Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 1
2. TBL. • 12. ÁRG. • 16. JANÚAR 1995 VERÐ KR. 220 I LAUSASOLU Arangurí tannvernd Átak í tannvernd barna og ung- linga hefur skilað verulegum ár- angri í bættri tannheilsu. Ungir Skagamenn geta nú kinnroðalaust brosað framan í heiminn en fyrir nokkrum árum var tannheilsa barna á Akranesi áberandi slæm. Sjá síðu 5 Gatmarkið umdeilda 1953 Helgi Daníelsson heldur áfram að rifja upp minnis- verða atburði og tínir til myndir úr handraða sín- um. Að þessu sinni fjallar hann um gatmarkið um- deilda í leik Vals og ÍA árið 1953. Sjá síðu 4 Fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarstjórnarfund á morgun: Bæjarstjórn með bundnar hendur Framkvæmdafé bæjarsjóðs er að mestu leyti bundið á þessu ári vegna ákvarðana fyrri bæj- arstjórnar. Rúmlega 100 millj- ónir króna eru afgangs til eign- færðrar fjárfestingar en þar af fara samtals um 70 milljónir í Grundaskóla og stjórnsýslu- húsið, samkvæmt fyrri ákvörð- unum. Auk þess fara verulegir fjármunir í að greiða fyrir gatnagerð á Garðagrund. Tekj- ur bæjarsjóðs eru áætlaðar um 510 milljónir króna en 366,6 milljónir fara í rekstur. Tekjur bæjarsjóðs hækka lítið milli ára þrátt fyrir hækkun út- svars. Bæjarráð ákvað í desem- ber að hækka útsvarið úr 9 af hundraði í 9,2 þar eð fyrirsjáan- legt var að greiðslur úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga myndu enn skerðast á þessu ári. Skömmu eftir að ákvörðunin var tekin breyttust hins vegar forsendur að nýju og nú er gert ráð fyrir óbreyttum greiðslum úr sjóðn- um miðað við fyrra ár. Utsvars- hækkunin skilar sér því til tekjuaukningar. Gert er ráð fyrir að útsvars- tekjur verði rúmlega 400 millj- Sorpið sent til Sorpu? Bæjarráð gerir ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kannaðir verði möguleikar á samvinnu bæjarins og Sorpu um eyðingu sorps. Greinar- gerð um málið á að liggja fyrir ekki síðar en í mars svo mögulegt verði að taka upp nýtt fyrirkomulag í sorpeyð- ingu á síðari hluta ársins ef það þykir álitlegt. Hugsan- legt er að tekin verði upp flokkun sorps í bænum og því ekið til Reykjavíkur en látið af urðun í bæjarlandinu. ónir króna, tekjur af fasteigna- skatti tæplega 80 milljónir, að 14,6 milljónir komi úr jöfnunar- sjóði og að holræsagjald skili um 14 milljónum króna í bæjar- sjóð. Alls er áætlað að tekjurnar nemi 509,8 milljónum króna. Þegar áætlunin er lögð fyrir bæjarstjórn er búist við að skuldir bæjarins aukist urn 20 milljónir króna. Afborganir vegna lána Atvinnuþróunar- sjóðs hækka á árinu. Sem fyrr segir er gert ráð fyr- ir að rekstur bæjarins kosti 366,6 milljónir króna. Fjórir málaflokkar skera sig úr hvað rekstrargjöld snertir. Yfirstjóm bæjarins á að kosta 50,5 millj- ónir á árinu, um 94 milljónir eiga að renna til félagsþjónustu, rúmlega 70 milljónir til fræðslu- mála og um 50 milljónir í íþrótta- og æskulýðsmál. Áætlað er að 84,4 milljónir króna fari til svonefndrar gjald- færðrar fjárfestingar. Auka á gatnagerð frá fyrra ári auk þess Kristrún Kristinsdóttir: Astandið á vinnustaðnum er óþolandi en við viljum ekki látaflœma okkur burt. sem um 10 milljónir þarf að greiða vegna Garðagrundar. Stefnt er að frágangi holræsa í Krókalóni. Af eignfærðri fjárfestingu má nefna að um 40 milljónir eiga að renna til framkvæmda við E- hluta Grundaskóla og er gengið út frá því að framkvæmdum ljúki á næsta ári. Samkomulag hefur tekist um að bærinn kaupi Innsta-Vog fyrir um 20 milljónir króna og verður tekið lán fyrir kaupunum. Greiðslur vegna húsnæðis bæjarins í stjórnsýslu- húsinu nema nær 30 milljónum króna á árinu. Ymsar breytingar verða á rekstri bæjarins. Þannig er áformað að ráða félagsráðgjafa í hálft starf til ráðgjafarstarfa. Framlag til skólahljómsveitar- innar verður aukið. Bæjarráð leggur til að gerð verði sérstök úttekt á rekstrar- kostnaði iþróttamannvirkja og Tónlistarskólans á árinu. Deilurnar á sýsluskrifstofunni: Fulltrúarnir krefjast úrbóta Astandið á vinnustaðnum er algerlega óviðunandi. Við höf- um fengið leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi og okkur er því í raun ekkert að vanbúnaði að hætta og hefja eigin rekstur. Við höfum hins vegar metnað fyrir hönd embættisins og því myndi það ekki verða okkur Ijúft að þurfa að hætta, segir Kristrún Kristinsdóttir, fulltrúi og staðgengill sýslumanns, í samtali við Skagablaðið. Kristrún og Áslaug Rafnsdóttir fulltrúi hafa verið mjög óá- nægðar með yfirntann sinn, Sig- urð Gizurarson, og hafa sam- skipti og samstarf þeirra í milli verið lítil sem engin undanfarna mánuði. - Það má segja að embættið sé án yfirmanns og hér hrúgast upp óleyst vandamál sem þarf að taka á. Við erum mjög óánægð- ar með hvernig dómsmálaráðu- neytið hefur tekið á þessum málum. Það setur hér allt í háa loft en stekkur svo frá öllu sam- an og gerir ekkert frekar í mál- inu. Ráðuneytið verður að grípa inn í og leysa vanda embættis- ins á einn eða annan hátt. Við viljum að sjálfsögðu ekki láta flæma okkur á brott og förum ekki fyrr en í fulla hnefana, seg- ir Kristrún við Skagablaðið. Skothríð á haugunum Maður hafði samband við lögregluna í síðustu viku, sagðist vera staddur skammt frá sorphaugunum en kvaðst ekki þora að fara lengra vegna mikillar skothríðar á haugunum. Sagði maðurinn að gengið hefði á með byssuskothríð í um hálftíma eða svo. Þegar lögreglan kom á vettvang voru skot- mennirnir á bak og burt. Lögreglan vill ítreka að meðferð skotvopna er bönn- uð í bæjarlandinu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.