Skagablaðið


Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 09.01.1995, Blaðsíða 6
0 9.janúar1995 íþróttir Skagalaðið Skagamenn nálgast enn botninn: Dýrkeypt tap gegn Val í gær Staða Skagmanna versnaði enn í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi er þeir töpuðu fyrir Val að Hlíðarenda, 87:102. Eins og mál hafa þróast aukast stöðugt líkur á að Skagamenn þurfi að leika um tilverurétt sinn í deildinni. Staðan í Úrvalsdeildinni eftir leikina um helgina: A-riðill: Njarðvík 21 1 2170:1751 42 Skallagrímur 12 9 1640:1629 24 Þór 11 9 1800:1755 22 Haukar 7 15 1766:1882 14 ÍA 6 14 1693:1858 12 Snæfell 0 21 1614:2193 B-riðiIl: 0 Grindavík 18 4 2158:1800 36 ÍR 16 6 1937:1838 32 Keflavík 14 8 2151:1961 28 KR 11 11 1845:1850 22 Valur 7 15 1812:1955 14 Tindastóll 6 16 1766:1930 12 Eftir leikina í gærkvöldi er aðeins Tindastóll á milli Skaga- manna og Snæfells, sem öruggt má telja að hafni í neðsta sæti deildarinnar. Bæði lið Vals og Hauka hafa verið að sækja í sig veðrið í undanförnum umferðum á sama tíma og Skagamenn tapa leikjum. Okkar menn eiga þó tvo leiki til góða en báða á útivelli, gegn Snæfelli og Þór. Urslit leikja í gærkvöldi urðu þau að Skallagrímur sigraði Grindavík afar óvænt, 86:79, í Grindavík, Njarðvfk lagði Tindastól 103:89 á Króknum, ÍR vann Hauka 93:87, KR vann Þór 93:80 og Keflavík vann Snæfell 110:79. Meistaraflokkur Skagamanna ásamt þjálfaranum Smáira Guðjónssyni broshýr á svip eftir sigurinn t jólamótinu í innanhússknattspyrnu. Jólamót meistaraflokks kvenna í innanhússknattspyrnu: Skagastúlkurnar sigruðu Skagastúlkur sigruðu á fimm liða móti í innanhússknatt- spyrnu, sem fram fór á annan dag jóla að Jaðarsbökkum. Athygli vakti að meistarar Blika urðu „aðeins" í 3. sæti. Sundfólkið lætur ekki deigan síga við metasláttinn: Kolbrún Ýr, Kristín og Arna með 20 met Hið unga og efnilega sundfólk Sundfélags Akraness hefur á tveimur mótum undanfarið sett alls 26 Akranesmet. Þar af hafa þrjár stórefnilegar stúlkur sett 20 met til samans. Metaregnið hófst á Akranes- meistaramótinu, þar sem sett voru 10 met. Á Bárumótinu þann 30. desember voru síðan sett 16 met til viðbótar. Gríðar- legar framfarir voru á báðum mótunum eins og metafjöldinn gefur til kynna. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir setti átta Akranesmet á þessum mótum, Arna Magnúsdóttir sjö Ársmiðar seldir í knattspyrnunni Ákveðið hefur verið að bjóða innan skamms til sölu ársmiða á knattspyrnuvöllinn með til- komu stúkubyggingarinnar, sem rísa á áður en Islands- mótið hefst í vor. Að sögn Péturs Oðinssonar, for- manns Stúkubygginganefndar Knattspyrnufélags IA, verður hafist handa um að reisa stúk- una í mars en allar einingar hennar eru forsteyptar. Alls verða um 580 sæti í stúkunni og gera forráðamenn félagsins sér vonir um að hægt verði að selja 100 - 150 árs- miða. Hver miði gildir í fyrir- fram ákveðið númerað sæti á vellinum og viðkomandi heldur því alla leiktíðina. - Ástæða þess að við erum að vekja athygli á fyrirhugaðri sölu er fyrst og fremst sú, að félagar og hópar sem gjarnan fara sam- an á völlinn stilli saman strengi sína og tryggi sér sæti saman, sagði Pétur. Stúkubyggingin kemur án efa til með að setja mikinn svip á vallarsvæðið. Búið er að panta gul og svört sæti í hana, sömu gerðar og þau sem eru á Idrætsparken í Kaupmanna- höfn. Teikningin hér að neðan sýnir stúkubygginguna. og Kristín Minney Pétursdóttir fimm. Auk þeirra setti Benedikt Jón Sigmundsson tvö met og þau Óskar Guðbrandsson, Sara Sig- urðardóttir, Kristjana Guðjóns- dóttir og Jóhann Ragnarsson eitt met hvert. Akranesmetin í vetur eru þegar orðin meira en tvöfalt fleiri en síðasta vetur og þó er meirihluti keppnistímabilsins enn eftir. Aðalþjálfari krakkanna er Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir og er greinilegt að hún er á hraðri leið með að byggja upp harð- snúið keppnislið. Keppni á mótinu var hörð og spennandi en svo fór að lokum að Akranes bar sigur úr býtum, hafði betri markatölu en KR. Stelpumar unnu Stjörnuna 7:1, Hauka 6:1, Breiðablik 4:3 en gerðu jafntefli við KR, 2:2. KR vann einnig alla sína leiki nema viðureignina gegn IA og aðeins munaði einu marki á markatölu þeirra og Skaga- manna. Öll bestu lið landsins að Val undanskildum tóku þátt í þessu móti. Gauti vann styttra hlaupið. Áslaug Ragna Ákadóttir, helsti markahrókur Skaga- manna, varð markadrottning mótsins með 7 mörk. Feðgar öruggir sigurvegarar Feðgarnir Jóhannes Guðjóns- son og Gauti Jóhannesson sigruðu örugglega í Gamlárs- hlaupi, sem fram fór hér á Akranesi síðasta dag nýliðins árs. Keppt var í tveimur vegalengd- um, 2 og 5 km. Jóhannes varð langfyrstur í mark á lengri leið- inni, annar varð Guðmundur Björnsson og þriðji Sigurður B. Jónsson. Gauti sigraði örugglega á styttri vegalengdinni en Gísli Karlsson varð annar. Þátttakendur í hlaupinu voru um 100 talsins. Þátttakendur hituðu vel uppfyrir hlaupið. Jóhannes kemur fyrstur í mark.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.