Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 2
2 23. janúar 1995 Viðhorf Skagablaðið Siðbót í sorpmálum Það sem vekur einna mesta athygli í tillögum sem fylgja fjár- hagsáætlun bæjarins að þessu sinni eru hugmyndir bæjaryf- irvalda um samstarf við Sorpu, sorpsamlag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan felur í sér að kannaðir verði möguleikar á samstarfi við Sorpu um eyðingu sorps frá Akranesi og nærsveitum. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í mars svo taka megi upp nýtt fyrir- komulag við sorphirðu og sorpeyðingu, þyki það álitlegur kostur. Tillögunni ber að fagna því hún gefur von um mun skyn- samlegri hegðun í sorpmálum en til þessa hefurtíðkast á Akranesi og sambærilegum byggðarlögum. Meðferð sorpmála á íslandi er ein ástæða þess að íslend- ingar geta ekki enn að fullu talið sig til siðmenntaðra þjóða. í huga yfirvalda á íslandi hefur sorp aðeins verið úrgangur sem losa þarf borgarana við með sem minnstum tilkostnaði. Sorpið hefur verið grafið í jörðu niður eða brennt, gjarna í hvarfi frá byggð og umferð- arbrautum. Það var nú það, segja menn svo þegar þeir hafa losað sig við ósómann. En sorp er auðvitað miklu meira en einslitur úrgang- ur. Mikill hluti sorps er hráefni sem sjálfsagt er að nýta eins og kostur er. í sorpi eru timbur, málmar, gler og líf- rænn úrgangur sem breyta má í verðmæti að nýju. Sorp er heldur ekki eins meinlaust og margir virðast halda þegar þeir ýta því oní holu í jörðinni og moka yfir. Sorp getur verið stórhættulegt. Fjölmargar gerðir spilliefna eru notaðar á heimilum og í fyrirtækjum á Akranesi eins og ann- ars staðar. Til þessa hafa þessi efni fengið sömu meðferð og hráefnið sem nefnt var áður; þeim hefur verið rutt oní holu í jörðinni fyrir ofan bæinn. Og mokað yfir. Tillaga bæjarráðs um samstarf við Sorpu veitir von um nokkra siðbót í þessum efnum. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa átt þess kost nokkur undanfarin ár að flokka sorp sitt að nokkru leyti og koma því til endurvinnslu eða forsvaran- legrar eyðingar. Þótt Sorpa sé að mörgu leyti meingallað fyr- irbæri hafa menn hvergi á landinu komist nær því að fara með sorp á siðlegan hátt. Komi til samstarfs við Sorpu hljótum við að ætla að hér verði hafin ekki síðri sorpflokkun en sú sem stunduð er á höfuðborgarsvæðinu, hjá eigendum Sorpu. Hugmyndin hlýt- ur að vera sú að hér verði komið upp flokkunarstöð þar sem almenningi verður gefinn kostur á að skila endurnýtanlegu sorpi í sérstaka gáma, spilliefnum í aðra. Jafnframt hlýtur að hefjast mikill áróðurfyrir því að bæjarbúar endurnýti sjálfir þann hluta sorpsins sem þeir geta; lífræna hlutann. Með venjulegt húsasorp verður hins vegar farið eins og hjá Sorpu nú; það verður urðað. Takist þetta verður um að ræða mikla framför í meðferð sorps. En bæjaryfirvöld skulu hafa í huga að breyting af þessu tagi kallar á ný viðhorf. Yfirvöld munu þurfa að leggja í vandað kynningar- og hvatningarátak meðal almennings, því breytingin mun byggja á þátttöku almennings. Og eigi almenningur að taka þátt, verður að sannfæra hann um gildi þess að fara svona að. Vanda verður því mjög til breytingar- innar strax í upphafi. Gera má ráð fyrir að athugun bæjaryfirvalda á þessum kosti snúist að miklu leyti um kostnað samanborið við nú- verandi fyrirkomulag. En ef Skagablaðið má veita bæjaryfir- völdum dálítið vegarnesti áður en gengið er til verksins: Kostnaðurinn má ekki skipta sköpum í þessum efnum. Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að halda upp- teknum hætti í meðferð sorps. - Garðar Guðjónsson Búsetukerfið er gott kerfi þar sem viðhaldið er sett íforgang, segir Valdimar í grein sinni. Myndin er af búsetablokkinni við Lerkigrund. - leiguöryggi Búseti Margt hefur verið rætt um búsetuíbúðir og ekki alltaf farið með rétt mál í þeirri um- ræðu. Ég ætla hér á eftir að koma á framfæri nokkrum upp- lýsingum um búseturétt. Búseti H.S.F. á Akranesi var stofnaður í júní 1991 og voru stofnfélagar 32 talsins. Arlegt félagsgjald í Búseta er 2.500 krónur og nú eru félagar um 70. Búseti á 12 íbúðir að Lerki- grund 5-7. Búseturéttur nemur 10 pró- sent af kaupverði íbúðar. 90% kaupverðsins er lánað til 50 ára á eitt prósent vöxtum. Til þess að geta keypt búseturétt má einstaklingur hafa 1.707.352 í árslaun að jafnaði undanfarin þrjú ár. Leyfileg eign nemur 1,8 milljónum króna. Hjón mega hafa 2.134.190 krónur í árslaun samanlagt, auk 155.551 króna fyrir hvert barn. Leyfileg eign hjóna er 1,8 milljónir króna. Félagi í Búseta fær númer og eftir því er farið þegar íbúðum er úthlutað. Eitt gjald Kaup á 10 hundraðshlutum í félagslegri þriggja herbergja íbúð nema nú um 840 þúsund- um króna. Mánaðarlegt búsetu- gjald er 28.515 krónur. Innifal- in í því eru átta atriði: 1. Afborganir af lánum. 2.Hitaveita. 3.Fasteignagjöld. 4. Tryggingar. 5. Rafmagn í sameign. 6. Rekstrarsjóður (hússjóður). 7. Sjóður vegna viðhalds utan húss. 8. Sjóður vegna viðhalds innan íbúðar. Með þessu móti eru öll gjöld af íbúðinni sameinuð í eitt og allt viðhald er greitt jafnóðum mánaðarlega. Til dæmis má nefna að ef fbúi þarf að mála íbúðina sína er til bók sem Iagt er inn á mánaðarlega; um það bil 19.500 krónur á ári. Vilji búseti selja sín 10 pró- sent er íbúðin auglýst meðal fé- laga og í bæjarblaði. Búsetinn fær þá sín 10 prósent vísitölu- tryggð þegar fbúðin selst. Viðhald númer eitt Búsetakerfið er gott að mínu mati og viðhald er sett í for- gang. Hugmyndir eru uppi um að Búseti kaupi eldri fbúðir, raðhús og einbýlishús og bjóði félögum sínum þær til kaups. Fái félagið úthlutað lánum frá húsnæðisstofnun eru þessar hugmyndir opnar. Margir félagar í Búseta búa nú í eigin íbúðum en hugsa sér að selja þær og kaupa búsetu- rétt þegar þeir vilja minnka við sig. Hægt er að kaupa almennan búseturétt. Þá nemur lánshlut- fallið 70 prósent til 50 ára á 4,5 prósent vöxtum og 20 prósent til 25 ára á 4,5 prósent vöxtum að því gefnu að félagsmaður sé innan eignarmarka en yfir tekjumörkum sem getið var um áður. Þegar keyptur er 30 prósent almennur búseturéttur fæst lán fyrir 70 prósentum til 50 ára á 4,5 prósent vöxtum, sé félags- maður yfir eignar- og tekju- mörkum. - Valdimar erformaður Búseta á Akranesi Mín skoðcin Valdimar Björnsson „Hugmyndir eru uppi um að Búseti kaupi eldri íbúðir, raðhús og einbýlishús og bjóði félögum sínum þær til kaups.“ ÍO *0 -2 0)1 ro 4*1 ••••••••••• Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Skagablaðið fyrir tíu árum Iaðalfrétt á forsíðu Skagablaðsins föstudaginn 25. janúar 1985 voru flutt þau tíðindi að íbú- um Akraness hefði þá fækkað f fyrsta sinn í ára- tug. Ibúum fækkaði um 60 milli áranna 1983 og 1984. Á árunum 1974-1983 hafði bæjarbúum hins vegar fjölgað úr 4.514 í 5.349. Þessar upplýsingar komu fram á bæjarstjórnar- fundi þar sem rætt var um atvinnuástandið í bænum. Blaðið hafði eftir oddvitum meirihlut- ans, þeim Guðmundi Vésteinssyni og Herði Pálssyni, að fréttir bæjarblaðanna af þessum málum væru allt of neikvæðar. Blaðið sagði einnig frá því að Jón Pétursson hefði fundið heitt vatn í hlíðum Akrafjalls, en sérfræðingur Orkustofnunar útilokaði að þarna væri um að ræða heitavatnsæð, taldi hins vegar að þarna væri um svonefnd fjallavermsl að ræða. Á baksíðunni kom fram að bæjarstjórn vildi herða eftirlit með hundum og að yfirlæknir var óánægður með heimtur í krabbameinsskoðun. „Konur vilja frekar vera í óvissu en að fara í skoðun,“ var haft eftir Stefáni Helgasyni.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.