Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 6
6 23. janúar 1995 Iþróttir Skagablaðið Helgi Sig. eða útlendingur? Samkvæmt heimildum Skagablaðsins hafa forráða- menn Knattspyrnufélags ÍA enn augastað á sterkum framherja fyrir komandi keppnistímabil. Ekki fæst staðfest hvaða leik- menn þar eru helst í sigtinu en samkvæmt heimildum blaðs- ins er Helgi Sigurðsson þar efstur á blaði. Helgi hefur undanfarin ár leikið með Fram en dvelur nú hjá Stuttgart. Aður lék hann með Víkingi, sem þá var undir stjóm Loga Olafssonar, sem nú þjálfar Skagamenn. A þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvort Helga kann að berast boð um atvinnu- mennsku frá þýska félaginu en gangi hann úr skaftinu herma heimildir blaðsins að forráðamenn ÍA horfi til fyrrum Júgóslavíu í leit að sterkum framherja. Stóri bróðir hafði betur Gunnar Magnússon sigraði á jólahraðskákmóti Taflfélags Akraness sem fram fór fyrir nokkru. Gunnar háði harða keppni við Magnús, yngri bróður sinn, en báðir hlutu þeir 16 vinninga af 20 mögulegum. Gunnar hafði betur í úrslitaskák. Leó Jóhannesson varð í 3. sæti með 15 vinninga. Skákþingið hefst á morgun Skákþing Akraness hefst í B- álmu Grundaskóla kl. 19.30 annað kvöld, þriðjudag. Gunnar Magnússon hefur þar titil að verja en hann varð Akranesmeistari í skák í fyrra eftir harða keppni við þá Þröst Þráinsson og Pétur A. Lárus- son. Umhugsunartími á hverja skák er hálf önnur klukku- stund að viðbættum hálftíma. Skagamenn töpuðu fyrir KR í úrslitum íslandsmótsins innanhúss: Steini fékk rautt og ÍA brotnaði Skagamenn töpuðu fyrir KR- ingum í úrslitaleik íslands- mótsins í innanhússknatt- spyrnu síðdegis í gær, 2:4, eftir að hafa haft yfir, 2:0, þegar aðeins tæpar sex mínútur voru eftir af leiknum. Sigursteinn Gíslason fékk þá rautt spjald vegna athugasemda við dóm- arann og KR-ingar skoruðu þrívegis og komust yfir á þeim 4 mínútum sem Skagamenn voru manni færri. Þeir innsigluðu síðan sigurinn með marki rétt fyrir leikslok. Skagamenn höfðu unnið alla leiki sína á mótinu fram að úrslitaleiknum. Alla þrjá í riðlakeppninni, Ieik gegn FH í 8-liða úrslitunum og loks Val, 4:1, í undanúrslitum eftir fram- lengingu. Pálmi Haraldsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og kom Akurnesingum yfir áður en Sigurður Jónsson bætti við öðru marki. Þannig var staðan allt þar til Sigursteini var vísað af velli. Við brotthvarf hans riðlaðist vörn Skagamanna algerlega og KR-ingar nýttu sér liðsmuninn til hins ítrasta og hirtu titilinn. Meistaraflokkur kvenna féll út í 8-liða úrslitum gegn Breiða- bliki en það voru KR-stúlkur sem höfðu sigur eftir 2:1 sigur á Val í úrslitaleik mótsins Enn versnar staða Skagamanna í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik: Tap fyrir Stólunum á Króknum Útlitið hjá Skagamönnum dökknaði enn frekar í gær- kvöldi er liðið beið ósigur gegn Tindastóli í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki. Eftir fínan leik gegn Keflavík sl. fimmtudag, þar sem liðið var aðeins hársbreidd frá sigri missti liðið flugið í gær. Þrátt fyrir góðan endasprett kom hann of seint til að snúa mætti leiknum Skagamönnum í vil. Afar dýrmæt stig töpuðust og möguleikarnir á sæti í úrslita- keppninni eru nú aðeins vonin ein. Eins og svo oft áður í vetur var fyrri hálfleikurinn Skagamönn- um þungur í skauti. Heimaliðið náði strax forystu, komst í 19:12, síöan 34:22 og leiddi með 10 stiga mun í hálfleik, 44:34. Bilið á milli liðanna hélst lítið breytt lengi vel í síðari hálf- leiknum og það var ekki fyrr en undir lokin að Skagamenn tóku að saxa á forskot heimamanna. Þegar staðan var 69:55 fyrir Tindastól tóku Skagamenn góðan kipp og minnkuðu mun- inn í 69:72 og síðan í 74:76. Lengra komust þeir hins vegar ekki og heimaliðið hafði betur í lokin og innbyrti kærkominn sigur, 82:77. Leikurinn í gær var ekki mikið fyrir augað að sögn tíðindamanns Skagablaðsins á Króknum. Heimamenn léku að hans sögn langt undir getu og hefðu með eðlilegum leik unnið öruggan sigur. Það var aðeins John Torrey sem sýndi sitt rétta andlit í leiknum og skoraði 34 stig. Skagamenn börðust vel í þessum leik en náðu aldrei að brúa það bil, sem myndaðist í fyrri hálfleik. Baráttan skilaði liðinu þó hálfum sigri því fari svo að Skagamenn og Tindastóll verði jöfn að stigum hafa Akumesingar vinninginn í innbyrðisviðureignum eftir sjö stiga sigur á Skaganum í haust. Á sama hátt standa Skaga- menn betur að vígi gegn Hauk- um verði liðin jöfn en gegn Val horfir máið öðru vísi við þar sem Hlíðarendaliðið hefur unn- ið báða leikina gegn IA í vetur. - Við vorum ekki að spila okkar leik miðað við það sem við höfum verið að gera undan- farið, annað hef ég ekki um þennan leik að segja, sagði Elvar Þórólfsson, þjálfari Skagamanna eftir leikinn. Stig IA í leiknum í gærkvöldi skoruðu þessir: B.J. Thompson 23, Brynjar Karl 21, Dagur 13, Haraldur 11, Jón Þór 6 og Hörður 4. Óvæntustu úrslitin deildinni í gærkvöldi urðu þegar Snæfell vann KR 82:80 á Sel- tjarnarnesi. Njarðvík vann toppslaginn gegn Grindavík 99:88, Valur vann Skallagrím 91:80, ÍR vann Þór 112:94 og Keflavík rétt marði Hauka 86:85. Skagamenn mæta Snæfelli í Hólminum í þessari viku en taka síðan á móti KR-ing- um annan fimmtudag, 2. febrúar hér heima. Úrvals- Brynjar Karl var drjúgur í stigaskorun í gœr með 21 stig. Staðan í Úrvalsdeildinni eftir leikina í gærkvöldi: A-riðiIl: Njarðvík 23 1 2369:1925 46 Þór 12 11 2126:2085 24 Skallagrímur 12 11 1816:1806 24 Haukar 8 16 1957:2070 16 ÍA 6 17 1981:2192 12 Snæfell 1 22 1771:2361 2 B-riðill: Grindavík 19 5 2357:2001 38 ÍR 18 6 2141:2008 36 Keflavík 16 8 2342:2151 32 KR 11 13 2113:1995 22 Tindastóll 8 16 1938:2072 16 Valur 8 16 2004:2139 16 Dagur Þórisson setti 13 stig á Króknum en allt komfyrir ekki. SUNDSKOLI Undirbúningur fyrir sundnám. ★ Vatnshræddir, foreldrar með ofan í. ★ 2 - 3 ára, foreldra með ofan í. ★ 4 - 6 ára, byrjendur. ★ 4 - 6 ára, framhald. Innritun miðvikudaa 25. jan. og fimmtudag 26. jan. milli kl. 17 og 18 í Bjarnalaug, sími 11218. Kennsla hefst 28. jan. SUNDFÉLAC AKRANESS Hverjir eru möguleikarnir? Nú þegar flest liðin í Úrvals- deildinni eiga aðeins 8 leiki eftir er ekki úr vegi að velta því upp hverjir möguleikar Skagamanna eru á að komast í 8 liða úrslitakeppni deildar- innar. Eins og sjá má af töflunni hér ofar á síðunni eru Skagamenn nú 4 stigum á eftir Haukum, Val og Tindastóli en þessi fjögur lið berjast um 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Leikimir sem liðin eiga eftir eru sem hér segir: ÍA - heima: KR, ÍR, Skalla- grímur og Snæfell. Úti: Snæfell, Grindavík, Haukar, Njarðvík og Þór. Valur - heima: Njarðvík, IR, Tindastóll og KR. Úti: Þór, Snæfell, Keflavík og Grindavík. Tindastóll - heima: KR, Grindavík og ÍR. Úti: Haukar, Skallagrímur, Þór, Valur og Keflavík. Haukar - heiitia: Tindastóll, Grindavrk, ÍA, Þór og Njarðvík. Úti: KR, Skallagrímur og Snæfell. Möguleikar Haukanna virðast bestir í stöðunni. Liðið á mögu- leika á að vinna sex af þeim átta leikjum sem eftir eru. Varla eru möguleikar gegn Grindavík og Njarðvík. Skagamenn ættu sömuleiðis að geta unnið sex af þeim níu leikjum sem eftir eru ef möguleikar eru afskrifaðir gegn ÍR, Grindavík og Njarðvík. Sé sömu reglu fylgt áfram ætti Tindastóll að geta unnið fimm þeirra átta leikja sem eftir em og Valsmenn einnig. Nokkrir leikjanna eru inn- byrðisviðureignir þessara fjög- urra liða, þar sem annað liðanna hlýtur að bíða ósigur. Því skekkja þeir þessar vangaveltur, sem auðvitað eru settar fram mest til gamans fyrir lesendur.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.