Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 7
Skagablaðið 7 Ingólfur Hrólfsson, formaður framkvœmdanefndar nýbyggingarinn- ar, afhendir Þóri Ólafssyni, skólameistara, lyklana að nýbyggingunni. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarssoon (lengst t.h.), Gísli Gíslason, bæjarstjóri og fulltrúi Álftanes- hrepps (lengst t.v.) undirrita samstarfssamning sveitarfélaga á Vesturlandi og ríkisins um rekstur FVA. Glæsileg þjónustubygging FVA formlega tekin í notkun sl. föstudag: Boðar þáttaskil í sögu skóians Tæplega 300 manns voru á föstudaginn viðstaddir athöfn þegar þjónustubygging Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi var form- lega tekin í notkun. Athöfnin fór fram í glæsilegum samkomusal skólans. Jafnframt var undirritaður nýr samningur um rekstur skól- ans á milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga á Vesturlandi sem að skólanum standa. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, skrif- aði undir samninginn fyrir hönd ríkisins og á staðnum voru fulltrúar flestra sveitarfélaganna og undirrituðu samninginn. §%jónustubyggingin er tæplega staða til tónleikahalds og r 1800 fermetrar á tveimur hæðum. Meirihluti hennar var tekinn í notkun á föstudag. Bygg ingin er öll hin glæsilegasta og með samkomusalnum, sem með góðu móti rúmar 4 - 500 manns, hefur skapast afburðagóð að- skemmtana af ýmsum toga. Framreiknaður kostnaður við bygginguna nemur 222 milljón- um króna. Þórir Ólafsson, skólameistari, setti athöfnina en síðan lék Skólahljómsveit Akraness tvö Gísli Einarsson, forseti bæjarstjórnarm afhendir skólameistara gjöffrá Akranesbœ. Ráðherra leysti rekstrarvanda nýbyggingarinnar Lofaði 4 millj. króna Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, flutti samkomu- gestum á föstudaginn þau tíðindi að ráðuneytið hefði ákveðið að veita 4 milljónum króna til reksturs þjónustubyggingarinnar á þessu ári. Skagablaðið skýrði frá því fyrir jólin að í fjárlagadrögum rík- isins væri ekki að finna krónu til reksturs nýbyggingarinnar og því umlyki hana óvissa. Ráðherra hjó á þennan hnút á föstu- dag og sagði ráðuneytið hafa heimilað fjögurra milljóna króna rekstrarframlag. lög undir stjórn Andrésar Helga- sonar. Frammistaða sveitarinnar vakti verðskuldaða athygli enda leikur hennar hnökralaus; mar- kviss og fágaður. Óhætt er að taka undir þau orð Jóns Hálfdan- arsonar, formanns skólanefndar, að sveitin sé sannkölluð bæjar- prýði. Jón sté því næst í ræðustól og rakti sögu skólans og sagði þjón- ustubugginguna „boða þátta- skil“. Ræða Jóns, sem vakti mikla athygli, er birt í heild á síð- unni hér til vinstri. Ingólfur Hrólfsson, formaður framkvæmdanefndar byggingar- innar (auk hans sátu í nefndinni þeir Sigurður Guðni Sigurðsson og Óli Jón Gunnarsson, auk þess sem skólameistari og Jón JJálf- danarson sátu marga fundi hennar, innsk. Skbl.), tók þá til máls og rakti feril byggingarinn- ar. í lok ræðu sinnar afhenti Ing- ólfur Þóri formlega lyklana að þjónustubyggingunni. Magnús H. Ólafsson, arkitekt, er hönnuður en helstu verktakar við bygginguna eru sem hér segir: Burðarverk: Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen, Borg arnesi, Raflagnir: Bragi Þór Sig- urdórsson, Uppsteypa: Tréverk sf., Múrverk og pípulagnir: Gísli og Kristján sf., Innréttingar og frágangur: Arnarfell og Tréós. Þórir Ólafsson tók þá til máls. Hann sagði bygginguna ger- breyta allri aðstöðu í skólanum. Ekki aðeins leysti hún þau þrengsl sem fylgt hefðu mötu- neyti skólans til þessa og ger- breytti allri félagsaðstöðu heldur losaði hún um mikið rými í eldri byggingum skólans. Hann óskaði öllum viðstöddum og ekki síst nemendum til hamingju með bygginguna. Hann sagði menn aldrei mega missa sjónar af því að skólinn væri fyrst og fremst fyrir nemendur. Fleiri tóku til máls á föstudag- inn. Gísli Einarsson, forseti bæjarstjórnar Akranes, hélt stutta tölu og færði skólameistara gjöf frá Akranesbæ, þá flutti lafur Sverrisson, hinn ungi bæjarstjóri Stykkishólmsbúa, snjalla ræðu áður en gengið var til undirskriftar samstarfssamn- ings ríkis og sveita. Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sló síðan botn- inn í formlega dagskrá með ræðu sinni. Hann kom m.a. inn á þann niðurskurð sem stendur fyrir dyr- um í menntakerfinu og sagði sér óljúft að þurfa að standa fyrir slíku. Hann áréttaði engu að síð- ur að hann skoraðist ekki undan því að taka þátt í því sparnað- arátaki sem ríkisstjórnin hefði kynnt. Á eftir ráðherra flutti Ólafur Ásgeirsson, fyrrum skólameist- ari, ræðu. Valgarður Jónsson, formaður NFFA, flutti þá stutt erindi og síðan tóku þeir til máls Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, Sturla Böðvarsson, alþingismaður og Alexander Stefánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra. Sú nýjung er í þjónustu- byggingu FVA, að þar hefur verið komið upp 75 læstum skápum í anddyrinu sem nemendur geta leigt til afnota. Óhætt er að segja að þessi nýjung hafi fallið vel í kramið hjá nemendum því eigi færri en 130 umsóknir bárust um afnot af skápun- um. Guðmundur B. Hannah. úrsmiður, færði skólan- um að gjöf tvær glæsilegar veggklukkur í tilefni opnun- ar þjónustubyggingarinnar. Annarri klukkunni hefur ver- ið valinn staður í samkomu- salnum, hinni í anddyrinu. Þórir Ólafsson, skólameist- ari, þakkaði þessar fögru gjafir og sagði þær koma að góðum notum. í gamla skólanum hefði lengi verið aðeins ein klukka og hún hefði verið „stopp“ í langan tíma. „Þessi gjöf er tákn um nýja tíma,“ sagði Þórir. §j' ð Margt góðra gesta var við athöfnina áföstudag. Á myndinni má m.a. sjá menntamálaráðherra og Ólaf Ásgeirsson, fyrrum skólameistara.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.