Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 5
Skagablaðið Fréttir 16. janúar 1995 5 Verða fölsku tennurnar óþarfar í ár? Atak í tannvernd skilar verulegum árangri í bættri tannheilsu barna Þetta starf hefur skilað veru- sem Reynir hefur látið Skaga- legum árangri samkvæmt tölum blaðinu í té. Fréttir Skagablaðsins aflakri tannheilsu barna á Akranesi vöktu mikla athygli og urðu hvati að aukinni tannvernd. Gatnagerð: Smiðjuvellir á dagskrá k uðbjartur Hannesson, for- Iseti bæjarstjórnar, segir í sumar sé stefnt að því að ypa botnlangann við íiðjuvelli þar sem Vignir G. ísson hf. er til húsa. 1 agablaðinu fyrir viku var ;t frá harðorðu bréfi Vignis bæjarráðs þar sem hann tar að flytja fyrirtæki sitt úr jarfélaginu verði botnlang- i ekki steyptur í sumar. - Bréf Vignis hefur engin áhrif á forgangsröðun í gatna- gerð og það er óheppileg að- ferð að stilla mönnum svona upp við vegg. Hins vegar vit- um við auðvitað um kröfur sem gerðar eru til umhverfis fiskvinnslufyrirtækja og við eigum við þann vanda að etja víðar, svo sem við Ægisgötu, segir Guðbjartur við Skaga- blaðið. Kristilegt barnastarfá laugardögum Ahverjum laugardagsmorgni kl. 11.00 yfir veturinn hitt- ist hópur barna og foreldra í kirkjunni til þess að eiga saman skemmtilega og uppbyggjandi stund. Stundin byggist upp á miklum og gleðiríkum söng, sögum úr Biblíunni og öðru helgihaldi sem stuðlar að aukn- um trúarþroska barnanna. Sér- staklega hefur verið ánægjulegt að sjá hversu foreldrar og/eða ömmur og afar hafa verið dug- legir að mæta með börnum sín- um enda er barnaguðsþjónusta sem þessi kærkomið tækifæri fyrir fjölskylduna alla að taka þátt í. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt í flestum kirkjum landsins að foreldrar taki þátt í barnaguðsþjónustun- um með börnum sínum og er það mjög jákvæð þróun. Einnig eru samverur í safnaðarheimil- inu kl. 13.00 í umsjá Axels Sveinbjörnssonar. Allir eru velkomnir og ekkert aldurstakmark. Sjáumst næsta laugardag. Sigurður G. Sigurðsson Við erum auðvitað verulega ánægðir með það hvernig til tekst og við erum sífellt að bæta okkur. Við höfum verið með átak í tannvernd barna síðan fram komu upplýsingar um mjög slæmatannheilsu barna á Akranesi fyrir um það bil tíu árum, segir Reynir Þor- steinsson, yfirlæknir á heilsu- gæslustöðinni, í samtali við Skagablaðið. Fyrir réttum tíu árum fjallaði Skagablaðið ítarlega og með nokkrum slætti um að tann- heilsa 12 ára barna á Akranesi væri mun lakari en tannheilsa jafnaldra þeirra annars staðar á landinu. Fyrsta fréttin kom und- ir fyrirsögninni „Falskar tennur fermingargjöfin næsta vor?“. 1 næsta tölublaði kom fimm dálka fyrirsögn á tveimur hæðum: „Börn á Akranesi skera sig úr við 12 ára aldur“. Þar var vitnað í nýframkomna skýrslu um tannskemmdir barna í nokkrum kaupstöðum. Fréttir Skagablaðsins vöktu verulega athygli í bænum og spunnust um þær miklar um- ræður. Málið var meðal annars rætt utan dagskrár á fundi bæj- arstjómar. í kjölfarið fóru læknar og tannlæknar ofan í saumana á tannvemd rneðal barna og að Tónlist: Tónleikar í Ingveldur Ýr Jónsdóttir held- ur einsöngstónleika í Vina- minni næst komandi sunnu- dag kl. 17.00 ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleik- ara. Flutt verður fjölbreytt og létt dagskrá með íslenskum og spænskum lögurn, þekktum ópemanum og lögum úr söng- leikjum. Ingveldur Ýr er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó um Vinaminni skeið á Akranesi og á hér fjöl- marga ættingja. Hún hóf söng- nám sitt hjá Guðmundu Elías- dóttur og fór til framhalds- náms í Vínarborg og New York. Hún hefur tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum í Mið-Evrópu og hér á landi, nú síðast í Á valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur haldið tjölda einsöngstón- leika, meðal annars í Vina- minni 1991. Tólfára börn geta ófeimin brosað sínu breiðasta um þessar mundir því átak í tannvernd hefur skilað þeim mun betri tönnum en jafhaldrar þeirra fyrir tíu árum gátu státað af. sögn Reynis var lögð áhersla á tvennt: Eftirlit var aukið og reynt var að tryggja að öll börn færu til tannlæknis ekki síðar en við fjögurra ára aldur. - Við fylgjumst með tann- heilsunni allt frá því barnið tek- ur sína fyrstu tönn, segir Reynir. Samkvæmt þeim er tann- heilsa barna og unglinga mun betri en fyrir tíu ámm og Akra- nes stenst mun betur samanburð við aðra kaupstaði í þessum efn- um. Samkvæmt yfirliti um skemmdar, tapaðar og viðgerðar tennur í 12 ára börnum báru börn á Akranesi höfuð og herð- ar yfir jafnaldra sína annars staðar hvað varðar fjölda tanna sem höfðu skemmst, verið dregnar úr eða gert hafði verið við árið 1986. Að meðaltali var um að ræða níu tennur á hvert 12 ára barn á Akranesi en 6,5 tennur í Reykjavík, 5,5 í Stykk- ishólmi og 5 á Egilsstöðum, svo dæmi séu tekin, og 6,6 að með- altali í helstu kaupstöðum. Fjórum árum síðar hafði þessi staða tekið gjörbreytingum. Alls staðar hafði náðst árangur í tannvernd en þó óvíða eins mik- ill og á Akranesi. Skemmdar, tapaðar og viðgerðar tennur í börnum á Akranesi voru þá komnar niður í 3,8 að meðaltali en landsmeðaltalið var þá 3,4 tennur. Akranes hafði þá „tap- að“ efsta sætinu hvað þetta snertir. Og samkvæmt athugunum lækna á Akranesi hefur veruleg- ur árangur náðst á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan. Nú segir Reynir að skemmdar og fylltar tennur (SFT) í hverju 12 ára barni séu að meðaltali að- eins 1,6. Verulegur árangur hefur einnig náðst í öðrum aldurshóp- um. Hjá níu ára börnum fækk- aði SFT úr 6,3 árið 1987 í 3,6 árið 1993. Hjá fimmtán ára ung- lingum fækkaði SFT úr 8,8 árið 1987 í 3,9 árið 1993. Lesendcir skrifa Kastljós skýrír frá miklum tannskemmdum skólabama á Akranesi: Falskar tennur ferm- ingargjöfin næsta vor? Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kastljósi síðasta föstudag eru tannskemmdir skólabarna á Akranesi Lær helmingi meiri en í Arnessýslu. Kom fram í þættinum, að ■rannsóknir á tíðni tannskemmda hefðu verið gerðar á þremur stöðum rá landinu, Akranesi, Vestmannaeyjum og Arnessýslu. og annað óneitanlega rangt, s fram hefði komið í þættinum^ föstudag. Nefndi Ægir Rafn sem dæmj ,að talað hefði verið um að ek| Matarn

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.