Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 23. janúar1995 7 I tQzkinci Gangur lífsins Beint á ská Þriðja gamanmyndin um hinn dæmalausa lög- reglumann Frank Drebin í myndaröðinni „Naked gun“, eða beint á ská eins og hún er nefnd hérlendis hefur not- ið mikilla vinsælda á mynd- bandamarkaðnum að undan- förnu. Myndin er tvímæla- laust sú skemmtilegasta af þeim þremur. Það er að sjálfsögðu ekk- ert hægt að fara út í efnistök myndarinnar. Hún byggir á stöðugri keyrslu og brand- araförsum sem eru frá þvf að vera algjörir aulabrandarar og í það að vera vel heppnað grín, eins og t.d. eftiröpun úr vel þekktum myndum eins og úr Crying game, The Un- toutchables og Thelma og Louise. Leslie Nilsen ber myndina uppi sem hinar fyrri og oft og tíðum er það eitt nóg að sjá hann á skjánum til þess að kitla hláturtaugarnar. Priscillia Presley og Geor- ge Kennedy, sem leikið hafa í öllum myndunum þremur, leyna á sér. En O.J. Simpson og Nicole Smith ættu að snúa sér að einhverju öðru en kvikmyndaleik og O.J. Simpson hefur sjálfsagt um allt annað að hugsa þessa dagana. ★ ★ - Sigþór Eiríksson Þessir framtakssömu drengir kunnu að meta skaflana sem mynduðust í bœnum í síðustu viku. Þeir hófu þegar umfangsmikla gangagerð í einum þeirra og takmarkið var að geta svo haft það notalegt við kertaljós í þessum kuldalegu vistarverum þegar rökkva tók. Strákarnir heita Grétar, Tryggvi, Heimir, Hafþór og Smári. Þau unnu í jólagetrauninni Dregið var í jólagetraun lög- reglunnar, umferðargetraun fyrir fyrsta til sjöunda bekk, fyrir jólin og fengu eftirtaldir vinninga: Úr Brekkubæjarskóla: Kristján Már Gunnarsson, Ása Birna Einarsdóttir, Rann- veig Sigurvinsdóttir, Engilbert Aron Kristjánsson, Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Hallbera Guðný Gísladóttir, Bragi Bein- teinsson, Ástrós Una Jóhannes- dóttir, Jón Óskar Auðunsson, Elín María Leósdóttir, Ólöf Helga Jónsdóttir, Garðar Reyn- isson, Þorgerður Jóna Ásgeirs- dóttir og Sveinbjörn Hafsteins- Úr Grundaskóla: Hekla Pálmadóttir, Bjarni Már Stefánsson, Karítas Giss- urardóttir, Heimir Einarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Rósa Linda Óladóttir, Valgerð- ur Valsdóttir, Valur Sigur- björnsson, Jón Ragnar Vil- hjálmsson, Thelma Guðmunds- dóttir, Hróðmar Halldórsson, Marín Rut Elíasdóttir, Magnús B. Andrésson. og Dagbjört Guðmundsdóttir. Þá fengu vistmenn í sambýli fyrir fjölfatlaða við Vesturgötu glaðning fyrir jólin; Elsa Er- lendsdóttir, Pétur Þór Egilsson, Sigurður Smári Kristinsson, Jón Agnarsson, Kristmundur Valgarðsson, Guðrún Ósk Ragnarsdóttir. cfQKomuíheiminn 18.janúar, stúlka, 3.565 g, 53 sm. Foreldrar: Sigríður Harðar- dóttir og Jón Eyjólfsson, Kópa- reykjum I, Reykholtsdal. I síðasta blaði féll niður nafn föður stúlku sem fæddist 12. janúar. Faðirinn heitir Gunnar Karl Þórðarson, móðirin Gyða Gunnarsdóttir. (é^Skírð Aldís Ýr, fædd 21. október 1994, skírð 14. janúar 1995. Foreldrar: Martin Steen Rossen og Ásta Laufey Ágústsdóttir, Einigrund 4. Aron Daði, fæddur 31. desem- ber 1994, skírður 14. janúar 1995. Foreldrar: Gauti Hall- dórsson og Guðrún Magnús- dóttir, Brekkubraut 21. t Jarðsungin 17. janúar, Valdimar Indriða- son, fyrrverandi alþingismaður, Höfðagrund 21. F. 9. september 1925, d. 9.janúar 1995. 18. janúar, Lovísa Jónsdóttir húsmóðir, Merkigerði 2. F. 28. ágúst 1909, d. 9. janúar 1995. 19. janúar, Sigurlaug Sveins- dóttir, Krókatúni 15. F. 21. mars 1920, d. 10. janúar 1995. Á döfinni Mánudagur 23.01. Aðalfundur Gallerís Grásteins verður haldinn kl. 20.30 í stofu 12 í Fjölbrautaskólanum. Þriðjudagur 24.01. Skákþing Akraness hefst í Grundaskóla kl. 19.45. Miðvikudagur 25.01. Almennur fundur um Átak Akraness á sal verkalýðsfélag- anna að Kirkjubraut 40 kl. 20.30. Fimmtudagur 26.01. Fyrirbænaguðsþjónusta f kirkj- unni kl. 18.30. Laugardagur 28.01. Barnastarf í kirkjunni kl. 11.00 og 13.00. Sunnudagur 29.01. Messa í Akraneskirkju kl. 14.00 og Höfða kl. 12.45. Einar Skúlason fæddist í Reykjavík 9. febrúar árið 1957. Hann er ókvæntur og barnlaus og í brennidepli hjá okkur í þessari viku. Bifreið: Engin, enda hef ég ekki bíl- próf. Hef ekki þurft á því að halda fyrr en kannski núna starfsins vegna. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Ég hef ekkert á móti því. Áttu reiðhjól? Nei. Starf og laun: Ég er rekstrarstjóri Arn- ardals. Launin eru viðunandi með mik- illi yfirvinnu. Helsti kostur: Ég telst líklega skap- góður. Matur og drykkur í uppáhaldi: Það er svo rosalega margt. Mér finnst yfirleitt allur matur góður og ef ég á að nefna drykk væri það helst kaffið. Uppáhaldstónlist: Ég er nánast alæta á tónlist en tónlistin frá sjöunda áratugn- um höfðar mest til mín. Hvað gerirðu ífrístundum þínum? Ég fylgist með fótboltanum, hlusta á tón- list og les. Uppálialdsíþróttamaður: Þeir eru margir. Við skulum nefna knattspyrnu- lið IA og Chelsea. Uppáhaldsstjómmálamaður: Þetta var erfiðara. Ég held ég geti engan nefnt. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, íþróttir og Taggart. Leikari í uppáhaldi: Því er fljótsvarað, Gísli Halldórsson heitir hann. Hvaða bók ertu að lesa? Bókina um Krumma og hef mikið gaman af. Hvaða kviknrynd sástu síðast? Hún heitir Prince of Tides og er góð. Ertufarinn að skipuleggja sumarfríið? Nei, það borgar sig ekki að skipu- leggja svoleiðis hluti. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og hreinskiptni. Hvað líkarþér best við Akranes? Fólkið í bænum. Hvað veitir þér besta afslöppun? Ætli í brennidepli það sé ekki svefn. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? I ljósi staðreyndanna eru það líklega atvinnumálin. Við erum að missa fólkið burt svo það hlýtur eitt- hvað að vera að. Annars eru félags- málin mér hugleiknust. Flokkarðu sorp ? Bara gosumbúðimar. Stundarðu líkamsrœkt? Ég geng um bæinn. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Ég reyni að sækja tónleika af ýmsu tagi en það er minna um ann- að. Tekst þér að ná endum saman í heimil- isbókhaldinu? Tekst nokkrum Islend- ingi það? Strengdirðu einhver heit utn áramót- in? Nei, ég legg það ekki í vana minn. Fólkið í bœnum, segir Einar þegar hann er spurður hvað honum líki best við Akranes.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.