stjórnarmanna og einstakl inga sem allir hafa það eitt markmið að koma Lyn á ný í fremstu röð. Teitur segir það taka sinn tíma. Vaalerengen, annað lið frá Osló, hefur mörg undanfarin ár verið í fremstu röð og hefur byggt upp stóran kjarna fylgismanna. Aðsókn á leiki Lyn er því ekki eins mikil og hjá Vaalerengen en með bættum ár- angri segist Teitur ekki efast um að dæmið snúist við. Ekki megi hins vegar ætla að það gerist á einni nóttu, slíkt taki tíma. Ekki sé óðelilegt að ætla sér að það taki 4 - 6 ár að gera Lyn að stór- veldi í norskri knattspyrnu. Dramb er falli næst Það fór að líða að lokum spjalls okkar Teits. Ég stóðst ekki mátið og spurði hann hvort hann hyggði til heimferða á næst- unni. „Við ætluðum okkur aldrei að vera lengur úti en í tvö ár en það hefur teygst á þessu. Þetta hefur oft verið erfitt, sérstaklega fyrir Dísu Dóru, konu mína, og krakkana, Ester og Óla, en þau hafa stutt mig allan tímann með ráðum og dáð: Án þess hefði þetta aldrei gengið upp. Okkur líkar vel í Noregi og á meðan fjölskyldan er sátt við sitt hlutskipti reikna ég með að vera eitthvað áfram erlendis. En það getur breyst. í þessu starfi gerast hlutirnir hratt og það er ekki óvenjulegt að mönnum sé sparkað. Mér finnst æ meira gaman að þjálfarastarfinu og er alltaf að uppgötva að ég á svo margt ólært í því tilliti. Maður verður aldrei fullnuma í þessum fræðum. Þeir þjálfarar sem ekki telja sig þurfa að læra meira eru á rangri hillu og það er ljóður á mörgum þjálf- urum að þeir telja sig vita allt. Staðreyndin er sú að þeir eru hræddir um að komast að því að þeir eiga margt ólært. Hj,á Lyn hef ég það þannig að ég leita liðsinnis nokkurra aðila með reglubundnu millibili. Ég kasta fram spurningu til hópsins og læt hann svara mér í hrein- skilni hvað honum finnst. Er ég að gera rétt eða rangt? Maður þarf á stöðugri gagnrýni að halda. Kunni maður ekki að taka henni er stutt í fallið eða eins og gamla máltækið segir: Dramb er falli næst.“ Sigurður Sverrisson Þeir voru ekki að spara stórskotahríðina getraunaspekingarnir f fyrstu viku úrslitakeppninnar. Bæði Guðbjörn Tryggvason og Katla Hallsdóttir náðu 10 réttum, Sigþóra Ársælsdóttir 9 og Karl Þórð- arson 8. Ef fram fer sem horfir er „næsta víst“ að keppnin á milli þeirra verður geysilega jöfn og spenn- andi þær tólf vikur sem úrslitakeppnin stendur yfir. Liðin á seðllinum þessa vikuna eru öllu kunnug- legri en í síðustu viku, þar sem lið úr 3. deild ollu heilabrotum. Margir leikjanna á þesum seðli virðast lílegir heimasigrar en menn skyldu hafa það hugfast að það eru einmitt „öruggu“ leikirnir sem bregðast þegar mest á ríður. En lítum á spárnar: Guðbjörn Karl Þ. Katla H. Sigþóra Arsenal — Manch. Utd. IX 1X2 1X2 1 2 Crystal P. — Coventry 1 1 1 1 Leeds — Notts County 1 1 1 1 Liverpool — Chelsea 1 1 1 1 Manch. C. —Tottenham 1 1 1 1 Norwich — Southampton 1 IX 1 IX Nottm. F. — Sheff. U. 1 1 1 1 QPR — Wimbledon 1 1 1 1 Sheff. Wed. — Luton 1 1 1 1 West Ham — Oldham 1X2 X2 1 2 1 2 Brighton — Charlton X2 1 1 2 IX Millwall — Ipswich 1 2 X2 1 2 1X2 Portsmouth — Derby IX IX IX 1

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.