Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 8
Skagamarkaður: Hátt verð fyrirýsu Mjög gott verð fékkst fyrir ýsu á Skagamarkaðinum hf. í síðustu viku. Meðalverðið fyrir hvert kíló var 127,71 krónur dagana 6.-12. janúar en hæsta verð var 167 krónur. Alls seldust tæplega 81 tonn á markaðinum þessa daga og nam verðmætið alls 8,6 milljónum króna. Um það bil helmingur aflans var þorskur og tæp þrjátíu tonn seldust af ýsu. Meðalverð fyrir hvert kíló af þorski var 105,24 krónur en hæsta verðið var 129 krónur. Þá seldust 50 kíló af þorskhrognum og kostaði kílóið af þeim að meðaltali 209,55 krónur. Rauðmaginn er snemma á ferðinni í ár. Þrír rauðmagar komu á markaðinn í síðustu viku og seldust fyrir 85 krónur á kílóið. Þá seldist talsvert magn af tindaskötu og eitt tonn af keilu á Skagamarkaði. Höfnin: Togararnir lönduðu Þrír togarar lönduðu í Akra- neshöfn í síðustu viku, sam- tals um það bil 330 tonnum. Um var að ræða fyrstu land- anir togaranna á þessu ári. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 kom með stærsta farminn; um það bil 160 tonn, mest karfa. Höfðavík AK 200 landaði tæplega 70 tonnum á fimmu- daginn og var karfi fyrirferð- armestur í aflanum. Haraldur Böðvarsson AK 12 kom í land á miðvikudag- inn með tæplega 100 tonn, blöndu af þorski, ufsa og karfa. Átján smábátar reru með línu dagana 6.-11. janúar. Flestir fóru aðeins einu sinni til tvisvar á sjó á tímabilinu en nokkrir náðu þremur róðrum. Bresi AK 101 og Hrólfur AK 29 reru báðir þrisvar. Bresi kom með 5,7 tonn að landi og Hrólfur 5,3. Aðrir fengu minna og fór aflinn allt niður í 202 kfló. Valdimar AK 15 dró netin þrisvar sinnum og landaði tæplega þremur tonnum á tímabilinu. Sementssala í lágmarki á síðasta ári: Minnsta sala í Sementsverksmiðjan hf. seldi aðeins um 83 þúsund tonn af sementi í fyrra og að sögn Gylfa Þórðarsonar, forstjóra verksmiðjunnar, hefur salan ekki verið minni í aldarfjórð- ung. Aðeins þekkjast lægri sölutölur frá fyrstu árum verk- smiðjunnar. Fyrir fáum árum var sala verk- smiðjunnar mun meiri. Gylfi segir í samtali við Skagablaðið að á árunum 1987 og 1988 hafi verksmiðjan selt yfir 130 þús- und tonn af sementi. Þá voru starfsmenn verksmiðjunnar líka hátt á annað hundraðið. Síðan hefur þeim fækkað ár frá ári og aldarfjórðung nú eru aðeins um þeir níutíu talsins. - Við erum ekki að tapa á rekstrinum þrátt fyrir þessa söluminnkun og þar vegur þyngst sparnaður í mannahaldi og breytingar á lánum sem verja okkur gegn gengisáföllum. Áður voru lán okkar bundin er- lendum gjaldmiðlum og þá hækkuðu skuldimar um tugi milljóna við minnstu lækkun á genginu. Nú eru lánin mest mið- uð við krónuna og því verða skellimir ekki eins stórir þótt mönnum detti í hug að fella gengið, segir Gylfi við Skaga- blaðið. Alþingiskosningarnar: Framboðsmálin óðum að skýrast Framboðslistar stjórnmála- flokkanna vegna alþingiskosn- inganna í apríl eru óðum að skýrast. Þannig verða listar Kvennalistans og Alþýðu- bandalagsins kynntir um næstu helgi og Þjóðvaki heldur innreið sína á Vesturlandi með opnum kynningarfundi í Borg- arnesi annað kvöld. Gísli Einarsson og Sveinn Elín- bergsson verða í forystu A-list- Sigurlín Sveinbjarnardóttir, for- stöðwnaður Norræna skólaset- ursins, heldur erindi áfundi Þjóðvaka annað kvöld og hefur verið talin líkleg til að leiða lista flokksins á Vesturlandi. Sýslumaður útilokar ekki samdrátt í löggæslu: ans en þeir félagar öttu kappi í prófkjöri í haust og hafði Gísli sigur. Sveinn var um tíma orð- aður við Þjóðvaka en ákvað síð- an að taka annað sætið á A-list- anum. Ljóst er að Jóhann Ársælsson verður áfram í efsta sæti G-list- ans, en Alþýðubandalagið vann góðan sigur á Vesturlandi undir forystu Jóhanns fyrir fjómm árum. Búist er við að Ragnar El- bergsson í Grundarfirði verði áfram í öðru sæti. Að sögn Helgu Gunnarsdótt- ur, forstöðumanns Farskóla Vesturlands, verður V-listinn borinn upp á félagsfundi í Borg- arnesi næsta sunnudag. Gerð var skoðanakönnun meðal fé- lagsmanna og hefur síðan verið unnið að uppstillingu. Helga vildi ekkert láta uppi um hugs- anlega röðun á listann þegar Skagablaðið ræddi við hana í gærkvöldi. Aðeins þrír aðilar hafa verið opinberlega orðaðir við Þjóð- vaka á Vesturlandi; Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Runólfur Ágústsson og Stefán Garðars- son. Þessi þrjú munu halda ávörp á fundi Þjóðvaka annað kvöld. Sigurlín hefur verið orðuð við efsta sæti listans en í fréttatil- kynningu sem blaðinu hefur borist frá Þjóðvaka getur fólk komið uppástungum um fólk á lista flokksins á framfæri á fundinum í Borgarnesi eða komið þeim til Sigurlínar í Nor- ræna skólasetrinu. Eins og áður hefur komið fram munu Ingibjörg Pálma- dóttir alþingismaður og Magnús Stefánsson sveitarstjóri fara fyr- ir lista Framsóknarflokksins. Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson alþingismenn skipa fyrsta og annað sæti D- listans. Morgunvaktin í hættu vegna skorts á fjármagni Ég vil ekki fullyrða um hvað gerist. Mér finnst alls ekki eðli- legt að vaktin milli fimm og átta á morgnana verði lögð niður en það hefur verið talað um að gera það vegna fjársveltis. Staðreyndin er sú að þetta embætti er í fjársvelti miðað við önnur embætti. Þetta segir Sigurður Gizurarson sýslumaður í samtali við Skaga- blaðið. Eins og kom fram í síð- asta blaði er Svanur Geirdal yf- irlögregluþjónnn uggandi um að vaktin milli fimm og átta á morgnana verði lögð niður og Sigurður staðfestir að hætta se á því. - Við hikum við að leggja þessa vakt niður þrátt fyrir að við höfum raunverulega ekki peninga til að halda henni uppi. Þetta kostar tvær til þrjár millj- ónir á ári. Það stefnir í óefni ef þessi vakt verður lögð niður, segir Sigurður. Hann fullyrðir að embætti hans fái minni fjárveitingu en önnur embætti þar eð hann sé í ónáð í dómsmálaráðuneytinu. Hann bendir á að á meðan sýslumaðurinn á Akranesi fær 64 milljónir á fjárlögum fær sýslumaðurinn á ísafirði 80 milljónir. Sigurður Gizurarson: Embœttið er ífjársvelti. - Svo er ég skammaður fyrir að fara fram úr fjáveitingum, segir Sigurður við Skagablaðið.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.