Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 2
2 16. janúar 1995 Viðhorf Skagablaðið Fjárhagsáætlun Skagablaðiö lét neikvæðu fréttirnar dynja á lesendum sínum fyrir viku, svo mörgum hefur eflaust þótt nóg um; fólksfækkun varð veruleg á síðasta ári, atvinnu- leysi með mesta móti, barnsfæðingum fækkaði, svo eitthvað sé nefnt. í þessu tölublaði er enn ný hrina nei- kvæðra frétta. Hins vegar gat blaðið til allrar hamingju laumað stöku jákvæðri frétt með, svo sem af stórauknu hráefni og fjölgun starfa hjá Krossvík og vexti í ferðaþjónustu. Og nú í þessu blaði af vexti Skagamarkaðar, bættri tannheilsu og fleiru. Fyrrnefndu fréttirnar eru ekki af því tagi sem blaðið kýs helst að segja, hvað svo sem margur heldur um það. En fréttir af þessu tagi verður að segja, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við verðum meðal annars að horfast í augu við þá staðreynd að hið erfióa atvinnuástand sem hér hefur ríkt um talsvert skeið hefur þau áhrif að fólkið fer burt. Bæjarbúum fækkar. Þessar aðstæður eru ekki beinlínis hinar ákjós- anlegustu fyrir bæjarfulltrúa sem hafa unnið að því hörðum höndum ásamt starfsfólki bæjarins undan- farnar vikur aö setja saman fjárhagsáætlun fyrir árið. Áætlunin verður lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæj- arstjórnar á morgun en afgreidd á fyrsta fundi í febrú- ar. Mikilvægustu fundir hverrar bæjarstjórnar eru þeir þegar rætt er um fjárhagsáætlun. Á fundinum á morg- un munu bæjarfulltrúar ræða hvernig ráðstafa á tekjum bæjarins, ríflega hálfum milljarði króna. Nærri lætur aó um sé að ræða 100 þúsund krónur fyrir hvern íbúa bæjarins. Gert er ráð fyrir að meó hækkun útsvars verði útsvarstekjur 404,5 milljónir króna, tekjur af fast- eignaskatti 76,8 milljónir, að holræsagjald skili 13,9 milljónum í bæjarsjóð og að 14,6 milljónir komi úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Við gerð fjárhagsáætlunar sýna hinir kjörnu fulltrúar fólkinu hvernig þeir setja hluti í forgangsröð. Hvað er mikilvægast? Hvernig á að ráðstafa fé borgaranna? Að vísu er það svo að langmestum hluta fjárins hef- ur þegar verið ráðstafað þegar bæjarfulltrúar setjast við gerð fjárhagsáætlunar. Skattféð fer að mestu leyti í rekstur sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir og ber að veita samkvæmt lögum. Litlar breyt- ingar verða á rekstri milli ára. Verulegum hluta teknanna var einnig ráöstafað af fyrri bæjarstjórn. Þar er um að ræða tugi milljóna í gatnagerð við Garðagrund, greiðslur vegna kaupa á húsnæði í stjórnsýsluhúsinu og byggingaframkvæmda við Grundaskóla. Nýi meirihlutinn í bæjarstjórn hefur ekki ákvörðunarvald í þeim efnum heldur verður að standa við skuldbindingar sem þegar hafa verið gerð- ar. Svigrúm nýja meirihlutans til að setja mark sitt á bæjarfélagið með fjárhagsáætlun er því harla lítið. Engu að síður er ástæða til þess fyrir bæjarbúa að fylgjast grannt með því hvernig skattfénu er ráðstafað og hafa til hliðsjónar meirihlutasamkomulagið sem skrifað var undir síðast liðiö vor. - Garðar Guðjónsson • • • ÍS *o iS S) </> c O) • Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Sveinn segist vona að íslensku launafólki takist að standa saman um að stefna þeim „stöðugleika eymdarinnar sem ríkt hefur undanfarin ár sem mest í voða“. Stöðugleika eymdar- innar stefnt í voða! Nú á þessum skammdegis- dögum er kjaramálaum- ræðan í algleymingi. Launþegafélögin eru langflest með lausa samninga og kröfur um launabætur gerast æ háværari. Fólkið sem búið hefur við svokallaða þjóðarsátt í launamálum síðustu árin virðist farið að ókyrrast. Sá baggi sem allir töluðu um að þjóðin ætti sameiginlega að bera sígur í axlir. Burðardýrin þreytast og spyrja hvort ekki hafi verið meiningin að létta af þessum þunga í fyllingu tímans. Hin Ijúfa byrði íslensk launþegahreyfing hefur staðið á brauðfótum síðustu árin. Gildir það jafnt um svokallaða verkalýðshreyfingu og opinbera starfsmenn. Trúin á þjóðarsáttina byggðist á þeim skilningi fólks að nokkru væri fórnandi fyrir margræddan stöðugleika í efnahagslífinu. Launafólk undirgekkst því okið í góðri trú á ríkulega uppskeru þó síðar væri. Að vísu kom strax í ljós að fyrirferðarmiklir hópar meðal þjóðarinnar tóku engan þátt í þessari sátt heldur skömmtuðu sér rífleg kjör sem jafnan fyrr. En allur almenn- ingur sýndi þolgæði fórnfýsin- nar og herti ólina. Þitt er mitt Þegar líða tók á þjóðarsáttar- tímann fóru þeir hópar sem verst voru settir að æmta um launabætur. Var jafnvel talað um að réttlætið krefðist ein- hverra lagfæringa þó í litlu væru. En þá reis upp forysta fjártökufólksins, þetta lið sem tekur sér ekki mánaðarlaun undir hálfri miljón, og veltist yfir fjölmiðlana ábúðarmikið og alvöruþrungið. Talað var um að nú væri öllu stefnt í voða. Uppáhaldssetningin „Stöðugleikanum er stefnt í voða.“ hljómaði úr öllum horn- um og blessuð alþýðan mín kipptist við og dró sig í hlé eins og skömmustulegur krakki. Hún ætlaði sko ekki að fara skemma neitt. Það liggur í lofti Þjóðarsáttartíminn hefur þokast áfram. Á þessu tímabili hefur hvað eftir annað komið fram í gögnum að lífskjaramunur hefur aukist. Þetta þótti ekki gott en menn létu lengi þar við sitja. En nú á síðustu mánuðum er eins og eitthvað hafi breyst. Gamla lumman um stöðugleikann er orðin sem hvert annað hljóð í tilverunni. eins og þytur vindsins eða gnauð regnsins. Enginn getur stöðvað þessi náttúruhljóð, menn verða bara að læra að lifa með þeim. Stefnt í voða Og nú er allt í uppnámi. Fólkið sem bar uppi þjóðarsáttina hefur mátt þola stöðugt rýrn- andi lífskjör og aukna skatt- lagningu t.d. í gegnum heil- brigðiskerfið. Atvinnuleysið eða hár húsnæðiskostnaður og skammarlega lág laun eru að sliga fullfrískt fólk sem hefur þá einu löngun að bjarga sér sjálft. Reiðin magnast upp gegn ranglátum kringumstæðum. Ríkisstjómin ranglar um ráðalaus meðan fimm- hundruðþúsundkarlarnir byrsta sig við fimmtíuþúsund- konurnar: „Stöðugleikanum stefnt í voða.“ Vonandi tekst íslensku launafólki að standa saman um að stefna þeim stöðugleika eymdarinnar sem ríkt hefur undanfarin ár sem mest í voða. - Sveinn er kennari og bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins Skagablaðið fyrir tíu ártim Aðalfréttir á forsíðu Skagablaðsins föstudag- inn 18. janúar 1985 fjölluðu um íþróttir og pólitík. Blaðið sagði frá því að samkvæmt skoð- anakönnun sem gerð var meðal nemenda í fjöl- brautaskólanum tvöfaldaðist fylgi Kvennalistans. Sjálfstæðisflokkurinn varð hins vegar fyrir stór- felldu fylgistapi, samkvæmt sömu könnun. Blaðið greindi frá því að knattspyrnukapparnir Guðbjörn Tryggvason og Árni Sveinsson héldu til Noregs og hugðust leika þar með liðum í fyrstu deild. Á meðfylgjandi mynd sást Árni kveðja Skagann af landgangi Akraborgarinnar. Þess má reyndar geta að í næsta blaði á eftir var svo greint frá heimkomu Árna en Guðbjörn dvaldi um hríð í Noregi. Einnig var greint frá því á forsíðunni að öldruð hjón hefðu gefið Dvalarheimilinu Höfða íbúð sína við Sandabraut. Heiðurshjónin voru þau Guðrún Salomonsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Á baksíðunni kenndi ýmissa grasa. Troðfullt var á frumsýningu Sjóræningjanna frá Pensance. Sagt var frá fækkun barnsfæðinga á sjúkrahúsinu og þeirri spumingu varpað fram í fyrirsögn hvort Akranes væri láglaunasvæði. Þá er haft eftir nýráðnum yfirlögregluþjóni, Svani Geirdal, að hann væri laus við vaktavinnuna eftir áratuga störf í lögreglunni.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.