Skagablaðið - 16.01.1995, Side 6

Skagablaðið - 16.01.1995, Side 6
6 16. janúar 1995 íþróttir Skagablaðið Þórður Emil Ólafsson gerir það gott í golfinu með háskólanum í Lafayette í Louisiana: F Atti „glanshring“ á móti í Houston Þórður Emil Ólafsson, hinn ungi og efnilegi kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur strax á sínu fyrsta ári við University of South Western Louisiana í Lafayette náð að tryggja sér sæti í fimm manna úrvalsliði skólans í golfi. Þórður með skorkortið á Landsmótinu í golfi 1993. Þórður lék í fyrsta sinn með lið- inu á stóru háskólamóti í Houston í Texas í lok nóvember og lék þar einn hringjanna á 70 höggum, sem var næstbesta skor sem náðist á mótinu. Svo skemmtilega vildi til að þrír Islendingar léku á þessu sama móti. Auk Þórðar er Björn Knútsson í liði Lafayette-skól- ans og annar Skagamaður, Kristinn G. Bjamason, lék á þessu móti með liði háskólans í Monroe í Louisiana. Ólöglegur - Þetta hefur gengið vel hjá mér í vetur eftir að ég var loks lögle- gur með skólaliðinu. Ég var reyndar búinn að vinna mér sæti í 11 manna hópi strax í haust þegar í ljós kom að ég átti eftir að ljúka einhverju prófi. Eftir að ég lauk því tókst mér að vinna mér sæti í hópnum á ný og komst í 5 manna úrvalslið skólans fyrir mótið í Houston, sagði Þórður er Skagablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Að sögn Þórðar keppa kylf- ingarnir ellefu alltaf um það fyrir hvert stórmót hvaða fimrn úr hópnum leika fyrir hönd skólans á viðkomandi móti. Þar gildir árangur fjögurra bestu. Næsta stórmót hjá Þórði og félögum er í Mexíkó í næsta mánuði. Hann hélt utan í dag eftir fimm vikna jólaleyfi hér heima og við taka strangar æf- ingar því tiltölulega stutt er í úrtökumót innan skólans fyrir Mexíkóförina. Framfarir - Það er náttúrlega allt annað að leika golf þarna en hér heima. I rauninni má segja að þetta sé allt önnur íþrótt. Veðrið spilar stórt hlutverk og þarna þarf maður ekki að hafa áhyggjur af suðvestan stormi. Þá eru vel- lirnir allir aðrir og betri en hér heima og hugarfarið í kringum íþróttina er einhvern veginn allt annað, sagði Þórður. -Það leikur enginn vafi á því að ég hef strax tekið framförum þarna úti og auðvitað vonast ég til þess að þær verði enn meiri. Ég er rétt búinn að koma mér fyrir og á eftir að dvelja þarna í fjögur ár áður en náminu lýkur. Að sögn Þórðar hefur Björn Knútsson átt fast sæti í fimm manna liði skólans í vetur og leikið mjög vel. Kristinn G. Bjarnason hefur sömuleiðis átt fast sæti í fimm manna liði Monroe-skólans. Það lið er þó talið ívið veikara en lið Lafay- ette skólans. Af þeim sökum sjást þeir Þórður og Kristinn ekki oft í keppni. Mótið í Houston var þó undantekning og það var reyndar í fyrsta sinn sem fleiri en einn Islendingur tekur þátt í háskólamóti sam- tímis. Þórður mundar kylfuna á Garðavelli. Hann eltist nú við hvíta boltann um golfvelli í suðurhluta Bandaríkjanna með úrx’alsliði háskólans í Lafayette í Louisiana. Elvar Þórólfsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Skagamanna: Menn verða að fara að líta í eigin barm Úrvalsdeildarlið Skagamanna í körfuknattleik hefur hafið nýtt ár illa. Liðið hefur leikið tvo leiki gegn Val og Þór og tapað báðum stórt. Gegn Þór skoraði liðið 116 stig, sem í flestum til- vikum myndu duga til sigurs, en fékk á sig 141 stig og stein- lá. Ekki er laust við að kurr sé farinn að gera vart við sig á meðal stuðningsmanna fyrir leikinn gegn Keflavík hér heima á fimmtudag. - Ég get í rauninni engu svarað um leikinn gegn Þór, sagði Sigurður Elvar Þórólfsson, þjálfari liðsins, er Skagablaðið ræddi við hann í gær. - Ég hef verið á sjúkrahúsi að undan- förnu og gat þvf ekki verið með liðinu á Akureyri. Það eina sem ég veit í rauninni um leikinn er það sem ég hef lesið í blöðum. - En er það ekki út í hött aðfá á sig 141 stig gegn ekki sterkara liði en Þór? - Ég get alveg tekið undir það. Vörnin hefur verið höfuðverkur hjá okkur í vetur og það er slakur varnarleikur sem hefur orðið okkur að falli. - Er það ekki borin von að œtla að ná 8. sœtinu í deildinni og komast þar með í úrslita- keppnina? Enn er von - Það tel ég alls ekki. Staða liðsins nú er ósköp svipuð og hún var á sama tíma í fyrra og það eru enn 11 leikir eftir. Það er enn möguleiki. - Hvað hefur eigin- lega farið úrskeiðis í vetur? - Það er svo margt sem á okkur hefur dunið. Við lentum strax í vandræðum Lykilmenn úr leik; Elvar meiddur og ívar hœttur. Það munar um minna. Mikið mæðir á yngri leikmönnum Skagaliðisins þessa dagana. Frá vinstri:Hörður Birgisson, Dagur Þórisson og Jón Þór Þórðarson. með útlending, síðan misstum við tvo menn úr byrjunarliðinu á skömmum tíma eftir að við fengum nýjan Kana; fyrst mig sjálfan og síðan ívar Asgríms- son, þjálfara, sem hætti hjá okkur. Að missa tvo menn úr byrjunarliði í körfu er eins og að rnissa 4 menn úr fótboltaliði. Mér finnst stuðningsmenn ekki hafa horft nóg til þessara stað- reynda. - Er það rangt mat að upp- gjafar virðist gæta íliðinu? - Ég neita því alfarið að um uppgjöf sé að ræða. Hitt er svo annað mál, að sjálfstraust leik- manna hefur beðið hnekki í kjölfar slaks gengis. Liðið getur meira en síðustu leikir gefa til kynna. Stóran hluta vandamáls- ins tel ég mega rekja allt aftur til upphafs keppnistímabilsins. Þá voru allir með óraunhæfar væntingar, leikmenn, forráða- menn og ekki síst áhorfendur. Öll umræða snerist um hvaða liði við myndum mæta í úr- slitakeppninni en allir virtust gleyma því að leika þurfti 32 leiki áður en að henni kemur. Flugeldasýningin búin - Finnst þér fólk almennt bera gengi liðsins saman við spútnik- árið ífyrra? - Það er engin spurning. Fyrsta ár liðsins í Úrvalsdeild- inni snerist upp í flugeldasýn- ingu. Henni er lokið en áhorf- endur ríghalda enn í rakettu- prikin. En leikmenn geta ekki bent á neinn nema sjálfan sig. Við erum búnir að fa nýjan Kana og nýjan þjálfara og nú verða menn bara að fara að líta í eigin barm. Það er ekki við aðra að sakast en okkur sjálfa. Okkur vantar meiri breidd en það má líka segja um fleiri lið.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.