Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 5
Stjórnmál 23. janúar1995 5 Skagablaðíð Grundaskóli tekur til sín um helming þess fjármagns sem gert er ráðfyrir til eignfœrðrar fjárfesting- ar, eða um 40 milljónir aý'84,4 milljónum króna. Gísli Gíslason bœjarstjóri: Skuldir aukast en brýnt er að stemma stigu við aukningu skulda á nœstu árum. Aðhalds verður gætt í rekstri án þess að skorið verði niður. í hvað fara skattarnir? Það ræðst á fundi bæjarstjórn- ar 14. febrúar hvernig ráðstaf- að verður þeim 510 milljónum króna sem bæjaryfirvöld hafa til ráðstöfunar á þessu ári. Frumvarp að fjárhagsáætlun var lagt fram á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku og þar kom fram að stærstu verkefni bæjarins á árinu verða áfram- haldandi bygging Grundaskóla og greiðsla vegna bæjarskrif- stofanna í stjórnsýsluhúsinu. Auk þess voru lagðar fram fjár- hagsáætlanir hafnarsjóðs, Raf- veitu Akraness og atvinnuþró- unarsjóðs. Áætlað er að útsvarstekjur verði 404,5 milljónir króna eða um 80 prósent teknanna. Fast- eignaskattur á að skila 76,8 milljónum, 14,6 milljónir eiga að koma úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga og holræsagjald nemur 13,9 milljónum gangi áætlunin eftir. Gísii Gíslason bæjarstjóri sagði þegar hann fylgdi áætlun- inni úr hlaði á fundi bæjar- stjórnar að ekki væri urn að ræða niðurskurðaráætlun þótt aðhalds væri gætt í rekstri. Hins myndu skuldir bæjarfélagsins aukast og langmestur hluti þess tjár sem áætlaður er til fram- kvæmda væri tekinn að láni. Gísli lagði á það brýna áherslu við bæjarstjórn að stemma yrði stigu við aukningu skulda á næstu árum. Langmestur hluti teknanna fer í rekstur, eða 366,5 milljónir króna. Það nemur 72 af hundraði teknanna og önnur 10 af hundraði fara í að borga af lánum. Gert er ráð fyrir að tekj- urnar aukist um 16 milljónir króna frá áætlun síðasta ár, að sögn Gísla. Skýringuna á því er Smiðjuvellir hafa verið til um- rœðu að undanförnu. Lagt verður slitlag á þennan botn- langa þar sem Vignir G. Jóns- son og fleiri eru til húsa. að ftnna í hækkun útsvars úr 9 af hundraði í 9,2. Helstu rekstrarliðir eru þessir í milljónum króna: Yfirstjóm sveitarfélagsins: 50,57 Félagsþjónusta: 93,89 Fræðslumál: 72,8 Menningarmál: 23,99 Æskulýðs- og íþróttamál: 49,82 Almenningsg. og útivist: 27,49 Af einstökum liðum innan málaflokkanna má nefna að rekstur bæjarskrifstofunnar kostar tæpar 40 milljónir króna, rekstrargjöld vegna Brekkubæj- arskóla verða um 32,5 milljónir, rekstur Grundaskóla á að kosta rúmlega 25 milljónir og rekstur Tónlistarskólans rúmlega 22 milljónir. Um helmingur þess rekstrarfjár sem áætlað er í fé- lagsþjónustu fer í rekstur leik- skólanna. Rúmar 14 milljónir fara í félagslega aðstoð og 25,4 milljónir í lýðhjálp og lýðtrygg- ingu. Af rekstrargjöldum sem falla undir menningarmál má nefna að rekstur bókasafnsins kostar tæplega 10 milljónir króna og 6,3 milljónir fara í rekstur byggðasafnsins. Götur og holræsi Til fjárfestinga eiga að renna nær 190 milljónir króna. Þar af fara 104,4 milljónir í svonefnda gjaldfærða fjárfestingu og þar eru atvinnumál og gerð gatna og holræsa í lykilhlutverki. Um 25 milljónir króna renna til atvinnumála. Framlag til at- vinnuþróunarsjóðs er hærra en fyrr; 19 milljónir króna sem eiga að renna til greiðslu lána. Þá er gert ráð fyrir sex milljón- um til atvinnuátaks sem er meira en áður. Verja á 32,8 milljónum króna í gerð gatna og holræsa en á móti er áætlað að tekjur verði 5,6 milljónir. Samkvæmt yfirliti bæjarstjóra er ráðgert að ljúka við gerð slitlags á Dalbraut, endurnýja holræsi á Smiðjuvöll- um að hluta, leggja slitlag á margumræddan botnlanga við Smiðjuvelli og leggja gangstétt við Vallholt. Auk þess þarf að greiða um 10 milljónir króna vegna fyrri gatnagerðar við Garðagrund. Fimm milljónir eiga að renna til nýbyggingar holræsa og er fyrirhugað að hefja fram- kvæmdir við hreinsun Króka- lóns og loka úthlaupum sem þar eru. Tekið verður lán til þess að standa straum af kaupum á landi Innsta-Vogs fyrir um 20 millj- ónir króna en þar á að verða úti- vistarsvæði. Énn má nefna að fimm milljónir eru áætlaðar í ýmsar framkvæmdir í umhverf- ismálum og að sögn bæjarstjóra er áhugi á að meginhluti þess fjár renni til framkvæmda um- hverfis Langasand. 40 milljónir í Grundaskóla Bæjaryfirvöld gera ráð fyrir að 84,4 milljónir króna verði af- gangs til nýframkvæmda sem nefnd er eignfærð fjárfesting. Þar af fer um helmingur í fram- kvæmdir við E-hluta Grunda- skóla en framkvæmdum þar á að ljúka á næsta ári. Nær 30 milljónir króna verða notaðar til að greiða fyrir nýtt húsnæði bæjarins í stjórnsýsluhúsinu og að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra er gert ráð fyrir að bæjar- skrifstofurnar verði fluttar þangað í mars eða aprfl. 7,7 milljónir fara í framkvæmdir við íþróttamiðstöðina á Jaðars- bökkurn og aðrar 7 til kaupa á leiguíbúð. Nær 30 milljónir krónafara í að greiða fyrir húsnœði bœjarins í stjómsýsluhúsinu. Gert er ráð fyrir að bæjarskrifstofurnar verði fluttar þangað í ?nars eða apríl. Punktar úr fjárhags- áætlun • Gert er ráð fyrir að ráðinn verði félagsráðgjafi í hálft starf frá og með 1. maí vegna atvinnuleysis og lak- ari kjara almennings. • Kanna á hvort áhugi er á því meðal þeirra sem eiga böm á leikskólum að bjóða upp á sveigjanlegan opnun- artfma Gert er ráð fyrir full- um rekstri skóladagheimilis. • Efla á starf skólahljóm- sveitinnar og er gert ráð fyrir hálfri milljón í því skyni. • Gera á sérstaka úttekt á rekstri tónlistarskólans og íþróttamann virkj a. • Tvær milljónir króna renna til minningarsjóðs sr. Jóns M. Guðjónssonar. Gert er ráð fyrir að Heiðarbraut 40 verði alfarið undir stjórn menningar- og safnanefndar. • Áætlað er að lagðar verði fram 3,5 milljónir króna vegna endurbóta á búnings- klefum Bjamalaugar. • Fyrirhugað er að færa rekstur Vinnuskólans yfir á garðyrkjudeild og að skólinn hafi aðstöðu í áhaldahúsinu. • Hækka á framlag til leik- vallagerðar úr einni milljón króna í tvær og er ætlunin að verja fjármagninu til endur- bóta á leikvöllum í Jörundar- holti og við Vógabraut. • Fyrirhugað er að festa kaup á búnaði til þess að út- varpa fundum bæjarstjómar. Öðrum verður jafnframt boðið að nota sendi og ann- an búnað til útsendinga. • Búist er við að bæjaryfir- völd hafí farið 10-20 millj- ónum króna framúr fjárhags- áætlun síðasta árs og verður ekki bætt úr því á þessu ári. • Gert er ráð fyrir óbreyttu verðlagi milli ára og áfram er treyst á stöðugleika verð- lags. Áætlunin er miðuð við að bærinn geti mætt tæplega fjögurra prósenta hækkun launa á árinu. • Stefnt er að því að rekstr- argjöld verði lægri í ár en í fyrra, aðallega vegna þess að 12 milljóna króna framlag til ríkisins í atvinnuleysistrygg- ingasjóð fellur niður. Ekki er heldur gert ráð fyrir framlagi til undirbúningsfélags vegna orkubús Borgarfjarðar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.