Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Síða 4

Skagablaðið - 16.01.1995, Síða 4
4 16. janúar 1995 Úr handraða Hclga Dan Mannlíf Skagablaðið Gatmarkið umdeilda 1953 Eg ætla að ritja upp með ykk- ur einn minnisstæðasta leik sem ég lék á mínum knatt- spyrnuferli, leik sem vakti um- ræður og deilur á sínum tíma og enn þann dag í dag hitti ég menn sem vilja ræða leikinn og það atvik í honum sem mestum deil- um olli. Sjálft úrslitamarkið í úrslitaleik Islandsmótsins í knattspyrnu þann 6. september 1953. Einhverra hluta vegna hafði fyrirkomulagi íslandsmótsins þetta ár verið gerbreytt frá því sem áður var. Þátttökuliðunum sex var skipt upp í tvo riðla. Riðlakeppnin fór fram í júní en landsleikir og heimsóknir er- lendra liða ollu því að úrslita- leiknum var frestað til hausts. Skagamenn unnu Þrótt 4-1 og KR 4-0 í sínum riðli. I hinum riðlinum vann Valur Víking 3-1 og Þrótt 5-1. ÍA skorar Um fjögur þúsund manns fylgd- ust með úrslitaleik þessara liða. Flestir voru á bandi hins geysi- vinsæla liðs Skagamanna. Að- stæður voru afleitar; suðvestan rok og rigningardembur sem á köflum nálguðust skýfall. Vals- menn léku undan vindi í fyrri hálfleik og þvert á gang leiksins náðu Skagamenn forystunni með marki Þórðar Þórðarsonar. Með vindinn í bakið náðu Valsmenn að jafna metin með marki Hafsteins Guðmundsson- ar og á lokamínútu hálfleiksins kom Sigurður Sigurðsson þeim yfir. Markið umdeilda Vindinn herti enn í leikhléinu og úrhellið jókst. Aðstæður voru allar orðnar hráslagalegar til knattspyrnuiðkunar er liðin gengu inn á völlinn til síðari hálfleiks. Eftir aðeins fimm mínútna leik jafnaði Ríkharður metin fyrir Skagamenn. Sóknar- þungi þeirra jókst en Valsvörn- inni tókst ætíð að bjarga, allt þar til á 70. mínútu. Eftir þunga sókn Akurnesinga spyrnir einn varnarmanna Vals knettinum langt fram á völlinn. Þar er fyrir Dagbjartur Hannes- Hafsteinn Guðmundsson jafnar fyrir Val 1-1 og Magnús Krist- jánsson, markvörður Skaga- manna, kemur engum vörnum við. Skagamenn unnu hins veg- ar leikinn með gatmarkinu um- deilda og á litlu myndinni má sjá þaðfrœga gat. ið yfir þverslána og í gegnum netið aftan við hana. Máli sínu til stuðnings bentu þeir á að einn netmöskvanna var rifinn. Ur- skurði dómarans varð þó ekki breytt og markið, sem reyndist sigurmarkið, stóð óhaggað. Hafi markið verið greinarhöf- undi minnisstætt var það Dag- bjarti Hannessyni ekki síður eft- irminnilegt. Þetta reyndist nefnilega eina mark hans á löngum keppnisferli. son, miðvörður Skagamanna, sem sendir knöttinn rakleiðis til baka. Knötturinn fór hátt í loft upp undan vindinum og hafnaði í markneti Valsmanna öllum til undrunar, engum þó eins og greinarhöfundi sem stóð í marki Vals. Valsmenn mótmæltu markinu ákaft og töldu knöttinn hafa far- Ásmundur Ólafsson skrifar: / grein sinni rekur Ásmundur Ólafsson góðar gjafir og heimsóknir til dvalarheimilisins á nýliðnu ári. Dvalarheimilinu Höfða bár- ust ýmsar gjafir á árinu 1994. „Konur í kjallara“ og sjúkra- vinir Rauða krossins gáfu leir- brennsluofn til notkunar í nýja húsinu. Sjúkravinir færðu heim- ilinu einnig útvarp-/segulbands- /geisladiskatæki til notkunar á hjúkrunardeild. Sjúkrahúsið gaf okkur sjúkraþjálfunarbekk og altari til notkunar við messur. Aðstandendur Halldóru Vetur- liðadóttur, sem lést í desember, gáfu hjólastól. Bókagjafir bárust frá ýmsum aðilum, m.a. Atla Marinóssyni, Svani Geirdal, frá börnum Ar- sæls Jónssonar og Margrétar Agústsdóttur, sem bæði eru lát- in, einnig frá Huldu Jónsdóttur og börnum. Þá barst bókagjöf frá Bókaverslun Andrésar Níelssonar og biblía frá Akra- nessöfnuði. Bókasafn Höfða á nokkuð gott safn bóka en hús- næðisleysi hefur komið í veg fyrir að það sé fullnýtt. Margir kórar heimsóttu okkur á s.l. ári og héldu konserta, m.a. kór Menntaskólans á Laugar- vatni, barnakór Laugarnesskóla og kór starfsmanna á Hrafnistu. Ýmsir hópar komu á Höfða í fyrra; börn og unglingar úr skól- unum á Akranesi og í leikskól- unum. Aldraðir íbúar Hlað- hamra og úr félagsstarfinu í Mosfellsbæ, einnig frá Félags- miðstöðinni Aflagranda í Reykjavík. Gönguhrólfar, ferða- klúbbur aldraðra í Reykjavík, sóttu okkur heim, einnig hópar Vestur-íslendinga. Þá komu hópar frá Færeyjum, Qaqortoq á Grænlandi, frá Eystrasaltsríkj- unum og Póllandi. Frambjóð- endur stjórnmálaflokkanna komu í kynnisferðir. Póstmeist- arar á eftirlaunum og makar þeirra, starfsmenn Sjúkrahúss Stykkishólms, hópur sjúkra- þjálfara frá Reykjavík, stjórn F.S.Í.Ö. og starfsmenn ÁTVR. íbúum Höfða var boðið í ýmsar skemmtiferðir: Gunnar Leifur Stefánsson, skipstjóri á Andreu, bauð í listitúr útá Fló- ann. Kór eldri borgara bauð á tónleika í Vinaminni, einnig í 5 ára afmæli sitt á Kútter Haraldi. VLFA bauð í 70 ára afmæli sitt. Þá fór Félag eldri borgara í leik- húsferð til Reykjavíkur. Vorferð þátttakenda í opna húsinu var til Reykjavíkur. Ferð aldraðra á vegum prófastsdæmis Borgar- fjarðar var um Vestfirði. VLFA bauð ferð að Gullfossi og Geysi og sumarferð Höfða var útá Snæfellsnes. Þá voru hefðbundnar kvöld- vökur, þorrablót og jólagleði á Höfða. Rótarý og Lions voru með fundi á heimilinu. Kvenfé- lögin voru með samkomu. Spilakvöld sjúkravina voru mánaðarlega. Sóknarpresturinn og kirkjukórinn voru með guðs- þjónustur mánaðarlega, einnig voru hvítasunnumenn með kristilegar samkomur. Basar og sýning á handavinnumunum var fyrir jólin. Opið hús var einnig stundað af miklum krafti, alls 59 sinnum á árinu. Dvalarheimilið þakkar öllum þeim sem stutt hafa heimilið og óskar velunnurum sínum árs og friðar. - Asmundur Ólafsson, framkvœmdastjóri

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.