Skagablaðið - 30.01.1995, Page 1

Skagablaðið - 30.01.1995, Page 1
Kirkjuhvoll: Listasetur opnað við hátiðlega athöfn Listasetrið Kirkjuhvoll var opn- að við hátíðlega athöfn á laug- ardaginn að viðstöddum Sig- urbirni Einarssyni biskup og blessaði hann húsnæðið og þá starfsemi sem þar á að fara fram. A opnunarsýningunni eru rúm- lega 30 málverk í eigu Akranes- kaupstaðar, Menningarsjóðs Akraness og Bæjar- og héraðs- bókasafnsins. Ráðgert var að forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, yrði við- staddur opnun listasetursins. Af þvf gat þó ekki orðið og er fyrir- hugað að Vigdís heimsæki sýn- inguna við hentugleika. Verkin á sýningunni í Kirkju- hvoli eru eftir eldri listamenn en stefnt er að því að halda yfirlits- sýningu á verkum yngri lista- manna síðar. A sýningunni er meðal annars að finna verk eftir heimamennina Hjálmar Þor- Embætti sýslumanns: steinsson og Hrein Elíasson, Ragnar Lár, Gunnlaug Scheving og Sigurð Guðmundsson. Athygli vekur að stór hluti verkanna eru gjöf Fríðu Proppé til Akranesbæjar. Sýningin var opnuð almenn- ingi í gær. Hún stendur til 28. febrúar og verður opin 15.00- 18.00 laugardaga og sunnudaga en 16.00-18.00 aðra daga. Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði Kirkjuhvol og þú starfsemi sem þar á að verða. Kjaradeilan á sjúkrahúsinu enn óleyst í morgun: Mikil harka í deilunni en lausn virtist í sjónmáli Bæjaryfir- völd á fund Þorsteins Gísli Gíslason bæjarstjóri og Gunnar Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, fóru á fund Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra í síðustu viku og ræddu við hann um málefni sýslumannsemb- ættisins. Gísli segir við Skagablaðið að þeir hafi lagt á það þunga áherslu við ráðherra að hann færi ástandið á sýsluskrif- stofunni til betri vegar. - Við ræddum almennt við ráðherra um áhyggjur okkar af því að svo virðist sem ekki sé starfsfriður hjá emb- ættinu vegna innanhúss- deilna. Fréttir hafa verið af deilum og kærum milli ein- stakra starfsmanna. Það er alvarlegt mál þegar æðstu embættismenn kæra hvor annan og fara sjálfir með ákæruvaldið, segir Gísli við Skagablaðið. Svör Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra voru á þá lund að verið væri að vinna í málinu en Gísli sagðist ekki eiga von á niðurstöðu í mál- inu á næstunni. Ég er vongóð um að málið leysist með því að okkar kjör verði óbreytt út þetta ár og að málið verði afgreitt við endur- nýjun kjarasamninga um næstu áramót. Þetta skýrist væntanlega í dag, sagði Guð- rún Hróðmarsdóttir, trúnaðar- maður hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Akraness, við Skagablaðið í morgun. Eins og kunnugt er munu nær 40 hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður á sjúkrahúsinu hætta störfum I. febrúar ef kjaradeila þeirra við stjórn sjúkrahússins leysist ekki fyrir þann tíma. Mikil harka var hlaupin í deil- una fyrir helgina og virtist sem þá væri engin lausn í sjónmáli. A fundi stjórnar sjúkrahússins um helgina kom hins vegar fram tillaga um að láta kjör starfsmannanna standa óhreyfð út þetta samningstímabil, eða til áramóta. Samkvæmt heimildum Skagablaðsins nýtur tillagan stuðnings meirihluta stjórnar- manna. Ingunn Jónasdóttir bar raunar fram svipaða tillögu á Jakob Halldórsson kvikmyndagerðarmaður: Uppgjörið frum- sýnt um helgina Jakob Halldórsson kvik- myndagerðarmaður frumsýnir leikna kvikmynd næst komandi föstudag. Myndin hefur fengið nafnið Uppgjörið og er 40 mín- útur að lengd. Að sögn Jakobs er um að ræða svarta kómedíu og fer Gunnar Ásgeir Einars- son með aðalhlutverkið. Uppgjörið fjallar um mann sem þarf að leiðrétta tölvumistök sem átt hafa sér stað hjá Trygg- ingastofnun sveitarfélaga. Þar tekst honum að flækja málið svo að vonlaust virðist að leysa það. Hann dregst óvænt inn í erjur tveggja starfsmanna og yf- irmanns stofnunarinnar og leiða erjur þessar hann inn í dular- fulla atburði sem eiga sér stað í kjallara stofnunarinnar. Með helstu aukahlutverk fara Arnar Sigurðsson, Gunnar Sturla Hervarsson og Þorbergur Viðarsson en auk þeirra leika um tuttugu leikarar úr Skaga- leikflokknum og leikhópi fjöl- brautaskólans í myndinni. Jakob er framleiðandi og leikstjóri en Sævar Már Halldórsson annað- ist kvikmyndatöku. Orri Harð- arson samdi tónlistina. fundi stjórnar í byrjun síðustu viku en hún var þá felld. Fyrirhugað var að fulltrúar ráðuneyta fjármála og heil- brigðismála funduðu með full- trúum Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga um málið í dag og nú síðdegis var boðaður fundur í stjórn Sjúkrahúss Akraness. Eins og komið hefur fram í Skagablaðinu var gerður kjara- samningur við hjúkrunarfræð- inga og Ijósmæður síðast liðið vor og hækkuðu laun þeirra þá um 15-20 af hundraði. I kjölfar- ið var sérkjarasamningi við þessa starfsmenn sagt upp en hann vóg þungt í kjörum þeirra. Starfsmennimir litu svo á að með uppsögn sérkjarasamnings- ins hefði þeim verið sagt upp störfum. Fjölmargir aðilar hafa hvatt til þess að fundin verði lausn á deilunni áður en til útgöngu starfsmannanna kemur. Þannig segir í ályktun læknaráðs sjúkrahússins að framtíð stofn- unarinnar og öryggi íbúanna væri í húfi. Tökum myndarinnar lauk síðast liðið haust en á myndinni má sjá Arnar Sigurðsson við tökur. Arnarfer með stórt aukahlutverk í Uppgjörinu. Ljósmynd: Guðni Hannesson. Myndin verður frumsýnd í sýnd kl. 21.00 dagana 4. og 5. Barbró á föstudaginn og verður febrúar.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.