Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 5
Áríð sem leið Skagablaðið Skagablaðið Áríð sem leið 9. janúar1995 5 4 9. janúar1995 Hvað stendur uppár? Undanfarin ár hefur Skagablaðið feng- ið nokkra Skagamenn til þess að líta um öxl við áramót og rifja upp minnis- stæðustu atburði ársins, almennt og af vettvangi einkalífsins. Við höldum þessum sið nú og fengum nokkra ein- staklinga til fara í huganum yfir nýliðið ár og rifja upp það sem upp úr stendur. Við birtum jafnframt nokkrar myndir til að minna á minnisverð tíðindi úr mann- lífinu sem sagt varfrá í Skagablaðinu á síðast liðnu ári. Áslaug naut mikillar velgengni ífótboltanum á árinu. Áslaug Ragna Ákadóttir: Gekk vel í boltanum að sem fyrst kemur upp í hugann þegar litið er til baka til ársins 1994 er velgengni mín í knattspyrnu. Ég fékk bronsskóinn fyrir markaskorun í 1. deildinni og aðra titla innan knattspyrnufé- lagsins. Þó finnst mér minnis- stæðasti og besti titillinn að hafa verið valin kona Búnaðarbank- ans, sem er glæsileg nafnbót fyrir mig, segir Aslaug Akadóttir, nemi og knattspyrnumaður. Auk þess að hafa náð þessum ágæta árangri innan félagsins var ég valin í u-16 ára landsliðið og í 24 manna hóp A-landsliðsins. Mér gekk vel með 16-ára lands- liðinu og þar kynntist ég mörgum frábærum stelpum eins og í A- landsliðinu, þótt ég hafi ekki komist alla leið í 16-manna hóp- inn, sem er að sjálfsögðu stefnan í ár. Stofnun gleði- og vinarhópsins D.S.O.A. er auðvitað minnis- stæður því þetta er frábær hópur sem yndislegt er að vera með. Adam Þorgeirsson: Varð sjötugur og lét af störfum Mikil umskipti urðu í verslun ari hluta ársins. Kaupmennirnir með matvörur á Akranesi á síð- Karl Sigurðsson og Baldur Guð- jónsson drógu sig í hlé eftir að hafa átt Skagaver og starfað þar í yfir 30 ár. Byggingahúsið hf. keypti Skagaver í nóvember. 1 sama mánuði var gengið frá eigendaskiptum á Grundavali. Úrsula Árnadóttir seldi fyrrver- andi starfsmönnum sínum, systr- unum Jóhönnu og Irisi Gylfa- dœtrum, verslunina. Úrsúla hefur snúið sér að bókaútgáfu. Skagaleikflokkurinn frumsýndi leikritið Mark eftir Akurnesing- inn Bjarna Jónsson í byrjun nóv- ember. Verkiðfékk góða dóma og ágœta aðsókn. Rekstur stærsta fyrirtœkis bœjarins, HB hf, gekk vel á árinu. Fratn- leiðsla í smápakkningar vakti athygli og í lok ársins seldust ný hluta- bréffyrir 80 milljónir króna. Fyrirtœkið var skráð á Verðbréfaþingi Islands. Hins vegar brást loðnuveiði síðari hluta ársins. Kirkjuhvoll vakti enn deilur rnanna á meðal. Stjórn Minningarsjóðs séra Jóns M. Guðjónssonar festi kaup á húsinu í nóvember ogfyrirhugað er að 28. janúar verði formlega opnað þar listasetur með sýningu á málverkum í eigu bœjarins. Miklar deilur urðu um húsið í bœjarstjórn. Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur voru fylgjandi kaupum sjóðsins á húsinu, en Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur á móti. AUirflokkar í bœjarstjórninni samþykktu þó 10 milljóna króna framlag til sjóðs- ins. Gunnar M. Gunnarsson og Jóhanna Jónsdóttir eru í hússtjóm. Skipasmíðastöðin varð oft tilefni tilfrétta á síðasta ári. Um mitt sumar tók nýtt fyrirtæki rekstur þrota- bús Þ&E á leigu, Skipasmíðastöðin Þorgeir & Ell- ert hf. Samið var við starfsmenn um launalœkkun og síðan hefur starfsmönnum verið fœkkað veru- lega. Þeir sem eftir eru endurheimtu þó launalœkk- unina í haust. Verkefnastaðan hefur verið erfið í haust og starfsmenn hafa óttast um sinn hag. Seint á árinu var stöðinni falið að smíða nýja og full- komna flæðilínu fyrir frystihús HB hf. I kjölfarið spunnust miklar deil- ur milli Sigurðar og Kristrúnar Kristinsdóttur, staðgengils hans. Kristrún gerði launakröfu vegna meintrar fjarveru sýslu- manns. Sýslumaður svaraði með því að áminna Kristrúnu, en hún kœrði og áminningarnar voru dregnar til baka. Þáfór Sigurður fram á rannsókn RLR á yfirvinnu Kristrúnar, sem og varð, en ríkissaksóknari taldi ekki ástœðu til ákæru eðafrek- ari rannsóknar. Skagamenn urðu Islandsmeist- arar í knattspyrnu þriðja árið í röð og Olafur Þórðarsonfyrir- liði kunni aðfagna því. Eftir að titillinn var í höfn var hins vegar tilkynnt um þjálfaraskipti; Logi Olafsson var ráðinn í stað Harð- ar Helgasonar. Hörður hafði stýrt liðinu til sigurs ífyrstu deild og komið því áfram í Evr- ópukeppni og var afar ósáttur við málalokin. Hann var síðan gerður að þjálfara U-21 árs landsliðsins. Mér er líka minnisstætt að síð- astliðið haust voru 50 ár liðin frá því ég fluttist til Akraness. Um það get ég sagt að ég hef verið ánægður með dvölina hér og ekki séð ástæðu til að flytja héðan. Almennt um það sem mér er í huga um síðastliðið ár er að ekki var byrjað á einu einasta íbúðar- húsi hér í bænum. Það segir nokkuð um atvinnulífið. Einnig má nefna að veðurfar var hag- stætt öllum gróðri. Allur trjá- og runnagróður var því fallegur og vel farinn eftir sumarið. Adamferðaðist um Norðurlönd með konu sinni á síðasta ári. þótt margt af því sem beindist að honum hafi áreiðanlega átt rétt á sér. Ursögn Jóhönnu Sigurðardótt- ur úr Alþýðuflokknum kom ekk- ert sérstaklega á óvart, þetta hafði lengi verið í deiglunni. Hennar mál koma mér þannig fyrir sjónir að ástæðuna megi rekja til sam- skipta hennar við Jón Baldvin frekar en að um málefnalegan ágreining hafi verið að ræða. Lýðveldisafmælið bar auðvitað hátt, þótt ég hafi ekki farið á Þingvöll, kannski sem betur fer. Það hefði mátt standa betur að því svo fleiri kæmust á staðinn en raun ber vitni. Af erlendum vettvangi koma styrjaldir helst upp í hugann. Við fylgdumst með styrjöldum í frétt- unum og mér t'innst þetta alltaf jafn dapurlegt. Skagamenn urðu enn íslands- meistarar í knattspyrnu á árinu. Það gaman þegar vel gengur og þegar rætt er um fótbolta lætur maður vita að maður er Skaga- maður. Það var merkilegur áfangi í starfinu að nú í lok ársins var gerður samningur um smíði nýrr- ar vinnslulínu og við erum nú að undirbúa tilkomu hennar, sem leggst mjög vel í mig, segir Ást- hildur. Sigurður Gizurarson sýslu- maður stóð í ströngu í haust. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sendi honum bréfí september þar sem hann gerði honum að gera greinfyrir við- veru sinnifrá áramótum og stimpla sig inn eftirleiðis. Sýslumanni var jafnframt bann- að að ráða og reka starfsmenn. | Ásthildur Benediktsdóttir: Átök í stjórnmálunum Þetta ár gekk ósköp ljúft fyrir sig og af perónulegum vett- vangi er mér minnisstæðast gott sumarleyfi sem ég átti með fjöl- skyldunni. Við gerðum eins og okkur var sagt, ferðuðumst um Island, og það var mjög notalegt, segir Ásthildur Benediktsdóttir, gæðastjóri hjá Haraldi Böðvars- syni hf. Mér fannst átökin í stjórnmál- unum afar merkileg og þá sér- staklega lætin í kringum Guð- mund Árna Stefánsson og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Ég er nú ekki mikill pólitíkus en ég held að það hefði mátt taka fleiri stjómmálamenn en Guðmund Árna fyrir. Það væri sjálfsagt hægt að ganga hart að fleirum, Ásthildur átti gott sumarleyfi með fjölskyldunni og segir árið 1994 hafa verið ósköp Ijúft. Flosi Einarsson í starfi í Grundaskóla. Flosi Einarsson: Fengsælt stang- og skotveiðiár Þegar ég hugsa um árið 1994 koma fyrst upp í hugann minningar sem tengjast veiði- mennsku því þetta ár var sérlega fengsælt bæði hvað varðar stang- veiði og skotveiði. Ég átti margar sælustundir í góðum félagsskap við hinar ýmsu veiðiár síðastliðið sumar og þegar hausta tók var rykið dustað af byssunni og gæsaveiðin tók við. Engu er þó lík rjúpnaveiðin sem sameinar veiðimennskuna mikilli og hollri útiveru, segir Flosi Einarsson kennari. Hvað starf mitt í Grundaskóla varðar, átti ég margar ánægju- stundir með nemendum mínum og samstarfsmönnum bæði í leik og starfi. Einnig sótti ég tvær ráðstefnur tónlistarkennara til Danmerkur og Svíþjóðar og varð margs vís- ari. Til dæmis uppgötvaði ég að íslenska skólakerfið er langt á eftir í tengslum við notkun á tölv- um. Það er síðan orðið jafnvíst að um svipað leyti og Skagamenn taka upp kartöflurnar á haustin hampa þeir einnig Islandsmeist- arabikarnum í knattspyrnu. Alltaf mjög ánægjulegt. Árið 1994 er einnig minnis- stætt vegna mikilla hræringa á stjórnmálasviðinu, þar sem flokkar hafa klofnað og ráðherrar fengið að taka pokann sinn. Því miður setti aukið atvinnuleysi einnig mark sitt á s.l. ár. Það sem efst er í mínum huga frá síðasta ári er að ég varð sjötugur á árinu og hætti störfum hjá Akraneskaupstað. Síðasti vinnudagur minn þar var 30. des- ember síðast liðinn. Það er mikil breyting í lífi mínu að hætta í föstu starfi og að hætta að starfa við það sem mér hefur þótt áhugavert, og þar að auki hef ég unnið með góðu og skemmtilegu fólki, segir Adam Þorgeirsson. I fyrrasumar fórum við hjónin í þriggja vikna ferðalag til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Lengst vorum við í Danmörku hjá Friðriki syni okkar og hans konu. Þau búa í Hjörring á Norð- ur-Jótlandi. Við vorum þar við skírn dóttur þeirra og um leið yngsta barnabarns okkar, enn sem komið er, og þess sjötta í röðinni. Til Noregs fórum við til að heimsækja frænku konu minn- ar, og einnig heimsóttum við bróður minn sem býr í Svíþjóð. Af mörgu góðu sem við nutum í þessari ferð vil ég nefna veðrið sem var óvenjulega gott. 25-30 stiga hiti, logn og sólskin. Ragna Kristmundsdóttir: Fékk óvænta heimsókn ÆT Arið 1994 var að mörgu leyti viðburðaríkt. Sumarið var svo afskaplega milt og gott. Það má segja að árið hafi verið ár ferðalaga, segir Ragna Krist- mundsdóttir, söngvari með meiru. I apríl fór ég með syni mínum í keppnisferð ásamt fjölda annarra íslenskra unglinga, foreldrum Svanur Guðmundsson: Teikn um bjartari tíð Síðasta ár hefur verið ákaflega tíðindamikið í starfinu. Frystihús Hafarnar var leigt undir vinnslu Krossvíkur hf., Sæfarinn var seldur til Rússlands og kvót- inn færður á Höfðavíkina. í lok ársins var Hafarnarhúsið keypt af þrotabúi Hafamar, segir Svanur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Krossvíkur hf. í heild er ég nokkuð sáttur við árið. Nýting í frystihúsinu hefur batnað, afköst hafa aukist og af- koman batnað all verulega. Af- koman gæti verið betri ef menn hefðu haft rekstur alla mánuði ársins í staðinn fyrir rúma átta mánuði en þar spilar inn í fimm vikna viðgerð á Höfðavíkinni og þeirra og kennurum til þess að keppa í samkvæmisdönsum í Blackpool á Englandi. Islensku keppendurnir stóðu sig frábær- lega vel. Ferðalag sönghópsins Sólar- megin til Norðurlanda í haust er ógleymanlegt fyrir þær frábæru móttökur sem við fengum alls staðar þar sem við sungum. Afmæli lýðveldisins er fyrir margt minnisstætt svo og valið á borgarstjóra Reykjavíkur. Is- landsmeistaratitillinn í knatt- spyrnu vannst eitt árið enn á Skaga. Það sem stendur hæst í röðum minninga er þegar systir mín, sem búsett er í Addis Ababa í Eþíópíu, kom heim mér að óvör- um til þess að samgleðjast mér á afmælisdaginn minn í janúar Arið 1994 var tíðindamikið ár í starfi Svans hjá Krossvík hf. að ekki hófst vinnsla fyrr en 21. mars. Það sem er merkilegast á árinu sem var að líða er að þá náðu menn tökum á úthafskarfavinnslu og við gerðum samninga um landanir á karfa frá Færeyingum. Það mun auka all verulega vinnslu hér í húsinu og bæta nýt- ingu þess. Hvað framtíðin ber í skauti sér er vandi um að spá en þó eru teikn á lofti um bjartari tíma. Af- urðaverð er á uppleið og sóknar- færi hafa aukist í úthafskarfa og loðnu. Ef friður verður á vinnu- markaði og verðlag stöðugt verð- ur 1995 eitt af okkar góðu árum. En veldur hver á heldur. Með ósk um gleðilegt ár. Ragna fékk Asdísi systur sína í heimsókn frá Eþíópíu, alveg óforvarindis.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.