Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 16.01.1995, Qupperneq 3

Skagablaðið - 16.01.1995, Qupperneq 3
Skagablaðið Fréttir 16. janúar 1995 3 Greiðsluerfiðleikar hjá fólki og fyrirtækjum: Fleiri gjaldþrot og nauðungarsölur Gjaldþrotabeiðnum og úr- skurðum um gjaldþrot ein- staklinga og fyrirtækja á Akra- nesi fjölgaði verulega milli ár- anna 1993 og 1994, sam- kvæmt upplýsingum frá Hér- aðsdómi Vesturlands í Borgar- nesi. Tólf aðilar á Akranesi voru úrskurðaðir gjaldþrota í fyrra en sex árið áður. Árið 1993 voru lagðar átta gjaldþrotabeiðnir fyrir dóminn og sem fyrr segir enduðu sex málanna með úrskurði um gjaldþrot. I fyrra bárust dómn- mmmmmmmmmmmmmssammmummmmmsmmmmmm um hins vegar 23 beiðnir um gjaldþrot. I tólf tilvikum var um að ræða lögaðila en einstaklinga í 11 tilvikum. Átta lögaðilar og fjórir einstaklingar voru úr- skurðaðir gjaldþrota. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á Akra- nesi var farið fram á 123 nauð- ungaruppboð á fasteignum í fyrra, heldur færri en árin 1992 og 1993. Nauðungarsölur voru hins vegar mun fleiri í fyrra en árin á undan og að sögn Kristrúnar Kristinsdóttur full- trúa munar þar mestu um fast- eignir Þ&E sem boðnar voru upp í haust. Árið 1992 seldust 12 fasteignir á nauðungarupp- boði, 18 árið 1993 og 25 í fyrra. Fimm sinnum voru bifreiðir seldar á nauðungaruppboði og átta sinnum var lausafé boðið upp hjá embættinu. Grettistaki lyft við Höfða: Til marks um Grettistak eldri kynslóðanna Listaverkinu Grettistaki hefur verið komið upp í hlaði Dvalar- heimilisins Höfða til heiðurs og til minningar um þá kynslóð sem þar dvelur og fyrri kyn- slóðir sem lyftu grettistaki í þágu þjóðfélagsins. Magnús Tómasson gerði verkið og nam Sjómenn: Tugir tóku pungapróf Rögnvaldur Einarsson kennari útskrifaði 25 manns með svonefnt pungapróf skömmu fyrir áramótin. Pungaprófið veitir skip- stjórnarréttindi á báta undir 30 tonnum og hefur Rögn- valdur útskrifað á annað hundrað manns með þessi réttindi á undanförnum árum. í hópnum sem tóku punga- prófið að þessu sinni voru flestir starfandi sjómenn, sumir komnir yfir sextugt. Samkvæmt lögum þurfa smábátasjómenn að hafa þessi réttindi og segir Rögn- valdur dæmi um að Land- helgisgæslan hafi vísað sjó- mönnum frá Akranesi í land vegna réttindaleysis. Lögun- um hefur þó ekki verið fram- fylgt af hörku. Námskeiðið sem ganga þarf í gegnum áður en próf- að er tekur um 100 kennslu- stundir og þurfa þátttakendur jafnframt að sækja slysa- varnaskóla sjómanna. Nám- skeiðið fór fram í desember og 29. var prófað í siglinga- fræði, siglingareglum og stöðugleika fiskiskipa. Flestir þátttakenda voru frá Akranesi en einnig sóttu sjómenn frá Borgarnesi og Ámarstapa námskeiðið. Rögnvaldur segir við Skaga- blaðið að áhugi sé fyrir öðru námskeiði hjá Borgnesing- um. kostnaðurvið það 5,9 milljón- um króna. Að sögn Daníels Ágústínusson- ar, sem sæti á í byggingarnefnd Höfða, greiðir listaverkasjóður ríkisins um þrjár milljónir króna vegna verksins en bygginga- sjóður Höfða stendur að öðru leyti straum af kostnaðinum. - Það er afar mikilsvert fyrir bæinn að fá listaverk af þessu tagi. Það er einstaklega vel heppnaður óður til eldri kyn- slóða og peningarnir sem fara í þetta eru hreinir smámunir mið- að við þá virðingu sem þessum kynslóðum ber. Ég tel að þetta listaverk sé mikill vegsauki fyr- ir bæinn. Það er menningarauki fyrir hvern bæ að fá listaverk á heimsmælikvarða eins og Grettistakið er, segir Daníel við Skagablaðið. Magnús Tómasson er þekktur fyrir útilistaverk sín. Hann gerði meðal annars Þotuhreiðrið við Leifsstöð. Um 40 listamönnum Verðmæti afla sem boðinn var upp á Skagamarkaði í fyrra var mun meira en árið áður, mun meira magn seldist á mark- aðnum og meðalverðið fyrir hvert kíló var hærra. Rúmlega þrjú þúsund tonn seld- ust á markaðnum í fyrra en 2.300 tonn árið áður. Aukningin ntilli ára nemur um það bil 34 af hundraði. Meðalverð fyrir hvert kíló hækkaði úr 72,50 krónum árið 1993 í 75,64 krónur í fyrra. Alls fengust 232,5 milljónir króna fyrir aflann í fyrra en 166 milljónir árið áður. Aukningin nemur 40 af hundraði. Þorskur og ýsa voru að von- um uppistaðan í aflanum. Að undirmálsfiski frátöldum seld- ust um 1.100 tonn af þorski fyr- ir rúmlega 100 milljónir króna. Meðalverð var því 91,51 króna fyrir hvert kíló en hæsta verð fyrir þorsk varð 147 krónur. var boðið að taka þátt í sam- keppni um verkið. Fjórir voru valdir úr þeirra hópi og í fyrra var gengið til samninga við Magnús. Upphaflega var gert ráð fyrir 854 tonn seldust af ýsu og fór kflóið að meðaltali á 96,54 krónur en kílóverðið fór upp í hvorki meira né minna en 384 krónur þegar best lét. að verkinu lyki snemma í haust en það tafðist meðal annars vegna þess hve erfiðlega gekk að ná steininum. Hann er 28 tonn að þyngd, var sóttur að Arnarstapa á Mýrum og þurfti Hæsta verðið var hins vegar greitt fyrir lúðu. Kílóverðið á lúðu fór allt upp í rúmlega eitt þúsund krónur en að meðaltali fengust um 290 krónur fyrir að leggja sérstakan veg til þess að nálgast hann. Auk Daníels eiga Ragna Kristmundsdóttir og Baldur Magnússon sæti í bygginga- nefnd Höfða. kílóið. Þá má nefna að 590 voru greiddar fyrir kflóið af sand- hverfu en að vísu seldust ekki nema fimm kiló af henni. Deilan á sjúkrahúsinu í hnút: Látið reyna á útgöngu? Við munum líklega vísa mál- inu til fjármálaráðuneytisins. Mér sýnist að svo geti farið að látið verði reyna á útgöngu hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra en þá skapast auðvit- að algert neyðarástand á sjúkrahúsinu, segir Sigurður Olafsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness, í sam- tali við Skagablaðið. Sem kunnugt er hafa hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður á sjúkrahúsinu lýst fyrir að þær muni láta af störfum 1. febrúar næst komandi verði ekki gerð- ur við þær nýr sérkjarasamn- ingur. Stjórn sjúkrahússins sagði sérkjarasamningi þeirra upp í haust og líta starfsmenn- irnir svo á að þeim hafi þar með verið sagt upp störfum. Stjórn sjúkrahússins er annarr- ar skoðunar. í Skagablaðinu fyrir jól full- yrtu hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður að tölur Sigurðar um kostnað vegna sérkjara- samningsins væru stórýktar en Sigurður segir engan vafa leika á um kostnaðinn. - Þetta kostar sjúkrahúsið um tíu milljónir króna á ári, segir hann. Skagamarkaður: Gríðarlegar vöxtur milli ára

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.